Alþýðublaðið - 16.03.1990, Page 2

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Page 2
2 Föstudagur 16. mars 1990 MÞYÐUBLAPIB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Flákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakið. AFREK IÐNAÐARRÁÐHERRA Undirrituð hefur verið sameiginleg yfirlýsing íslands og þriggja erlendra álfyrirtækja, Alumax frá Bandaríkjunum, Hoogevens Al- uminium frá Hollandi og Gránges frá Svíþjóð, um ásetning að Ijúka samningum um byggingu nýs álvers hér á landi. Með undir- ritun yfirlýsingarinnar er þátttaka Alumax i Atlantal-verkefninu formlega staðfest. Sú staðfesting er fyrst og fremst afrek Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. IVIeð undirritun viljayfirlýsingarinnar hefur iðnaðarráðherra staðfest vilja íslenskra stjórnvalda til þess að stuðla að betri nýt- ingu innlendra orkulinda með aukinni álframleiðslu á íslandi. Er- lendu álfyrirtækin þrjú hafa með undirritun sinni staðfest áhuga sinn að byggja álver á íslandi. Iðnaðarráðherra og Atlantal-aðil- arnir hafa ennfremur staðfest ásetning sinn að Ijúka samningum um nýtt álver með um 200 þúsund tonna álframleiðslu á ári er hefji rekstur sinn árið 1994. Enn er ekki gengið frá eignaraðild hinna þriggja aðilja innbyrðis, en Ijóst er að sameiginlega munu þau eiga 80% hlutafjár í hinu nýja álveri eða meira. Ekki hefurenn verið rætt um neina íslenska eignaraðild að álverinu, enda eðli- legt að hagur íslendinga af þessu samstarfi felist fyrst og fremst í öflugra atvinnulífi sem nýtt álver felur í sér svo og hagnaði af orkusölu og betri nýtingu innlendra orkulinda. íslendingar eiga ekki að taka þátt í þeirri áhættu sem sala á áli á heimsmarkaði hefur í för með sér, heldur láta það erlendum samstarfsaðilum eftir. Yfirlýsingin staðfestir ennfremur að gera þurfi ýmsa samninga á grundvelli heimildarlaga um nýtt álver. Þannig þarf að gera að- alsarnning milli íslensku ríkisstjórnarinnar og Atlantal-hópsins þar sem meðal annars verður fjallað um skattamál og úrlausn ágreiningsefna. Gera þarf orkusölusamning við Landsvirkjun. Gera þarf lóðar- og hafnarsamning við hlutaðeigandi sveitarfélag og samkomulag varðandi umhverfismál en iðnaðarráðherra hefur nýlega skipað sérstakan starfshóp til að verða sér til ráðu- neytis um mengunarvarnir. Einnig þarf að gera samkomulag milli Atlantal-aðilanna um eignarhald, rekstur og fjármögnun álvers- ins. Með yfirlýsingunni er staðfest að ákvörðun um staðsetningu álsversins sé tekin fyrir lok maí 1990. Stefnt er að því að Ijúka öll- um samningum fyrir 20. september í ár. Iðnaðarráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til heimildarlaga í október næst- komandi með það að markmiði að afla samþykkis Alþingis fyrir árslok 1990. Það er því afar mikilvægt að Alþingi samþykki frum- varp til heimildarlaga um þetta veigamikla verkefni. IVIeð undirritun ofangreindrar viljayfirlýsingar hefur verið stigið stórt skref í átt að því að gera nýtt álver á íslandi að veruleika. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur hér lyft grettistaki. Með ör- uggri og skipulagðri vinnu hefur Jóni Sigurðssyni ráðherra tekist það sem öllum öðrum iðnaðarráðherrum hefur mistekist frá því að álverið í Straumsvík var reist á sjöunda áratugnum; að leggja grunninn að áframhaldandi nýtingu innlendra orkulinda með aukinni stóriðju á íslandi, og stuðla þar með að framförum í at- vinnulífi og meira jafnvægi í efnahagslífi. