Alþýðublaðið - 17.03.1990, Page 16
ALÞYÐU BLAÐIÐ
PRESSAN
FAX 82019
Laugardagur 17. mars 1990
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRN
O
681866-83320
Úr Rjúkandi ráðum í Borgarfirði, — laganna verðir reyna
að hafa hemil á fegurðardísunum.
Borgfirdingar sýna RJÚKANDIRÁD:
„Þettaerpúra
iella, — en ai
visu klassísk"
— segir Flosi Ólafsson leikstjóri um hinn
vinsæla ærslaleik Múlahrœðra og Stefáns
fréttamanns.
' Tölvutœknin:
Pappirsfíóðið
hefur aukist
Tölvuvœdingin hafdi þveröfug áhrif miðad vid þaö
sem búist var viö.
Pappírsflóðið hefur
aukist við tilkomu tölvu-
tækninnar en ekki
minnkað eins og þó var
gert ráð fyrir á þeim
tíma sem tölvurnar voru
að byrja að taka við af
hefðbundum aðferðum í
skriffinnsku. Þetta verð-
ur m.a. til umfjöllunar á
sérstakri ráðstefnu um
varðveislu upplýsinga
og upplýsingamiðla sam-
tímans á Hótel Loftleið-
um í Reykjavík á mánu-
daginn.
Þegar tölvutæknin hélt
innreið sína á skrifstofurn-
ar var almennt gert ráð fyr-
ir því að varðveisla upplýs-
inga yrði í framtíðinni eink-
um í tölvutæku formi og
pappir yrði að miklu leyti
óþarfur. A.m.k. reiknuðu
flestir með því að pappírs-
notkun minnkaði veru-
lega. Reynslan sýnir hins
vegar að hún hefur aukist.
Ráðstefnan um Upplýs-
ingamiðla samtímans hefst
á Hótel Loftleiðum kl. 9—17
á mánudag. Ráðstefnan er
opin öllum sem áhuga hafa
en þátttökugjald er 3.500
krónur. Það eru Félag um
skjalastjórn og Bókavarða-
félag íslands sem gangast
ráðstefnunni.
„Rjúkandi ráð er ærsla-
söngleikur og gæti svo-
sem allt eins kallast revía,
þar sem í söngleiknum er
tekið á ýmsu sem efst er á
baugi í dag, svo sem feg-
urðarsamkeppnum, atferli
utangarðsog reikunar-
manna, atgervi lögreglu-
manna og umsvifum vík-
ingasveitarinnar og fram-
taki þeirra sem hagnast á
því að allt brenni til kaldra
kola,“ sagði Flosi Ólafs-
son, leikari í gær.
Hann leikstýrir Rjúkandi
ráðum hjá Borgfiröingum og
frumsýnir í Logalandi í Reyk-
holtsdal í kvöld. í Borgarfiröi
hefur löngum verið gróska í
leiklist og er enn.
RJÚKANDI RÁÐ var frum-
sýnt fyrir 30 árum í Fram-
sóknarhúsinu, síöar Glaum-
bæ. Verkið var sagt eftir Pír
O. Man. Nú er upplýst að sá er
þríeykiö Stefán Jónsson fyrr-
um fréttamaður, og bræöurn-
ir Jón Múli og Jónas Árnasyn-
ir.
„Það má fullyrða að verkið
á erindi til þjóðarinnar, ekki
síður en fyrir 30 árum," sagði
Flosi. „Þetta er náttúrlega
ærslaleikur og púra della,
klassísk að vísu — og kemur
fólki í þetta líka fína skap.
Viö fréttum að uppselt væri
strax á fyrstu tvær sýningarn-
ar, — það iofar góðu.
Konur hlusta á Ásgeir Hannes!
Aö flytja ræöur er hluti af starfi þingmanna, en óneitanlega vekja ræöurnar mismikla athygli annarra þingmanna og þaö mun
ekki vera með öliu óþekkt að þingmenn flytji ræður án þess aö hafa aðra tilheyrendur en forseta. Ástandið er þó ekki alveg
svo slæmt hjá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni sem hér er í ræðustól. Aftur á móti er þaö væntanlega tilviljun að allir áheyrendur
hans eru konur.
VEÐRIÐ
ÍDAG
Sunnan og suövestan
kaldi og skúrir eða él um
sunnan og vestanvert
landið og hiti á bilinu 0 til
5 stig, norðanlands og
austan verður suðvestan
gola, þurrt og bjart veður
vtða með hitastig nálægt
frostmarki. Á sunnudag
fremur hæg suðlæg átt
meö eljum sunnanlands
og vestan, en þurrt norð-
austantil og hiti nálægt
frostmarki.
Viltu veðja við Uffe
Elleman Jensen, utanrík-
isráðherra Dana? Hann
segist tilbúinn til að veðja
viö hvern sem er að
LFTA-löndin fjögur á
Norðurlöndum, ísland,
Noregur, Svíþjóö og Finn-
land, verði innan F.fna-
hagsbandalagsins fyrir
árið 2010, og það alllöngu
fyrr, ártalið noti hann til
þess eins að vinna veð-
máliö örugglega. Skoraði
hann á löndin fjögur að
stefna nú þegar að aðild
að EB. Sagði hann að
Danir mundu þá róa að
því öllum árum að liöka
fyrir samningum við
bandalagið.
★
Bónuskaupmaöurinn,
Jóhannes Jónsson, er
ekkert af baki dottinn og
vill selja Vesturbæingum
vöru sína, þrátt fyrir að
borgaryfirvöld vilji nú,
allt í einu, stýra þvi hvar
matvöruverslanir koma.
Hann hefur sótt um leyfi
til að innrétta matvöru-
verslun í hluta hússins að
Sólvallagötu 77—79, —
þar sem Byggingavöru-
markaður er. Sagt er aö
stórveldin í nágrenninu,
Mikligarður og Hagkaup
titri yfir væntanlegu ná-
grenni viö Bónus. Hjá
Bónus munu starfa 10
manns, — hjá risunum
víst hátt í þúsund!
★
Rögnualdur Hannes-
son, prófessor við Versl-
unarháskóla Noregs
ræðst harkalega á norska
fiskveiðipólitík nýlega í
blaðinu Dagens Nærings-.
liv. Hann segir að allir
norskir sjávarútvegsráö-
herrar hafi unnið slæma
vinnu. Stjórnmálamenn
kæri sig kollótta um arð-
semi og hagræðingu í at-
vinnugreininni. Bendir
Rögnvaldur á margt sem
betur mætti fara, og geti
Norömenn þá litið til
„frændanna" á íslandi til
að fá góðar fyrirmyndir,
m.a. kvótakerfiö. Rögn-
valdur hefur búið í Noregi
síöustu 15 árin.
V
★