Alþýðublaðið - 17.03.1990, Page 13
Laugardagur 17. mars 1990
13
Svipmynd
Hún var orðin
fótboltastelpa
fjögurra ára gömul
„Ég verö aö reyna að hætta, og þaö er hreint ekkert
skemmtilegt að hverfa frá þessum góða hópi sem við erum
með hjá Stjörnunni, þetta er gott félag og því er vel stjórn-
að," sagði íþróttamaður Garðabæjar 1989, Erla Rafnsdóttir,
þegar ALÞYÐUBLAÐIÐ hafði tal af henni í gær.
Erla er ekki aldin að árum, —
hún hélt upp á 26 ára afmælið sitt
á þriðjudaginn var. En hún hefur
lent í íþróttaslysum og slitið kross-
bönd, sem þýðir endi íþróttaferils
hennar sem keppnismanneskju.
,,Ég hef ekki hugsað mér að hætta
að hreyfa mig, það er öðru nær,"
sagði Erla í gær, ,,en ég verð að
vera raunsæ svona einu sinni,"
segir hún og hlær. Þrátt fyrir
meiðslin sem hún hlaut fyrir 3 ár-
um hefur hún haldið áfram keppni
og æfingum til þessa, — og náð
miklum og góðum árangri samt.
Viðskiptafræðinám áfram, —
eða að hella sér í vinnu?_____
Erla er hressileg ung kona, —
hún lýkur væntanlega prófi frá
Viðskiptadeild Háskóla Islands i
vor. Um framhaldið segist hún
ekki vita — hún þurfi að velja á
milli þess að fara í framhaldsnám,
eða að fara út á vinnumarkaðinn
og hagnýta sér nám sitt. í fríum frá
námi hefur Erla unnið hér og hvar,
m.a. í Reiknistofu bankanna, í
Heilsugarðinum í Garðabæ og við
leikjanámskeið bæjarfélagsins.
Fjögurra ára
knattspymustelpa, —
fyrirmyndar iþrottakona
En hvenær kviknaði íþrótta-
áhuginn?
Fjögurra ára gömul var Erla far-
in að sparka fótbolta á lóðinni við
heimili fjölskyldunnar við Alfta-
mýri í Reykjavík. Tíu ára gömul
vann hún ásamt félögum sínum
sigur í 4x100 metra boðhlaupi á
íþróttamóti sem haldið var í tilefni
af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar.
Aðalgreinar hennar hafa þó verið
handknattleikur og knattspyrna,
— en fjölhæf hefur hún alla tíð ver-
ið.
Gunnar Einarsson, íþróttafull-
trúi í Garðabæ segir um Erlu að
hana prýði flestir góðir kostir
íþróttamanns. Hún hafi stundað
æfingar samviskusamlega og ein-
beiti sér til að ná árangri. Hún sé
þolinmóð og þrautseig. Hún gefist
ekki upp við mótlæti. Hún sé
hvetjandi og uppbyggjandi fyrir
leikmennina í kringum hana og
styrki þannig liðsandann og liðs-
heildina. Svona eiga íþróttamenn
einmitt að vera.
Löng afrekaskrá
í mörgum íþróttagreinum
Erla segist hafa stundað keppni
með mörgum félögum, — Ár-
manni í frjálsum íþróttum, síðan
með ÍR í Breiðholtinu í handbolta
og varð Islandsmeistari í 2. deild
þar. Þá var það að stúlkurnar
tvístruðust í allar áttir, gengu sum-
ar í önnur félög, og þá var ekki um
annað að ræða fyrir Erlu en að
ganga í Fram. Með því félagi varð
hún Islandsmeistari og hefur alls
unnið þann titil þrisvar. Þá keppti
hún með Breiðabliki í Kópavogi í
knattspyrnu — og loks Stjörnunni,
sem hún segir sitt uppáhaldsfélag.
Erla keppti í knattspyrnu með
Breiðabliki. í þeirri grein hefur
hún orðið Islandsmeistari 12 sinn-
um, en 5 sinnum í 2. sæti, þrívegis
bikarmeistari.
Með landsliðum í handbolta og
fótbolta hefur hún oft leikið. Tólf
sinnum með fótboltaliðinu og hef-
ur verið fyrirliöi liðsins. í hand-
boltanum eru landsleikirnir
snöggtum fleiri, 64 auk 5 ung-
lingalandsleikja. Með handbolta-
landsliðinu hefur Erla leikið sem
fyrirliði. í báðum þessum greinum
hefur Erla verið feiknmikill
markaskorari.