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt barist fyrir uppstokkun atvinnulífsins og fjölbreyttari lífsaf- komu á Islandi, og því ætíð verið hlynntur skynsamlegri nýtingu á orkulindum landsins. Jóni Sigurðssyni ráðherra Alþýðuflokks- ins hefur nú tekist að rjúfa hinn lokaða hring íslenska atvinnulífs- ins og færa ísland nær margbreytileik erlendra framleiðslugreina. Eðlilegt er að sveitarfélög takist á um staðsetningu hins fyrirhug- aða álvers. En að sjálfsögðu er álverið nýja miklu stærra mál en nær til hagsmuna einstakra sveitarfélaga. Hér eru á ferðinni þjóð- arhagsmunir; sannkallað framfaramál fyrir alla íslendinga. Það er því nauðsynlegt að allir leggist á eitt svo iðnaðarráðherra megi Ijúka þessu mikla hagsmunamáli fyrir þjóð og land á sem hag- kvæmastan hátt. ÖNNUR SJÓNARMIÐ MORGLINBLAÐIÐ birti bráð- fyndna grein í síðasta sunnudags- blaði um leiðtogafundinn í Reykja- vík 1986. Greinin er eftir ensku- kennarann Róbert Berman sem starfað hefur hér á íslandi. Róbert var kippt sem vikapilti inn í frétta- hirð CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Reykjavík og lýsingar hans á því sem gerðist bak við tjöldin eru óborganlegar. Hann lýsir græðgi ís- lendinga sem vildu gerast milljóna- mæringar á einni nóttu og græðgi bandarísku fréttamannanna sem höfðu greinilega aldrei komist í jafn feita gestrisni og á íslandi. Frétta- mennirnir röðuðu ókeypis í sig endalausum kræsingum í fréttamið- stöðinni og veltu sér upp úr alls- nægtum landsmanna. Bandarísku fréttamennirnir lágu í ókeypis sím- tölum heim til sín allan sólarhring- inn og Islendingarnir voru engir eft- irbátar þeirra í þeim efnum. Símar, tæki og tól hurfu að loknum leið- togafundinum og segir enskukenn- arinn að íslendingarnir sem kipptu þessum græjum með sér hafi greini- lega haldið að tækjanna yrði aldrei saknað. MATTHÍAS Á. Mathiesen sem var utanríkisráðherra íslands á þeim tíma er leiðtogafundurinn var hald- inn í Reykjavik, fær þó hlægilegustu lýsinguna, og reyndar hreint ótrú- legt að Morgunblaöið, málgagn sjálfstæöismanna, skuli taka niður um fyrrum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins með þessum hætti. Það verður hreinlega að taka hattinn of- an íyrir blaöamennskulegum sjón- armiðum blaðsins í þetta sinn. Róbert Berman enskukennari og vikapiltur CBS á leiðtogafundinum, lýsir því að hann hafi verið kallaður í skyndingu út af fréttastjóra CBS til að taka viðtal við Matthías utanrík- isráðherra. Enskukennarinn Róbert hafði að sjálfsögðu aldrei tekið við- tal sem fréttamaður á ævi sinni. Hann fékk nokkrar spurningar í veganesti og síðan var brunað upp í utanríkisráöuneyti þar sem Matthí- as beiö. Gefum Róbert Berman orðið: ,,Eg brunaði af stað niður í ut- anríkisráðuneytið í einum af CBS-leigubílunum og fannst ég vera orðinn heldur mikilvægur. Mjög taugaóstyrkur George Glazer tók á móti mér og hálf ýtti mér inn til þáverandi utanríkis- ráðherra, Matthíasar Mathie- sen, sem virtist enn óhægara en mér. Hann hafði auðheyrilega aldrei „brillerað" í ensku í skóla. Við settumst við kaffi- drykkju, og reyndum að halda uppi samræðum á meðan beðið var eftir að CBS-upptökuhópur- inn léti sjá sig. Utanríkisráð- herrann upplýsti mig um að leið- togafundurinn í Reykjavík væri árangur áhrifaríks og ógleym- anlegs málflutnins hans í Sam- einuðu þjóðunum 22. september (sem ég man ekki eftir að hafa heyrt getið). Ekkert bólaði á upptökumönnunum, og við urð- um ásáttir um að hefja viðtalið án þeirra.