Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 1
MÞYBUBMÐIB
Aktw ekki út i óvisswna
aktuó
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhotða2 Simi 91-67 4000
150. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR
FÖSTUDAGUR
5. OKTÓBER 1990
KRAFA JÓHÖNNU
SIGURÐARDÓTTUR:
félagsmálaráðherra um að
tryggt verði aukið framlag
á fjárlögum til félagslega
húsnæðiskerfisins er til um-
fjöllunar hjá formönnum
stjórnarflokkanna. Fram
hefur komið að samkvæmt
þeim drögum sem nú liggja
fyrir er óvíst hvort hægt
verði að hefja byggingu
nokkurra félagslegra íbúða á næsta ári.
Málið hefur jafnframt verið tekið fyrir á þingflokksfundi
Alþýðuflokksins og segir Jóhanna að hún geri sér góðar
vonir um stuðning að minnsta kosti þorra þingmanna Al-
þýðuflokksins við tillögur sínar en hafi þó orðið fyrir von-
brigðum að þær voru ekki afgreiddar á fundinum.
HLUTAFJÁRAUKNING HJÁ FLUGLEIÐUM:
Stjórn Flugleiða samþykkti í gær að leita samþykkis hlut-
hafafundar hjá félaginu fyrir aukningu hlutafjár um
331.250.000 króna að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að mark-
aðsverð þessa hlutafjár verði um 750 milljónir króna.
Verði af aukningunni fer heildarhlutafé Flugleiða upp í 1,7
milljarða króna.
LÆKKA BER ÁLAGNINGU: bsrb beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að bregðast við ol-
íuverðshækkunum með því að lækka tímabundið álagn-
ingarhlutfall á olíu og bensíni. Bandalagið segir margt
benda til að hækkanir á olíumörkuðum heims muni að
einhverju leyti ganga til baka. Hækkun á bensínverði rýri
kaupmátt launafólks og grafi undan markmiðum síðustu
kjarasamninga. Af sama tilefni beinir BSRB því til borgar-
yfirvalda í Reykjavík að falla frá áformum um hækkun far-
gjalda SVR.
LAUN Á DAGVISTARHEIMILUM: Fulltrúar borgar-
stjórnarandstöðunnar í Reykjavík lögðu fram tillögu á
borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að borgarstjórn skipi
nú þegar sérstakan starfshóp til að endurmeta launakjör
starfsfólks á dagvistarheimilum borgarinnar.
Hópurinn verði skipaður sjö fulltrúum: Fjórum úr borgar-
stjórn — þar af tveim úr minnihluta og tveim úr meirihluta
— einum fulltrúa Foreldrasamtakanna, einum tilnefndum
af Fóstrufélagi Islands auk fulltrúa ófaglærðs starfsfólks til-
nefndum af Sókn.
ÞRÓUNARSAMVINNA: Undirritaður hefur verið
samningur milli íslands og Grænhöfðaeyja um þróunar-
samvinnu í sjávarútvegi og á öðrum sviðum. Samningur-
inn gildir til ársloka 1995 og kemur í stað fyrri samnings
milli ríkjanna. Með þessum samningi er verið að fram-
lengja þróunarsamvinnu ríkjanna, sem hefur staðið í tíu ár
og tryggja að hún taki til fleiri þátta en fiskveiða.
FISKVINNSLUSTÖÐVAR: Aðalfundur Samtaka fisk-
vinnslustöðva verður haldinn í dag. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verður sérstaklega fjallað um stefnumörkun
sjávarútvegsins gagnvart Evrópubandalaginu. Um það
efni flytja erindi þeir Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, Þorsteinn Pálsson, form. Sjálfstæðisflokksins
og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
LEIDARINNIDAG
Alþýðublaðið fjallar í leiðara í dag um undirritun
viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra og fulltrúa Atlants-
álsfyrirtækjanna um nýtt álver á Keilisnesi. Alþýðu-
blaðið gagnrýnir ráðherra Alþýðubandalagsins og
forystu Sjálfstaeðisflokksins fyrir að þvælast fyrir
hinu mikla þjóðhagsmunamáli vegna þröngra, pólit-
ískra sérhagsmuna.
SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: MIKILVÆGUR ÁFANGI ÁL-
MÁLSINS STAÐFESTUR
Þrælastríðið í
nýju Ijósi
Allar reglur
þverbrotnar
Á þröskuldi
nýrrar aldar
Karl Th. Birgisson skrifar frá
Bandaríkjunum um nýja sjón-
varpsþáttaröð um bandarísku
borgarstyrjöldina, Þrælastríð-
ið. „Þetta er mikið stórvirki í
sagnaritun fyrir sjónvarp," seg-
ir Karl Th.
IGervihnattadiskar njóta sí-
vaxandi vinsælda en langflest-
ir þeirra eru ólöglegir. Seljend-
ur nota sér slælegt eftirlit sam-
gönguráðuneytis og varpa allri
ábyrgð á kaupendur.
IÁrni Gunnarson alþingis-
maður er þeirrar skoðunar að
Alþýðuflokkurinn eigi að
stefna að samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn eftir kosningar
og ræðir þá skoðun sína í blað-
inu í dag.
Áfangasamkomulag undirritað. Frá vinstri Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, Robert G. Miller frá Alumax og Ulf
Bohlin frá Gránges.
Jón Sigurdsson við undirritun í gær:
Grundvellur ad
lokasamningi
„Þessi áfangi leggur
grundvöliinn að loka-
samningi og lagafrum-
varpi,“ sagði Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra m.a.
við undirskrift áfanga-
samkomulagsins í gær.
Áfangasamkomulagið
nær tii flestra atriða vænt-
anlegs samnings og sér-
stök bókun var undirrituð
um raforkuverð.
Nýja álverið verður stað-
sett á Keilisnesi og mun geta
framleitt 200 þúsund tonn á
ári. 5% af þeirri framleiðslu,
eða 10 þúsund tonn, verða
unnin áfram hérlendis sam-
kvæmt sérstöku ákvæði í
samkomulaginu sem tryggir
íslendinum rétt til þessa
magns.
Þrjú eignarhaldsfélög
verða stofnuð til að eiga og
reka álverið sem rekið verður
í samlagsformi. Álverið mun
þannig hvorki eiga hráefni né
unnið ál heldur einungis
vinna ál úr súráli gegn
greiðslu.
ítarlega er sagt frá efnis-
innihaldi áfangasam-
komulagsins í frétt á bls. 3.
RITSTJORN 0 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR (8 681866