Alþýðublaðið - 03.03.1990, Side 5
Laugardagur 3. mars 1990
5
FRÉTTASKÝRING
Norræn samvinna:
Alvörusamvinna eða
kertaljósakjattæði?
Pappírsflóö og kertaljósakjaftæöi eða samvinna sem
skilar árangri þótt þaö taki stundum tíma. Skoðanir eru
skiptar um norræna samvinnu. Hérlendis er vinsælt aö tala
um norræna samvinnu af vissri fyrirlitningu og það er raun-
ar ekki einsdæmi. í öllum þeim löndum sem eiga aöild aö
þessu samstarfi eru annað slagið uppi efasemdarraddir um
ágæti, árangur og jafnvel tilgang samvinnu Norðurlanda-
þjóðanna. Við erum ekki óvön því að heyra eða sjá kostnað-
inn tíundaöan og undir niðri er þá gjarna að finna þá skoð-
un, þótt ekki ósögð sé, að þessum peningum mætti verja
betur. Við íslendingar erum þó í raun í hópi þeirra Norður-
landaþjóða sem síst ættum að barma okkur yfir fjárfram-
lögum okkar. Það vill nefnilega svo til að við fáum meira en
við leggjum af mörkum.
Umræöan um norrænt samstarf
og þá sér í lagi starfsemi Norður-
landaráðs skýtur alltaf upp kollin-
um annað slagið, að sjálfsögðu
einkum í kringum þing ráðsins og
hérlendis auðvitað einkum og sér
í lagi þegar þingin eru haldin hér-
lendis. Að því er fjölmiðlunum við-
kemur fer í flestum tilvikum mest
fyrir beinni frásögn af því sem ger-
ist á þingunum. Frá þessu eru þó
undantekningar.
Þrjúhundruð þúsund Ijósrit
Til dæmis um svolítið sérstæða
umfjöllun um þing Norðurlanda-
ráðs má rekja í stuttu máli umfjöll-
un Dagblaðsins Vísis á fimmtudag-
inn. Á bls. 3 er tíunduö pappírs-
eyösla þingsins undir fyrirsögn-
inni: „Taka þrjú hundruð þúsund
ljósrit." Með þessari frétt er svo
mynd af syfjuðum, en kannski
skylduræknum norrænum frétta-
manni.
Þegar síðunni er flett við blasa
við auganu þrjár fréttir af þing-
haldinu á bls. 5. Þar greinir frá því
að íslenska sé eina Norðurlanda-
málið sem ekki sé fullgilt á þing-
um Norðurlandaráðs, greint frá
því að danski forsætisráðherrann
hafi haldið „minningarræðu" um
Norðurlandaráð og giskað á að
kostnaður við þinghjaldið nemi
200 milljónum. I síðasttöldu frétt-
inni er raunar haft eftir Páli Péturs-
syni að kostnaðurinn muni vera
nokkru minni og auk þess renni
mest af þessum peningum til ís-
lenskra fyrirtækja.
Jólasveinaþing
í þessari opnu DV er einnig að
finna umfjöllun Dagfara um þing
Norðurlandaráðs sem kallar það
Jólasveinaþing og sér helst það
ljós í myrkrinu að flestar þær til-
lögur sem fram séu bornar á þess-
um þingum lendi að lokum í ein-
hverri nefnd og sofni þar. Á bls 7
er svo greint frá því sjónarmiði
Grænlendinga sem fram kom á
þinginu að þeir eigi um þessar
mundir erfitt með að keppa við
Eystrasaltslöndin um athygli
Norðurlandaþjóðanna.
Ut af fyrir sig má kannski benda
kollegunum á DV á að íslenskan er
ekki eina málið sem ekki nýtur
fullrar viðurkenningar á þingum
Norðurlandaráðs. Samíska, fær-
eyska og grænlenska gera það
ekki heldur. Aðalatriðið er þó hitt
að umfjöllun af þessu tagi er afar
vel til þess fallin að ýta undir þá
skoðun að starfsemi Norðurlanda-
ráðs sé einkum pappírsflóð og
kjaftavaðall og þjóni takmörkuð-
um tilgangi ef nokkrum.
Verða hugmyndirnar aldrei
að veruleika?