“ Matthías hefur aldrei verið sakað- ur um hlédrægni eða hafa verið of hógvær í að koma sér á framfæri, en óneitanlega er það nokkuð langt gengið að fullyrða við bandaríska sjónvarpsstöð að leiðtogafundurinn hafi verið haldinn í Reykjavík vegna áhrifaríks og ógleymanlegs mál- flutnings hans hjá Sameinuðu þjóö- unum!! GAMANIÐ er þó ekki búið. Leik- maðurinn Berman hafði ekki áttað sig á því að það er ekki hægt að taka upp sjónvarpsviðtal ef upptöku- menn eru ekki mættir á staðinn. Því þurfti að endurtaka viðtalið eftir aö tæknimennirnir voru mættir á stað- inn: „Upptökuhópurinn mætti eftir dúk og disk og byrjaði að raða upp ljósum og prófa tæki, á með- an ráðherrann varð enn órórri og sneri sér æ oftar að íslenska ráðgjafanum til að spyrja hann hvernig ætti að segja eitt eða annað á ensku.“ DAGATAL Saltfisksstrídid (eöa einstaklingsframtakiö nýtur sín í lögboönum hagsmunasamtökum) Stundum komast víðsýnir hægri menn í voðalegan bobba. Eins og til dæmis þegar umhyggja þeirra fyrir frelsi, lýöræöi og óheftum umsvifum einstaklingsins rekst á þeirra eigin hagsmuni. Gott dæmi um þetta er slagur- inn um flatta fiskinn. Saltfiskmafían hefur hingað til starfaö i þeim anda, aö maöur tryggir ekki eftir á. Maður tryggir á undan. Sterkustu tryggingarnar eru svo að sjálfsögöu samtrygg- ingarnar. Þegar sjálfstæðu einka- aöilarnir sem elska frelsi einstak- lingsins, eru orðnir svo uppgefnir á samkeppninni sem stendur und- ir öllum framförum og hagvexti í landinu, að þeir eru aö niðurlotum komnir, slá þeir sér saman í sam- tök. Það eru kölluð hagsmuna- samtök. Hagsmunasamtök eru meö öör- um oröum klúbbur víðsýnna ein- staklinga sem elska einkaframtak- ið svo mikið aö meðlimir klúbbs- ins telja því best variö ef sam- keppninni er kippt úr sambandi. Þess vegna komast þeir einir í samtökin sem eru tilbúnir aö viö- urkenna að einkaframtakiö eigi að vera í heildarsamtökum. Þeir sem ekki eru reiðubúnir að kyngja þessum sannleik og halda aö þeir séu eitthvert númer og geti náð hagstæöari samningum eða mörkuðum erlendis, þeim hinum sömu er ekki hleypt inn í samtökin og verða þar af leiðandi að standa fyrir utan alla hagsmunina sem samtökin hafa náð undir sig. Ut á viö hafa þó hinir framtaks- sömu einstaklingar heildarsam- takanna ýmsar skýringar á því hvers vegna samkeppnin er horíin í hagsmunasamtök. Menn segja sem svo, að það sé nauösynlegt að hafa eitthvert gæðaeftirlit með vörunni sem ver- ið er að flytja inn eða út. Það er heldur ekki hægt að láta írumskóginn vaxa endalaust. Eitt- hvert kontról veröur aö vera á vit- leysunni. Svo segja menn: Það er nóg af þessari helvít is samkeppni. Þurf- um viö ekki að keppa við erlenda aðila um markaði? F.r það ekki nóg? Þurfum viö líka aö keppa innbyrðis? t*etta væri nú gott og blessaö og eflaust myndi saltfiskmafían, líkt og landbúnaðarmafían, ullarmafí- an og oliumafían hafa fengið aö vera í friöi meö sín hagsmunasam- tök og lausir við allt þras um