Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. apríl 1990 19 Alþingi í vikulokin íi ífl ífi tt É i ffi íh cb Fiskveiðimálin: Úthlulun færi mönnum ekki eignnrrétt eðn ónfturkræft forræði sióvaraflans — segir Jón Sigurðsson um þá málamiðlun sem unnið er að í þinginu Ekki náðist að afgreiða kvótafrumvarpiö og frumvarpið um úreldingarsjóð úr nefnd í efri deild í gær eins og stefnt hafði verið að. Reinknað er með að það komi þaðan á mánu- dag og fáist þá væntanleg rætt og afgreitt til neðri deildar. Það voru fulltrúar sjórnarandstöðunnar og Karvel Pálma- son sem voru ekki tiibúnir að afgreiða málið úr nefnd að svo stöddu. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur farið með þessi samn- ingamál á vettvangi ríkisstjórnar- innar fyrir hönd Alþýðuflokksins. Af þvi tilefni átti blaðið viðtal við Jón um stöðu og efni kvótafrum- varpsins. — Er kvótafrumvarpið á leið ■ gejgnum þingið? ,,Eg ætla ekki að fara út í þing- skaparhlið málsins enda er það sérgrein Sjálfstæðisflokksins. Það hefur á elleftu stundu tekist sam- komulag um nokkur meginatriði málsins sem ég tel að við Alþýðu- flokksmenn megum vel við una. Við fáum þarna viðurkenningu á okkar áherslumálum. Ég tel þar fyrst, að það er hert á því ákvæði í fiskveiðistjórnarlögunum sem við fengum sett inn í lögin þegar þau voru síðast til meðferðar. í fyrstu grein þeirra segir að nytja- stofnar séu sameign þjóðarinnar. Nú er því bætt þar við að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögun- um færi mönnum ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir auðlindinni. Rofin tengslin milli___________ kvóta og skips Annað átriði sem við höfum lagt mikla áherslu á er að rjúfa tengslin á milli kvóta og skips. í þessum breytingartillögum felst að árlega verði úthlutað 12.000 þorskígildis- tonnum sem er 1 1 '/2—2% af heild- arafla á íslandsmiðum. Þetta fer að hálfu til sölu, og andvirðið nýt- ist til þess að auðvelda úreldingu fiskiskipaflotans, hinn helmingur- inn fer til að greiða fyrir byggðum sem hafa lent í vanda vegna þess að frá þeim hefur horfið kvóti eða veiðiskip. Þetta tel ég mjög mikil- vægt ákvæði og líka aðferðin, vegna þess að það á gefa sveitarfé- lögunum sem þannig er ástatt um, ef þau hafa lent í atvinnuvanda vegna þess að útgerð eða kvóti hefur horfið frá þeim, tækifæri til að kaupa þennan ráðstöfunarrétt á gangverði. Ef þeim tekst ekki að fá skip til að veiða á þessu gang- verði þá verður hugsanlega að veita afslátt frá því. Afskekkt byggðalög með erfiða hafnarað- stöðu og fámenni fá sjálfkrafa lækkun á endurgjaldinu fyrir ráð- stöfunarréttinn. Þannig gæti það þó borgað sig fyrir veiðiskip í ná- lægri stórveiðistöð að leggja upp slatta og slatta hjá smærri veiði- stöð þó svo að þeir rýrðu eitthvað sinn hlut miðað við hvað hann er að meðaltali. Þarna er kominn vís- ir að þessari byggðalausn sem menn hafa lengi beðið eftir. Jafna afla milli byggðarlaga Þarna höldum við að við höfum fundið vísi að svari í samstarfi við stjórnarflokkana og að sjálfsögðu er framlag sjávarútvegsráðherra og hans samstarfsmanna í ráðu- neytinu mikilsvert í þessu máli. Þeir hafa lagt sig fram um það að sætta sjónarmiðin og þarna er í senn kominn aðskilnaður milli kvóta og skips fyrir allstóran skammt af veiðiheimildum sem annars vegar munu aðstoða við að draga úr óhóflegum sóknarkostn- aði og hins vegar að jafna afla milli byggðarlaga sem þörf getur verið á oft og einatt. Málamiðlunin milli