Alþýðublaðið - 17.03.1990, Page 6
6
Laugardagur 17. mars 1990
„Ég finn þaö á mér að Lenín og
hugmyndir hans munu sigra. Við
munum tapa. En ó móðir Rússiand,
hvílíkar ægifórnir mun það ekki
kosta rússnesku þjóðina — tilgangs-
lausar blóöfórnir."
Sjálfur hlaut Júlíus Martov að gjalda
ósigurs síns með lífi sínu og samstarfs-
manna sinna, eins og tugir milljóna sam-
tímamanna hans. Nafn hans féll í
gleymsku og dá.
IL
Nú, meira en sjötíu árum síðar, spyrjum
við: Hvernig hefur hugmyndakerfi sigur-
vegarans í deilum þessara tveggja einstak-
linga á örlagaríkum tímamótum í sögu
Rússlands, staðist dóm reynslunnar?
Leiðum enn fram vitni:
Árið 1985 kom fram á sjónarsviðið nýr
flokksleiðtogi í Sovétríkjunum, sem heitir
Mikhail Gorbatsjov. Hann ber enn á herð-
um sér skikkju hinnar leninísku arfleifðar.
Og hann er hylltur á Vesturlöndum sem
nýr Messías friðar og umbóta. En hver er
fjallræða hins nýja Messíasar?
★ Hann viðurkennir að það hafi verið
hræðileg mistök að smala bændalýð
hins frjósama Rússlands inn í ríkis- og
samyrkjubú, en leiða þá ella í milljóna
tali til slátrunar eins og hvern annan
búfénað. Afleiðingin er sú að enn í dag,
sjötíu árum síðar, geta Sovétþjóðirnar
ekki brauðfætt sig.
En, takið eftir: Gorbatsjov hefur enn
ekki bætt fyrir mistökin með því að skila
bændum aftur landinu. Hann hefur bara
vakið vonir en um leið valdiö vonbrigð-
um. Veruleiki hinnar sovésku húsmóður í
hinni hversdagslegu lífsbaráttu er enn
sem fyrr: Biðraðir og tómar hillur.
★ Gorbatsjov viðurkennir að allsherj-
arþjóðnýting atvinnulífsins undir mið-
stýrðu fyrirskipanakerfi útvalinna
flokksgæðinga (nomenklatura) hafi
verið allsherjarmistök. Afleiðingarnar
blasa við: Sovétríkin eru að vísu her-
vætt risaveldi sem getur tortímt ver-
öldinni allri með óteljandi kjarnorku-
sprengjum — í nafni úreltra hug-
mynda. En í efnahagsmálum eru Sov-
étríkin þriðja heims ríki, risi á brauðfót-
um. Kerfið hefur ekki skilað vörunum.
Rað er úrelt — staðnað.
En, takið eftir: Gorbatsov hefur enn
sem komið er ekki lært af mistökunum.
Fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu, Václav
Klaus, sem hér var á ferð um daginn með
Havel forseta Tékkóslóvakíu, lýsti efna-
hagsaðgerðum Gorbatsjovs sem tómu
hálfkáki; hann sagði að nánustu efnahags-
ráðgjafar hans kynnu ekki svo mikið sem
stafrófið um markaðskerfi og samkeppni,
hvað þá meir. Enn sem fyrr hafi hann vak-
ið vonir, en valdið sárum vonbrigðum.
★ Gorbatsjov viðurkennir að það hafi
verið hræöileg mistök að þagga niður
alla umræðu, skoðanaskipti og gagn-
rýni; að svipta almenning jafnvel frum-
stæðustu mannréttindum og að breyta
flokknum í þrælahjörð, sem notið hef-
ur svívirðilegra forréttinda í skjóli
valds.
En, takið eftir: Enn hefur Gorbatsjov
ekki hróflað við hornsteinum nomenklat-
ura, forréttindum hinna gerspilltu flokks-
gæðinga, sem hafa makað krókinn í skjóli
valdsins, mitt í eymd almennings.
M.ö.o. Gorbatsjov viðurkennir hin sögu-
legu mistök — en eftir að næstum því öll-
um öðrum, þar með talið almenningi í
Sovétríkjunum sjálfum, er það löngu Ijóst
orðið.
IM.
Mikili stjórnmálaleiðtogi í öðru landi og
á öðrum tíma sagði af öðru tilefni:
,,Þú getur blekkt alla á stundum; þú
getur blekkt suma ævinlega; en þú
getur ekki blekkt alla ávallt og æv-
inlega.
