Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 23
Laugardagur 28. apríl 1990
23
LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR MÁNUDAGUR
0 STÖÐ 2 STÖÐ 2 STÖÐ2
0900 14.00 íþrótta- þátturinn Badminton 15.00 Enska knatt- spyrnan 16.00 Íslandsglíma Bein útsending frá íþróttakennaraháskóla íslands 17.00 Meistaragolf 09.00 Með Afa í hundraöasta skiptiö 10.30 Túni og Tella 10.35 Glóálfarnir 10.45 Júlli og töfraljósið 10.55 Perla 11.20 Svarta stjarnan 11.45 Klemens og Klementína 12.00 Popp og kók 12.35 Fréttaágrip vikunnar 12.55 Óðurinn til rokksins 14.55 Veröld — Sagan í sjónvarpi 15.10 Fjalakötturinn 17.00 Bilaíþróttir 17.45 Falcon Crest 13.50 Enska deildar- bikarkeppnin í knatt- spyrnu, úrslitaleikur: Nottingham Forest — Oldham. Bein útsending frá Wembley-leik- vanginum í London 16.00 Bikarkeppni HSÍ. Urslit i kvennaflokki: Stjarnan-Fram Bein utsending frá úrslita- leikjum í bikarkeppni Handknattleikssam- bands íslands 17.40 Sunnudagshug- vekja Séra Gylfi Jónsson, prestur í Grensássókn 17.50 Baugalina (2) 09.00 Paw Paws 09.20 Selurinn Snorri 09.35 Popparnir 09.45 Tao Tao 10.10 Þrumukettirnir 10.30 Sparta sport íþróttaþáttur fyrir börn og unglinga 11.00 Dotta og Keeto 12.10 Svaöilfarir Kalla kanínu 13.30 íþróttir Leikur vikunnar í NBA- körfunni og bein út- sending frá ítölsku knattspyrnunni 17.00 Eðaltónar 17.25 Myndrokk 17.45 Einu sinni voru nýlendur (3) 17.50 Þegar hlébarðinn fékk dila 15.50 Dáö og draumar (Loneliest Runner) Myndin byggir á ævi leikarans Michael Landon 17.05 Santa Barbara 17.50 Hetjur himin- geimsins
1800 18.00 Skytturnar þrjár (3) 18.25 Sögur frá Narníu (2) 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr 18.35 Háskólinn fyrir þig Endurtekinn þáttur 18.05 Ungmenna- félagið Umsjón Val- geir Guöjónsson 18.30 Dáðadrengur (2) 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Steinaldar- mennirnir 18.40 Viðskipti í Evrópu 18.20 Litlu Prúð- leikararnir 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (94) Brasilískur framhalds- myndaflokkur 18.15 Kjallarinn 18.40 Frá degi til dags Gamanmynda- flokkur
1919 19.30 Hringsjá 20.35 Lottó 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990 Loka- þáttur. Kynning á lögum frá Ítalíu, Austurríki, Kýpur og Finnlandi 20.55 Gömlu brýnin (3) Breskur gaman- myndaflokkur 21.25 Fólkið í landinu — Þýska aðalsmærin sem gerðist íslensk bóndakona Ævar Kjartansson tók Ellinor á Seli tali 21.50 Æ sér gjöf til gjalda (Touch the Sun: The Gift) Sjá umfjöllun 19.1919.19 20.00 Séra Dowling Sakamálamynda- flokkur 21.35 Vetrarferð í Landmannalaugar Þegar þessi ferö var farin um hálendiö ríkti Vetur konungur í öllu sínu veldi 22.05 Kvikmynd vikunnar — Barátta (Fight for Life) Sjá umfjöllun 19.30 Kastljós 20.35 Frumbýlingar Lokaþáttur 21.30 íslands- meistaramót í sam- kvæmisdönsum. Bein útsending frá íþróttahúsinu í Garöa- bæ 22.30 Dauði sonar (Death of a Son) Sjá umfjöllun 19.1919.19 20.00 Landsleikpr — Bæirnir bítast Urslit. Bein útsending. Umsjón Ómar Ragnarsson 21.30 Ógnarárin (3) (The Nightmare Years) Framhalds- myndaflokkur 19.20 Leðurbiöku- maðurinn 19.50 Abbott og Costello 20.00 Fréttir og veður 20.30 Roseanne Gamanmyndaflokkur 20.55 Svona sögur Þáttur í umsjón dægurmáladeildar Rásar tvö. Umsjón Stefán Jón Hafstein 21.15 íþróttahornið 21.45 Flóttinn úr fangabúðunum (2) (Freemantle Conspiracy) Breskur framhaldsmynda- flokkur 22.40 Innansleikjur — Matreiðsla í hverum Þáttur um forna matargerö 19.1919.19 20.30 Dallas 21.25Tvisturinn Þátturinn veröru í beinni útsendingu 22.10 Áhrif loftslags- breytinga (Can Polar Bears Tread Water?) Fjallaö verður um gróðurhúsaáhrifin
2330 23.25 Dula söngkonan (Blue Velvet) Bönnuö börnum!!! Sjá unnfjöllun 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23.40 Augliti til auglitis (Face of Rage) Sjá umfjöllun 01.20 Glæpamynd (Strömer) Dönsk spennumynd sem sló öll aðsóknarmet á sínum tíma þar í landi 03.05 Dagskrárlok 00.05 Útvarpsfréttir i dagskrárlok 23.00 Listamanna- skálinn Sellókonsert Dvoráks er líklega sá þekktasti allra slíkra en sérstök og fremur dapurleg saga liggur aö baki honum 00.00 Maraþon- maðurinn (Marathon Man) Sjá umfjöllun 02.05 Dagskrárlok 23.00 Ellefufréttir 23.10 Þingsjá Umsjón Árni Þórður Jónsson 23.30 Dagskrárlok 23.00 Innrás úr geimnum (Invasion of the Body Snatchers) Hér segir frá sérkenni- legum lífverum sem berast utan úr geimnum og spretta upp úr litlum, rauöum blómhnöppum. 00.50 Dagskrárlok
Fjármagnsmarkaður...
