Alþýðublaðið - 16.03.1990, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 16. mars 1990
Stórveldaslag lauk í gær:
Yusupov tryggði nauman sigur
Jafnt í síðustu umferö og þegar staðið var upp frá síðustu skákinni
skildu aðeins fjórir vinningar efstu og neðstu sveit.
36. Dd5 - Hh7
37. Kgl - Dh5
38. Dg2 - Hh6
Síðasta umferðin í stórvelda-
slagnum var æsispennandi og
úrslit mótsins réðust ekki fyrr
en á lokamínútum umferðar-
innar þegar Sovétmaðurinn
Yusupov sigraði Bandaríkja-
manninn Gulko á fyrsta borði.
Það tók Yusupov þó 60 ieiki að
innbyrða sigurinn. Þetta var sú
skák sem síðast lauk. Með sigr-
inum náði Yusupov að tryggja
sovéska Iiðinu jafntefli við
Bandaríkjamenn og þar með
sigur í mótinu.
Sigur Sovétmanna var þó í
naumara lagi. Aðeins hálfur vinn-
ingur skildi þá frá Bretum sem
lentu í öðru sæti. Úrslit mótsins
urðu mun jafnari en menn áttu
von á um það bil sem mótiö var
hálfnað. Aðeins fjórir vinningar
skildu á milli efstu og neðstu
sveita. Raunar má segja að nor-
ræna liðið hafi að nokkru bjargað
Sovétmönnum með því að ná
jafntefli við Breta í síðustu umferð.
Lokastaðan í stórveldaslagnum
varð þessi:
Sovétríkin 31 'A
Bretland 31
Bandaríkin 30
Norðurlönd 27>/2
Bandaríkjamaðurinn Walter S.
Browne hefur vakið nokkra at-
hygli á þessu skákmóti eins og
raunar oft áður fyrir sérkennilega
hegðun við skákborðið. Browne
lendir gjarna í skelfilegu tíma-
hraki og rær sér þá fram og aftur
á stólnum meðan hann nuddar
gagnaugun og ennið ákaflega
með báðum höndum. Þetta setur
andstæðinga hans iðulega úr jafn-
vægi og nefna má að Jón L. Árna-
son fór illa út úr viðskiptum sínum
við hann í fimmtu umferð. Þegar
nær tuttugu leikir voru eftir að
fyrri tímamörkunum átti Browne
innan við fimm mínútum eftir en
Jón L. meira en hálftíma. Viður-
eign þeirra lauk þó svo að það var
Jón L. sem féll á tíma og var þá
með gjörtapaða stöðu.
Browne féll hins vegar á eigin
bragði í gær þegar hann átti í
höggi við hinn hægláta og dag-
farsprúða Sovétmann, Sergey Dol-
matov. Hinum síðarnefnda varð
hvergi haggað og hann lék tiltölu-
lega hratt eftir að Bandaríkjamað-
urinn var kominn í tímahrak. Þeg-
ar þeir höfðu leikið þrjátíu leiki
átti Browne ekki nema um mínútu
eftir af tíma sínum. Hann lék að
vonum hratt en láðist hins vegar
að ýta nægilega fast á klukkuna
og mátti að þessu sinni sætta sig
við þau örlög að falla sjálfur á
tíma.
Danski alþjóðameistarinn Lr-
ling Mortensen hefur staðiö sig
býsna vel á þessu móti. Við birtum
hér vinningsskák hans viö Banda-
ríkjamanninn Dmitry Gurevich úr
5. umferð sem var tefld í fyrradag.
Hvítt: Dmitry Gurevich
Svart: Erling Mortensen
1. d4 - Rf6
2. c4 — g6
3. Rc3 - - Bg7
4. e4 — d6
5. Be2 - - 0-0
6. Rf3 - - e5
7. 0-0 - Rc6
8. d5 - Re7
9. Bg5 - - h6
10. Bxf6 - Bxf6
11. b4 - Kg7
12. c5 — Rg8
13. Rd2 - - Be7
14. c6 - bxc6
15. dxc6 - f5
16. Rd5 - - Bg5
17. Bc4 - - Bxd2
18. Dxd2 fxe4
19. a4 — Be6
20. De2 - - Bxd5
21. Bxd5 - Rf6
22. Bxe4 - d5
23. Bc2 - - Dd6
24. b5 - d4
25. Hfel - Hae8
26. Be4 - - Rxe4
27. Dxe4 - He7
28. Hadl - Hf4
29. De2 - -g5
30. g3- H4f7
31. De4 - -Dg6
32. Kg2- - g4
33. h3 - h5
34. hxg4 — hxg4
35. He2 - - Kf6
39. Hed2 - Heh7
40. Kfl - Df5
41. Dd5 — Df3
42. Dd8+ - Kg6
og hvítur gafst upp.
