Alþýðublaðið - 21.04.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Page 1
Gleðilegt sumarí Sumardagurinn fyrsti er aö sjálfsögdu hálfgerd tíma- skekkja á dagatalinu okkar — en samt, mjög ánœgju- leg skekkja. Sumarid er formlega hafid, klakinn er ad hverfa, og sólin yljar œ betur. Þessar myndir Einars Olasonar, Ijósmyndara Alþýdubladsins eru af Reyk- víkingum ad fagna sumri í Hljómskálagardinum. Ungir sem aldnir horfdu á — eda tóku þátt í 75. V'tda- vangshlaupinu, sem Örn Eidsson skrifar um í þessu bladi. Hljómsveitarmenn voru þarna í nánd vid Hljómskálann sinn meö gullin hljódfœri. Semsagt ánœgjulegur fyrsti sumardagur, — en dálítid napur. Listamiðstöðin Straumur Nánast undir veggjum álverksmiðjunnar í Straumsvík hefur verið opnuð ný vinnustofa og listamiðstöð i Straumi, Listamið- stöðin Straumur. Straumur er gamall bóndabær sem stendur við Straumsvíkina. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á gömlu bæjarhúsunum og útbúin glæsileg vinnuaðstaða fyrir listamenn. Það eru listamennirnir sjalfir sem hafa haft forgöngu um uppbygginguna en Hafnarfjarðarbær lét þeim í té aðstöð- una og hefur styrkt framtak listamannanna verulega. Sjá nánar umfjöttun bls. 7 Popparinn sem slökkti banvænasta eld Reykjavíkur — S/ó bls. 3 A Imannavarnarnefnd Reykjcwíkur: Hefur ekki sinnf lágmnrksskyldum — segir Nýr vettvangur Nýr vettvangur gagn- rýnir Almannavarnar- nefnd Reykjavíkur harð- lega í fréttatilkynningu sem barst frá þeim í vik- unni. Þar segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Almannvörnum ríkisins, sinni Almannavarnar- nefnd Reykjavíkur ekki lágmarksskyldum sín- um og að hún sé talin ein verst skipulagða al- mannavanarnefnd landsins. I fréttatilkynningu frá Al- mannavörnum ríkisins seg- ir að þær hafi ekki gefið neinar yfirlýsingar „um að Almannavarnarnefnd Reykjavíkur hafi ekki sinnt lágmarksskyldum sínum varðandi öryggismál og viðbrögð við hættuástandi í borginni." Þá segir í frétta- tilkynningu Almannavarna að enginn samanburður hafi verið gerður á „störf- um almannavarnanefnda í landinu, þar sem áherslur i störfum þeirra séu mjög mismunándi og miðist við ólíkar áhættur sem ógna á hverjum stað.“ Hrafn Jökulsson fram- bjóðandi Nýs vettvangs segir að öll sú gagnrýni sem Nýr vettvangur hafi sett fram á Almannavarn- arnefnd Reykjavíkur eigi við rök að styðjast og að upplýsingar séu fengnar hjá starfsmönnum Al- mannavarna og nefndar- mönnum Almannavarnar- nefndar Reykjavíkur. í gagnrýni Nýs vettvangs segir m.a: „Fundir í Al- mannavarnarnefnd Reykjavíkur hafa verið strjálir og óskipulegir. Þess eru dæmi aö heilt ár hafi liðið milli funda hennar." Eins segir: Engin ítarleg áætlun er til vegna yfirvof- andi hættuástands fyrir ný borgarhverfi. Gildandi ítar- áætlun er frá árinu 1976." I fréttatilkynningu Al- mannavarna segir hins vegar: „Neyðaráætlun Al- mannavarna Reykjavíkur er frá árinu 1982, en ekki 1976." Þá bendir Nýr vettvang- ur á að það hljóti að hafa verið borgaryfirvöldum ljóst að hluti íbúðarbyggðar við Grafarvog væri inni á hættusvæði því á það hefði verið rækilega bent þegar meirihluti borgarstjórnar, undir forystu Davíðs Odds- sonar, ákvað að færa byggðina í Grafarvogi nær Aburðarverksmiðjunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.