Mikhail Gorbatsjov hefur komist að
þeirri niðurstöðu aö það sé ekki lengur
hægt að halda áfram að blekkja sjálfan sig
og Sovétþjóðirnar um að Sovétkerfið eigi
framtíð fyrir sér, hvað þá heldur að það
standist samjöfnuð við lýðræðisþjóðfélög
Vesturlanda. Hann hefur í reynd — en þó
ekki í orði — afneitað gervöllum hug-
myndaarfi lenínismans. Með því hefur
hann sýnt mikið pólitískt hugrekki og
hæfileika til að lifa af. Hann er sá stjórn-
málaleiðtogi á okkar dögum, sem gegnir
stærsta sögulega hlutverkinu. Ekki sem
arftaki Leníns — heldur sem hinn mikli af-
neitari lögboöins rétttrúnaðar. Hann hef-
ur viðurkennt gjaldþrot Sovétkommún-
ismans eftir sjötíu ára blóði drifna til-
Jón Baldvin segir i Króníku sinni frá Júlíusi
Martov, leiðtoga rússneska sósialdemókrata
(Menchevika) sem beiö lægri hlut fyrir Lenin
(mynd). Nótt eina eftir harðar deilur við Lenín,
skráði Martov í dagbók sína: „í huga Leníns
eru manneskjur eins og hverjar aöra vörur.
Þær á að skipuleggja, móta og hnoöa inn í fyr-
irfram steypt steinsteypumót hugmynda-
fræðinnar. Ef fólkið passar ekki inn í sósialis-
mann, þá er þaö verst fyrir fólkiö, segir Lenin.
Ég finn það á mér að Lenín og hugmyndir hans
munu sigra. Við munum tapa. En ó, móðir
Rússland, hvilikar ægifórnir munu það ekki
kosta rússnesku þjóöina — tilgangslausar
blóðfórnir."
raunastarfsemi. Hann viðurkennir mis-
tökin, en hefur enn ekki sýnt fram á að
hann kunni svör við því, hvernig bæta
megi fyrir þau.
Hann minnir á þann hestamann sem
kann öllum öðrum betur þá list að sitja
ótemjuna, hvernig sem hún lætur, en er svo
upptekinn af því að hanga í hnakknum að
hann verður að láta ótemjunni það eftir að
ráða því, hvert ferðinni er heitið.
Gorbatsjov hefur með öðrum orðum
vakið vonir, en ekki uppfyllt þær. Pere-
stroikan — kerfisbreytingin — er aðeins
í orði kveðnu, enn sem komið er. En vonin
er bundin glasnost — opnun þjóðfélags-
ins — sem vonandi getur veitt nýjum lýð-
ræðisstraumum í farveg, þar sem m.a.
verði tekið tillit til sjálfstæðisþrár og sjálfs-
virðingar þeirra þjóða, sem byggja Sovét-
rikin.
Sá Sovétleiðtogi og arftaki Leníns, sem
viðurkennir siðferðilegt gjaldþrot lenín-
ismans; sem situr yfir upplausn hins sov-
éska nýlendu veldis og situr uppi með hrun
hins „sósíalíska hagkerfis" — kann að
njóta hylli á Vesturlöndum. En slíkur mað-
ur þykir ekki sögulegt mikilmenni innan
Sovétríkjanna sjálfra.
Eftir fimm ára valdaferi! Gorbatsjovs
verður það að segjast eins og er, að að-
gerðir hans virðast vera mestan part hálf-
kák; það er undanhald á öllum vígstöðv-
um, án skipulags. Þetta er mat flestra
þeirra leiðtoga umbótahreyfinga í Aust-
ur-Evrópu, sem ég hef átt viðræður við
í þeirra röðum er sú skoðun ríkjandi, að
það sé ekki unnt aö gera hægfara umbæt-
ur á Sovétkommúnismanum. Annað hvort
kemur þú á valddreifingu í efnahagslífinu,
blönduðu hagkerfi með öflugum einka-
rekstri á samkeppnisgrundvelli — og af-
nemur þar með kommúnismann; eða að
þú hverfur aftur til fyrri hátta og varðveitir
stjórnkerfi lenínismans, en það getur eng-
inn gert nema með lögreglu- og hervaldi.
Því að lenínisminn er í innsta eðli sínu
hervætt lögregluríki.
Það er engin málamiðlun til milli
ienínisma og þess lýðræðis, sem virð-
ir mannréttindi einstaklinga og frelsi
þeirra til orða og athafna.
IV.
