Alþýðublaðið - 03.07.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 03.07.1990, Page 7
Þriðjudagur 3. júlí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Karólína Monakoprinsessa klæddi af sér vetrarkuldann í Moskvu. Prínsessur hafa i nógu að snúasf Af ævintýrum mætti halda að prinsessur hefðu lítið annað að gera en sitja í hásæti með kórónu og eiga í vafasömum ástarævintýrum með froskum. En þetta er hinn mesti mis- skilningur eins og meðfylgjandi mynd af Karólínu Mónakóprinsessu ber með sér. Mynd þessi er tekin af prinsess- unni á Rauða torginu í Moskvu, allri dúðaðri í dýrasta loðfeld. Moskvu- för þessi var í sannleika sagt farin að undirlagi Grace heitinnar, móður Karólínu. Þannig er nefnilega mál með vexti að þaö var hinn heims- frægi rússneski leikhúsmaður Sergej Diaghilev sem stofnaði Mó- nakó-ballettinn. Það var einlæg ósk Grace að ballettinn færi í sýningar-. ferð til Moskvu til minningar um stofnandann. Þessi draumur varð ekki að veruleika fyrr en í fyrravet- ur og var þessi mynd tekin í þeirri ferð því að sjálfsögðu fór prinsessan með. Eins og hagsýnum húsmæðr- um sæmir sá Karólína í hendi sér að best væri að nýta ferðina svo hún kom við í Saint-Moritz í bakaleiðinni og eyddi þar þremur vikum við skíðaiðkun. Að því loknu snéri hún heim enda beið hennar heimafyrir það verkefni að skipuleggja hið fræga góðgerðarbali Le Bal de la Rose sem útleggjast mætti Rósaball- ið en eins og flestir vita hefur líf Kar- ólínu því miður ekki alltaf verið dans á rósum. Nautaötin vinsæl á Spáni Þegar nautabaninn stendur aug- liti til auglitis við nautið er ýmislegt fleira í húfi en líf annars hvors þar sem fjöldi manna hefur lifibrauð sitt af þessari þjóðaríþrótt Spánverja. Þrátt fyrir hávær mótmæli hefur dýraverndunarsinnum orðið lítið ágengt í baráttu sinni gegn þessari blóðugu íþrótt. Á síðasta ári lagði um 51 milljón manna leið sína í hringleikahús til að horfa á þessa viðureign manns og nauts og þar á meðal voru Juan Carlos Spánarkon- ungur og fjöldi ráðherra úr ríkis- stjórninni. Það eru engir smápen- ingar í spilinu því áætlað er að alls hafi um 45 milljarðar ísl.kr. verið greiddar í aðgangseyri. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá 170 þúsund einstaklinga sem hafa nautaöt að lifibrauði. Auk nautabananna sjálfra er þar fjöldinn allur af aðstoðar- mönnum, bændum sem rækta naut- in og kaupsýslumönnum sem sjá um rekstur hringleikahúsanna. Góður nautabani getur krafist allt að 2,4 milljóna króna fyrir hvern slag við nautin en sá frægasti fær litlar 4,7 milljónir fyrir sama viðvik. Sá heitir Juan Antonio Ruiz en er betur þekktur undir nafninu Espartaco. Áætlaðar árstekjur hans nema um 250 milljónum króna. Espartaco segir þetta ekki miklar tekjur ef tek- ið er tillit til þess hve áhættusamt þetta starf er. Hann er nú á 27unda aldursári og hefur verið eftirlæti landa sinna eftir að múgurinn bar hann á höndum sér út af La Maestr- anza-leikvanginum í Sevilla árið 1985. Espartaco hefur viðurkennt að hann óttist alltaf um líf sitt þegar hann stendur frammi fyrir froðufell- andi nautinu en hann tekur ekki sömu áhættu og fjárfestir tryggilega í fasteignum í Andalúsíu en þaðan er hann ættaður. Hluti af launum nautabanans fer í að borga tveimur picadores og þremur banderillos en þeir aðstoða hann við að yfirbuga nautið í hringnum. Það eru einungis örfáir nautaban- ar sem fá svo góð laun enda verða flestir að finna sér eitthvað annað að gera frá október til mars en þá hefst nautaats-vertíðin. Þekktasti