Alþýðublaðið - 21.04.1990, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Qupperneq 11
Laugardagur 21. apríl 1990 11 riðu fremstir á fákum sínum en á'' eftir fylgdu hestvagnar með prúð- búnu, glöðu og veifandi fólki með blátt blóð í æðum. Lífverðir og fylgifiskar klæddust sérstökum skrautbúningum frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hafa bún- ingar þessir einungis einu sinni áð- ur verið notaðir. Það var með naumindum hægt aö forða þeim undan klóm þýska innrásarliðsins sem hernam Danmörku 1940, en það tókst. I ráðhúsinu var drottningu færð að gjöf frá Kaupmannahafnarborg 100 þús. krónur danskar í sjóð Margrétar Danadrottningar og prins Henriks, sem veitir styrki til menningarlegra og félagslegra málefna. Upphæðin var gefin til þess að styrkir rynnu til lista- manna Kaupmannahafnar. Einnig fékk drottning að gjöf skúlptúr eft- ir Hardy Jakobsen. Krónprinsinn stoltur af móður sinni____________________ Ekki var afmælisdagurinn al- deilis á enda runninn, — hápunkt- ur dagsins var galakvöldverður í Kristjánsborgarsloti. Þar var með- al gesta Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, nýbúin að halda upp á stórafmæli sjálf. Eins og geta mátti var þarna samankomið prúbúðið fólk skreytt demöntum og djásnum. Margrét drottning var að sjálf- sögðu skærasta stjarna kvöldins, klædd djúpbláum satínkjól með demanta um hálsinn svo stirndi á. Það var enginn vafi að þar fór drottning og það glæsileg drottri- ing. Paul Schúlter hélt fyrstu ræðu kvöldins og sagði m.a. að flestir Danir þekktu dönsku konungsfjöl- skylduna best allra, utan eigin fjöl- skyldu, nútíma fjölmiðlun hjálpaði hér upp á. Friðrik krónprins var næstur í ræðustól og sagði m.a. að foreldrar væru alltaf stoltir af börnum sínum. Hinsvegar mætti snúa dæminu við, ef börnin væru stolt af foreldrunum, þá vildu þau oft á tíðum ekki viðurkenna það. ,,En ég hef ekkert á móti því að viðurkennna það að ég ér stoltur af móður minni, drottningu Dan- merkur," sagði krónprinsinn. Drottningin flutti líka ræðu og þakkaði sér sýndan sóma á afmæl- isdeginum. Ennfremur þakkaði hún syni sínum hans hlýlegu orð og sagði að þeir bræður væru nú að stíga fystu skrefin á þeirri braut að létta á embættisskyldum for- eldranna. Að ræðum loknum var tekið til við að bera konunglegan mat á borð veislugestanna. Afmælisdeg- inum lauk eins og best varð á kost- ið, en hér í Danaveldi verða menn áfram í hátíðaskapi næstu dagana og hylla drottningu sína eins og vert er. Að sjálfsögðu þurfti einhver dansk- ur „spaugari" að hóta sprengingu á leið drottningar til Ráðhússins. „Sprengjan" fannst, plastpoki full- ur af rusli, sem lögreglumenn tos- ast með á myndinni. Við getum bœtt heiminn! Ð A R Um allan heim er haldið uppá 22. apríl 1990 sem „Dag jarðar“. Tilgangurinn með því er einfaldur: Að vekja athygli á því að mengun og eyðilegging, sem virða engin landamæri, ógna lífi allstaðar ájörðinni. Þvíástandi ernauðsynlegt að breyta. Allar ákvarðanir um framkvæmdir, smáar og stórar, þarf því að taka með tilliti til umhverfissjónarmiða. Þetta á við á Islandi jafnt og annarstaðar. Hver þjóð hefur sinn hátt á aðgerðum í tilefni dagsins. Hér á Islandi hefur Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkt að efna til dagskrár til að vekja borgarþúa til umhugsunar og aðgerða í umhverfismálum. FJÖLSKYLDUGANGA UM ÖSKJUHLÍÐ Sunnudaginn 22. apríl klukkan 14:00 Hressandi skemmtiganga, fyrir alla fjölskylduna um eina af perl- um höfuðborgarsvæðisins, öskjuhlíðina. • Gangan hefst klukkari 14:00, við nýja útsýnishúsið á Öskju- hlíð. Farin verður skemmtileg hringferð um hlíðina undir leið- sögn „göngustjóra" frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garð- yrkjudeild borgarinnar. • Að lokinni útiverunni verður haldin veisla við nýja útsýnishúsið í Öskjuhlíð. Boðið verður uppá grillaðar pylsur, farið í leiki og flutt tónlist. • öllum er velkomið að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið úr nýja útsýnishúsinu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa til að njóta útiveru saman og sýna um leið í verki stuðning við baráttuna fyrir bættu umhverfi. TRÉ GRÓDURSETT UM ALLA BORGINA í tilefni af „Degi jaröar" hefur umhverfismálaráð Reykjavíkur ákveðið að leggja til fjölda trjáa, eða ígildi 20 þúsund græðlinga, sem íbúasamtök og hverfafélög munu gróðursetja víðsvegar um borgina þann 9. júní í samráði við garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar. DAGSKRÁ UM UMHVERFISMÁL í BORGARLEIKHÚSINU Sunnudaginn 22. apríl klukkan 17:00 • Tónlist Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur • Ávarp Davíð Oddsson, borgarstjóri • iríndi Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands • Tónlist Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja lög eftir Sigfús • Iríndi Matthías Johannessen, ritstjóri Elísabet Þórisdóttir stýrir dagskránni. Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið í Borgarleikhúsið HUGMYNDABANKINN ER ENN OPINN! Með hugmyndabankanum sem umhverfismálaráö opnaði fyrir nokkru, er leitað eftir jákvæðum og framsæknum hugmyndum um hvaðeina sem bætt getur umhverfi okkar. Nú þegar hafa bor- ist margar góðar hugmyndir en þær verða aldrei of margar. Hug- myndabankanum verður ekki lokað fyrr en eftir helgi. Sendið inn ábendingar! Dagurjarðar Hugmyndabanki Skúlatún 2 105Reykjavík TÖKUM DÁTT Eitt höfuðverkefni mannskyns á næstu öld verður að bjarga jörðinni úr augljósri hættu - hættu sem virðir engin landamæri og ógnar lífi á landi, í lofti og í hafinu. Sýn- um umhyggju okkar í verki og tökum þátt í „Degi jarðar" i Reykjavík22. apríl 1990.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.