Það er sú lexía, sem Júlíus Martov
reyndi að kenna Lenín í rökræðum þeirra
í Zakopanje fyrir sjötíu árum síðan.
Kaldhæðni sögunnar lætur ekki að sér
hæða. Júlíus Martov, hin sósíaldemókra-
tíski píslarvottur í sögu Rússlands, og sam-
herjar hans, töpuðu vissulega orrustunni
1917. En hugmyndir hans, sem hann rök-
ræddi við Lenín, um valddreifingu í at-
vinnulífinu, lýðræði í stjórnmálum og opið
þjóðfélag, byggt á virðingu fyrir mannrétt-
indum — þær hugmyndir eru nú á sigurför
meðal þeirra þjóða, sem hnepptar voru í
ánauð hins sovéska nýlendukerfis. Sá
vinnur að lokum, sem tapar.
Hugmyndir Martovs — hugsjónir okkar
lýðræðisjafnaðarmanna — hafa borið sig-
urorð af valdsstjórnarhugmyndum lenín-
ismans. Þessar hugsjónir sýnast því líkleg-
ar til að vinna stríðið. Ekki með vopna-
valdi, heldur vegna þess að þær reyndust
berá sannleikanum vitni. Þær hafa staðist
hinn hlutlæga dóm reynslunnar. Hið víg-
vædda valdakerfi lenínismans er að hruni
komið innanfrá, af því að það byggði til-
veru sína á ranghugmyndum og siðleysi.
Hversu oft höfum við ekki orðið vitni að
þessari kaldhæðni sögunnar. Hinn háaldr-
aði hálfguð kínverska kommúnistaflokks-
ins, Deng Xio Peng, kann að halda að
hann geti tortímt lýðræðishugsjónum
milljónanna á Tianamen-torgi með skrið-
drekum og aftökum, án dóms og laga. En
hann á eftir að komast að því fullkeyptu
áður en lýkur. Það er vissulega hægt að
hindra útbreiðslu hugmynda um sinn með
ofbeldi og kúguni En ef þessar hugmyndir
bera sannleikanum vitni, munu þær reyn-
ast lífseigari en allir heimsins harðstjórar.
Þegar við erum nú vitni að því að al-
menningur á Vesturlöndum hyllir Gorbat-
sjov Sovétleiðtoga sem hinn nýja Messías
friðarins þá verður það kannski best skilið
með málfari Biblíunnar: Að meiri fögnuð-
ur muni ríkja í húsi föðurins yfir einum
syndara sem iðrast en yfir hinum 99 rétt-
látu.
Um leið og við fögnum sinnaskiptum
Sovétleiðtogans og metum af raunsæi þau
sögulegu þáttaskil, sem við nú erum vitni
að, ber að segja það umbúðalaust að fleiri
þurfa að læra af mistökum sínum í fortíð-
inni en forréttindaaðallinn í Sovétrikjun-
um og Austur-Evrópu.
Hversu margir voru þeir ekki hinir há-
lærðu menntamenn á Vesturlöndum, sem
töldu lenínismann vera rétta svarið við
ómennskri auðhyggju hins ómengaða
kapítalisma? Og lugu í kór að sjálfum sér
og öðrum í hálfa öld um fyrirheitna land-
ið!
Og hversu margir voru þeir ekki leiðtog-
ar þjóða þriðja heimsins, sem til skamms
tíma trúðu því að Sovét eða Kína væri hin
rétta fyrirmynd snauðum þjóðum, sem
vildu brjótast úr örbirgð og til bjargálna?
Er nú félagi Fidel á Kúbu einn uppistand-
andi í þeirri vígreifu sveit? Og hversu
margt eiga þeir ekki eftir að læra upp á
nýtt?
Þeir menn sem halda að lýðræði sé lúx-
us, sem einungis ríkar þjóðir og þróaðar
geti leyft sér, hafa rangt fyrir sér. Leikregl-
ur lýðræðisins hafa ekki einungis gildi í
sjálfu sér. Þær eru praktísk nauðsyn ef við
viljum virkja fólk til dáða og hvetja það til
að rísa af eigin rammleik úr örbirgð til
bjargálna. Svo einfalt er það.
Við lifum á sögulegum tímum.
Uppgjöf Sovétkommúnismans á öllum
sviðum boðar endalok hundrað ára hug-
myndastríðs milli lærisveina Leníns og
Stalíns annars vegar og málsvara lýðræð-
isjafnaðarstefnu hins vegar.
