Alþýðublaðið - 03.03.1990, Side 10
10
Laugardagur 3. mars 1990
RAÐAUGLÝSINGAR
Menntamálaráöuneytið
Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í
grunnskóladeild menntamálaráöuneytisins (áöur
skólaþróunardeild). Á verksviði deildarinnar eru
einkum þróunarverkefni á grunnskólastigi sbr. aðal-
námskrá grunnskóla. Bæöi er um aö ræöa 4—5
stööur viö deildina og hins vegar verkefnaráöningu
til ákveðins tíma.
A) Fjórar til fimm stööur námstjóra:
Verkefni þeirra veröa:
aö stuöla að almennri skólaþróun og stjórna og
vinna með starfshópum sem sinna þróun í ákveðn-
um námsgreinum, námsgreinaflokkum og á
ákveönum aldursstigum.
Námstjórar:
— vinna meö fræðsluskrifstofum, skólum sem
annast kennaramenntun, Námsgagnastofnun
og öðrum sem sinna skólaþróun
— skipuleggja og hafa meö höndum eftirlit meö
ráögjöf
— fylgjast meö þróun skólamála innanlands og ut-
an
— miðla upplýsingum um skólamál
Ráðiö er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990.
B) Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um störf
námstjóra sem ráöið verður í tímabundið í eitt til
fjögur ár frá 1. ágúst 1990 til að sinna sérstökum
verkefnum. Ráöning í hálft starf kemur til greina.
Þau verkefni sem fyrst um sinn verður lögð áhersla
á eru eftirfarandi:
Ráögjöf og námsmat, umsjón meö samræmdum
grunnskólaprófum og könnunarprófum, íslenska,
stærðfræði, list- og verkgreinar, umhverfismennt.
Auglýst er eftir fólki í öll þessi störf sem hefur
menntun í uppeldis- og kennslufræöum, menntun
á ákveðnum greinasviöum og reynslu af störfum í
skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálf-
stæöra vinnubragöa og skipulagshæfni. Mjög reyn-
ir á samstarf viö aðra.
Um laun fer samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 30. mars nk.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu sendar til mennta-
málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga-
deildar borgarverkfræöings, óskar eftir tilboðum í
frystikerfi fyrir skautasvell í Laugardal.
Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuö á sama staö, fimmtudaginn
29. mars 1990, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Starfsleiðbeinandi
Vinnu- óg dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða
starfsleiðbeinanda í hlutastarf til starfa í vinnu- og
föndurstofu Vinnu- og dvalarheimilisins. íbúar
heimilisins sækja þangað vinnu eftir hádegi 5 daga
vikunnar.
Æskilegt er að umræddur starfsmaður hafi starfað
meö fötluöum, eigi auðvelt meö að umgangast
fólk, geti starfað sjálfstætt og hafi starfsreynslu á
þessu sviði.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Jónsdóttir alla virka
daga frá 1—4 lí síma 29133.
Umsóknir skulu berast Vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar Hátúni 12, Reykjavík fyrir 16. mars nk.
merktar „starfsleiðbeinandi".
Vinnu- og dvaiarheimili Sjálfsbjargar.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vélamið-
stöðvar Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í smíði á
skúffum úr stáli, til endurnýjunar á eldri skúffum á
tveimur efnisflutningavögnum.
Stærð skúffa er: I x b x b = 6700 x 2400 x 2000 mm
eða um 15—16 m3.
DAGVIS'I' BARtVA
Forstaða dagheimilis
Dagvist barna auglýsir stöðu formanns við dag-
heimilið Austurborg lausa til umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 17. mars næstkomandi.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og deildar-
stjóri fagdeildar dagvistar barna í síma 27277.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20.
mars 1990, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA’R
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Skip til sölu
Kauptilboð óskast í Vitaskipið Árvakur, þar sem það
liggur við suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því ásig-
komulagi sem skipið er nú í.
Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi við
forstöðumann Vitamálastofnunar og gefur hann
jafnframt allar nánari upplýsingar: sími 27733.
Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en 14.
mars nk. kl. 11.00 fh. og verða þá opnuð í viðurvist
viðstaddra bjóðenda.
INIMKAUPASTOHMUN RÍKISINS
_______OORGARTUNI • ' , ,'IK_
Laus eru til umsóknar eftirtalin störf við Húsdýra-
garðinn í Laugardal.
1. Dýrahirðir (yfirmaður). Ráðning frá 1. apríl
1990. Menntun og starfsreynsla á líffræðisviði
æskileg.
2. Umsjónarmaður fræðslu. Ráðning frá 1. júní
1990. Uppeldisfræðileg menntun á líffræði-
sviði æskilegt.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra borgar-
verkfræðings, Skúlatúni 2, á sérstökum eyðublöð-
umsem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 16. mars
1990.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Garðyrkjudeild
borgarverkfræðings í síma 18000.
Frá borgarskipulagi Reykjavíkur
Lóðirnar 6A, 6B og 8 við Hátún, Staðgr.R. 1.235.3,
sem markast af Hátúni, Laugarnesvegi og Lauga-
vegi.
Hér með er auglýst samkv. 17. og 18. gr. laga nr. 19/
1964 nýtt hámark nýtingar á ofangreindum reit og
flokkast reiturinn samkv. Aðalskipulagi Reykjavíkur
1984—2004 þannig:
BLÖNDUÐ ATHAFNAHVERFI MIÐSVÆÐIS 0,70—
1,10.
Er þessi breyting einnig samræmd aðliggjandi reit
sem er með viðmiðunar nýtingu 0,70—0,89. (Lóð-
irnar Hátún 6 og Nóatún 17).
Nánari upplýsingar eru veittar á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð alla virka daga frá
kl. 09.00—16.00 til 17. apríl 1990.
Athugasemdum, ef einhverjar eru skal skila skrif-
lega á sama stað eigi seinna en 2. maí 1990.
Tilboð óskast í ýmsar gerðir af röntgenfilmum
ásamt framköllunarefni fyrir ríkjsspítala og nokkur
sjúkrahús. —
Útboðsgögn erju afhent á skrifstofu Innkaupastofn-
unar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík.
Tiljxiðsfrestur er til kl. 11.00 f.h. þann 23. apríl nk.
[MiMKAUPASTOFIMUIM RSKlSíiMS
KORr.AríiUM 1 0.) Ht i KJAVIK
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
verður haldinn þriðjudag 6.
mars næstkomandi kl. 20.30,
að Goðatúni 2.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Gestur fundarins verður Rannveig Guðmunds-
dóttir alþingismaður.
Félagar mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Alþýðuflokkurinn
hlustar
Málstofa um stefnuskrármál
verður haldin þriðjudaginn 6.
mars nk. í Félagsmiðstöð jafn-
aðarmanna, Hverfisgötu
8—10.
Hópstjóri er Gísli Ágúst Gunn-
laugsson.
Mætum öll og höfum bein áhrif á stefnu flokks-
ins!