Skyldi þetta kannski vera tilfell-
ið? Svo mikið er a.m.k. víst að ef
þetta er skoðun þeirra sem skrifa
Dagblaðið Vísi, þá eru þeir hinir
sömu alls ekki einir um hana.
Þvert á móti virðist þetta álit á
norrænu samstarfi eiga sér fjöl-
marga formælendur.
Þetta er þó trúlega fullmikil ein-
földun, — sérstaklega af íslensk-
um sjónarhóli. Það er vissulega
auðvelt að telja upp fjöldann allan
af hugmyndum sem komið hafa
upp í norrænu samstarfi en aldrei
orðið að veruleika né komið að
nokkru gagni, jafnvel þótt tals-
verðum fjármunum hafi veriö var-
ið til undirbúnings slíkum verkefn-
um. Sem dæmi um þetta mætti
nefna hugmyndirnar um samnor-
rænan sjónvarpsgervihnött sem
mikið var til umræðu fyrir um ára-
tug, en er nú flestum gleymdur.
Tilfellið er þó að hitt er ekki síð-
ur einfalt, nefnilega að telja upp
hugmyndir sem orðið hafa að
veruleika og gagni. Hvað um Nor-
ræna fjárfestingarbankann, Vest-
ur-norræna lánasjóðinn eða sam-
norrænan kvikmyndasjóð til að
nefna dæmi sem þeir skilja sem
hugsa í peningum. Norrænt sam-
starf hefur líka orðið þess valdandi
að norrænir ríkisborgarar geta
ferðast milli Norðurlandanna án
hindrana. Atvinnuleyfi þurfa
menn heldur ekki og ýmis réttindi
sem menn hafa áunnið sér í ein-
hverju Norðurlandanna eru flytj-
anleg til annars. Þetta eru einungis
fáein dæmi um áþreifanlegan ár-
angur af norrænni samvinnu.
Höfðatölureglan og___________
efnahagslegt misrétti________
Það sérkennilega er hins vegar
að þegar málið er skoðað örlítið
nánar, kemur strax í Ijós að það
ríkir ekki jafnrétti milli Norður-
landaþjóðanna í þessu samstarfi
þeirra. Þegar kostnaðinum af nor-
rænni samvinnu er skipt milli að-
ildarríkja Norðurlandaráðs, gildir
sú grundvallarregla að hver þjóð
borgar í hlutfalli við höfðatölu.
Svíar borga þannig langmest, ná-
lægt 40% af kostnaðinum. í sam-
anburði við það sleppum við Is-
lendingar ódýrt. Við greiðum um
1%.
Höfðatölureglan gildir hins veg-
ar ekki þegar verið er að úthluta
peningum. Þannig mun um 9% af
því fé sem lánað er úr Norræna
fjárfestingarbankanum koma til
lslands. Þegar Vestur-norræni
lánasjóðurinn er annars vegar er
úthlutunarhlutfall Islendinga mun
hærra, enda er sá sjóður einkum
hugsaður fyrir Færeyjar, Island og
Grænland.
Þegar Islendingar gera milli-
ríkjasamninga af einhverju tagi er
þess jafnan krafist að tekið sé tillit
til sérstöðu Islands. „Við erum fá-
menn þjóð í stóru landi og lifum á
því að veiða fisk.“ í þessari máls-
grein er sennilega að finna flest
rök okkar fyrir þeirri kröfu. Þegar
norrænt samstarf er annars vegar
er tæplega hægt að segja annað
en okkur hafi orðið vel ágengt. I
þessu sambandi má nefna sem
dæmi að Ingvar Carlsson, forsæt-
isráðherra Svía, mátti um daginn
sæta ámæli í sænska þinginu
vegna þess að hann hafði lýst því
yfir í sjónvarpsviðtali að hann
teldi sanngjarnt að tekið yröi tillit
til þess í samningum EB og EFTA
hve fiskveiðar eru íslendingum
mikilvægar.
Tiu þúsund íslendingar á
Norðurlöndum
Árlega flytjast fjölmargir íslend-
ingar búferlum til hinna Norður-
landanna, einkum Svíþjóðar, Dan-
merkur og Noregs. Að jafnatði
munu vera upp undir 10 þúsund ís-
lendingar búsettir á öðrum Norð-
urlöndum. Þegar ekki ríkir þeim
mun erfiðara efnahagsárferði á ís-
landi, fer meginhluti þessa fólks til
náms.
