Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING
Föstudagur 5. okt. 1990
KOLÖLÖGLEGIR
GERVIHNATTADISKAR
Seljendur nota sér slœlegt eftirlit og varpa allri ábyrgö á kaupendur
Langflestir gervhihnattadiskar sem nú eru i notk-
vn hérlendis hafa verið settir upp án leyfis og dæmi
eru um að hér sé i notkun búnaður sem ekki er viður-
kenndur af Pósti og sima. Samgönguráðuneytið
veitir leyfi en eftirlit af hálfu ráðuneytisins er slæ-
legt og seljendur gervihnattadiska virðast notfæra
sér það ástand út i æsar þvi þeir tilkynna ekki nema
brot af sölu sinni til ráðuneytisins. Þar sem um lög-
brot er að ræða liggja sölutölur verslananna ekki á
lausu og þvi er i raun ógerlegt að áætla með nokk-
urri vissu hversu margir diskar eru i notkun.
JÓN DANÍELSSON SKRIFAR
Svo mikið er þó víst að diskarnir
sem settir hafa verið upp hérlend-
is eru margfalt fleiri en leyfi hafa
verið gefin fyrir. Samgönguráðu-
neytinu hefur alls borist 271 um-
sókn en leyfi hafa aðeins verið gef-
in fyrir 175 diskum. Einungis fá-
einum umsækjendum hefur þó
beinlínis verið synjað um leyfi. Ríf-
lega 90 misgamlar umsóknir bíða
hins vegar eftir afgreiðslu vegna
þess að umsækjendur hafa trassað
að verða sér úti um viðurkenn-
ingu Pósts og síma.
Voða erfitt að muna
Sölutölur eru ekki auðfengnar.
Þegar ég hafði samband við þá
fimm aðila sem leyfi hafa til að
selja gervihnattadiska, áttu flestir
þeirra afar erfitt með að muna hve
mikið hefði selst. Að sögn flestra
þeirra var líka afskaplega erfitt að
finna tölur um slíka hluti í bók-
haldi eða öðrum gögnum. A hinn
bóginn vildu fæstir viðurkenna að
þeir seldu mjög lítið af diskum.
Með því væri að sjálfsögðu gefið í
skyn að varan væri ekki nægilega
góð til að seljast og slíkt vill eng-
inn sölumaður láta um sig spyrj-
ast. Þessi staðreynd, ásamt því
sem e.t.v. mætti kalla fákænsku
óbreyttra afgreiðslumanna, varð
til þess að e.t.v. má áætla tölu
gervihnattadiska í mjög grófum
dráttum. Það skal hins vegar við-
urkennt að sú áætlun er mjög gróf.
Skylt er raunar að taka fram að
frá undanbrögðum seljendanna
var ein undantekning. Jakob Ag-
ústsson í Tæknilandi vék sér ekk-
ert undan að svara. Hann sagðist
hafa selt um 25 diska frá upphafi
og þar af um 10 á þessu ári. Svo vill
til að frá öðru fyrirtæki höfum við
einnig tölu sem trúlega er nokkuð
nákvæm, þótt verslunarstjóri hafi
verið ófáanlegur til að staðfesta
hana. Hljómco hefur sem sé selt
um 60 diska frá því að sala þeirra
hófst fyrir tæpu ári.
Og sumir neituðu_____________
Aðrir söluaðilar sem leyfi hafa
eru Radíóbúðin, sem raunar er
áberandi stærst í þessari grein,
Kapaltækni og Hljómbær. Síðast-
talda fyrirtækið hóf þennan inn-
flutning á sínum tíma en virðist nú
hafa orðið undir í samkeppninni
og þar fengust þær upplýsingar að
heita mætti að innflutningur
gervihnattadiska hefði verið lagð-
ur á hilluna í bili og ekkert hefði
verið selt á þessu ári. Það ein-
kennilega er hins vegar að sam-
kvæmt upplýsingum frá sam-
gönguráðuneytinu hafa borist upp
undir 30 umsóknir frá Hljómbæ á
árinu. Miðað við þá óreglu sem
ríkir á þessu sviði er að vísu hægt
að hugsa sér að þessa umsóknir
væru vegna diska sem seldir voru
á síðasta ári, eða jafnvel enn fyrr.
Hjá Kapaltækni var neitað að
gefa upp til birtingar hversu mikið
þar væri selt og hjá Radíóbúðinni
vildu menn heldur ekki gefa upp
nákvæma tölu en þar fékkst þó
uppgefið að salan það sem af er
þessu ári ,,gæti verið einhvers
staðar á bilinu 100—150 diskar.“
Að því er Kapaltækni varðar mun
ekki verulega fjarri lagi að áætla
að það fyrirtæki ráði svipaðri hlut-
deild á markaðnum og Hljómco.
Tvö til þrjú hundruð i ár
Séu nú þessar upplýsingar
dregnar saman kemur í ljós að á
fyrstu níu mánuðum þessa árs
hafa verið seldir a.m.k. 200 gervi-
hnattadiskar. Sölutalan er þó trú-
lega mun hærri, 250 mun vera
nær sanni og ekki er unnt að úti-
loka að 300 diskar hafi verið seldir
á árinu. Samgönguráðuneytinu er
hins vegar ekki kunnugt um nema
80 af þessum diskum. Samkvæmt
reglugerð sem gildir um þessi við-
skipti er söluaðilum þó bannað að
afhenda diska nema leyfi fyrir
þeim hafi verið gefið út af ráðu-
neytinu.
