Alþýðublaðið - 16.03.1990, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 16. mars 1990 3 FRÉTTASKÝRING Afstöðubreyting Alþýðubandalags- ins á landsfundi í haust kom í veg fyrir að ríkisstjórnin spryngi á ál- málinu. Afstaða annarra flokka hefur einnig þokast til. Hafnfirð- ingar og Eyfirðingar berjast um staðsetninguna. Viljayfirlýsingin í vikunni setur tímamörk en samn- ingarnir sjálfir eru eftir. Afkastageta álversins i Straumsvík er nálægt 90 þusund lestum á ári. Nýja álverið á að vera meira en tvö- falt stærra og framleiða 200 þúsund tonn árlega. En verður það reist við hliðina á þessu eða norður i Eyja- firði? Aratuga deilumál til lykta leitt: Þjóðarsátt um stóriðju Nýja álveriö er aö veröa að veruleika. Endanlegrar ákvöröunar er aö vænta um næstu áramót. Enn veit þó eng- inn hvar þessu nýja stóriðjuveri verður komiö niöur og margt er óljóst um skattamál, raforkuverö, mengunar- varnabúnaö og fleira sem máli skiptir. Um sum þessara at- riöa ríkir nokkur ágreiningur milli álrisanna í Atlantal hópn- um og íslenskra stjórnvalda. Hér innanlands viröist þó ekki lengur ríkja ágreiningur um margt annaö en staðarvalið. Eftir landsfund Alþýöubandalagsins í haust varö Ijóst aö nýtt álver myndi ekki veröa tilefni stjórnarslita eins og margir höfðu gert ráð fyrir. Stefnubreyting Alþýðubanda- lagsins í haust markar endapunkt- inn aftan við áratuga sögu and- stöðunnar við stóriðjufram- kvæmdir. Harkalegust var and- staðan á fyrri hluta sjöunda ára- tugarins þegar deilurnar um ál- veriö í Straumsvík stóöu sem hæst. Andstæöinga álversins í Straumsvík var á þeim tíma að finna víðar en í Alþýðubandalag- inu. Þetta var á fyrri hluta við- reisnartímabilsins og auk Alþýðu- bandalagsins var Framsóknar- flokkurinn í stjórnarandstöðu og innan hans voru líka uppi harðar gagnrýniraddir. Þegar menn töldu sjálfstæðiö í hættu Það sem menn höfðu einkum út á stóriöjusamninga að setja á fyrri hluta sjöunda áratugarins var til- tölulega lágt og fastbundið raf- orkuverð, svo og erlent eignar- hald. Gagnrýnendurnir töldu fulla ástæðu til að óttast um sjálfstæði landsins ef erlendir aðilar næðu verulegum tökum á atvinnulífinu. Orkuverðið til álversins var bund- iö til langs tíma og það var ekki fyrr en á þessum áratug sem unnt var aö semja um hækkun. í þessu sambandi má kannski minna á þau ummæli sem Hjörleifur Gutt- ormsson lét falla í ráðherratíð sinni, að ódýrasti virkjunarkostur Islendinga væri fólginn í því að leggja niður álverið. Þegar rööin kom að Málm- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga lenti Magnús Kjartansson sem var iðnaðarráðherra í ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar á ár- unum 1971-74 í hatrömmum slag innan Alþýðubandalagsins um af- stöðuna til stóriðjuframkvæmda. Afstaöa Magnúsar var í meginat- riöum sú að stóriðja gæti skilaö þjóðinni drjúgan spöl áleiöis til velmegunar og bættra lífskjara. Aðalatriðið væri hins vegar aö tryggja yfirráö Islendinga sjálfra yfir atvinnulífinu með meirihluta- eign. Stefna Magnúsar varð lifseig Andstæðingar Magnúsar innan flokksins héldu aftur á móti fram umhverfisverndarsjónarmiöum og vildu fremur byggja atvinnu- tækifærin á smærri einingum, svo