Sannleikurinn er sá að það kost-
ar Norðurlandaþjóðirnar óhemju-
fé að taka á móti íslenskum náms-
mönnum, enda taka þær jafnvel
þátt í því að framfleyta námsfójk-
inu gegnum þau styrkjakerfi sem
haldið er uppi í þeim Norðurland-
anna sem Islendingar heimsækja
mest. Sem dæmi um þetta má
margir íslenskir namsmenn við
húsaleigu sem er verulega niður-
greidd af sænska ríkinu. Þá er ótal-
inn sá kostnaður sem fer til að
mennta þessa íslensku náms-
menn. Sá kostnaður er hvorki
greiddur af íslenska ríkinu né
námsmönnum sjálfum, heldur af
ríkissjóði í viðkomandi landi, rétt
eins og um heimamenn væri að
ræða.
Vissulega eru líka til dæmi um
fólk sem kemur hingað til náms
frá hinum Norðurlöndunum. Þau
dæmi eru hins vegar mun færri og
þetta fólk verður að gera svo vel
og sjá fyrir sér sjálft. Ekki niður-
greiðir íslenska ríkið húsleigu fyrir
erlenda námsmenn.
Snúum spurningunni við
Þeir menn hérlendir sem býsn-
ast yfir því fé varið er úr ríkiskass-
anum til norræns samstarfs,
mættu eiginlega sem best snúa
spurningunni við og spyrja sem
svo: Hvers vegna í ósköpunum eru
hinar Norðurlandaþjóðirnar að
hafa okkur með? í raun er það svo
ómótmælanlegt að það sem við
leggjum af mörkum til norrænnar
samvinnu fáum við margfalt til
baka, að þeirri spurningu er eigin-
lega vandsvarað.
Sennilega er vonlítið að finna
haldgott svar nema farið sé út á
dálítið hálli ís. Hér að framan höf-
um við einkum haldið okkur að
„þeim verðmætum sem mölur og
ryð fá grandað." Það sem utan
þessa sviðs liggur er ekki eins
áþreifanlegt, en engu að síður er
þar að finna stóran hluta þeirra
ástæðna sem raunverulega liggja
að baki norrænni samvinnu. Sjálf-
sagt þykir mörgum að hugtök eins
og „samnorrænn menningararf-
ur" „frændþjóðir okkar á Norður-
löndum," séu orðin býsna útjösk-
uð og merkingarlaus. Staðreyndin
mun þó engu að síður sú að þær
Norðurlandaþjóðir sem eru nor-
rænar að uppruna finna talsverða
samkennd í þessum sameiginlega
uppruna.
Á Norðuriandaráð
sér framtíð?
Það þing Norðurlandaráðs sem
lauk í gær átti margt sammerkt
með fyrri þingum. Þar voru ekki
allir ræðumenn sammála. Það er
auðvelt að segja að þar hafi mikið
verið talað en minna gert. Nokkr-
ar ákvarðanir voru þó teknar og
grunnur lagður að ýmsu því sem
vænta má árangurs af síðar.
Til eru þeir áhrifamenn á Norð-
urlöndum sem álíta að dagar ráðs-
ins séu senn taldir. Þeir virðast þó
mun fleiri sem enn telja Norður-
landaráð eiga veigamikið hlut-
verk. Þrátt fyrir allt hafa þeir síð-
arnefndu sennilega rétt fyrir sér.
Því valda sameiginlegir hagsmun-
ir á mörgum sviöum og, — þótt
sumum kunni að virðast það kyn-
legt, — ekkert síður samkennd
þeirra þjóða á Norðurlöndum sem
eru af sömu rót. Þeir menn sem
um þessar mundir halda jarðarfar-
arræður yfir Norðurlandaráði eru
sennilega full fljótir á sér.
Norðurlandaráösþing eru ekki bara formleg fundahöld. Fólk hittist einnig undir óformlegri kringumstæðum. Hér
eru það Gro Harlem Brundtland, Bryndis Schram og Magnús Guðmundsson sem ræða saman í forgrunni.
nefna að a.m.k. í Svíþjóð búa fjöl-