nautaats-hringurinn kallast Las Ventas og er í Madrid. Hann er byggður í mára-stíl og getur tekið 32.000 manns í sæti. Meðal nautabana og aðdáenda íþróttar- innar er Las Ventas leikvangurinn betur þekktur undir nafninu Dóm- kirkjan. Þrátt fyrir að nautaatinu sé lokið og allir farnir heim er ekki þar með sagt að nautið hafi leikið hlutverk sitt til enda. Sannleikurinn er nefni- lega sá að dýrið er dregið í burtu og kjötið selt til manneldis. DAGFINNUR Útgöngur á miðstjórnarfundi Þá er helgarátökum Aiþýðu- bandalagsins lokið á Austurlandi. Á miðstjórnarfundinum voru öll helstu mál jörðuð og settar í nefndir og ráð. Eiginlega var eng- inn nokkru nær eftir fundinn nema formaðurinn sem sagði að staða sín hefði styrkst til muna og hann hefði fengið ótvírætt traust á fundinum. Það merkilegasta við fundinn voru sennilega útgöngurnar. Eftir- taldar útgöngur þykja einna frétt- næmastar: 1. Páll Halldórsson formaður BHMR gekk út þegar Erlingur „Gellir" Sigurðsson flutti tillögu um að miðstjórn Alþýðubanda- lagsins áteldi ríkisstjórnina fyrir að fresta einhliða ákvæðum kjara- samanings BHMR. 2. Eiginkona Páls gekk út þegar Páll gekk út. 3. Erlingur „Gellir" flutnings- maður tillögunnar gekk einnig út eftir að hafa flutt tillöguna og eftir að Páll hafði gengið út og kona hans á eftir honum. 4. Litlu síðar gekk Svavar Gestsson ráðherra af fundi. (Var talinn fara á salerni.) 5. Ólafur Ragnar Grímsson gekk af fundi þegar Svavar kom aftur í salinn. 7. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra gekk af fundi þegar Jón Ottósson, skor- dýrafræðingur og hugmynda- fræðingur Alþýðubandalagsins, flutti greinargerð um Mógilsár- málið. 8. Helmingur miðstjórnar gekk af fundi þegar landbúnaðarráð- herra gerði grein fyrir viðhorfi ráðuneytisins í Mógilsármálinu. 9. Kjördæmisráð Suðurlands gekk af fundi þegar Sigurjón Pét- ursson gerði grein fyrir viðhorfum Alþýðubandalagsins i Reykjavík til Nýs vettvangs. 10. Talsmenn Nýs vettvangs gengu af fundi þegar Sigurjón hóf tölu sína. 11. Sigurjón Pétursson gekk af fundi þegar talsmenn Nýs vett- vangs fluttu tillögu um að Alþýðu- bandalagið í Reykjavík yrðí lagt niður. 12. Kjördæmisráð Suðurlands gekk úr Alþýðubandalaginu vegna deilna alþýðubandalags- manna í Reykjavík. 13. Svavar Gestsson flutti til- lögu um að Honecker, fyrrum leið- togi Austur-Þýskalands, yrði gerð- ur að heiðursfélaga í Alþýðu- bandalaginu. Svavar gekk af fundi eftir að hafa flutt tillöguna. Svona héldu menn áfram að ganga út og inn af fundinum en aðallega út af honum. Til að mynda mun formaður Alþýðu- banmdalagsins hafa lýst því yfir í lokin að hann gengi óhikað úr Al- þýðubandalaginu ef hann nyti ekki trausts miðstjórnar. En hvað æ'tlar Ólafur Ragnar að gera ef svo fer? Allir vita að Ólafur Ragnar gengur ekki út. Austur-Þjóð verjar biða enn i röðum Þrátt fyrir að markaðshagkerfið hafi tekið við af kommúnismanum standa Austur-Þjóðverjar nokkurn vegin í sömu sporum þ.e. í biðröð. Myntbandalagið olli því að þeir fengu alvöru gjaldmiðil í fyrsta skipti í hendurnar og nú bíða þeir í biðröðum til að kaupa eitthvað fyrir hann. Það virðist lítið slá á eftir- spurnina að verð sumra vara hefur tvöfaldast þar sem fallið hefur verið frá niðurgreiðslum á ýmsum vörum. Búðir í Austur-Berlín eru nú að fyll- ast af vörum sem voru ófáanlegar í áratugi og fólk streymir í verslanirn- ar til að kaupa eitthvað meðan það hefur efni á því. Það hefur vakið furðu margra að Austur-Þjóðverjar vilja frekar kaupa erlendar vörur þrátt fyrir að þær