Framh. af bls. 7
vörukaupalán nema með sérstöku
leyfi og þá aðeins fyrir fáa vöru-
flokka. Þótt hér hafi verið um
mikilvæg skref að ræða eru frek-
ari skref nauðsynleg. Nú er tima-
bært að hefja markvisst afnám á
hömlum á gjaldeyrisviðskiptum.
Þar kemur einkum tvennt til. í
fyrsta lagi er rýmkun á gjaldeyris-
reglum mikið hagsmunamál fyrir
íslensk fyrirtæki sem eiga í sam-
keppni við erlend fyrirtæki, hvort
sem er á innlendum markaði eða
erlendis. Samkeppnisstaða fyrir-
tækja ræðst að stórum hluta af því
hversu greiðan aðgang þau eiga
að fjármagni og á hvaða kjörum
og það skiptir höfuðmáli fyrir inn-
lend fyrirtæki að aðgangur þeirra
að fjármagni og fjármálaþjónustu
sé sambærilegur við það sem ger-
ist og gengur með erlenda keppi-
nauta þeirra. í öðru lagi eru að
verða miklar breytingar í gjaldeyr-
ismálum í okkar heimshluta og
haftalaus gjaldeyrisviðskipti eru
að verða regla en ekki undantekn-
ing. Meðal þeirra frændþjóða okk-
ar á Norðurlöndum, sem lengi
hafa búið við miklar hömlur á
þessu sviði hafa ýmist nýverið
orðið eða eru nú á döfinni miklar
breytingar í frjálsræðisátt. Innan
skamms verður öll Vestur-Evrópa
orðin að einum fjármagnsmarkaði
þar sem litlar sem engar hömlur
verða á fjármagnsviðskiptum á
milli landa. Þetta er þróun sem við
verðum að gera okkur grein fyrir
og henni fáum við ekki breytt. Ég
tel að okkur sé farsælast að laga
okkur að henni með því að rýmka
giidandi reglur í áföngum.
Viðskiptaráðuneytið og Seðla-
bankinn hafa nú samið drög að
nýrri reglugerð og auglýsingum
um skipan gjaldeyris- og við-
skiptamála þar sem gert er ráð
fyrir umtalsverðum breytingum í
frjálsræðisátt í gjaldeyrisviðskipt-
um strax við gildistöku reglugerð-
arinnar og enn frekari skrefum til
ársloka 1992 þegar síðustu höml-
unum verður aflétt. Ég tel að rétt-
ar aðstæður séu nú að myndast til
að auka frelsi í gjaldeyrismálum;
jafnvægi er ríkjandi í þjóðarbú-
skapnum, innlendur fjármagns-
markaður hefur verið að þroskast
og dafna á síðustu árum og bankar
eru nú færri og öflugri en áður
þannig að við erum betur í stakk
búin en áður að mæta erlendri
samkeppni á fjármagnssviðinu.
Hins vegar er án efa farsælast að
þessi breyting gerist í nokkrum
áföngum þennig að menn lendi
ekki í því að þurfa að stíga skref til
baka og stjórntæki stjórnvalda í
peninga- og gjaldeyrismálum séu
ávallt í stakk búin til að mæta frek-
ari breytingum á þessu sviði.
Hlutabréfamarkaður
Oft hefur verið bent á nauðsyn
þess að auka eigið fé innlendra at-
vinnufyrirtækja sem mörg hver
hafa byggt rekstur sinn á lánsfé í
stað eiginfjárframlags eigenda.