Ráðuneytið hefur alls upplýsing-
ar um 271 gervihnattadisk. Þar af
hafa þó ekki verið gefin leyfi fyrir
nema 175. Tveim eða þrem um-
sóknum hefur verið synjað en yfir
90 umsóknir, sumar nokkuð gaml-
ar hafa ekki verið afgreiddar
vegna þess að eigendur diskanna
hafa ekki aflað viðurkenningar
Pósts og síma.
Umsóknirnar sem ráðuneytinu
hafa borist skiptast þannig milli
ára (1990 = jan,—sept.):
1986— 49 umsóknir
1987— 15 umsóknir
1988— 32 umsóknir
1989— 95 umsóknir
1990— 80 umsóknir
Aðeins fimmti hver____________
með leyfi_____________________
Ef tekið er mið af árinu í ár og
reiknað með að hlutfallið milli um-
sókna og raunverulegrar sölu hafi
verið svipað frá upphafi, virðist
mega reikna með að gervihnatta-
diskar séu nú um 800 talsins. Hér
vissulega um grófa ágiskun að
ræða og þessi tala kynni að vera
nokkru lægri en hún gæti líka ver-
ið hærri. Sé talan 800 nálægt lagi
er ekki nema rétt rúmlega fimmti
hver eigandi gervihnattadisks
með leyfi fyrir þessari jarðstöð
sinni.
Radíóbúðin auglýsti um síðustu
helgi 200 gervihnattadiska en af
þeim munu a.m.k. 50 hafa verið
seldir þégar auglýsingin birtist.
Hinir 150 munu vafalaust seljast á
næstunni og varlega verður að
teljast áætlað að aðrir seljendur
muni selja 50 diska til áramóta.
Fyrir lok ársins verða diskarnir því
væntanlega orðnir þúsund talsins.
Ekki er hægt að segja að ráðu-
neytið hafi haldið uppi neinu eftir-
liti með þessari sölu. Ragnhildur
Hjaltadóttir í samgönguráðuneyt-
inu segir að verslunareigendur
hafi alloft verið áminntir um að
skila inn umsóknum til ráðuneytis-
ins og bréf hafi verið send til þeirra
jarðstöðvaeigenda sem ekki hafi
orðið sér úti um viðurkenningu
Pósts og síma á búnaði sínum.
Harðari aðgerðir hafi menn hins
vegar viljað forðast í lengstu lög.
Ábyrgðinni varpad__________
á kaupendur________________
Það er reyndar athygli vert að
seljendur gervihnattadiska sögð-
ust flestir ekki senda sjálfir inn
umsóknir til ráðuneytisins heldur
benda kaupendum á að þeir
þyrftu að sækja um leyfi. Þetta er
í raun brot á þeim reglum sem
gilda, af þeirri einföldu ástæðu að
seljandanum er ekki heimilt að af-
henda kaupandanum diskinn fyrr
en leyfið er fengið. Leyfi ráðuneyt-
isins fæst heldur ekki nema fyrir
liggi viðurkenning Pósts og síma,
þannig að það virðist nánast fá-
ránlegt að söluaðilar skuli ekki
sjálfir taka að sér aðútvega fá þá
viðurkenningu.
Viðurkenning Pósts og síma
mun, vel að merkja, fást sjálfkrafa
eftir prófun eins disks af hverri
gerð, þannig að í raun ætti það að
vera sjálfsögð skylda verslananna
að sjá um þetta atriði. Engu að síð-
ur er það staðreynd að söluaðilar
leggja ábyrgðina algerlega á
hendur kaupenda.
RADDIR
Er tímabœrt að leggja gamla húsnœðiskerfið niður?
Viðar Gunnlaugsson, slökkvi-
liðsmaður, 56 ára.
„Það er nú orðið langt síðan ég
byggði, þannig að þetta snertir
mig ekki mikið, en ég held að þetta
sé alveg rétt hjá Jóhönnu. Það má
salta þetta gamla kerfi. Mérfinnst
óþarft að hanga alltaf í sama far-
inu. Ég held að þetta sé hið besta
mál."
Sævar Jónsson, heildsali, 32 ára.
„Ég keypti nú í gamla kerfinu en
mér sýnist að nýja kerfið geti virk-
að ef rétt er á málum haldið. Ég
held þó að við þurfum að fá meiri
reynslu af húsbréfakerfinu áður en
hægt er leggja það gamla alveg
niður."
Sigrún Kristinsdóttir, sölumaður,
17 ára.
„Það hef ég ekki hugmynd um.
Það má alveg halda í gamla kerfið.
Ég hef ekkert á móti því að geta
valið þegar að því kemur að ég
þurfi lán."
Sigrún Kristinsdóttir, afgreiðslu-
dama, 27 ára.
„Ég vil halda gamla kerfinu. Það
kemur mun betur út fyrir fólk. Ég
stend að vísu ekki í húsakaupum
sjálf en sé dæmi um þetta allt í
kringum mig. Mér finnst hús-
bréfakerfið ekki gott og vil frekar
hafa bara gamla kerfið."
Sigurður E. Guðmundsson, for-
stjóri Húsnæðisstofnunar, 58
ára.
„Ég held að þetta skiptist nú
ekki svona einfaldlega í svart og
hvítt, þannig að eitt kerfi sé full-
komið og gallalaust en annað
ónothæft."