Alþýðublaðið - 21.04.1990, Page 12

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Page 12
12 Laugardagur 21. apríl 1990 Góða heigi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Málverka- og aðrar m yndasýningar Kjartan Ólason opnar sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í dag kl, 14.00—16.00. Kjartan er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann útskrifaðist frá MHÍ árið 1978 og stundaði síðan nám við Empire State College í New York í tvö ár. A þessari sýningu, sem er sölusýning, eru myndir unnar með gvassi og blýanti á pappír. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00, en henni lýkur 9. maí. Sumardaginn fyrsta opnaði í Gall- erí Borg Pósthússtræti 9, sýning á GETRAUNIR Ný forysta G-listans Allt bendir til þess að G-listinn (Getraunalistinn) eignist nýjan leiðtoga í vor. Ef fram heldur sem horfir mun Alþýðublaðið, formaður G-listans, tapa embætti sínu eftir 4 vikur. Hitt er annað mál að núverandi formaður mun ekki láta embættið af hendi fyrren í fulla hnefana. Stöð2 er eftir 15 umferðir af 19 í efsta sæti með 85 rétta, eða 5.67 rétta að meðaltali. í öðru sæti er Bylgjan með 81, í þriðja Þjóðviljinn með 79, i fjóröa Alþýðublaðið með 78, í fimmta Lukkulínan með 77, í sjötta Dagur með 76 og í sjöunda DV með 75. Nú er áþreifanlega kominn sá tími að taugaveiklun ræður ferðinni í flest- um leikjanna. Botnliðin vaða eld og brennistein til aö bjarga sér og toppliðin detta í fúla forarpytti þegar þau þykjast ætla að gera stóra hluti. Miðjuliðin eru kærulaus og na þa kannski að sýna skinandi leiki — eða öfugt. Sum liðin eru síðan að eltast við aðra bikara. Seðillinn um komandi helgi er erfiður af þessum og öðrum ástæðum. Spáin: 1 -1 -X/1 -1 -1/X-X-1/2-1 -1. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 21. APRÍL ’90 J m 2 m ■ z | z Z Z 3 > 2 DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN CN s V) ALÞÝÐUBLAЮ LUKKULÍNA SAMTALS > Q ■p 1 X 2 C. Palace - Charlton X 1 1 1 1 1 1 1 1 X 8 2 0 Derby - Norwich 1 1 2 1 1 X 1 1 1 X 7 2 1 Man. City - Everton X X X 2 2 2 1 2 X 2 1 4 5 Q.P.R. - Sheff. Wed. 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 Southampton - Nott. For. X 1 X 1 1 1 1 1 1 X 7 3 0 Tottenham - Man. Utd. 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 8 2 0 Wimbiedon - Coventry 1 1 2 1 1 1 1 1 X X 7 2 1 Brighton - Leeds X 2 2 2 2 2 2 X X 2 0 3 7 Oldham - West Ham 1 1 1 1 X 1 X 1 1 1 8 2 0 Plymouth - Newcastle 2 2 2 2 2 X 2 1 2 2 1 1 8 Sunderland - Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 2 1 1 9 0 1 Swindon - W.B.A. 1 1 1 X 1 1 1 X 1 1 8 2 0 AÐALFUNDUR Aðalfundur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. apríl 1990 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: lr. Aðalfundarstörf samkvæmt 33. grein samþykkta félagsins Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið. Önnur mál löglega fram borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu útibús íslandsbanka, Bankastræti 5, miðvikudaginn 25. apríl, fimmtudaginn 26. apríl og föstudaginn 27. apríl kl. 9:15 til 16.00 alla dagana. Verslunarbanki íslands hf. V6RSLUNRRÐRNKINN Verk eftir Braga Hannesson. verkum Braga Hannessonar. Bragi er fæddur i Reykjavík 1932, hann er lögfræðingur aö mennt og hefur starfaö sem bankastjóri Iðnaðar- bankans. Hann hóf aö mála á árun- um 1966—'67 og hefur numið mál- aralist hjá nokkrum af helstu listmál- urum landsins. Á sýningunni nú eru nýjar olíumyndir. Þetta eru lands- lagsmyndir í Ijóðrænum expressj- ónískum stíl, sem Bragi er fyrir lönguorðinn þekkturfyrir. Hann hef- ur tekið þátt í mörgum samsýning- um hér heima og erlendis, einnig hefur hann haldið margar einkasýn- ingar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00 en henni lýkur 1. maí. í dag verður opnuð kl. 