Það er því ekki að undra að
henni hlotnist sæmdarheitiö
íþróttamaður Garðabæjar i ár —
og óskum viö henni til hamingju
með titilinn.
Erla Rafnsdóttir, íþróttamadur Garðabæjar 1989.
Erlci Rafnsdóttir — íþróttamaöur Garöabæjar 1989
Þjóðminjaróð,
fornleifanefnd
Svavar Gestsson, menntamála-
|ráðherra, hefur skipað þjóð-
minjaráð og fornleifanefnd sam-
kvæmt nýjum þjóðminjalögum,
sem tóku gildi um síðustu ára-
mót.
Hlutverk þjóðminjaráðs er að fara
með yfirstjórn þjóöminjavörslu i
landinu, marka henni stefnu og gera
langtímaáætlanir. Formaður þjóð-
minjaráðs er Gunnlaugur Haralds-
son en ásamt honum eiga Inga Lára
Baldvinsdóttir, Kristinn Magnússon,
Margrét Hvannberg og Sveinbjörn
Rafnsson sæti í ráðinu. Þjóðminja-
ráð er jafnframt stjórnarnefnd Þjóð-
minjasafns Islands.
Fornleifanefnd er ætlaö að móta
stefnu og gera áætlanir um forn-
leifavörslu og fornleifarannsóknir
fyrir landið í heild. Þá veitir nefndin
leyfi til staðbundinna og tímabund-
inna fornleifarannsókna.
í fornleifanefnd sitja Sveinbjörn
Rafnsson, formaður, Margrét Hall-
grímsdóttir, Þór Magnússon, Guð-
mundur Ólafsson og Inga Lára Bald-
vinsdóttir.
Lyfjqfyrirtœkiö Delta yfirtekur Toro:
Erum að verjast tapi
— segir stjórnarformadur Delta hf.
Frá og með deginum í gær yfir-
tók lyfjafyrirtækið Delta hf.
rekstur lyfjafyrirtækisins Toro
hf. að því er segir í sameiginlegri
fréttatilkynningu frá fyrirtækj-
unum. „Þetta er varnaraðgerð,
við reynum að verja okkur áður
en við förum að tapa,“ sagði
Werner Rassmusen stjórnarfor-
maður Delta hf. í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Hann bætir
við: „Það verður nógu erfitt að
keppa við erlenda aðila svo ekki
sé talað um að keppa innbyrðis
líka. Þessvegna er þessari að-
ferð beitt.‘
í áðurnefndrl fréttatilkynningu
kemur fram aö íslenskir lyfjafram-
leiöendur telja mjög að sér vegið
um þessar mundir, annars vegar
með hertum verðlagshöftum en
hinsvegar með útgáfu svokallaðra
bestukaupalista sem þeir telja að
opni erlendum samheitalyfjum fyr-
irhafnarlaust aögang að íslenskum
lyfjamarkaði. Áöurnefnd fyrirtæki
eru sameinuö, að sögn forsvars-
manna þeirra til að standast betur
aukna samkeppni í kjölfar þessara
ákvarðana stjórnvalda.
Þessi bestukaupalisti er heiti
þeirrar áherslu stjórnvalda að fara
fram á það við lækna að þeir ávísi
jafnan á ódýrasta lyf hverrar geröar
og íslenskir lyfjaframleiðendur telja
aö í mörgum tilfellum geti hann ver-
iö þeim mjög óhagstæður vegna
þess aö erlend stórfyrirtæki eigi
auðvelt með að bjóða lægra verð en
hinir smáu íslensku framleiðendur
geta. Að auki sé listinn afar þröngur,
þar sé aðeins vísað á eitt lyf, jafnvel
þó verömunur sé lítill, muni kannski
nokkrum krónum til eða frá. Wern-
er Rassmusen segir viö Alþýðublaö-
iö að vegna þessa geti erlendir fram-
leiðendur komist auöveldlega inn á
markað hér, jafnvel án þess að
kynna lyf sin vegna þess að verðiö
eitt ráði.
Sem stendur greiða almennir
sjúklingar 750 krónur fyrir lyf, aldr-
aðir og öryrkjar greiða 230 krónur.
I fyrra voru samsvarandi tölur 580
krónur og 170 krónur. Ávísi læknir á
ódýrasta lyf samkvæmt hinum svo-
kallaða bestakaupalista er gjaldiö
það sama og í fyrra, að öðrum kosti
hækkar það í þær tölur sem fyrst
voru nefndar.
Frá verksmiöju Delta i Hafnarfiröi. — Þar er þessi nýja vélasamstæöa nýlega
komin í notkun. A-mynd E.ÓI.