Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 28. apríl 1990 VEGAFRAMKVÆMDIR Á VESTURLANDI Hér fer á eftir yfirlit um helstu vegaframkvæmdir í Vestur- landskjördæmi í sumar. Stuöst er við greinargerð frá Birgi Guömundssyni umdæmisverkfræðingi Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi ÞJÓÐBRAUTIR ALMENN VERKEFNI: asta ári en ólokið er við frágang ut- an vegar á nokkrum stöðum sem fresta varð vegna tíðarfars. Einnig er eftir að Ijúka gerð reiðvegar. Efra burðarlagi og klæðingu var lokiö á siðasta ári. Skuld á verkinu frá 1989 er 11.9 m.kr og er gert ráð fyrir að fjárveiting fáist til að greiða skuld- ina. Kostnaður við eftirstöðvar verks verður færður á verkið ef tækifæri fæst í sumar til að Ijúka verkinu og sótt verður um þá fjár- veitingu 1991. Ólafsvíkurvegur:_________ Tenging Álftár,__________ Hestlækur —______________ Álftárstekkur Gerð hefur verið áætlun fyrir tengingu brúar á Álftá, 1,6 km ásamt bráðabirgðastyrkingu á 4 km kafla frá Álftá að Fornaselsás vegna efnisflutninga, en þar er gert ráð fyrir 30 cm styrkingu núverandi vegar. Sigspá liggur ekki fyrir og er sig því áætlað. Ekki er gert ráð fyrir að fjárveiting fáist til þessa verks, en rætt hefur verið um að taka að láni fjárveitingu frá öðru verkefni. Brúin yrði þá byggð seint á þessu ári. Vesturlandsvegur:_________ Bláskeggsá — Brekka Hér er um að ræða tvo kafla, ann- ars vegar frá Bláskeggsá að Hval- stöð og hins vegar um brekku frá 01- íustöð að Önundarhóli. Á fyrri kafl- anum verður sett nýtt ræsi í Blá- skeggsásana, vegur breikkaður og settur leiðari, skarðið við Hvalstöð- ina lækkað og breikkað. Á seinni kaflanum verður brekkan breikkuð og beygjan mýkt og kaflinn vestur hækkaður. Lagt verður bundið slit- lag á báða kaflana. Kostnaðaráætl- un hefur verið endurskoðuð með til- liti til tilboðs lægstbjóðanda. Verktaki er Borgarverk hf. og gert er ráð fyrir að verklok verði 25. júlí. Kaflarnir eru samtals um 2 km. Vesturlandsvegur: Eskiholtslækur — Gljúfurá Lokið var við gerð vegarins á síð- Fátt skiptir meira máli fyrir landsbyggðarfólk en góðar samgöngur. Vegaframkvæmdir á Vesturlandi eru til umfjöllunar í þessari grein. Úrslit 1986 B-Framsóknarflokkur 75 atkv. 33,2% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 100 atkv. 44,2% 2 fulltr. G-Alþýðubandalag 51 atkv. 22,6% 1 fulltr. Kjörnir í sveitarstjórn 1986 Af B-lista: Benedikt Ket- ilbjarnarson og Svavar Jensson Af D-Iista: Sigurður R. Friðjónsson og Melkorka Benediktsdóttir. Af G-lista: Sigurjóna Valdimarsdóttir. Ekkert formlegt meiri- hlutasamstarf er í Búðar- dal. Búöardalur: Kosningabaráttan að hluta til gamans Enginn formlegur meiri- hluti er starfandi í sveitar- stjórn Laxárdalshrepps og hefur raunar ekki verið frá því listakosningar hóf- ust þar fyrir 12 árum. Þrír listar voru í framboði fyrir síðustu kosningar en verða aðeins tveir að þessu sinni. Einn viðmælenda okkar orðaði það svo að kosninga- baráttan væri a.m.k. að hálfu gerð beinlínis til að hafa gam- |an af henni og skapa svolitla spennu. Að kosningunum loknum settust menn hins vegar niður og störfuðu sam- an að þjóðþrifamálum sveit- arfélagsins í mesta bróðerni. Á því kjörtímabili sem nú tekur enda hefur mikið verið lagt af bundnu slitlagi í Búð- ardal. Lokið hefur verið við byggingu skóla og stjórn- sýsluhúss. Fjárhagur sveitar- félagsins telst því fremur bág- borinn þótt ekki telji menn það vera neitt óyfirstíganlegt vandamái. Engu að síður reikna sveit- arstjórnarmenn í Laxárdals- hreppi með að þurfa að draga úr framkvæmdahraða á næsta kjörtímabili og áætlun þeirra um sparnað gerir ráð fyrir að skuldastaðan verði komin niður í þriðjung af tekjum sveitarfélagsins árið 1995. Atkvæðagreiðsla um sam- einingu allra sveitarfélaga í Dalasýslu fór fram fyrir tveimur árum en var ekki samþykkt allsstaðar. Víðast hvar var þó mjótt á munum. I Laxárdalshreppi voru menn fylgjandi sameiningu. Þótt ekkert yrði af sameiningu að því sinni er talið ólíklegt að málið sé að fullu úr sögunni og vel gæti svo farið að um- ræða um einhvers konar sameiningu skyti aftur upp kollinum á næsta kjörtíma- bili. D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Sigurður Rúnar Friðjónsson 2. Ársæll Þórðarson 3. Þrúður Kriðstjánsdóttir 4. Jónas Guðmundsson 5. Jófríður Anna Eyjólfsdóttir K-listi Samtíðar 1. Kristinn Jónsson 2. Guðrún Konný Pálmadóttir 3. Kristján Jóhannsson 4. Guðbrandur Ólafsson 5. Guðmundur Eyþórsson Sá orðrómur var í kreiki í gær bjóða fram sérlista eins og í að þriðji listinn yrði lagður síðustu kosningum þegar fram í gærkveldi. Alþýðu- þeir fengu kjörinn einn full- bandalagsmenn munu hafa trúa í hreppsnefnd. Ekki náð- talið sig fara illa út úr niður- ist þó í neinn sem treysti sér röðun á lista Samtíðar og því til að staðfesta þetta. velt því fyrir sér í gær að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.