14.00 sýn- ing á verkum Gunnþórunnar Sveinsdóttur frá Mælifellsá í Safna- húsinu á Sauðarárkróki. Gunnþór- unn var fædd 2. febrúar 1885 í Borg- arey í Seyluhreppi, Skagafirði. Fjöl- skyldan flutti að Mælifellsá í Lýt- ingsstaðahreppi er Gunnþórunn var níu ára og þar ólst hún upp. Á 70. ald- ursári ritaði hún sjálfsævisögu sína, Gleym-mér-ei. í ellinni hafði Gunn- þórunn góðan tíma til að sinna lista- gyðjunum , en hún lést árið 1970. Sýningin verður opin frá kl. 15.00—19.00 virka daga og frá kl. 14.00—19.00 um helgar. Fimmtudaginn síðast liðinn, var opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateiknara og málara í húsi Verkalýðsfélags Austur-Húnventninga á Blönduósi. Sigurjón á að baki langan listferil fyrst sem málari síðan sem leik- myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu, en þar var hann í meira en 10 ár starfandi sem yfirleikmyndateikn- ari. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífs- reynslu Sigurjóns sjálfs frá bernsku- árunum, en hann er fæddur og upp- alinn á Siglufirði. Sýningin verður opinn alla daga frá kl. 14.00—19.00. í safni Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, stendur yfir sýning á eldgosa- og flóttamyndum eftir As- grím. Á henni eru 28 verk, oliumál- verk, teikningar og vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 17. júní og er op- in þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.00. Á Kjarvalsstöðum í dag verða opnaðar tvær sýningar. í austursal opnar Sigurður Orlygsson sýningu á olíumálverkum. I vestur sal opnar Búnaðarbanki íslands sýningu á verkum í eigu bankans, Sýningarnar standa til 6. maí. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl 11.00 til 18.00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Fátækt fólk á Akureyri Nú um þessar mundir er verið að sýna nýtt íslenskt leikrit, FÁT/EKT FÓLK, hjá Leikfélagi Akureyrar. Fá- tækt fólk er leikgerð Böðvars Guð- mundssonar af endurminningabók- um Tryggva Emilssonar. Sýningin er mjög viðamikil. Yfir 40 leikendur taka þátt í sýningunni, auk hljóð- færaleikara, en í verkinu er mikið sungið af kröftugum baráttusöngv- um. í leikritinu fá áhorfendur að kynn- ast æskuárum Tryggva í Öxnadal; baráttu hans og fjölskyldu hans fyrir lífsviðurværi á tímum atvinnuleysis og þrenginga. Þar er barist upp á líf og dauða við fátækt, hungur, óblíð náttúruöfl, misrétti, ójöfnuð, mann- skæða sjúkdóma og jafnvel drauga. Þetta er sagan af hugsjónamannin- um Tryggva Emilssyni, sem sætti sig ekki við að lög guðs væru brotin á bjargarlausu alþýðufólki á íslandi. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, leik- mynd og búninga gerir Sigurjón Jó- hannsson, lýsingu hannar Ingvar Björnsson og tónlist og áhrifshljóð samdi Þorgrímur Páll Þorgrímsson. Með aöalhlutverk fara Árni Tryggva- son, Sigurþór Albert Heimisson, Arnar Tryggvason og Ingvar Már Gíslason. Næsta sýning er á morgun kl. 17.00. — Sjá einnig bls. 15 NÝR VETTVANGUR NÝ VINNUBRÖGÐ Nýr vettvangur vinnur nú að máiefnum Reykvíkinga með því að útfæra stefnuramma framboðsins. A þeim grund- velli mun borgarmálaráð Nýs vettvangs starfa næsta kjör- tímabil í borgarstjórn Reykjavíkur. Það stuðningsfólk sem vill taka þátt í þessu starfi er hvatt til þess að skrá sig i málefnahópa nú um helgina. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Nýs vettvangs, á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis, fram að mánudags- kvöldi. Málefnahópar: -1- lýðræðisleg stjórnun borgarinnar. -2- umhverfi, skipulag og almannavarnir -3- rekstur borgarinnar og tengsl við atvinnulífið -4- menning, listir og íþróttir -5- málefni barna og unglinga -6- málefni aldraðra -7- húsnæðismál Vznnzim scimcin í zjoc NÝR VETTVANGUR: Símar: 625525/625524

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.