Alþýðublaðið - 17.03.1990, Side 4

Alþýðublaðið - 17.03.1990, Side 4
4 Laugardagur 17. mars 1990 IÞROTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMA Fyrsta Landsmótið og upp- haf skíðaíþrótta héríendis Um þessar mundir eru liöin 53 ár síöan fyrsta Landsmót skíöamanna var haldið í Hveradölum, en þaö var Skíöafélag Reykjavíkur, sem sá um framkvæmd þess. Keppendur voru 41 talsins frá Siglufiröi, ísafiröi og Reykjavík. Búist hafði veriö viö fleiri keppendum, og þeir heföu vissulega veriö fleiri, ef ekki hefði gengið skæður influensufaraldur í Reykjavík um þessar mundir og allnokkrir reykvískir kepp- endur forfölluöust af þeim sökum. Örn Eidsson skrifar Allmikil staöviðri höföu verið áður en mótið hófst. í janúar snjó- aði mjög mikið, svo að óvenjumik- ill snjór var á Hellisheiði. Kepp- endurnir frá Siglufirði og ísafirði komu til Reykjavíkur alllöngu fyr- ir mótið og dvöldust að Kolviöar- hóli og í Skíöaskálanum í Hvera- dölum og æfðu af kappi undir mótið, sem fram fór 13. og 14. mars. Keppt i göngu og stökki Aöeins var keppt í tveimur greinum, göngu og stökki. Gang- an fór fram fyrri daginn. Gengið var frá Skíðaskálanum austur með þjóðveginum og beygt nokkuð norður á heiðina, þegar komið var austur fyrir Reykjafjöllin. Þá var stefnt í suð-austur, upp á Hvera- hlíðina austarlega, og þaðan norð- an Skálafells í stefnu á Meitil, niður í Lága-Skarð norðan við Stóra-Sandfell og þaðan heim að Skíðaskálanum um lautina norð- an undir Meitli. Vegalengdin var um 18 km. Jón borsteinsson, Siglufirði varð íslandsmeistari á 78 mín. og 26. sek. eftir hörku- keppni við Magnús Kristjánsson frá Isafirði á 78:47 og þriðji Björn Olafsson, Siglufiröi á 79:32. Veður var hið besta meöan keppnin fór fram. — Keppt var einnig í 5-manna sveitum í göngunni og Siglfirðingar unnu tvöfaldan sigur, Skíðafélag Siglufjarðar sigraði og Skíðaborg var í öðru sæti. ísfirð- ingar (Einherjar) voru þriðju. Yfirburöir Siglfirðinga Siðari daginn fór stökkkeppnin fram í ágætu veðri. Stokkiö var í Flengingarbrekku, þar sem byggö hafði veriö stökkbraut og pallur. Keppendur voru 18 talsins, 12 frá Siglufirði og 6 frá Reykjavík. Sigl- firðingar höfðu yfirburði og röð- uðu sér á,fyrstu sætin. Alfreð Jóns- son varð íslandsmeistari með 216,2 stig. Jón Þorsteinsson varð annar með 212,2 stig og þriðji var Jó- hann Sölvason með 209,8 stig. Al- freö stökk lengst allra, eöa 28,5 m. Hrifning áhorfenda var mikil, enda höfðu slík stökk ekki sést í Reykjavík áður. Alfreð Jónsson, fyrsti íslandsmeistari Jón Þorsteinsson, fyrsti íslands- í skiðastökki. meistarinn í skíðagöngu. Guðm. Hallgrímsson. Hermann Stefánsson. Stefán Gislason. Alfreð Jónsson í sigurstökki sínu. Landsmótiö markaði tímamót Þetta fyrsta Landsmót þótti tak- ast með ágætum og markaði tíma- mót í sögu skíöaíþróttarinnar á ís- landi. Mikinn þátt í þessu braut- ryöjendastarfi átti L.H. Muller, þá- verandi formaður Skíðafélags