Alþýðublaðið - 21.04.1990, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Qupperneq 8
8 Laugardagur 21. apríl 1990 - - - - * • ♦ * - * * * Hugrún Linda, fyrrum fegurðardrottning, krýnir nýja fegurðardrottningu, Ástu Sigríöi Einarsdottur. Ný fegurðardrottning 1990 „Vona að titillinn breyti mér ekki“ — segir Asta Sigríður Einarsdóttir, 18 ára Garðbæingur „Þetta kom mér mjög á óvart enda átti ég alls ekki von á því að sigra,“ sagði nýkjörin feg- urðardrottning Islands, Ásta Sigríður Einarsdóttir. „Ég vona nú samt að þessi titill eigi ekki eftir að breyta mér því ég er jú áfram sama manneskj- an,“ bætti hún við. Ásta Sigríður er átján ára gömul Garðabæjarmær og stundar nám á eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Keppnin tók þó nokk- urn tíma frá henni og gat hún m.a. ekki lesið neitt yfir páskahátíðina. „Þetta verður nokkuð stíft nú þeg- ar prófin eru byrjuð en maður verður bara að standa sig." Ekki kvaðst Ásta vilja fórna skólanum, jafnvel þó einhver til- boð bærust í sambandi við sýning- arstörf. „Ég tel það nauðsynlegt að klára skólann til þess að hafa þó þá undirstöðumenntun upp á framtíðina að gera." Hún kvaðst ekki hafa gert upp við sig hvaða atvinnu hún myndi leggja fyrir sig í framtíðinni enda væri nægur tími til að ákveða slíkt. Nú hafa margir talað um að hin nýja fegurðardrottning Islands lýktist þeirri frægu konu, Pricillu Presley. Hefur þetta verið nefnt við Ástu Sigríði. Hún hló við er spurningin var borin upp og greinilegt að þetta var ekki nýtt fyrir henni. „Jú, það er rétt að undanfarin tvö ár hafa margir nefnt þetta við mig. Ég skil það nú reyndar ekki alveg því sjálfri finnst mér ég ekkert lík þeirri ágætu konu. Reyndar erum við báðar kringluleitar en það er eins langt og það nær,“ sagði Ásta Sigríður hlæjandi. Ásta Sigríður er dóttir hjónanna Birnu Hrólfsdóttur og Einars Sveinssonar. Hún er 18 ára gömul. Asta Sigriöur ásamt bræörum sinum og foreldrum, þeim Einari Sveins- syni, forstjóra hjá Sjóvá-Almennum og Birnu Hrólfsdóttur, sem margir kannast viö sem sjónvarpsþulu á fyrstu árum íslenska sjónvarpsins. A-mynd: E. Ól. Við getum bætt heiminn „Dagur jarðar“ hátíðlegur haldinn á morgun Sunnudagurinn 22. apríl verð- ur sérstakur dagur jarðarinnar um allan heim. Aðilar í yfir 100 löndum hafa gerst aðilar að heimsátaki sem miðar að því að fræða fólk og hvetja til umhverf- isverndar. Hér á Islandi verða Borgarstjórn Reykjavíkur og menntamálaráðuney tið með sér- stök verkefni í gangi. Menntamálaráðuneytið verður með átak í málefnum barna. Opn- unarathöfn átaksins verður haldin í andyri Borgarleikhússins kl. 14.00 á sunnudaginn með fjölbreyrtri dag- skrá. Borgarstjórn Reykjavíkur mun efna til dagskrár þennan dag til að vekja borgarbúa til umhugsunar og aðgerða í umhverfismálum undir yf- irskriftinni „Við getum bætt heim- inn.' I Reykjavík verður farin fjöl- skylduganga um eina af perlum höfubogarsvæðisins, Öskjuhlíðina, og verður farið frá hitaveitugeym- unum kl. 14.00. Einnig verður hald- in opinn fundur um umhverfismái í Borgarleikhúsinu og hefst hann kl. 17.00. Þar munu m.a. Matthías Jó- hannessen ritstjóri, Hulda Valtýs- dóttir formaður Skógræktarfélag Is- lands og Davíð Oddsson borgar- stjóri flytja ávörp. Upphaf þessaræ vakningar má rekja til Bandaríkjanna en þar hafa náttúruverndarsamtök unnið að því um margra mánaða skeið að undir- búa „Dag jarðar"Smám saman hafa fleiri samtök og þjóðir slegist í hóp- inn og nú hafa yfir hundrað lönd í öllum heimsálfum gerst