Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 28. apríl 1990
Hver er hún eiginlega?
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, — hún vill sjá miklar breytingar í hugmyndum Reykjavíkurborgar um skipulag. Hún vill að gamli miðbærinn verði skipulagður út frá eigin
forsendum og segir að margar nybyggingar í miöbænum séu hreinlega til skammar.
Rödd fólksins
fellir meirihlutann
segir Guörún Jónsdóttir arkitekt
„Mér líst ágætlega á meðframbjóðendur mína á lista Nýs
vettvangs, ég hefði sjálf ekki getað boðið mig fram á f lokks-
pólitískum lista og það hentar mér vel að fara í svona fram-
boð þar sem ég get mætt sem óháður aðili. Mér sýnist mik-
ill þróttur í starfinu öllu og ég hef trú á því að þessi listi verði
til þess, ásamt öðrum, að fella meirihluta borgarstjórnar í
kosningunum í vor. Mín skoðun er ekki sú að borginni sé vel
stjórnað, þvert á móti. Hér hefur verið stjórnað án þess að
hlusta á rödd fólksins og ég hef þá trú, að ef hún heyrist, þá
falli meirihlutinn," sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt í við-
tali við Alþýðublaðið. Guðrún skipar fjórða sæti á lista Nýs
Vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar en hún hefur
fram til þessa einkum verið þekkt sem einn ötulasti bar-
áttumaðurinn fyrir friðun Torfunnar og áhuga sinn á skipu-
lagsmálum borgarinnar, en hún var forstöðumaður Borgar-
skipulags á öndverðum 9da áratugnum.
EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON
„Foreldrar mínir eru Hulda Ár-
dís Stefánsdóttir og Jón Sigurður
Pálmason sem eru bæði látin. Ég
fæddist á Blönduósi en móðir mín
var skólastjóri Kvennaskólans þar.
Min fyrstu æviár var ég á Þingeyr-
um í Húnavatnssýslu og fluttist síð-
an með móður minni til Reykja-
víkur þegar ég komst á skóla-
skyldualdur, en þá tók hún við
stjórn Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur. Ég var síðan á Þingeyrum á
sumrin fram að fermingaraldri.
Síðan stundaði ég nám eins og
krakkar gerðu þá og fór síðan í
Menntaskóla Reykjavíkur og út-
skrifaðist úr honum árið 1955. Á
sumrin vann ég yfirleitt við land-
búnaðarstörf. Eftir stúdentspróf
hélt ég til náms til Kaupmanna-
hafnar og hóf þar nám í jarðfræði.
Síðan fór ég í arkitektúr við Lista-
háskólann í Kaupmannahöfn."
— Hvers vegna fórst þú í arki-
tektúr?
„Ég veit það ekki alveg. Það var
náttúrlega ýmislegt sem ég hafði
áhuga á á þessum árum. En ég
kynntist arkitekt sem hér starfaði
þá og mér fannst það sem hann
sagði mér vera áhugavert og mig
langaði þá einkum að bæta húsa-
kost í sveitum á þeim tíma og var
búin að ímynda mér að ég gæti
það með einhverjum hætti þegar
ég yrði búin að læra þetta. Það má
segja að það hafi ekki síður verið
þessi tengsl við arkitektastéttina
sem ég átti í gegnum mína ætt-
ingja hér í Reykjavík sem gerði
það að verkum að ég endanlega
festist í því að ég vildi verða arki-
tekt."
Óvenjulegt að sjá konu í
skipulagsmálunum
— Þú hefur þá væntanlega
starfað sem arkitekt, eða við
arkitektúr frá því að þú laukst
námi?
„Já, fyrst vann ég í þrjú ár í
Kaupmannahöfn eftir að ég lauk
námi en ég hafði verið við nám frá
1958—63. Þar vann ég á teikni-
stofum og var stundakennari við
arkitektaskóla í tvígang á þessu
tímabili. Þegar þar var komið
sögu var ísland farið að kalla á
mig. Boð bárust til útlanda um að
hér væri nóg að starfa og þörf fyrir
fólk. Mér þótti freistandi að sjá
hvað hægt væri að gera á íslandi,
flutti heim árið 1967 og gerðist
fljótlega aðili að teiknistofunni
Höfða og rak hana ásamt tveimur
öðrum arkitektum, Stefáni Jóns-
syni og Knúti Jeppesen."
— Voru viðhorf til skipulags-
mála þegar þú komst frá námi
ólík því sem þau eru nú?
„Þá voru framkvæmdir að hefj-
ast í Breiðholti og þangað fóru
ungir arkitektar mikið og tengdust
þeim framkvæmdum. Þetta voru
þá stærstu framkvæmdirnar og
mikið um ýmsar tækninýjungar.
Heldur var það fátítt að konur
væru í þessu og mátti telja okkur
á fingrum annarrar handar. Enda
fannst mörgum þegar ég byrjaði í
mínu námi í arkitektúr, það ákaf-
lega furðulegt val. Teiknistofan
Höfði vann hins vegar töluvert
mikið að skipulagsmálum fyrir
borgina þá og fyrsta verkefnið
sem ég vann var skipulag Selás-
hverfis og lok Árbæjarhverfis. Síð-
an hélt Breiðholtið áfram og þá
Seljahverfið sem var síðasti áfangi
Breiðholtshverfanna."
— Vannstu þá hjá Borgar-
skipulaginu?
„Nei, þá var þetta öðruvísi. Þá
var til skipulagsstjóri Reykjvíkur-
borgar sem var Aðalsteinn Richt-
er. Sjálfstæðar teiknistofur höfðu
með höndum skipulag hverfanna
og mótuðu þau. Þá var mjög lítið
um forsagnir þannig að t.d. for-
sögnin fyrir Breiðholt 2 var ein-
ungis sú að þar skyldu rísa smærri
blokkir sem hentuðu til úthlutun-
ar fyrir smærri verktaka. Þannig
byggðum við skipulagið á okkar
eigin hugmyndafræði og þeim
tíma þegar sú greinargerð kom út
frá okkar hendi, þá var hún kölluð
mjög róttæk, mjög rauð reyndar."
Bernhöftstorfan og____________
húsfriðun
Þú lést mjög til þín taka frið-
un Bernhöftstorfunnar á þess-
um árum.
„Já, á árunum í kringum 1970.
Þá var eiginlega talið að ég gengi
I