Alþýðublaðið - 21.03.1990, Side 3

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Side 3
I { l I . c J .>.}.> A ' Miövikudagur 21. mars 1990 3 / Nefnd á að reyna aö skapa landinu jákvœöa ímynd: Tilraunaátak í Bretlandi Forsætisráðherra hefur skip- að fimm manna nefnd til að kynna ísland á erlendum vett- vangi og efla jákvæða ímynd þess. Nefndinni er ætlað að vinna að framgangi þessara mála í samráði við innlenda og erlenda aðila og ráðuneytum sem málinu tengjast. Nefndinni er ætlað að undirbúa 5 ára áætlun um kynningu Islands á erlendum vettvangi og huga að þró- un nauðsynlegrar aðstöðu innan- lands. Þá er nefndinni falið að kanna hvort ísland geti orðið ímynd gæða, hreinleika og heilbrigðs um- hverfis og mannlífs í augum er- lendra gesta. Eitt af verkefnum nefndarinnar verður að kanna áhuga á að halda hér á landi ýmsar alþjóðlegar ráð- stefnur, svo sem alþjóðlegar um- hverfisráðstefnur, heilbrigðisráð- stefnur og sjávarútvegsráðstefnur. Ætlunin er að hrinda í fram- kvæmd sex mánaða tilraunaátaki í Bretlandi til kynningar á íslandi, vörum þess og þjónustu. Að því loknu verður árangur þessa átaks metinn og grunnur lagður að frek- ari kynningu íslands á e'rlendum vettvangi. Auk þessa er nefndinni ætlað að setja fram tillögur um, hvernig sam- vinnu Útflutningsráðs íslands og Ferðamálaráðs lslands verði best fyrirkomið í framtíðinni. Stefnt er að því að nefndin Ijúki störfum 31. desember 1990. Sæti í nefndinni eiga: Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri, formaður nefndar- innar, Pétur J. Eiríksson, Flugleiðum hf., Dr. Ingjaldur Hannibalsson, Út- flutningsráði íslands, Karl Sigur- hjartarson, Ferðamálaráði íslands og Júlíus Hafstein, Reykjavíkur- borg. Borgin sér sjálf um sitt mannahald Grasleppan þykir mörgum herramannsmatur, — en aðallega er þó sóst eftir hrognum til kavíarvinnslu. Grásleppuvertíd hafin: Slæmar söluhorfur og lág verð Mikil óvissa ríkir um fram- vindu grásleppuvertíðarinnar á þessu ári en veiði má hefjast í dag á svæðinu frá Horni að Skagatá en mánuður er enn í að veiðar megi hefjast á svæðinu frá Hvítingi að Horni. 408 veiði- leyfi hafa verið gefin út sem er svipaður fjöldi og undangengin ár. Landssamband smábátaeig- enda hefur sent bréf meðfylgj- andi veiðileyfunum þar sem seg- ir m.a. að veiðimenn séu hvattir til að hefja ekki veiðar fyrr en örugg trygging fáist fyrir því að hægt verði að selja þau grá- sleppuhrogn sem aflað verður á I______________________________ komandi vertíð. Miklar birgðir eru til í landinu frá síðustu vertíð, um 4.000 tunnur að því er talið er og hefur verð á þeim þegar fallið um nær 50%. í fyrra seldust úr landi 5.057 tunnur en í ár hefur aðeins verið gerður samning- ur um sölu á 3.500 tunnum til Dan- merkur. Verðið er 900 DM sem er það lágmarksviðmiðunarverð sem framleiðendur hafa komið sér sam- an um fyrir árið í ár. Innanlandsmarkaður er líka veru- lega óviss, kavíarframleiðendur hafa enn ekki fengist til að nefna nein verð, né heldur hversu mikið þeir telji sig þurfa að kaupa á vertíð- inni. Samkvæmt því sem fram kemur í áðurnefndu bréfi frá Landssam- bandi smábátaeigenda eru stórir er- lendir framleiðendur kavíars alvar- lega farnir að velta fyrir sér hvort einhver framtíð sé fyrir þessa fram- leiðslu. Kavíar úr íslenskum grá- sleppuhrognum