Reykjavíkur. Hann stjórnaði und- irbúningi þessa fyrsta Landsmóts og átti stærstan hlut að máli. Ferö Nansens skóp vakningu Þegar litið er á sögulegt gildi þessa móts, þá liggur mikið og margþætt starf að baki. Skíða- íþróttin er gömul íþrótt á íslandi og skíði hafa verið notuð hér til ferðalaga að vetrarlagi frá önd- verðu. Almennur áhugi á skíða- íþróttum vaknaði í Skandinavíu nokkru fyrir siðustu aldamót. Ferð Friðþjófs Nansens á skiðum yfir Grænlandsjökul átti m.a. mikinn þátt í þessari vakningu. Hér á iandi var það starfsemi ung- mennafélaganna upp úr aldamót- unum, sem örvaði til skíðaiðkana. Skiðamót voru haldin víða um land, en áhuginn dofnaði um heimsstyrjöldina fyrri. Skiðafélag Reykjavíkur stofnað 1914___________________ Á árunum 1908-16 var unnið aö því að gera skiðabraut í Oskjuhlíð. Verkið unnu ýmsir áhugamenn, aöallega þó ungmennafélagar. Skíðafélag Reykjavíkur var stofn- að 1914 og það stóð fyrir skíða- ferðum, en stærstan þátt í starf- semi félagsins áttu Norðmenn bú- settir hérlendis. Skíöaferö yfir Sprengisand Skíðaáhugi tók að glæðast á ný um 1930. Merkasti atburður í sögu skíðaíþróttarinnar hér á árunum 1920—1930 var ferð L.H. Muller og félaga hans yfir Sprengisand i mars 1925. Þeir ferðuðust á skið- um og drógu farangur sinn á sleða. Augljóst er að ferð þessi átti tölu- verðan þátt í að auka áhuga fyrir skíðaiðkun hérlendis. Skíðaskálar____________________ rísa víða um land Samfara vaxandi áhuga fyrir skíðaíþróttinni er farið að byggja skíðaskála til að bæta skilyrði. Fyrsti skíðaskálinn, sem byggður var, mun vera Skíðheimar á Selja- landsdal við ísafjörð, en skálann reisti Skíöafélag Isafjarðar. Skíöa- staðafélagið reisti skála sinn, Skíðastaði 1931, en Skiðafélag Reykjavikur byggði skálann i Hveradölum 1935, en síðan hafa skíðaskálar verið reistar víða á landinu. Meö tilkomu þessara skálabygginga jókst áhugi á skíöa- iðkun til muna. Erlendir skiöakennarar koma til landsins Veigamikill þáttur í þróun skiða- íþróttarinnar er sá, að fengnir voru erlendir skíöakennarar til landsins. Norðmaðurinn Helge Torvö kenndi bæði á Siglufirði og ísafirði á árunum 1930—1935., Flestir telja, að það muni hafa ver- ið árangur af starfi hans, sem kom fram á fyrsta Landsmótinu 1937. Það mun aðallega hafa veriö fyrir forgöngu Guðmundar Skarphéö- inssonar á Siglufirði, að Torvö kom til landsins. Svíinn Georg Tu- vesson kenndi síðan svig á Isafirði vorið 1936 og veturinn 1936—37 kenndi Norðmaðurinn Kr. Lings- om skíðaíþróttir í Reykjavík. Ymsir mætir menn lögöu hönd að verki við uppbyggingu skíða- íþróttarinnar í upphafi og má þar t.d. nefna Hermann Stefánsson á Akureyri, Stefán Gislason, Reykja- vík og Guðmund Hallgrímsson Isafirði. Verk frumherjanna munu lifa og í dag geta þeir glaöst yfir því, að skiðaiþróttin er ein vinsæl- asta og fjölmennasta íþróttagrein landsins. (Heimihl: Arhók iþróltumanna

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.