sam- keppni, ef ekki væru öðru hverju til einhverjir vitleysingjar sem skilja ekki aö hag einstaklings- framtaksins er best variö í heildar- samtökum og pólitískum út- og innflutningsleyfum. Það eru nefnilega til menn sem segja: Viö getum betur. Við treyst- um okkur til að finna betri mark- aði. Við treystum okkur til að fá betra verð fyrir vöruna. Við treyst- um okkur til aö flytja inn ódýrari og betri vöru en lögboðnu einok- unaraðilarnir gera í dag. Það er sem sagt aldrei almenni- legur friður fyrir mönnum sem Matthías var nú vel undirbúinn enda búinn að heyra allar spurning- arnar áður. Hann stakk meira segja gleraugunum í vasann því að sögn greinarhöfundar vildi ráðherra líta sem best út í útsendingu í Bandaríkj- unum! Áfram heldur lýsing enskukenn- arans: „Það kom í Ijós að fyrra viðtalið hafði verið hernaðarleg mistök vegna þess að það hafði gert ráð- herra órólegan og hann tók nú að æfa svörin við spurningun- um. Rétt áður en byrjað var að mynda tilkynnti hann að hann vildi byrja viðtalið á stuttri yfir- lýsingu. Tökumaðurinn og hljóðmaðurinn horfðu hvor á annan með hryllingi. „Við getum ekki leyft honum að gera það. Forðum okkur!“ Ég áttaði mig fljótlega á því að fréttaviðburður og undirbúin yfirlýsing stjórn- málamanns (rétt eins og stílfærð jóreið) voru ekki undir sama hatti. Það var eins gott að upp- tökuhópurinn var vel að sér í siðferði fréttamennskunnar, því þar stóðum við ráðherrann báð- ir á gati.“ RÚSÍNAN í pylsuendanum er þó, að í Ijós kom að viðtalið hafði verið sviðsett af fréttastjóra CBS til að upphefja vin sinn, bandarískan embættismann sem vann sem ráð- gjafi í íslenska utanríkisráðuneyt- inu, í augum íslenska utanríkisráð- herrans. Vinargreiði með öðrum orðum. Aðalfréttamenn CBS höfðu öðrum hnöppum að hneppa en að taka viðtal við einhvern utanríkis- ráðherra upp á skeri í Norðurhöf- um. Og greinilega fór það framhjá heimspressunni að það var ógleym- anlegri ræðu Matthías Á. Mathiesen fyrrum utanríkisráðherra að þakka, aö Reagan og Gorbatsjov hittust á leiðtogafundi í Reykjavík. Kannski að Matthías hafi ekki gert sig nógu skiljanlegan á enskunni sinni við heimspressuna. best hafa trú á sjálfum sér, í stað þess að tilbiðja samtökin. I þeirri stöðu er mjög gott að eiga aðgang aö pólitíkusum sem skilja hag heildarinnar og vita aö einka- framtakinu sé best fyrirkomið í höndum samtakasinna. Þeir stjórnmálamenn veita hagsmuna- samtökunum þá lögvernd sem þarf. Um þessa nauðsyn eru allir hægri menn sammála. Nema ein- staka kjáni sem ekki hefur lært samtryggingarþuluna og hefur enn ekki skilið að einstaklings- framtakiö nýtur sín best þegar aörir eru ekki að trufla þaö. En þarna gerast líka mistök. Eins og þegar manni eins og Jóni Baldvin er hleypt fyrir einhver mistök í utanríkisráðuneytið og fer aö útbýta leyfum til einstak- linga sem ekki eru í heildarsam- tökunum. En það er liægt að þola svona of- beldi í einhvern tíma. Framtíðin er mikilvægust. ()g heildarsamtökin bíöa þolinmóð eins og harölínu- mennirnir í Kreml. Þaö hlýtur að koma að því aö Gorbasjov fari á eftirlaun og Jón Baldvin hætti í ut- anríkisráðuneytinu. Þá verður allt eölilegt á nýjan leik og einstaklingsframtakiö fær ótruflaö að njóta sín í lögboönum heildarsatntökum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.