Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. mars 1990 7 UTIÖND Truman Capote sveifst einskis Það voru vinir og kunningjar Truman Capote sem veltu þessum spurningum fyrir sér og voru sárir og móðgaðir út í rithöfundinn sem var jafn illræmdur og hann var frægur. Hvaö langt getur rithöf- undur leyft sér aö ganga, þegar hann fjallar um raunverulegar persónur og athuröi? Er allt leyfilegt „í nafni listarinnar“? Bókin „Answered Prayers" rneó undirtitlinum ,,the unfinished Novel” var gefin út árið 1987 var í aðeins þremur köflum. Þar gefur liann einskonar nær- myndir af mörgum frægum mönn- um og konum sem höfðu talið hann vera vin sinn og skrifaði þar ýmislegt sem kom illa við margt af þessu fólki. Pað vakti mikla hneykslan sem hann skrifaði um Joe Kennedy, föður John Kennedy Bandaríkja- forseta. Hann fjallaði þar um meint afhrot Joe er hann átti að hafa tekið unga stúlku með valdi. ,,Það vita allir að þetta er satt og ég get sannað það,” svaraði hann gagnrýnendum sínum á sínum tíma en Capote lést árið 1984, en árið 1976 höfðu hirst kaflar úr hókinni í tímaritinu „Esquire”. Capote hafði alltaf mikinn áhuga á glæpum og ofbeldi og skrifaðist á við fjöldamorðingja og skrifaði jafnvel bækur um glæpina sem þeir höfðu framið. Capote þótti afar furðulegur persónuleiki. Hann var höföingja- sleikja sem þóttist vera róttækur og gjörsamlega tilfinningalaus gagnvart því að særa fólk. Hann var heldur ekki aö fara i felur með sína eigin galla en þaö er ekki «11- um gefið. Eins og vinur hans rithöfundur- inn Tennessee Williams fór hann ekki í felur með að vera hommi. Sömuleiðis viðurkenndi hann fús- Á myndinni er Capote að dansa viö Marilyn Monroe en hann var þekktur fyrir að smaðra fyrir frægu fólki. lega að hann væri bæði háður víni og lyfjum. Meðal verka Truman Capote eru „Breakfast at Tiffany’s", „Other Voices Other Rooms" „In Cold Blood" en það var einmitt ritverk um fjöldamorðingja hyggt á sönn- um atburðum. Hann skrifaði fleira hæði smá- sögur, tímaritagreinar og skáld- sögur en virðist hafa veriö sú gerð rithöfunda sem menn annað hvort eru hrifnir af eða geta hreinlega ekki þolað. INGIBJORG ARNADÓTTIR SJÓNVARP Stöð 2 kl. 1&15 LANDSLAGIÐ Að þessu sinni verða leikin öll lögin í Landslagskeppninni og gefst fólkí betri kostur en áður að bera þau saman. Þau eru alls 10 en flytjendur sjálfsagt einum fimm sinnum fleiri þegar ailt er talið nema vantalið sé. Sjónvarpið kl. 20.35 A TALIHJÁ HEMMA GUNN Samkvæmt skoðanakönnunum horfa eitthvað rétt tæplega 70% þjóðarinnar á þáttinn hans Hemma Gunn. Það getur ekki talist slæmur árangur og enginn sem veitir þess- um þætti neina samkeppni hvað horfun varðar. Hemmi er því aðal- lega í samkeppni við sjálfan sig og gengur heldur miður þessar vikurn- ar. Þó er aldrei að vita nema Eyjólf- ur hressist. í þessum þætti verður boðið upp á m.a. söngatriði fjöl- mörg, má þar nefna stúlknakór úr Mosfellsbæ, Strandamannadúett, einhver maður að nafni Michael Ki- ely kemur líka í heimsókn og svo eru það föstu liðirnir. Annars skýrist þetta allt þegar þar að kemur en það er nú eins og með svo marga hluti. Sjónvarpið kl. 21.40 SKILNAÐUR *** (A Bill of Divorcement) Bandarísk bíómynd, gerö 1932, leikstjóri George Cukor, adalhlut- verk John Barrymore, Katharine Hepburn, Billie Burke. John Barrymore leikur víst óskap- lega vel mann sem hefur tekist að strjúka af geðveikrahæli eftir 15 ára vist þar. Hann snýr heim en kemst þá að því að margt hefur breyst hjá konu hans og dóttur á þessum tíma. Myndin er að vísu komin til ára sinna og hefur að sumu leyti elst illa, á hinn bóginn er hún vel þess virði að horfa á, líka þegar þess er getið að þetta er fyrsta myndin sem Kat- herine Hepburn lék í á ferli sínum sem er löngu orðinn langur og far- sæll með afbrigðum. Stöð 2 kl. 23.05 S0FIÐ HJÁ ** (Cross My Heart) Bandarísk bíómynd, gerd 1987, leikstjóri Armyan Bernstein, adal- hlutverk Martin Short, Anette O’Tool, Paul Reiser, Joanna Kerns Gamanmynd sem segir frá fólki sem á stefnumót en gerir allt þveröfugt við það sem það ætlar sér og á að gera. Ástæðan er sú að það getur ekki hagað sér eðlilega, ekki verið það sjálft eins og það heitir. Myndin er oft nokkuð fyndin, að vísu sumir brandararnir býsna fyrirsjáanlegir, en engu að síður á myndin að kitla hláturtaugarnar nokkuð. Handritið heldur hinsvegar ekki þegar til lengri tíma er litið. Stendur ekki undir viðfangsefninu. Sjónvarpið kl. 23.10 ÍÞRÓTTAAUKI Evrópumótin í knattspyrnu, svip- myndir frá þeim leikjum sem fram fóru fyrr um kvöldið en aðalleikur þáttarins er leikur hollensku meist- aranna PSV Eindhoven og þýsku meistaranna Bayern Mnchen. Fyrri leik þessara liða lyktaði með sigri þeirra síðarnefndu, þeir settu tvö mörk á meðan Hollendingarnir létu sér eitt nægja. Þeir munu víst ætla sér að jafna metin. • # 17.50 Töfraglugginn 15.20 Emma. drottn- ing Suöurhafa Fram- haldsmynd í tveimur hlutum, seinni hluti 17.05 Santa Barbara 17.50 Fimm félagar - Spennandi mynda- flokkur fyrir alla 1800 18.50 Táknmálsfróttir 18.55 Poppkorn 18.15 Landslagiö - Leikin veröa lögin tíu sem komust í úrslit i Landslaginu 1900 f 19.20 Umboösmaöur- inn (2) Bandarískur gamanmyndaflokkur 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fróttir og veöur 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn - Skemmtiþáttur 21.40 Skilnaöur - Bandarísk bíómynd. Manni tekst að strjúka af geðveikrahæli eftir 15 ára vist og kemst að því að margt er öðru vísi en áöur var 19.1919.19 20.30 Af baa i borg - Gamanmyndaflokkur 21.00 A besta aldri - Þéttur sérstaklega til- einkaóur eldri áskrif- endum 21.40 Snuddarar Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur 22.25 Michael Aspel - Viðræöuþáttur 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 íþróttaauki - Evrópumótin í knatt- spyrnu 23.30 Dagskrárlok 23.05 Sofiö hjá - Mannleg gamanmynd um David og Kathy sem bæöi eru ein- hleyp og eru að fara á sitt þriðja stefnumót 00.35 Dagskrériok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.