Sú skák sem áhorfendur fylgd-
ust með af hvað mestum ákafa í
gær var skák Jóhanns Hjartarson-
ar við Bretlandsmeistarann Mi-
chael Adams. Jóhann sótti stift til
vinnings en kóngssókn hans skil-
aði þó ekki tilætluðum árangri og
um tíma virtist hann kominn með
tapað tafl. Jóhann var hins vegar
ekki á því að tapa og tókst að
halda jafntefli. Skákin kemur hér:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Michael Ádams
1. e4 — e6
2. d4 - d5
3. Rc3 — Bb4
4. e5 - Dd7
5. Dg4 - f5
6. Dg3 - b6
7. Rh3 — Ba6
8. Bxa6 — Rxa6
9. 0-0 - c6
10. Rf4 — Rc7
11. Rce2 — Df7
12. b3 — Be7
13. h4 - Rh6
14. c4 — 0-0
15. Rxd5 — exd5
16. Bxh6 — dxc4
17. bxc4 - Kh8
18. Be3 - Dxc4
19. Rf4 - Ba3
20. h5 - Hf7
21. Df3 — Rd5
22. Rg6+ - Kg8
23. e6 - Hf6
24. Bg5 - Hxe6
25. Dxf5 - Rf6
26. Rf4 - Hd6
27. h6 - Dxd4
28. hxg7 - Dc5
29. Dxc5 - Bxc5
30. Hael - Rd5
31. Rh5 — Bd4
32. He4 - Bxg7
33. Hfel - Bc3
34. He6 - Hd7
35. Hdl - c5
36. Hd3 - Bd4
37. Be3 - Rb4
38. Hd2 - Hd5
39. Bxd4 — Hxd4
40. Hxd4 — cxd4
41. He7 — Hd8 jafntefli.
Þótt Stórveldaslagurinn sé nú á
enda, er ekkert lát á skákviðburð-
um því á morgun hefst 14. Reykja-
víkurskákmótið og þar keppa
flestir erlendu stórmeistararnir
sem tóku þátt í stórveldaslagnum.
Alls eru um 80 keppendur skráðir
í mótið, þar af um 30 íslendingar.
Fyrsta umferðin hefst klukkan 14
á morgun og verður teflt í húsa-
kynnum Skáksambands íslands
að Faxafeni 12.
Það væri synd að segja að ekki
væri nóg um að vera í leikhúslifi
bæjarins þessa dagana. Leikfélag
Fjölbrautaskólans er með sýning-
ar í K.K.-húsinu og Leikfélag Kefla-
víkur í Félagsbíói.
Á ýmsu hefur gengið í starfsemi
Leikfélags Keflavíkur síðan það
varstofnað 1961. Starfsemin hefur
oft verið mikil en félagið hefur líka
gengið í gegnum öldudali. Undan-
farin ár hefur félagið risið úr ösku-
stónni og sýnt hvert verkið af öðru
sem hefur aukiö veg þess og virð-
ingu. Er þar skemmst að minnast
Keflavíkurreviunnar sem sýnd var
á síðasta ári í tilefni 40 ára afmælis
bæjarins og söngleiksins Grettis
sem sýndur var fyrr í vetur.
Nú er félagið enn komið á kreik,
með sitt annað verkefnj á þessu
leikári. Fyrir valinu varð Týnda
teskeiðin eftir Kjartan Ragnars-
son.
Týnda teskeiðin er annað leik-
verk Kjartans sem L.K. setur á
svið. Ýmsir muna sjálfsagt eftir
söngleiknum Saumastofunni, sem
leikin var hér árið 1982. Sú upp-
færsla fékk mjög góða dóma, enda
verkið gott og frammistaða leik-
énda með ágætum.
