Alþýðublaðið - 16.03.1990, Síða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Síða 7
Föstudagur 16. mars 1990 7 Undrabarnið eldist Upphaflega vakti De Palma á sér athygli meö spennu- myndum sem sérgrein sína. Hann haföi ekki áhuga á að gera fjölskyldumyndir eins og Lucas og Spielberg. Hann vildi heldur ekki gera myndir um stórborgarvítin eins og Scorese eða mafíuna eins og Coppola. Hann vildi gera spennumyndir svo svæsnar aö þaö væri sem kalt vatn rynni eftir baki áhorfandans. Blaðamaður Arbeiderbladet var varaður við því af starfsbræðrum sínum, þegar þeir vissu að hann ætlaði að eiga viðtal við De Palma að hann væri oftast soldið fúll. Brian De Palma tilheyrir þeirri kynslód leikstjóra sem kallaöir voru „The Whiz Kids“ (undrahörnin). Par var hann í hópi Spielberg, Lucas, Scorsese og Coppola. Ekki virtist blaðamanni það en De Palma virtist þreyttur og ekki sú manngerð sem auðvelt væri að komast að en alls ekki fúll. De Palma er 49 ára að aldri. Hann hefur gert 19 kvikmyndir og 28 ára eru síðan hann innritaðist í kvikmyndaskóla og 22 ár frá því hann sá fyrst nafn sitt á neon- skiiti. „Casualities of War“ fjallar um raunverulegan atburð sem gerðist í Víetnam-stríðinu. Flokkur her- manna nauðgaði og myrti stúlku. Hún var ekki njósnari og hún var ekki einu sinni óvinur frá Norður- Víetnam. Hún varð tilviljunar- kennd „uppbót" vegna þess að hermönnunum hafði verið bann- að að fara á hóruhús þar sem stað- setning þess var lýst bardaga- svæði. Aðeins einn hermannanna hafði siðferðilegan styrk til þess að taka ekki þátt í óhæfuverkinu og reyndi sem hann gat að koma stúlkunni til hjálpar. Það tókst ekki en hermaðurinn hætti lífi sínu með því að koma atburðinum fyr- ir herrétt. Atburðurinn átti sér stað árið 1966 en varð ekki heyrum kunnur fyrr en árið 1969. Það var tímarit- Brian De Palma hefur enn einu sinni vakið á sér athygli með Vietnam-kvikmyndinni „Casualities of War". ið „The New Yorker" sem birti grein um svívirðuna. De Palma segist strax hafa haft áhuga á að gera kvikmynd um þetta eftir að hafa lesið greinina. „Allar kvikmyndir um Víetnam- stríðið hafa kallað fram viðbrögð hermanna sem tóku þátt í því og þau hafa verð margvísleg. Margir þeirra segja að flestar þeirra hafi verið raunsæ lýsing og að það sé ótrúlegt hvað bestu mömmu- drengir geti gjörbreyst í hita bar- áttunnar. Eitt er vist, Víetnam- stríðið er og verður viðkvæmt við- fangsefni en það stríð má ekki gleymast frekar en helför Hitlers gegn gyðingum," sagði De Palma. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 20.30 LANDSLAGIÐ Enn heldur Stöö 2 áfram aö kynna þau lög sem keppa um titilinn Landslagiö 1990. Aö þessu sinni verður kynnt lagið Draumadans- inn, lagiö er eftir þá Birgi J. Birgis- son og Sigurö Dagbjartsson, text- ann geröi Aöalsteinn Asberg Sig- urðsson. Útsetningin er eftir Birgi .1. Birgisson en flytjandi er Sigurð- ur Dagbjartsson. Sjónvarpið kl. 21.15 AUSTUR ÞÝSKALAND: SAMEINING í VÆNDUM Sem flestum er kunnugt þá stend- ur nú fyrir dyrum sameining þýsku ríkjanna eftir 45 ára að- skilnaö þeirra í kjölfar siðari heimsstyrjaldarinnar. Fyrst eru þó á dagskrá frjálsar og lýöræðislegar kosningar í Austur-Þýskalandi, þær fyrstu eftir stríð en um leið sennilegast