sem meö fullvinnslu sjávarafla og minni iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum, auk þess sem Magnús var ásakaður um undanlátssemi. Stefna Magnúsar varð þó ofan á í flokknum og í nærri tvo áratugi máttu Alþýöubandalagsmenn ekki heyra nefnd nein frávik frá henni. Tuttugu ár eru langur tími í heimi sem tekur jafn örum breyt- ingum og sá sem viö lifum í. Stefnubreytingu Alþýðubanda- lagsins í afstööu til stóriðju má vissulega að stórum hluta rekja til Olafs Ragnars Grímssonar og þeirra nýju hugmynda sem hann og fylgismenn hans tóku með sér inn í forystu flokksins. Þegar nán- ar er skoðað er það þó ekki bara Alþýðubandalagið sem hefur breytt afstöðu sinni. Afstaða ann- arra flokka hefur einnig þokast nokkuð til og almennt eru gerðar nú ákveönari kröfur en áður varð- andi fullnægjandi orkuverð og skattamál auk þess sem umhverf- isverndarþátturinn hefur notið sí- vaxandi athygli. Þjóöarsátt i stað sprengingar Þannig virðist mega segja að al- menn sátt sé að nást í afstöðu manna til stóriðju. Þessu hefðu þó sjálfsagt fáir trúaö þegar Alþýðu- bandalagið kom inn í ríkisstjórn- ina í stað Sjálfstæððisflokksins fyr- ir hálfu öðru ári. Þá spáðu því margir að einmitt álmálið hlyti fyrr eða síðar að sprengja stjórn- ina í loft upp. Álveriö sem nú viröist loksins ætla aö veröa að veruleika er búið aö vera lengi í undirbúningi. Að- dragandann má rekja allt aftur til ársins 1984 þegar byrjað var að ræða um stækkun núverandi ál- vers í Straumsvík. Síðan er búið að leggja slík stækkunaráform á hill- una a.m.k. tvisvar sinnum. Síðustu árin hafa staðiö yfir viðræður við ýmis álfyrirtæki og enn fleiri sýndu málinu áhuga á einhverju stigi málsins. Fftir standa nú þrjú fyrirtæki sem mynda hinn svokall- aða Atlantal hóp. Stærst þessara fyrirtækja og þaö sem síðast kom inn í myndina er bandaríska fyrirtækið Alumax. Sænska fyrirtækið Gránges og hollenska fyrirtækið Hoogovens hafa verið með í þessum viöræð- um í nokkur ár og raunar ekki frítt við að nokkurrar þreytu sé fariö að gæta hjá forráöamönnum þeirra, a.m.k. lýsti Per Olov Aron- son, forstjóri Gránges því yfir í út- varpsviðtali fyrr í vikunni að und- irbúningsviðræðurnar hefðu tekiö allt of langan tíma. Kalið í ausunni________________ og munnurinn opinn Sú viljayfirlýsing sem undirrituð var í vikunni gerir ráö fyrir að nýtt álver verði tekiö í notkun árið 1994 og í henni er aö finna nokk- uð ákveðnar tímasetningar varö- andi hin ýmnsu atriöi sem enn eru ófrágengin. í raun felur yfirlýsing- in þó ekki í sér neinar ákveðnar skuldbindingar og allir samningar sem gera þarf eru ófrágengnir. Kálið er sem sagt ekki sopið, þótt komið sé i ausuna og samningsað- ilar búnir að opna munninn. Hverjum sem vill er enn frjálst að skyrpa því út úr sér ef honum líkar ekki bragðiö. Þau atriöi sem höfuðmáli skipta i þessu sambandi eru raforkuverð, skattamál og að sjálfsögöu búnað- ur til mengunarvarna. Staðarvalið er svo þáttur út af fyrir sig, en mun þó trúlega ekki hafa áhrif á þá meginspurningu hvort af bygg- ingu álversins veröur. Samkvæmt viljayf irlýsingunni er staðarákvöröunin fyrsta mál á dagskránni og á að taka ákvörðun um staösetningu álversins fyrir lok