Alþýðublaðið - 21.03.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Page 1
Miðvikudagur 21. mars 1990 STOFNAÐ 1919 45. tbl. 71. árg. « Hoppar af þegar á móti blæs Kristján Örn segir sig úr stjórn HSÍ: — segir Jón Hjaltalín. Deilt um skipulag HSÍ, ráöningu þjálfara og óvissa í þjálfaramálum kvenna. Talsverður titringur virðist nú vera innan stjórnar Handknatt- leikssambands íslands. Einn stjórnarmanna þess, Kristján Orn Ingi- bergsson, hefur sagt sig úr stjórn HSÍ. Kristján kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta mál en sagðist ekki hafa treyst sér til að starfa þar áfram við vinnuaðstæður sem hon- um væri boðið upp á. Blaðið hefur eftir áreið- anlegum heimildum að það séu fyrst og fremst vinnu- brögð formanns HSÍ, Jóns Hjaltalíns, sem gagnrýnin beinist að. Hann taki ákvarðanir án þess að ræða við nokkurn mann og sé allt of einráður. Kristján Örn sem gagnrýndi forystu HSÍ á stjórnarfundi á sunnudaginn lagði þar m.a. til að öll landsliðsnefndin segði af sér en það var fellt með öllum greiddum at- kvæðum gegn hans eigin. „Viðkomandi aðili virðist vera gjörsamlega á skjön við alla stefnumótun hjá stjórn HSÍ og virðist vera sá eini sem nú hoppar af þeg- ar á móti blæs,“ sagði Jón um afsögn Kristjáns. Aðspurður um gagnrýni á vinnubrögð hans sagði Jón hana vera komna frá Kristjáni Erni. „Þessi aðili var heldur ekkert að nefna það að ég er búinn að vera að vinna að því að fá Heimsmeistarakeppnina í handbolta hingað til lands eða var með neitt þakklæti í minn garð. Þvert á móti er þessi maður búinn að vinna gegn stefnu HSÍ und- anfarin ár og eitt það nýj- asta sem hann vann að, var að allir Lottópeningarnir rynnu til félaganna í stað unglingastarfseminnar og kvennalandsliðsins. Þetta er alls ekki i fyrsta sinn sem hann hefur verið að gagn- rýna stjórn HSÍ." Þá hefur sætt gagnrýni hvernig staðið var að því að leita eftir nýjum þjálfara landsliðsins eftir að Bogd- an hætti. Jón Hjaltalín sagði um ráðningarmálin að þar hefði komið upp ákveðinn misskilningur þess eðlis að menn héldu að það væri hægt að halda því leyndu eftir að lands- liðsnefnd karla pg fram- kvæmdastjórn HSÍ væri bú- in að taka þá stefnu á fundi að leita til Þorbergs Aðal- steinssonar en reynslan hefði sýnt að svo væri ekki.“ Kristján Örn sagði að á fundinum hefðu ekki beint verið deilt um kvenna- landsliðið „en því er ekki að leyna að Handknatt- leikssambandið hefur ekki haft neina markaða stefnu í neinum málum til að vinna eftir nema gagnvart A-landsliði karla. Það er það sem ég hef gagnrýnt í mörg ár og gerði kannski háværast á þessum fundi. Menn hefðu í reynd enga stefnu til að fara eftir. Menn væru alltaf með henti- stefnu frá degi til dags." Um stefnuleysi HSI sagði Jón: „Það var skipuð nefnd sem á að fara í saumana á undirbúningnum fyrir í Tékkóslóvakíu og þátttöku liðsins þar og móta stefnu fyrir A-landslið karla fram til ársins 1995. Fyrir nokkru var skipuð önnur nefnd sem átti að móta stefnu í sambandi við efl- ingu handknattieiks stúlkna en sú nefnd hefur ekki ennþá skilað sinni álitsgerð." Aðspurður um hvort kvennalandsliðsþjálfaran- um Slavko Bambir hefði verið sagt upp sagði Jón að það hefði verið ákveðið á sambandsstjórnarfundi að hann væri starfsmaður HSÍ til 31. apríl. Það yrði rætt við hann á næstunni af