sjónarmiða liggur bæði í breytingu á fiskveiði- lagafrumvarpinu sjálfu og á því sem áður hét Úreldingarsjóður fiskiskipa en heitir nú, eftir að hlutverk hans hefur verið víkkað og fært inn í það nýjar heimildir, Hagræðingarsjóður sjávarútvegs- ins. Hann hefur það tvíþætta hlut- verk að auka hagkvæmni i veið- unum og jafna afla milli byggða- laga þegar brýna þörf ber til. Hag- kvæmni í veiðunum er ætlað að auka með því að kaupa upp skip og þá eignast sjóðurinn varanleg- ar veiðiheimildir þeirra, eins með því að ráðstafa þessum heimildum og öðrum sem sjóðurinn fær út- hlutað í hendur þeirra sem best kunna með að fara og borga fyrir þær. Þetta er framfaraskref. Málamiðlun markaðshyggju og byggðastefnu______________ Ég tel lika að í frumvarpinu eins SAMVINNU TRYGGINGAR Adalfundir Samvimiutryggiiiga g.t. og Liftryggiuga- félagsius Andvöku verða haldnir í Árinúla 3, Reykjavík, föstudaginn 18. maínk. ogliefjastkl. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnir félagaima. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. og það fyrir liggur séu ákvæði um frjálsara framsal veiðiheimilda, sem í fyllingu tímans hljóta að stuðla að betri nýtingu fram- leiðslukraftanna sem beint er i sjó- sókn, og líka þar erum við á réttri leið með þetta mál. Ég held að það sé erfitt að finna þá menn sem ætla að vera andsnúnir þessum breytingartillögum á fiskveiði- stjórnarkerfinu ef menn eru sjálf- um sér samkvæmir. Ég ætla t.d. að benda á það að þessi vísir að byggðaúrræðum innan fiskveiði- stjórnarkerfisins er áreiðanlega al- veg sérstakleg vel til þess fallinn að leysa vanda staða eins og Kópa- skers. Mér hefur skilist að einn þingmaður Norðurlands-eystra, hinn sjötti þeirra, hafi lýst sig and- snúinn þessum tillögum. Þá hljóta menn að spyrja, eru þeir menn andsnúnir því að vandi Kópaskers verði leystur á skynsamlegan hátt. Þetta er kjarni málsins í þessum byggðaþætti þess og þess vegna hefur tekist málamiðlun um þenn- an byggðaþátt. Hér er um að ræða málamiðlun milli markaðshyggju og byggða- stefnu og þetta er vísir að því, að fyrir aðgang að hinni sameigin- legu auðlind okkar, komi gjald. Því fögnum við Alþýðuflokks- menn þvi að þessi breyting hafi orðið á frumvarpinu og þess ber að geta að þarna er líka að finna endurskoðunarákvæði og vænt- anlega kemur inn i þetta líka ákvæði um forkaupsrétt útgerðar- aðila í hverju sveitarfélagi á skip- um sem til stendur að selja út úr þeim. Tæpur þingmeirihluti___________ Hins vegar er þingmeirihluti fyr- ir þessum tillögum knappur, mjög knappur. Ég minni á það að fisk- veiðistjórnarfrumvörp hafa aldrei farið í gegnum þingið án þess að menn hafi verið í vafa með þing- meirihlutann í hvert sinn. Ég held nú að þetta sé nú ekki óvissara en verið hefur. Ef að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem talað hafa af skyn- samlegu viti um fiskveiðistjórn á undanförnum árum og misserum eru sjálfum sér samkvæmir þá ættu þeir auðvitað að geta stutt þetta því þetta hefur yfirleitt ekki verið flokksmál. Ég minni á það að þeir stóðu að samþykkt fisk- veiðistjórnarlagan þegar þau voru síðast afgreidd. tryggvi HARDARSON LEIÐRÉTTTNG Vegna mistaka er þessi auglýsing sem birtist í dagblöðum í gær endurbirt. Vinsamlegast athugið að innlausnarverð miðast við kr. 10.000,- - tíu þúsund krónur - en ekki kr. 100,-. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. HVÍTA HUSIO / SIA AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.