hefur t.d. fallið um 30% í verði á Þýskalandsmarkaði á einu ári og telur Landssamband smábátaeigenda að engar líkur séu á að þetta verðhrun stöðvist, á með- an verð á hrognum hér innanlands heldur áfram að lækka vegna of- framboðs. Er starfsmannahald Reykja- víkur tekið að færa sér í nyt þjónustu ráðningarfyrirtækja? Svo leit a.m.k. út fyrir um tíma. í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins birtust tvær auglýs- ingar frá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, önnur í hefðbundnu formi en hin undir merkjum Ábendis sf. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér var um mistök að ræða. Að sögn Jóns G. Kristjánssonar, starfsmannastjóra Reykjavíkur- borgar var hér handvömm Morg- unblaðsmanna um að kenna. Aug- lýsingin var prentuð tvisvar og í seinna skiptið með haus frá Ábendi sf. Jón G. vildi taka skýrt fram að Ábendi sf. hefur ekkert með aug- lýsingar starfsmannahalds Reykja- víkurborgar að gera og að Reykja- víkurborg bæri engan kostnað af þessum mistökum. Þess má geta að í umræddri aug- lýsingu er óskað eftir hjúkrunar- fræðingum, ljósmæðrum og sjúkraliðum til starfa á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, Barons- stíg 47. abendt HNK * » ( X.fW)TvJNt/tj( HeilsuverndarstóA Reykjavikur ! óskat sð réða eftinabð starfsloik Hjúkrunarlraaðinga m a. við hedsugæslu i j skðlum og til sumaraneysnga á barnadedd. húð- og kynsfukdOrnadnad m *w--t— Sjúkraliða við hc Upplýsingar geli 22400 (n Umsðknum skal verndarstoðvar Umsóknareyðubl Heilsuverndarsto mannahaldi Reyk Heilsuverndarstöó Reykjavíkur Osksr að ráða eftirtalið starfslótk: Hjúkrunarfraeðinga m.a víð hedsugaeslu i skölum og tii sumsrafteysinga a bamadedd. húð- og kynsfukdúmadeád og «5 hevnahjúkrun LjOsmæður a mæðradeild til sumarafteysmga. Sjúkraliða við heimahjukrun tU sumaralleys- inga Upplýsingar gelur hjúkrunarforst|Ori i sima 22400 (milli kl. 9 og 10 f.h.) UmsOknum skal skila tll skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykavikur fynr kl. 16.00 Umsóknareyðubloð liggia (rammi i afgreiðslu Þessar tvær auglýsingar birtust í Mogganurn á sunnudag, samskonar textar, annar í misgáningi merktur Ábendi. Alvöruleysi Margir afneita sársaukan- um sem fylgir öllum skepnum jarðarinnar. Vilja hafa lífsbrautina slétta og beina og fallegt útsýni meðfram brautinni. Sumir eru þannig að þeim tekst ekki að sjá fegurðina, óttast heitar tilfinningar sem hóta að taka á þeim, bregðast til varnar með flissi og gervigleði sem er víðsfjarri uppsprettu hláturs. Slíkt fólk er einmana. Maður finnur þetta oft í leikhúsi þegar leikritið er með alvarlegum undirtóni. Fólkið í salnum bíður í ofvæni eftir einhverju tilefni til hláturs. Það er í sjálfu sér ágætt að kætast vel, en það er ekki allt. Kunningi minn bandarískur, sem starfar sem prófessor í nor- rænu við Queens-háskólann í Bel- fast og er áhugamaður í leikhúsi, sagði einhverntíma að þeir sem sækja síðdegissýningar breskra leikhúsa, vildu bara eitthvað létt, eitthvað víðsfjarri staðreynd lífs- ins, þyldu ekki að horfa á erfið- leika og vandamál, þeir hefðu nóg af þeim í raunveruleikanum. Þeir borga sig inn til að láta skemmta sér og ekkert múður. E g ætla ekki að flytja hér í þessu plássi, leikdóma. Fjarri fer því, en ég verð þó að segja frá frumsýningu sem var fyrir helgina