Alþýðublaðið - 16.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. mars 1990 5 llliilillip : y ® ' '■■> Jón Baldvin á götu í Ábo í Finnlandi ásamt Pertii Paasio. Jón Baldvin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn: Við íslendingar erum flótlamenn fró Evrópu — og spurning hvort viö viljum hverfa þangað aftur Guðbjörg Arnardóttir, Alþýðu- blaðið, Kaupmannahöfn: JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON utanríkisráðherra sagði á fundi með löndum sínum hér að það væri ekkert sjálfgefið að Islendingar litu á sig sem Evrópuþjóð, — við værum í raun flóttamenn frá Evrópu. „Spurningin er hvort við vilj- um hverfa þangað aftur“, sagði ráðherrann. Milli 40 og 50 íslendingar hér í borg brugðu skjótt við og héldu til fundar við utanríkisráðherra ís- lands, Jón Baldvin Hannibalsson á föstudagskvöldið í Jónshúsi hér i borg. Var fyrirvarinn þó stuttur. Jón Baldvin kom hér við á leið sinni frá fundi með utanríkisráö- herrum Norðurlandanna í Finn- landi. Ætlun hans var að ræða sama dag við Uffe Elleman Jens- en, en af því gat ekki orðið að þessu sinni. Notaði ráðherrann sér stutta stund sem hann átti í Kaup- mannahöfn meðan hann beið flugs heim til Islands. Heimsóknir íslenskra stjórn- málamanna og fundir með íslend- ingum hér eru ævinlega kær- komnar, — en því miður gerist það sárasjaldan. Stjórnmálamenn sem hafa mun rýmri tíma hér í Kaup- mannahöfn en Jón Baldvin nú, bera því sjaldan við að ræða við landa sina, hvað þá að þeir geri lykkju á leið sína til að uppfræða okkur um íslensk málefni. Á fundinum hér kynnti ráðherra stöðuna í samningum EFTA og EB og íslenska hagsmuni í þeim við- ræðum, ennfremur frá ýmsum markmiðum íslands með tilliti til lengri tíma. Var erindi Jón Bald- vins hin besta upplýsingasprauta fyrir íslendinga í Kaupmanna- höfn, enda eiga þeir að öllu jöfnu erfiðara með að fylgjast með mál- um okkar en landar okkar heima. Fundarmenn spurðu ráðherrann óspart. M.a. var spurt hvað gerðist ef Svíar og Norðmenn gengu í Efnahagsbandalagið. Svaraði ráð- herra því til að Ijóst væri að þá mundu íslendingar fylgja með. Benti hann hinsvegar á að ekki væri hlaupið að því að ganga i bandalagið í dag. Fundarstjóri, Þorlákur Helga- son, bauð fundarmönnum sem vildu, að skrifa nöfn sín á lista, og bauð að senda þeim volgar upp- lýsingar um það sem er að gerast í samningamálum íslendinga við hina nýju Evrópu. Var það þakk- samlega þegið af fundargestum. Fundurinn með Jóni Baldvini hefði getað orðið miklu lengri, umræðurnar voru enn heitar, þeg- ar áminningarpíp heyrðist frá armbandsúri ráðherrans, — hann og hans menn voru að verða of seinir til flugvallarins. Flugleiðir biða ekki eftir farþegum, ekki einu sinni ráðherrum. Islendingar hér vilja gjarnan heyra aftur í Jóni Baldvin og reyndar fleiri íslensk- um stjórnmáiamönnum. Júlíus Sólnes umhverfisráöherra: Okkur stafar ógn af mengun Noróursjávar Islendingar hafa áhyggjur af mengun Norðursjávar. Þetta kom fram í yfirlýsingu um mengun sjávar sem Júlíus Sólnes, umhverfismála- ráðherra, lagði fram á Norðursjávar- ráðstefnunni í Haag á dögunum, fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar. Mengun í Noröursjó berst til íslands með sjáv- arstraumum 4-6 árum eftir að henn- ar verður vart í Norðursjó. Leggja íslendingar áherslu á mik- ilvægi alþjóðlegra samninga um varnir gegn mengun sjávar, en benda á þá staðreynd að slikir samningar einir sér koma ekki í veg fyrir mengunarslys. Beri því að leggja áherslu á forvarnir og yfir- færa sönnunarbyrði á megnunar- valdinn, fremur en þá sem verða fyrir mengun. Sérstaklega varaði ráðherra við mengun sjávar að völdum geisla- virkra efna, sem öllum fiskveiði- þjóðum við N-Atlantshaf stendur ógn af. ítrekaði hann mótmæli gegn fyrirhugaðri