Áhrifaríkasta leiðin til að breyta
þessu er að efla hér á landi virkan
hlutabréfamarkað sem geri fyrir-
tækjum kleift að afla sér aukins
eiginfjár með hlutafjárútboði.
Með lögunum um verðbréfavið-
skipti og verðbréfasjóði sem sett
voru vorið 1989, eins og ég hef
þegar vikið að, og stofnun Verð-
bréfaþings íslands árið 1985 og
þeim reglum sem þar hafa verið
settar um skráningu hlutabréfa
hafa stjórnvöld skapað traustan
ramma fyrir virkan hlutabréfa-
markað. Þegar hafa verið gerðar
nokkrar breytingar á skattalögum
til að hvetja til hlutabréfaviðskipta
og frekari breytingar í þá átt eru í
vændum. Stjórnvöld geta einnig
stuðlað að eflingu markaðarins
með því að breyta fleiri ríkisfyrir-
tækjum í hlutafélög en þegar hef-
ur verið gert að láta skrá hluta-
bréfin á Verðbréfaþingi íslands.
Lokaorð
Viðskiptahalli hefur lengi ein-
kennt íslenskan þjóðarbúskap.
Það hefur líka lengi verið mikill
halli í fyrirkomulagi á viðskiptum
okkar við aðrar þjóðir. Þetta á
bæði við um viðskipti með vörur
og fjármagn: Innflutningur hefur
verið mun frjálsari en útflutning-
ur. Vöruinnflutningsfrelsi var inn-
leitt í tið viðreisnarstjórnarinnar á
sjöunda áratugnum og um langt
skeið hafa innlendir aðilar haft til-
tölulega greiðan aðgang að er-
lendu lánsfé, iðulega með beinni
eða óbeinni ríkisábyrgð. Á sama
tíma hefur stærsti hluti vöruút-
flutnings þjóðarinnar verið á
hendi einkasölusamtaka í sjávar-
útvegi og miklar takmarkanir hafa
verið á útflutningi fjármagns og
möguleikum landsmanna til að
ávaxta sparifé sitt erlendis. Er ekki
kominn tími til að jafna þessi met?
Og auðvitað á að gera það með því
að auka frelsið á útflutningshlið,
bæði hvað varðar vöru- og fjár-
magnsviðskipti. Raunar þarf einn-
ig að breyta mynstrinu í fjár-
magnsstreymi til landsins með því
að draga úr beinni og óbeinni rík-
isábyrgð á erlendum lánum, eins
og ég hef þegar vikið að, og auka
þar með ábyrgð lántakendanna
sjálfra. Jafnframt á að heimila er-
lendum aðilum í auknum mæli að
fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Ég
tel að þetta sé rétta leiðin til að
treysta stöðugleika i efnahagsmál-
um, nú þegar horfur eru á að þjóð-
arbúskapurinn sé að rétta úr kútn-
um og um leið væri lagður grunn-
ur að aukinni verðmætasköpun
og hagvexti í framtíðinni. Hversu
oft höfum við ekki horft upp á það
að auknum gjaldeyristekjum hafi
fylgt enn meiri útgjaldaaukning
með tilheyrandi skuldasöfnun í út-
löndurr. og verðbólgu og úm síðir
harkalegum afturkipp í lífskjörum
þegar uppsveiflan fjarar út? Er
ekki orðið timabært að gera
sparnaði í erlendum eignum jafn-
hátt undir höfði og gjaldeyris-
eyðslu? Þarf ekki að þrengja að-
gang að erlendu lánsfé með ríkis-
ábyrgð og auka þess í stað mögu-
leika erlendra aðila til að eiga hlut
í íslenskum atvinnufyrirtækjum?
Þurfum við ekki á auknu samstarfi
við erlenda aðila að halda um upp-
byggingu ísiensks atvinnulífs í ljósi
sístækkandi markaða og vaxandi
verkaskiptingar þjóða heimsins?
Er ekki mál til komið að við hverf-
um frá þeirri bábilju að aðstæður
hér á landi séu svo sérstakar og
þjóðin svo smá að fjölmarga þætti
í viðskiptum okkar við útlendinga
þurfi að binda á klafa? í mínum
huga liggja svörin við þessum
spurningum í augum uppi. Ef við
finnum réttu svörin getur tíundi
áratugurinn — aðfangaáratugur
aldamótanna — orðið framfara-
skeið, framfaraskeið sem byggist á
frjálsum gjaldeyris- og fjármagns-
viðskiptum og eflingu útflutnings.
(Greinin byggir á ræðu sem við-
skiptaráðherra hélt á aðalfundi
Seðlabankans þ. 26. apríl sl.)