landsiiðsnefnd kvenna og stúlkna um mörkun stefnu í þjálfun kvenna- og stúlkna- landsliðsins. Jón sagði ennfremur að „hins vegar kom mikil gagnrýni fram hjá þeim aðila sem sagði sig úr stjórninni á að landslið kvenna hefði ekki unnið samkvæmt þeirri stefnu sem var mótuð fyrir tveim- ur árum, þ.e. að leggja aðal- áhersluna á eflingu hand- knattleiks stúlkna í stað þess að leggja svona mikla áherslu á kvennalandsliðið. Ég get alveg tekið undir það með þessum aðila." Átta bíta árekstur Átta bílar, þar affjorir vörubilar og ein rúta, skullu saman ihriðarkófinu á Kjalarnesi um tvöleytið igær. Upphafíð að árekstrin- um var það að ökumaður fólksbils nam staðar vegna dimmviðris. Vörubill sem á eftir kom, rakst þá aftan á fólksbílinn og síðan rakst hver bíllinn aftan á annan. Allir bilarnir voru á leið til Reykjavíkur. Rútan frá Borgarnesi lenti i þessum árekstri og barn sem þar var farþegi meiddist litils háttar. Að öðru leyti urðu ekki slys á fólki. Bílar skemmdust hins vegar mikið og m.a. er rútan talin nánast ónýt. Tjónið er álitið nema a.m.k. einhverjum milljónum króna. A-mynd E.ÓI. Sjóslys vid Vestmannaeyjar: Fimm bjargað en einssaknað Sjöstjarnan VE sökk sudvestur af Vestmannaeyjum í gœrmorgun Fimm skipverjum var bjargað um borð í lóðs- bátinn í Eyjum, en eins er saknað, eftir að neta- báturinn Sjöstjarnan VE sökk suðvestur af Vest- mannaeyjum um tíu leyt- ið í gærmorgun. Báturinn fékk á sig brot- sjó austur undir Elliðey og lagðist við það á hliðina. Aftaka veður var og skip- verjum gafst ekki ráðrúm til að senda út neyðarkall. Lóðsbáturinn í Eyjum fann annan tveggja gúmm- íbjörgunarbáta Sjöstjörn- unar um eitt leytið í gærdag eftir að sendingar frá sjálf- virkum sendi björgunar- bátsins höfðu borist flug- turninum í Vestmannaeyj- um. í bátnum voru fimm af sex skipverjum Sjöstjörn- unnar. Varðskip fann síðan hinn gúmmíbjörgunarbát- inn mannlausan. Leit stendur nú yfir af skipverj- anum sem saknað er. Prófkjör Nýs vettvangs og Alþýduflokksins: Slagur um efstu sætin Bjarni P. Magnússon gefur kost á sér í fyrsta sæti listans. Vitaö er aö Ólína Þorvaröardóttir sœkist einnig eftir því sæti og e.t.v. einnig Kristín Á. Ólafsdóttir. Bjarni P. Magnússon gef- ur kost á sér í sameigin- legu prófkjöri Nýs vett- vangs og Alþýðuflokksins til Borgarstjórnarkosn- inga og hyggst sækjaat eft- ir fyrsta sætinu. Þetta kemur fram í grein sem Bjarni skrifar í Alþýðu- blaðið í dag. Eftir þessa yfirlýsingu Bjarna er nokkuð ljóst að tek- ist verður á um skipan efstu sæta á listanum því komið hefur fram að Ólína Þorvarð- ardóttir mun einnig sækjast eftir fyrsta sætinu. Aður hafa Kristín Á. Ólafsdóttir og Hrafn Jökulsson ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu. Þótt hvorugt þeirra hafi bein- línis lýst því yfir að þau sækist eftir ákveðnum sætum, þykir nokkuð ljóst að Kristín hefur augastað á efsta sæti listans. Bjarni P. Magnússon, sem er núverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, segist í grein sinni hafa sagt við Krist- ínu Á. Ólafsdóttur að þau ættu bæði að sækjast eftir efsta sæti listans og sjá hver vilji kjósenda sé í því efni. „Prófkjörið á að vera opið og lýðræðislegt,” segir Bjarni P. Magnússon meðal annars í grein sinni. Sjá bls. 5.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.