aðilar að átakinu. Aðgerðir eru mismunandi eftir löndum. Farið verður í kröfugöngur, fjöldafundir, sýningar og tónleikar haldnir og kennsla fer fram. Nefna má sem dæmi að í Vestur-Bengal á Indlandi verður efnt til fjöldahjól- reiða, skólabörn á eynni Máritíus munu planta trjám og fjallgöngu- menn frá Sovétríkjunum, Bandaríkj- unum og Kína ætía að klífa tind Ev- erest-fjalls og tína upp drasl sem fyrri leiðangrar hafa skilið eftir sig. Áætlað er að yfir 100 miljónir manna taki beinan þátt í „Degi jarð- ar“. Eimskip neitar einokunartilhneigingu: „Verðið hlýtur a< eftir þjónusfunni — segir Porkell Sigurlaugsson framkvœmdastjóri þróunarsviðs Eimskips ur að fara U Alþýðublaðið skýrði fyrir páska frá ótta minni innflytjenda við að Eimskip væri að ná einokunarað- stöðu á flutningsmarkaðinum til og frá íslandi. Þetta kom í kjölfar kaupa Eimskips á skipafélaginu Ok, en það félag bauð upp á mun lægri farm- gjöld en Eimskip gerir. Þorkell Sig- urlaugsson framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskip kveður þennan ótta vera óþarfan því þrátt fyrir að félagið hafi keypt Okið séu mörg önnur skipafélög á markaðinum til þess að veita Eimskip samkeppni. Spurningunni hvers vegna Okið hafi getað boðið upp á lægri farm- gjöld og hvers vegna Eimskip vilji ekki bjóða upp á svokallaða safn- flutninga, en það voru einkum þeir flutningar sem gerðu það að verk- um að mun ódýrara var að flytja vörur með Okinu, svaraði Þorkall á þá lund að Eimskip teldi það ekki eðlilegt að flytja allar vörur til lands- ins á sama verði. Þetta hlyti að mið- ast við eðli og verðmæti vörunnar. „Við teljum það ekki sanngjarnt að borga það sama fyrir heilan gám af sjónvarpstækjum og t.d. heilan gám af hráefni til iðnaðar." Þorkell kvað það mjög eðlilegt að mismunandi verð fengist hjá mis- munandi skipafélögum. „Þetta er eins og í öðrum viðskiptum að verð- ið hlýtur að fara eftir því hvaða þjón- ustu félagið býður upp á. Hjá Eim- skip erum við t.d. með reglulegar siglingar til allra helstu viðskipta- landa í Evrópu og N-Ameríku." Þrátt fyrir að Eimskip hafi keypt Okið eru ekki neinar breytingar fyr- irhugaðar á rekstri félagsins á næst- unni. l.Allir þeir samningar sem Ok- ið gerði munu standa," sagði Þor- kell Sigurlaugsson hjá Eimskip. Farvis tímarit um ferdamál Farvís — tímarit um ferðamál — nýtt tölublað er komið út. Þetta er fyrsta tölublað þessa árs, en fimmta töiublaðið frá upphafi. Efni blaðsins er fjöl- breytt og má þar t.d. nefna grein- ar og frásagnir frá Egyptalandi, Hawai, Ásbyrgi, Drangey, Port- eiron í Wales og Key West á Flor- ida og fleiri stöðum. Að sögn Þórunnar Gestsdóttur rit- stjóra Farvís hafa viðbrögð lesenda verið mjög góð og hafa menn lýst yf- ir ánægju sinni með efni og útlit blaðsins. Hins vegar mætti segja að salan hefði mátt vera meiri og virtist vera að fólk hafi ekki almennilega áttað sig á að svona sérhæft blað um ferðamál sé komið á markað. „Það tók sinn tíma að vinna íslensku tímaritunum markað á sínum tíma og ég er þess fullviss að Farvís á eftir að koma sér vel fyrir á íslenskum markaði," sagði Þórunn. Meðal greinahöfunda eru Birgir ísleifur Gunnarsson, Björn Hróars- son jarðfræðingur og Egill Gr. Thor- arensen framkvæmdastjóri. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips segir álit sitt á ferðamálum og viðtal er við Kristínu Halldórsdóttur for- mann Ferðamálaráös Islands. Aktu ÖKUM EINS OG MENN! eins oa þú vilt að aðrir aki! IUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.