maí. Tímasetningin er örlítið sérkennileg og greinilega ákveöin meö tilliti til íslensku byggðakosn- inganna sem fram fara 27. maí. Staöarvaliö á sem sagt ekki að hafa áhrif á kosningabaráttuna en þó er ekki víst hvað kann að gerast ef ákvöröunin kynni að kvisast út fáeinum dögum fyrir kosningar. Og svo fóru menn aö spá Ýmsir hafa oröið til að halda því fram að undanförnu að staöur undir nýja álverið hafi í raun þegar verið valinn. DV taldi í síðustu viku nokkuö víst aö álverið yrði sett niöur í Kyjafiröi og hér á Al- þýðublaöinu höfðum við fengiö mjög svipaðar fregnir. Fréttaskýr- andi Tímans, Stefán Ásgrímsson, taldi sig hins vegar í fyrradag hafa traustar heimildir fyrir því aö Straumsvík verði fyrir valinu, þótt álfurstarnir liafi einnig taliö Eyja- fjarðarsvæðið koma sterklega til greina. Það er Ijóst að heimildum ber hér ekki alls kostar saman, enda mun það sannast mála að engin ákvörðun hafi enn verið tekin. Ákvörðunin verður að því eftir því sem næst verður komist í raun tek- in í tveim áföngum. 1 fyrri umferö eru það viökomandi bæjarfélög sem bitast en síöan kemur að for- svarsmönnum Atlantal hópsins aö taka hina endanlegu ákvörðun. Straumsvík eða Dysnes Þótt frá upphafi hafi verið talað um þrjá möguleika, hafa menn ekki í raun haft neina verulega trú á því að Reyöarfjörður yröi fyrir valinu. Sú skoðun mun kannski ekki fjarri lagi að það að tengja nafn Reyðarfjarðar við hugsanlegt álver hafi af stjórnmálamönnum einkum verið hugsað sem sára- bætur fyrir málmblendiverk- smiðjuna sem hætt var við aö byggja þar fyrir nokkrum árum. Þegar til kastanna kemur er þannig aðeins um tvo staði að ræöa, Straumsvík og Dysnes viö Kyjafjörö. Þessir staðir hafa báöir sína kosti og galla. í Straumsvík er höfnin þegar fyrir hendi en á Ak- ureyrarsvæðinu þarf að byggja nýja höfn. Sveitarfélögin þarna í grenndinni hafa þegar tekið ákvörðun um að byggja nýja höfn til aö jafna þennan mun. Kngu að síöur mun enn vera nokkur mun- ur á fjárfestingarkostnaði milli þessara tveggja staða, Kyjafjaröar- svæöinu í óhag. Þaö er einkum tvennt sem gerir það að verkum aö ekki er víst að þessi kostnaöarmunur geri útslag- ið. Annars vegar gera menn sér vonir um þaö nyrðra aö stjórnvöld viðurkenni byggðasjónarmiðið og taki á sig a.m.k. einhvern hluta af kostnaðarmuninum. Hins vegar hefur heyrst að forsvarsmenn ál- fyrirtækjanna þriggja vilji jafnvel síöur vera í nábýli við annaö álver og vilji t.d. geta vitað nákvæmlega hver á sökina ef upp kæmu meng- unarvandamál. Barátta að tjaldabaki Þaö þarf tæplega að draga í efa aö á næstu vikum og mánuðum muni á bak við tjöldin fara fram hatrömm barátta milli Hafnfirð- inga og Akureyringa um afstöðu íslenskra stjórnvalda og forsvars- manna Atlantal hópsins. Það kem- ur svo í hlut hinna síöarnefndu að ákveöa endanlega hvaða staöur verði fyrir valinu, því svo mikiö virðist Ijóst að af íslenskri hálfu verða ekki sett nein skilyrði um staöarval. Samningaviðræður um skatta- mál, orkuverð o.fl. munu síðan væntanlega fara fram í sumar og haust og það veröur þá sem raun- verulega kemur í Ijós hvort nýtt ál- ver verður tekið í notkun á árinu 1994 eða ekki.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.