Þau sögulegu þátttaskil boða endalok
kalda stríðsins. Þau sögulegu þátttaskil
vekja okkur vonir um að tvískipting Evr-
ópu, sem var staðfest sem afleiðing
tveggja heimsstyrjalda, heyri senn sög-
unni til. Lok kalda stríðsins er um leið byrj-
un nýs kafla í mannkynssögunni. Hið nýja
tímaskeið á ekki einungis að færa okkur
sameinaða Evrópu heldur einnig nýtt
tímabil afvopnunar og friðsamlegrar sam-
búðar þjóða, innan vébanda umsamins ör-
yggiskerfis.
________________V.________________
Hvað geta Norðurlandabúar gert til
þess a ' styðja við bakið á umbótahreyf-
ingunum í Austur-Evrópu — og þar með
að bættum og friðsamlegri heimi?
Stoltenberg, fv. utanríkisráðherra Nor-
egs, sagði einu sinni að þegar Norður-
landabúar kæmu saman til að ræða al-
þjóðamál fengi hann það oft á tilfinning-
una að þeir héldu að þeir væru u.þ.b. fjórð-
ungar jarðarbúa. Hann þyrfti þess vegna
alitaf öðru hverju að fletta upp í lexíkoni til
þess að rifja það upp fyrir sér að við erum
bara 0.5%.
Það er hollt að rifja það upp, þegar
Norðurlandaþing eru háð.
Höfum við þá kannski engu að miðla
grönnum vorum í austri, sem nú þurfa að
smíða sér þjóðfélag á nýjum grunni?
Jú, reyndar. Við getum miðiað þeim af
reynslu okkar. Okkur hefur gengið betur
en mörgum öðrum að sætta höfuðand-
stæðurnar í hugmyndaátökum sl. hundr-
að ára um mann og þjóðfélag. Andstæð-
urnar milli hagkvæmni annars vegar og
kröfunnar um jöfnuð (félagslegt réttlæti)
hins vegar. Lausn okkar á þessari jöfnu er
hið norræna módel.
Við höfum lært það af reynslunni að
framtak einstaklingsins er drifkraftur auð-
sköpunar í þjóðfélaginu. Það verður að
leysa þessa krafta úr læðingi: Frumkvæði,
hugmyndaauðgi, og sköpunarkraft ein-
staklingsins. Ekkert getur komið í staðinn
fyrir það. Þetta er sú lexía úr auðlegð þjóð-
anna eftir Adam Smith, sem staðist hefur
dóm reynslunnar. Þetta er sú einstaklings-
hyggja Vesturlandabúa sem kapítalisminn
hóf til vegs og virðingar.
Þetta höfum við viðurkennt, Norður-
landabúar, án þess að sætta okkur við að
þjóðfélagið leysist upp í hatrömm stétta-
átök milli andstæðra þjóðfélagshópa:
„Eigenda framleiðslutækjanna", eins og
það hét í hinum marxíska barnalærdómi
annars vegar, og hins eignalausa öreiga
hins vegar. Þetta höfum við gert með því
að beygja markaðsöflin, sem við virkjum
í atvinnulífinu, undir lýðræðislega heild-
arstjórn, í því skyni að tryggja öllum sann-
gjarnan hlut í auðsköpun þjóðfélagsins og
sinn lýðræöislega rétt til áhrifa á stjórnun
þess. Þetta er byggt á siðferðilegri skoðun
um mannréttindi og mannlega sjálfsvirð-
ingu, þ.e.a.s. að allir menn, hversu ólíkir
sem þeir eru, eigi sinn rétt og að við séum
öll siðferðilega samábyrg fyrir meðbræðr-
um vorum og systrum. Þetta er það skásta
úr hugmyndaarfi sósíalismans í Vest-
ur-Evrópu, húmanisminn.
Það er mikill misskilningur að uppreisn
þjóðanna í Austur-Evrópu gegn ánauð
kommúnismans sé jafnframt krafta um
ómengaðan kapítalisma. Það er engin til-
viljun að þegar leiðtogar umbótahreyfing-
anna í Austur-Evrópu eru spurðir um þjóð-
félagsfyrirmyndir, þá svara þeir: Við vilj-
um þjóðfélag eins og á Norðurlöndum.
Það er þess vegna sem við eigum nokk-
urt erindi við þessar grannþjóðir okkar.
IGreinin er byggd á ávarpi um Austur-Evrópu
og Norðurlönd sem utanrikisráðherra flutti á
Norðurlandaráðsþingi æskunnar i Reykjavik
sem haldið var i Reykjavík 24.—26. febrúar i
ár.)
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráöherra
er höfundur
Króníku Alþýöublaösins
þessa vikuna