í Týndu teskeiðinni er slegið á
ólíka strengi. Verkið er „svört
komedía", eins og segir i leikskrá.
Hjón eiga von á gestum sem þeim
jer í mun að gera vel við, enda á
;maðurinn mikið undir sér. Slys
verður, sem fyrir taugaveiklun
Sviðstaddra snýst upp í glæp. Allt
snýst nú um að bjarga sér út úr
klípunni meö öllum tiltækum ráð-
um. Þau ráð leiða e.t.v. til annars
glæps — um það eru áhorfendur
skildir eftir á báðum áttum.
Höfundur teflir fram ólíkum per-
sónum með mismunandi bak-
grunn og ólík lífsviðhorf. Auð-
mjúkri undirgefinni húshjálp (Rak-
el Garðarsdóttir), snobbuðum ný-
ríkum hjónum (Súsanna Fróða-
dóttir og Hólmgeir Hólmgeirs-
sviði og gætir þess dálítið í sýning-
unni. Framsögn var stundum
ábótavant. Hraðmælgi var áber-
andi, einkum í upphafi sýningar,
sem e.t.v. má skýra að hluta til
með taugaóstyrk, en annars skrif-
ast á reikning leikstjórans. öll áttu
þau mjög góða spretti og þá helst
þegar mest á reyndi. sannarlega
reyndi oft á hina ungu leikendur,
því mikið var um átök í orðaskipt-
um. Gamansemi leiksins komst
vel til skila, en gamansemi er ein-
mitt áberandi einkenni leikrita
Kjartans Ragnarssonar, þrátt fyrir
alvarlegan undirtón.
Þetta mun vera fyrsta leikstjórn-
arverkefni leikstjórans Halldórs
Björnssonar og ber sýningin þess
merki. a ég þar einkum við fram-
sögn leikaranna, eins og áður hef-
ur komið fram. Góðar leiðbeining-
ar í framsögn eru einmitt mikil-
vægar fyrir lítt reynda áhugaleik-
ara. „Rennsli" leiksins var lipurt
og hvergi á því hnökrar.
Leikmynd var góð, skemmtilega
unnin og hið óhentuga svið Fé-
lagsbíós mjög vel nýtt. Hana hann-
aði einn af þúsund þjala smiðum
leikfélagsins, Jóhann Smári Sæv-
arsson, sem auk þess lék hlutverk
í verkinu, hannaði forsíðu leik-
skrár og „plakat" og tók þátt í
smíði leikmyndar.
Það eru einmitt slíkir þúsund
þjala smiðir, sem starfsemi áhuga-
mannaleikhúsa byggist svo mikið
á. Ekki er nóg að manna hlutverk,
ótal margir aðrir koma við sögu til
að ein sýning geti orðið að veru-
leika. Svo er einnig að þessu sinni,
þvi um 20 manns leggja á einn eða
annan hátt hönd á plóginn. Allt
þetta duglega fólk á heiður skilið.
Það á líka skilið að við hin — al-
menningur á Suðurnesjum —
leggjum leið okkar í Félagsbíó og
eyðum einni kvöldstund í að sjá af-
rakstur margra vikna vinnu
þeirra.
Þórdís Þormóðsdóllir.
Leikfélag Keflavíkur:
Týnda teskeiðin
eftir Kjartan Ragnarsson
son), lögfræðingnum og millanum
(Hafsteinn Gíslason) og teprulegu
konunni hans (Guðný Kristjáns-
dóttir), hortugu heimasætunni
(Sigrún Sævarsdóttir), unnusta
hennar „kommastráknum" (Ómar
ólafsson), fyllibyttunni (Jóhann
Smári Sævarsson) og löggunni
(Gísli Gunnarsson).
Spilað er á snobb og sýndar-
mennsku þeirra sem betur mega
sín í efnahagslegu tilliti, frasa-
kenndar róttækar skoðanir sem
oft eru auðseldar þegar Mammon
er annars vegar og vináttu sem
reynist brotgjörn þegar eitthvað
bjátar á. Ekki er vert að spilla
ánægju væntanlegra leikhúsgesta
með því að rekja efnisþráðinn
nánar.
Leikendur eru misreyndir á
Leiklist