Alþýðublaðið - 16.03.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Qupperneq 1
MMDUBLÍBD) Föstudagur 16. mars 1990 42. tbl. 71. árg. 3000 atvinnu- lausir Tæplega 3.000 manns voru aö jafnaði á atvinnu- leysisskrá í febrúarmán- uði samkvæmt tölum sem Félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér. Þetta svarar til 2.4% af áætluð- um mannafla í landinu samkvæmt spám Þjóð- hagsstofnunar. Skráðum atvinnuleysisdög- um hefur fækkað um 21.000 eða 25% frá því í janúar, en á hinn bóginn er atvir.nuleysi í febrúar mun meira en undan- gengin fimm ár. Fleiri karlar en konur voru skráðir at- vinnulausir sem er afar óvenjulegt. Skráðir atvinnuleysisdagar í febrúar voru alls 64.000 á landinu öllu og skiptust næst- um jafnt á milli kynja. Skráðir atvinnuleysisdagar í janúar voru 85.000, eða 25% fleiri en í febrúar. Siðast liðin fimm ár hafa að meöaltali verið skráðir 28.000 atvinnuleysis- dagar í febrúar á móti 64.000 Stefna að meirihluta í borgarstjórnarkosningum Samtök um nýjan vettvang: Nýtt borgarmálafélag stofnaö á Hótel Sögu á morgun. Hyggst bjóða fram í samvinnu viö Alþýöuflokkinn og e.t.v. fleiri aðila. Framboöslistinn rœöst í galopnu prófkjöri. Meirihluti í borgar- stjórn Reykjavíkur er markmið nýs framboðs á vegum óháðra einstak- linga og jafnaðarmanna sem nú er í burðarliðn- umu. A morgun verður haldinn á Hótel Sögu stofnfundur nýs borgar- málafélags sem trúlega fær heitið „Samtök um nýjan vettvang" og hyggst bjóða fram í sam- vinnu við Alþýðuflokk- inn. Þessi nýju samtök verða skipuð einstaklingum úr ýmsum áttum og þegar mun nokkurn veginn frá- gengið að þau efni til sam- eiginlegs prófkjörs með Al- þýöuflokknum. A blaða- mannafundi þar sem greint var frá undirbúningi að stofnun samtakanna, mátti sjá fólk sem ekki hefur áður verið bendlað við pólitík, svo sem Ólínu Þorvarðar- dóttur og Ragnheiði Dav- íðsdóttur. Það er opinbert leyndar- mál að auk óháðra einstak- linga eru það einkum félag- ar í Birtingu og Alþýðu- flokknum sem unnið hafa að stofnun þessara sam- laka. Vitað er að innan Birt- ingar hefur verið nokkur ágreiningur um hvernig staðið skyldi að þessu máli. A félagsfundi í Birtingu í fyrrakvöld var samþykkt ályktun þar sem segir að líkur séu til að þetta nýja afl geti tekið við þar sem til- raunum Birtingarmanna og annarra sleppti. Á hinn bóginn er itrekuð sú af- staða að trúverðugleiki framboðs af þessu tagi ráð- ist verulega af því að „gömlu flokkarnir hafi ekki afskipti af framboðinu.' Alþýöuflokksmenn virö- ast hins vegar hafa gert þá kröfu í viðræðunum að undanförnu að um yrði að ræða samstarf Álþýðu- flokksins og hinna nýju samtaka og flokkurinn yrði þannig formlega aöili að framboðinu. Þessi lina virð- ist hafa orðið ofan á, því á blaðamannafundinum i gær kom fram að samtökin hyggist bjóða fram í sam- starfi við Alþýðuflokkinn og e.t.v. fleiri aðila. Fram- boðslistinn verður ákveð- inn í prófkjöri sem opiö verður öllum Reykvíking- um á kosningaaldri. Stofn- fundurinn verður haldinn í Ársal á Hótel Sögu kl. 14 á morgun. Ólína Þorvarðar- dóttir verður fundarstjóri og meðal ræðumanna verða Kristín Á. Ólafsdóttir og Ragnheiður Davíðsdótt- ir. Þessar þrjár hafa allar verið nefndar sem hugsan- legir þátttakendur í próf- kjöri. Útflutningur á léttsöltudum fiski: Ein í umferðinni með allt á hreinu. Þvi miður eru ekki allir ökumenn þó nægilega á varðbergi. Aftanákeyrslur verða þess valdandi aö 500 milljónir króna fara í súginn á ári hverju, auk þess sem margir slasast, og þaö oft illa, vegna andvaraleysis í umferðinni. Við tökum undir með Umferðarráði, — Hættum aftanákeyrslum. A-mynd E.