Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 1
STOFNAÐ
1919
Laugardagur 28. apríl 1990 63. tbl. 71. árg.
Kvosin á gjörgæslu
— Sjá baksídu
Fyrsta maí hátídarhöldin:
Yfirvöld i Moskvu
leyfa almenningi
að taka þátt
(MOSKVA, Reuter)
Stjórnvöld í Moskvu hafa
tekið ákvörðun um að al-
menningi skuli nú í fyrsta
sinn heimiluð þátttaka í 1
maí hátíðahöldunum. Til
þessa hafa aðeins háttsett-
ir ínenn innan Kommún-
istaflokksins fengið að
vera viðstaddir þessi ár-
legu hátíðahöld á Rauða-
torginu í Moskvu.
Sérstaklega var þó tekið
fram í tilkynningu stjórn-
valda að spjöld með and-
kommúnískum áróðri yrðu
ekki heimiluð.
Til þessa hafa hátíðahöldin
í tilefni alþjóðlegs baráttu-
dags verkalýðsins verið
skipulögð í þaula af stjórn-
völdum. Þúsundir verka-
manna hafa verið látnir
ganga í skrúðgöngum um
Rauðatorgið með spjöld á
lofti þar sem á eru rituð lofs-
yrði um sovésk stjórnvöld.
Talið er að meðal annars
megi rekja þessa stefnubreyt-
ingu sovéskra stjórnvalda til
hræðslu um að sagan frá bylt-
ingarafmælinu síðast í nóv-
ember kunni að endurtaka
sig. Þá efndu andstæðingar
stjórnvalda tii fjölmennrar
göngu annars staðar í
Moskvu til að mótmæla ein-
ræði Kommúnistaflokksins.
Voríð hlýtur þó að koma . . .
Sannast sagna hefur fátt bent til að vorið sé i nánd, — helst
smáútgerðarmennirnir i Grimsstaðavörinni við Ægissiðu,
sem eru þrátt fyrir hryssinginn farnir að hyggja að hrogn-
kelsum. Og þrátt fyrir allar hrakspár sem heyrast, allt frá is-
lenskum spákonum til hámenntaðra bandariskra langtima-
veðurspámanna — þá hlýtur vorið að hafa það af og birtast
okkur einn morguninn. A-mynd: E.ÓI.
Vestur-
land
—um hvaö er
kosiö í vor —
allt um þaö í
MIÐJU
blaösins
Konan
sem
bjargaði
Bernhöfts-
torfunni
— sjá bls. 5—6
Tap Stöðvar 2 um
100 miljónir i fyrra
Tap Stöðvar 2 nam um
100 milljónum á síðasta
ári. Þetta kom fram í
máli Jóhanns J. Ólafs-
sonar á fundi um málefni
stöðvarinnar í gær. Á
fundinum mótmæltu
þeir Haraldur Haralds-
son, Guðjón Oddsson og
Jóhann fréttum af því að
nýir meirihlutaeigendur
Stöðvar 2 hefðu ekki
greitt hlutafé sitt. Stað-
reynd málsins væri sú að
alltþettafé, 150miljónir,
hefði þegar verið greitt
og myndu þeir leggja
fram kvittanir því til
sönnunar á stjórnar-
fundi í sjónvarpsstöð-
inni í dag.
í sambandi við kauptil-
boð í hlut Eignarhaldfélags
Verslunarbankans segir
meirihlutinn að það hefði
verið í hæsta máta óeðli-
legt að Eignahaldsfélagið
seldi hlut sinn til þriðja að-
ila því tveir samningar
hefðu verið gerðir um að
sala á öllum hlutabréfum
væri ekki leyfileg fyrr en 1.
maí 1992. „Þetta er spurn-
ing um viðskiptasiðferði og
meirihluti stjórnar Eignar-
haldsfélags Verslunarbank-
ans hafði það greinilega að
leiðarljósi," sagði Jóhann.
Ekki kváðust þremenn-
ingarnir kannast við drög
að samkomulagi milli
Stöðvar 2 og Sýnar um
sjónvarpsrekstur en Jón
Óttar Ragnarsson, fyrrver-
andi sjónvarpsstjóri, hefur
lýst því yfir að það hafi leg-
ið fyrir skömmu fyrir ára-
mót. „Ef slíkt samkomulag
var fyrir hendi þá var okk-
ur a.m.k. ekki sýnt það.
Hins vegar værum til í að
ræða málin við Sýnar-
menn," sagði Haraldur
í yfirlýsingu frá þeim Jó-
hanni J. Ólafssyni, Haraldi
Haraldssyni og Guðjóni
Oddssyni segir að dylgjum
Gísla V. Einarssonar um
tengsl þessara mála við að-
alfund Eignarhaldsfélags-
ins sé vísað til föðurhús-
anna. Það sé miklu fremur
meðhöndlun Gísla á tilboð-
inu sem tengist kosninga-
baráttu hans fyrir aðalfund-
inn.