Alþýðublaðið - 21.04.1990, Síða 6
6
Laugardagur 21. apríl 1990
Enginn ágreiningur
um Gralarvog
Til ritstjóra Alþýðublaðsins.
í leiðara blaðs yðar miðvikudag-
inn 18. apríl er fjallað um brunann
sem varð í ammoníakstanki Áburð-
arverksmiðju ríkisins á páskadag.
Innihald þessa leiðara felst þó
aðallega í því að reyna að koma
höggi á borgarstjóra og vísað er til
kosningabaráttunnar 1982 en þá
voru skipulagsmál höfuðmál kosn-
inganna.
Vakin er athygli á því, að sjálf-
stæðismenn hafi viljað byggja með-
fram ströndinni þe. í Grafarvogi og
í landi Korpúlfsstaða en vinstri
menn byggja á sprungusvæði við
Rauðavatn.
Leiðarahöfundur lætur í veðri
vaka, að sú stefna sjálfstæðismanna
að byggja meðfram ströndinni hafi
verið óábyrg með tiiliti til nálægðar
við Áburðarverksmiðjuna. Af þessu
tilefni er rétt að minna á eftirfarandi
atriði varðandi ákvarðanir um
framtíðarbyggð Reykvíkinga:
1. Enginn ágreiningur hefur verið
meðal borgarfulltrúa, hvorki fyrr
né síðar, um að byggja í Grafar-
vogi og í landi Korpúlfsstaða.
Ástæðan fyrir því, að vinstri
menn ákváðu að byggja við
Rauðavatn var fyrst og fremst sú
að þeim tókst ekki að ná sam-
komulagi við ríkið um kaup á
iandi Keldna, sem nú er hluti af
Foldahverfi og Húsahverfi. Þetta
getur fyrrverandi borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, Sig. E. Guð-
mundsson, staðfest við Alþýðu-
blaðið.
2. I aðalskipulagi austursvæða sem
unnið var í tíð vinstri meirihlut-
ans og staðfest í mars 1982, var
gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Graf-
arvogi og í landi Korpúlfsstaða í
framhaldi af byggð við Rauða-
vatn.
3. Við gerð aðalskipulags Reykja-
víkur sem gildir frá 1984-2004
var fyllsta öryggis gætt varðandi
fjarlægðir milli Áburðarverk-
smiðjunnar og íbúðarbyggðar í
samræmi við mat sérfræðinga.
4. Vegna sprengihættu voru gerðar
kröfur um 300 metra fjarlægð frá
íbúðarbyggð en minnsta fjarlægð
er um 1200 metrar. Ef ammoníak
berst út eru íbúar í ýmsum öðrum
hverfum borgarinnar en Grafar-
vogi í jafn mikilli ef ekki meiri
hættu þar sem ríkjandi vindátt í
Reykjavík er austan og suðaustan
átt.
Með kveðju,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi
Kjósum
Bjarna P.
og Guðmund
Árna!
Guðfinna Þorsteinsdóttir i
Hafnarfirði hringdi:
,,Eg hef ekki kosningarétt í
Reykjavík, en mætti ég hvetja Reyk-
víkinga til að sameinast um að kjósa
Bjarna P. Magnússon til borgar-
stjórnar. Ég er ekki í vafa um að þar
fer góður maður í embætti borgar-
fulltrúa. Sjálf hef ég ekki kosið Al-
þýðuflokkinn til þessa, — en sem
Hafnfirðingur í dag er ég ekki í vafa
fremur en flestir hér. Ég vil að nú-
verandi bæjarstjóri, Guðmundur
Árni Stefánsson, haldi áfram að
stjóra bænum okkar og mun því
kjósa lista Alþýðuflokksins. Á því er
enginn vafi að flestir bæjarbúar eru
sama sinnis, enda sýna skoðana-
kannanir það.“
Skárri er
skitur en
sprengja
Matthías Ólafsson ritar blað-
inu eftirfarandi um málefni
Áburðarverksmiðjunnar:
Eru ráðamenn þjóðarinnar að
kalla yfir sig og alla landsmenn
ógæfu sem ekki er unnt að bæta?
Forráðamenn þessarar litlu ey-
þjóðar eru vísvitandi, ella eru þeir
vitgrannir, að kalla yfir sig svívirðu
og þjóðina ógæfu. Éða á að draga
borgarstjórn til ábyrgðar ef eiturský
frá Gufunesverksmiðjunni berst yfir
borgina okkar?
Reiði mín og sársauki eftir að hafa
melt frétt þulanna sem lýstu ástand-
inu sem skapaðist í Gufunesi á
páskadag, á lítil takmörk.
Sofandi fljótum við að feigðarósi,
ef ekki verður strax tekið í árar og
það hraustlega. Það er vá fyrir dyr-
um á meðan Áburðarverksmiðjan
er í byggð. Það skiptir engu hve öfl-
ugar varúðarráðstafanir eru gerðar.
Verksmiðjan skal burt!
Ef grannt er skoðað eigum við
nægan skít til áburðar.