kjarnorkuúrgangsstöð í Dounreay í Skotlandi. Umhverfis- ráðherrar Norðurlanda voru allir viðstaddir á Norðursjávarráðstefn- unni og afhentu fulltrúum bresku ríkisstjórnarinnar formleg mótmæli gegn stöðinni. Kratar í Keflavík opna kosningaskrifstofu: Bjartsýn á að halda meirihlutanum — segir Ólafur Eyjólfsson, starfsmadur kosningaskrifstofunnar „Framboðslistanum hefur ver- ið mjög vel tekið, viðtökurnar hafa satt að segja verið ótrúleg- ar. Við erum mjög bjartsýn á að halda meirihlutanum áfram,” segir Olafur Eyjólfsson starfs- maður kosningaskrifstofu Al- þýðuflokksins í Keflavík í sam- tali við Alþýðublaðið, en kosn- ingaundirbúningur Keflvískra krata er hafinn á fullu fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar í vor. Alþýðuflokkurinn hefur á síðasta kjörtímabili haft hreinan meirihluta í Keflavík, 5 fulltrúa en Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur hafa hvor um sig tvo fulltrúa. Alþýðu- flokksfólk er bjartsýnt á að meiri- hlutinn haldist á næsta kjörtímabili og vinnur nú að kappi svo það megi gerast. Líklegast er að 4 listar verði í boði í Keflavík í komandi kosningum, en Ólafur Eyjólfsson segir að hinum flokkunum hafi gengið erfiðlega að finna stefnuskrá — „þeir hafa aug- lýst eftir henni undanfarið en ekkert gengið," sagði hann. Ólafur sagði að helsta gagnrýnin á stjórnartíð Al- þýðuflokksins hafi verið vegna fjár- mála bæjarins og skuldastöðu en liann segir aö sú gagnrýni byggist ekki á haldbærum rökum. Hann sagði jafnframt að fjármálin yrðu helsta kosningamálið en bætti við að krötum hefði gengið fjármála- stjórnin vel, ,,nú er í fyrsta sinn í langan tíma hægt að nota bæjarsjóð sem hagstjórnartæki, áður voru fjármál bæjarins í ólestri' Af verkum meirihlutans á þvi kjörtímabili sem nú er að líða nefndi Olafur helst byggingu nýrrar sund- laugar sem nýverið var tekin í gagn- ið, hann sagði að klárað hefði verið að malbika allar götur bæjarins, átak hefði verið gert í fegrunarmál- um og fleira mætti nefna, byggingu dagheimiiis, byggingu hlutdeildar- íbúða aldraðra á Kirkjuvegi 11, nýtt íþróttahús og viðbyggingu við barnaskólann. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks- ins er til húsa að Hafnargötu 31, 3. hæð og verður fyrst í stað opin mánudaga til föstudag frá kl. 17—19. Síminn er 13030. Ólafur Eyjólfsson er starfsmaöur kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins i Keflavik. Hann segir fólk vera bjart- sýnt á að flokknum takist að halda meirihlutanum, viðbrógð viö listan- um bendi til þess en þau hafa veriö mjög góð. Skoðana- könnuni Borgarnesi Eyjólfur Torfi Geirsson fékk flest- ar tilnefningar í skoðanakönnun Al- þýðuflokksins í Borgarnesi um síð- ustu helgi. Sigurður Már Einarsson var með flestar tilnefningar í annað sætið, Valgeir Ingólfsson í þriðja , .lóhanna Lára Óttarsdóttir í fjórða, Bjarni Steinarsson í fimmta, Sæunn Jónsdóttir i sjötta, Margrét Sigur- þórsdóttir í sjöunda sæti, Bjarni Þor- steinsson í áttunda. Eva Eðvarsdótt- ir, annar tveggja bæjarfulltrúa flokksins gaf ekki kost á sér. Listinn að öðru leyti veröur birtur síðar. Sendiherra Lúxemborgar Nýskipaður sendiherra Lúxem- búrgar, Edouard Molitor, afhenti for- seta Islands nýlega trúanaðarbréf sitt sem sendiherra lands síns. Við- staddur afhendinguna var Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðnaöarráö- herra í fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra. Sendiherrann mun hafa aðsetur í London. Eins og kunnugt er hafa Is- land og Lúxembúrg, einhver fá- mennustu lönd Evrópu, átt mjög farsæl viðskipti um árabil, einkum á flugmálasviðinu. Á myndinni er for- seti lslands, sendiherrann og eigin- kona hans, Jón Sigurðsson og kona hans, Laufey Þorbjarnardóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.