ÓI. Gert til að leysa bráðan vanda — segir Jón Balduin Hannibalsson utanríkisráöherra og aö hagsmunum SÍF sé ekki stefnt í voöa þó einhverjir aörir fái aö flytja út saltfisk. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefur veitt nokkrum fyrir- tækjum tímabundið leyfi til að flytja út léttsaltaðan fisk. Það er þeim fyrir- tækjum sem áður fluttu út ferskan, flattan fisk en sjávarútvegsráðuneytið hefur, eins og komið hefur fram, tekið fyrir þann út- flutning. Jón Baldvin sagöist vera með þessu að leysa bráðan vanda vegna banns sjávarút- vegsráðuneytisins á að flytja út ferskan, flattan fisk. Að- spurður um hvort í deiglunni væri að gefa útflutning á salt- fiski frjálsan sagðist Jón Bald- vin ekki gera ráð fyrir nein- -um snögglegum breytingum. Hann kvaðst ekki sjá að hags- munum SÍF væri á neinn hátt stefnt í voða þó einhverjir aörir fengju að flytja út salt- fisk. Þá benti Jón Baldvin á að Jón Sigurðsson hefði á árinu 1987 losað um hömlur á út- flutningi á freðfiski og gefið leyfi til nokkurra aðila. Þrátt fyrir spár manna að slíkt kynni að kollvarpa því sölu- kerfi sem Islendingar hefðu byggt upp á mörgum árum hefði ekkert slíkt gerst. Sameinad Alþingi: Undirmálsfiskur hirtur og öllum afla landað á mörkuðum hérlendis — segir í þingsályktunum frá Svanfrídi Jónasdóttur Aðstoðarmaður fjár- málaráðherra og vara- þingmaður landbúnaðar- ráðherra, Svanfríður Jón- asdóttir, flutti tvær þing- ályktunartillögur á Al- þingi í gær. Onnur gengu út á að fela sjávarútvegs- ráðherra að undirbúa lög- gjöf sem feli i sér að út- gerðarfyrirtæki séu skylduð til að gera sjó- mönnum kleift að hirða allan undirmálsfisk og hin að öllum afla veiddum í ís- lenskri landhelgi skuli landað á fiskmörkuðum hérlendis. Svanfríður benti m.a. á að með því að gera sjómönnum kleift að hirða allan undir- málsfisk, sem yrði eign sjó- manna og ekki inn í hluta- skiptum, væri tryggt að hon- um yrði ekki hent aftur í sjó og eins yrði það hagur út- gerðar að vera ekki að veiða á svæðum þar sem mikið er af undirmálsfiski í afla. Það gæfi auga leið aö útgerðar- menn og skipstjórar færu ekki að stunda veiðar sem út- gerðin heíði einungis kostn- að af og þannig mundu slík löggjöf vinna að verndun smáfisks. Varðandi það að selja allan fisk á íslenskum mörkuðum sagði Svanfríður m.a. að slíkt fyrirkomulag leiddi til auk- inna möguleika á sérhæfingu í vinnslu og til aukinna gæða og hærra verðs fyrir aflann. Ef allur fiskur yrði seldur á mörkuðum hér myndu út- lendingar þurfa að koma hingað til að kaupa fiskinn, velta og atvinna aukast hér á landi. Þeir fáu þingmenn sem við- staddir voru i þingsölum Al- þingis þá stundina gerðu al- mennt góðan róm að máli Svanfríðar. Karvel Pálmason kvaðst hins vegar ekki hafa mikla trú á þingsályktunum því þaö væri nánast undan- tekning að framkvæmdar- valdið færi eftir samþykktum ályktunum löggjafarvaldsins. Jón Baldvin um Mandela: „Áhrifa- mikil persóna" — Sjá frásögn utanríkis- rádherra af fundi hans med Mandela — Baksíöa

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.