Aftur dregið
um DAS-hús
— fjöldi fólks hefur skodad húsiö
að Reykjabyggð 18 í Mosfellsbæ
DAS-húsin þóttu ævinlega
spennandi happdrættisvinn-
ingar, og verða það án efa
áfram, því nú hefur happdrætt-
ið ákveðið að bjóða glæsilegt
DAS-hús í vinninga einu sinni á
ári. Vinningum í happdrættinu
fækkar ekki af þessum sökum,
— þvert á móti fjölgar þeim úr
rúmlega sjö þúsund í nær 14
þúsund. Húsið í Reykjabyggð
18 í Mosfellsbæ er talið 17
milljón króna virði. Er þarna
því án efa einhver verðmætasti
happdrættisvinningur sem um
getur hér á landi.
Happdrætti DAS dregur fyrsta
sinn á happdrættisárinu 4. maí
n.k. Allar tekjur af happdrættinu
renna til uppbyggingar Hrafnistu í
Reykjavík og Hafnarfirði. Þar er
að venju nóg af verkefnum fram-
undan, en happdrættisféð kemur í
góðar þarfir.
DAS-húsið verður opið alla helg-
ina fyrir þá sem það vilja skoða,
glæsilegt hús, fullt af því nýjasta
og besta í innréttingum og hús-
gögnum.
DAGUR JAROAR 22. APRÍL
ENGIN MENGUN
er markmið okkar
Dagur jarðar er haldinn til að minna okkur á að hvert og eitt berum við
ábyrgð á móður jörð. Mengun láðs, lagar og lofts, og eyðing náttúru-
gæða, varðar alla því áhrifanna verður vart um allan hnöttinn. Hver ein-
asta manneskja getur haft áhrif til góðs. Fyrirtæki Reykjavíkurborgar
hafa það að markmiði að af starfsemi jjeirra sé engin mengun.
HITAVEITA REYKJAVÍKUR
Hitavcita Reykjavíkur hitar allt höfuðborgarsvæðið frá Kjalamesi til Hafnarfjarðar.
Ef höfuðborgarsvæðið væri kynt t.d. með oh'u fæm í það 500 þúsund rúmmetrar á
ári, brennsla f húskötlum mundi skila út í andrúmsloftið 3500 tonnum af brenni-
steinsdioxiði, 2300 tonnum af köfnunarefni og 600 tonnum af ösku og sóti. Af starf-
semi Hitaveitunnar er hinsvegar engin mengun.
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR
Orka frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur útrýmdi á sínum tíma notkun kola, olíu og
gastækja á heimilum borgarinnar. Rafmagnsorkan er ósýnileg, hljóðlaus og lyktar-
laus. Rafmagnsveitan hefur alla tíð kappkostað að fella gerð mannvirkja sinna sem
best að umhverfinu og halda því grónu og í góðri umhirðu.
VATNSVEITA REYKJAVÍKUR
Vatnsveitan sér nú um 120 þúsund íbúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir hreinu og góðu
neysluvatni, sem tekið er úr neðanjarðarbrunnum í Heiðmörk. Forsenda þess að
mögulegt sé að tryggja gæði vatnsins um alla framtíð er að komið sé í veg fyrir meng-
un grunnvatnsins á vinnslusvæðunum í Heiðmörk. Vatnsveitan hefur lagt á það
áherslu að virkjunarmannvirkin væru að mestu leiti neðanjarðar, þannig að sem
minnst umhverfisröskun eigi sér stað í Heiðmörkinni.
GARDYRKJUDEILD REYKJAVÍKURBORGAR
Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna saman
að því að klæða borgarlandið skógi og skapa sem víðast skjólsælt umhverfi til leikja
og útiveru. Á vegum þessara aðila er um hálfri milljón trjáa plantað árlega af æsku
borgarinnar.
GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK
Á vegum Gatnamálastjórans f Reykjavík er unnið að því að hreinsa fjörur borgar-
innar með það að markmiði að þær verði mengunarlausar af völdum skólps. Öflugur
búnaður hefur nú þegar verið settur upp að norðanverðu, við Skúlagötu og Sætún og
samsvarandi aðgerðir við Ægissíðu að sunnan eru hafnar.
REYKJAVÍKURHÖFN
Um Reykjavíkurhöfn er mikil umferð og þar eru lestuð og losuð úrgangsefni jafnt
sem viðkvæm matvara. Reykjavíkurhöfn rekur umfangsmikla hreinsiþjónustu og
mengunarvarnastarfsemi á eigin vegum og í samstarfi við notendur á hafnarsvæðinu.
Markmiðið er: Engin mengun.
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Gríðarleg breyting er að verða á sorpeyðingarmálum höfuðborgarsvæðisins. Nú þeg-
ar hafa tekið til starfa móttökustöðvar fyrir einnota drykkjarílát, notaðar rafhlöður
og fyrir umhverfismengandi úrgang. Á næsta ári tekur svo til starfa móttöku- og
flokkunarstöð fyrir almennt sorp og þá verður urðun óflokkaðs sorps hætt og tekin
upp önnur vinnubrögð - meðal annars endurvinnsla í stórum stíl.