þær síðustu, með öðr- um orðum þær einu, þar sem lík- legt verður að teljast að Þjóöverj- ar gangi næst allir að kjörborði saman. í þessum þætti sem kemur frá fréttastofu sjónvarpsins er fjall- aö um sameininguna og þau vandamál sem henni fylgja og rætt viö forystumenn helstu stjórnmálaflokkanna í Aust- ur-Þýskalandi. Umsjónarmaður er Unnur Úlfarsdóttir fréttamaður en hún dvaldist nýlega í Berlín og safnaði efni í þáttinn. Sjónvarpið kl. 23.10 ÆVINTÝRI ** (Legend) Bandarisk bíómynd, gerd 19B5, leikstjóri Ridley Scott, adalhlutverk Tom Cruise, Mia Saru, Tim Curry. Ævintýramynd, einkum fyrir yngri kynslóöina, fjallar um bar- áttu góös og ills og segir frá því þegar myrkrahöfðinginn reynir aö sölsa undir sig heiminn með því að stela horni einhyrnings. Tálbeit- an er kóngsdóttir sem er á ferð um skóginn ásamt vini sínum. Þetta er fremur slöpp mynd, þykir hálf misheppnuð að flestu leyti, þó sjónrænt séö megi dást að henni öðru hvoru. Stöð 2 kl. 00.25 FURÐUSÖGUR6 (Amazing Stories 6) Bundarískar kvikmyndir, geröar I9S5, leikstjórar Martin Scorsese, Paul Michael Claser, Donald Pertie, adalhlulverk Sam Waterstone, He- len Shaver, Mux Gail, Kate McNeil, Chris Nash, Sid Ceasar, Lea Rossi. Þrjár stuttar myndir í einni, komnar úr smiðju jöfursins Steven Spiel- berg, þ.e. hann framleiðir þær. Sú fyrsta er undir leikstjórn Martins Scorsese og fjallar um rithöfund sem skrifar hryllingssögur. Hann verður fyrir því óláni að í hvert sinn sem hann lítur í spegil sér hann ein- hverja torkennilega en afar óhugna- lega persónu. Sú næsta fjallar um lögregluþjón sem ásakar sjálfan sig fyrir að vera valdur að dauða vinnu- félaga síns. Hann er miður sín vegna málsins og ekki bætir úr skák aö hann er ekki ánægður með hinn nýja félaga sinn. Þriðja myndin er um útbrunninn töframann sem fær siðbúið en kærkomið tækifæri til að slá í gegn á nýjan leik. Þessar stuttu myndir sem Spielberg stendur jafn- an fyrir eru oft á tíðum ágætar, a.m.k. leynist alltaf ein og ein inn á milli sem er þess virði aö sjá. /j jÆI STOÐ2 17.50 Tumi (11) 15.30 Frumskógar- drengurinn (Where the River Runs Black) 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Davíð Teiknimynd 1800 18.20 Hvutti (4) 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Blúskóngurinn BB-King Á tónleikum meö þessum kunna tónlistarmanni 1900 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Spurninga- keppni framhalds- skólanna (5) 21.15 Austur-Þýska- land: Sameining i vændum? Nú standa fyrir dyrum fyrstu frjálsu lýðræðislegu kosningarnar í Austur- Þýskalandi 21.45 Handbók golf- leikara Glettur á golf- velli 22.20 Úlfurinn Bandarískir sakamála- þættir 19.1919.19 20.30 Landslagið — Draumadansinn Flytjandi: Sigurður Dagbjartsson. Lag og texti: Birgir J. Birgis- son og Siguröur Dag- bjartsson 20.35 Lif i tuskunum Gamanmyndaflokkur 21.25 Popp og kók Blandaður þáttur fyrir unglinga 22.00 Sporlaust (Without a Trace) Sjá umfjöllun 2300 23.10 Ævintýri (Legend) Sjá umfjöllun 00.40 Útvarpsfréttir i dagskrárlok 00.00 Nánar auglýst siðar 00.25 Furðursögur 6 Þrjár æsispennandi sögur úr smiðju Stevens Spielberg. Stranglega bönnuð börnum 01.451 Ijósaskiptunum (Twilight Zone) 02.15 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.