í Borgarleikhúsinu. Hótel Þingvöllur heitir leikrit Sig- urðar Pálssonar. Maðurinn er skáld og eftir því Ijóðrænn og dreyminn og rómantískur en raunsær, skrifar safaríkan texta og neyðir mann til þess að hlusta vel, án þess að við grípum til þess ís- lenska vana, að hósta í kaf hverja þögn á sviðinu í stað þess að hríf- ast með höfundi og leikurum, hríf- ast burt úr mjúku sæti raunveru- leikans, ganga til móts við leikinn, þora að finna til. Dvöl á Hótel Þingvelli er Ijúf. Það er nánast allt sem það gerir; dulúð staðarins blönduð sögu blíð- skapar og ógnar, gestagangur góður og oft skemmtilegur líka, heimilisleg þjónusta, fallegt hótel, virðulegt í nýtísku byggingarstíl, kjarvalst útsýni. Sumum leiddist því miður. ,,Það vantar bara kodda,“ sagði einhver á bak við mig þegar Ijós kviknuðu til hlés. Eg fór að velta fyrir mér af hverju manninum leiddist. Jú, í leikritinu er ekki fíflast, það er ekki samið eftir hláturfor- múlum farsans en samt lifnar hlát- ur. Það virðist því miður stað- reynd, að djúp hugsun, safi í texta, grátur í brjósti, virkar eins og Mogadonpillur fyrir svefn. Hverju er um að kenna? Smekkur fólks hefur t.d. breyst töluvert með nýjum útvarpsstöðv- um sem tröllríða Ijósvakanum með hott hotti og blaðri um ekki nokkurn skapaðan hlut. Auglýsingar blaða og sjónvarps sýna okkur oft ungt fólk í tískuföt- um, með margvísleg leikföng nú- dagsins. Það einkennir slíkar aug- lýsingar að fólkið unga er sýnt líf- vana, töff á ensku, píreygð að hætti gömlu kúrekanna, og þeim leiðist og er fjandans sama um til- veruna alla. Þessi andlit auglýsing- anna, ung og falleg en steingerð, eru mállaus flest og ógnandi í þögninni og áreiðanlega ekkert spaug að semja texta i svona and- lit, enda einhversstaðar takmörk fyrir hugarflugi auglýsingastofa. Það sést meðal annars á því að ís- lenskar auglýsingar eru farnar að finna til skyldleika við útlönd. Ábyrgð starfsmanna auglýs- ingastofa er mikil og um daginn var talsmaður þeirra í vandræð- um, þegar sjónvarpsfréttamaður spurði um íslenska auglýsingu sem var greinilega stolin, næstum eins og sama stef í tveimur lögum. Smekkur fólks er losaralegur og án alvöru og nú heyri ég einhvern segja: „Til hvers að vera að taka þetta líf svona alvarlega?" Hirðfífl hafa fylgt sögunni og eru enn til og eiga auðvitað rétt á sér. En af hverju má ekki þola al- vörustundir í leikhúsi þar sem texti er vel smíðaður, vel fluttur og yndislega lýstur upp? Eg stóð upp í sal Borgarleik- hússins og var glaður, því allt var til sóma gert þetta frumsýningarkvöld. En ég get ekki látið vera að kasta á blað þeirri hugsun, að líklega er það að- allega fólk komið yfir miðjan ald- ur, sem ekki hefur þol til að heyra Ijóðrænu og dramatísk átök á leik- sviði lífs og leiks. Það er hörð kyn- slóð jafnaldra minna sem hefur lagt áherslu á lífsgæði og hefur gleymt í gassagangi, andlegri þörf okkar fyrir mildi og fegurð í orö- um og æði. Ungt fólk kann í vaxandi mæli að meta ljóð. Ung skáld banka á dyr óvissunnar og bjóða manni vonina i litlu ljóðakveri sem þau hafa sjálf gefið út og ganga í hús og. selja. Þetta unga fólk man mildina sem móðurmjólkin gefur. Það finnur til og þorir að láta það í ljósi. Ég vildi að ég hefði kjark þessa unga fólks. MÍNSKOÐUN Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.