innlendu séu mun ódýrari. Verðhækkanir eru fyrir- bæri sem koma Austur-Þjóðverjum nokkuð í opna skjöldu enda óþekkt í Austur-Þýskalandi kommúnism- ans. Margir spá versnandi hag Aust- ur-Þýskalands með verðbólgu og at- vinnuleysi en Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands, sem hefur rekið sameininguna áfram með harðri hendi, biður landa sína í austrinu að vera þolinmóða og gefast ekki upp þó á móti blási. Honum er mikið í mun að fullvissa þá um að aðsteðj- andi erfileikar séu einungis tíma- bundnir og bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Þá munu allir njóta ríkulegra ávaxta hins kapítal- istíska markaðshagkerfis. Einn með kaffínu Rödd í símanum: — Sendu okkur hálfa milljón eöa viö drepum konuna þína! Eiginmaðurinn: —Ég er ekki meö svo mikla peninga hand- bæra. Hringdu aftur á morgun, þetta er áhugavert tilboö! Kommúnisminn viöhélt forneskjulegum viðskiptaháttum og trúlega mun það taka þessar þjóðir nokkurn tima að venjast og aölagast hinu nýja markaðskerfi. DAGSKRÁIN Sjónvarpid 17.10 Syrpan 17.40 Táknmálsfréttir 17.45 HM í knattspyrnu 20.00 Fréttir og veður 20.30 Grallaraspóar 21.00 Sælureiturinn 21.50 Ef að er gáð 22.05 Holskefla 23.00 Ellefufréttir og dagskrálok. Slöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Krakkasport 17.45 Einherjinn 18.05 Mímisbrunn- ur 18.35 Eðaltónar 19.19 19.19 20.30 Neyðarlínan 21.20 Ungir eldhugar 22.10 Smásögur 23.05 Húsið á 92. stræti 00.30 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 I morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: Litla músin Píla pína eftir Kristján frá Djúpalæk 09.20 Morgunleikfimi 09.30 Land- pósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Þjón- ustu- og neytendahornið 10.10 Veð- urfregnir 10.30 Ég man þá tíð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Dag- legt mál 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 I dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Vatn á myllu Kölska eftir Olaf Hauk Símonarson 14.00 Fréttir 14.03 Eftirlætislögin 15.00 Fréttir 15.03 Basil fursti 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaút- varpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir ia03 Sumaraft- ann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fá- gæti 20.15 Tónskáldatími 21.00 Safnaðaruppbygging 21.30 Sumar- sagan: Dafnis og Klói 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.25 Leikrit vikunnar: Ef ekki í vöku, þá í draumi eftir Asu Sólveigu 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veð- urfregnir 01.10 Næturútvarp. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.30 Gullskifan 21.00 Nú er lag 22.07 Landið og mið- in 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.10 I hátt- inn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Hallur Magnússon og Kristín Jónsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Ólafur Már Björnsson 14.00 Helgi Rúnar Óskars- son 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Ólafur Már Björnsson 22.00 Ágúst Héðinsson 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjaman 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Á bakinu í dýragarðinum 10.00 Bjarni Haukur Þórsson 12.00 Hörður Arnarsson og áhöfn hans 15.00 Snorri Sturluson 18.00 Kristófer Helgason 20.00 Lista- poppið 22.00 Darri Ólason 01.00 Næturvakt — Björn Sigurðsson. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn timi til 13.00 Með bros á vör 16.00 í dag, í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.