Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 5. okt. 1990
MMUBIÆBIP
Armuli 36 Simi 681866
Utgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Frettastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglysingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Prentun: Oddi hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakiö
MIKILVÆGUR
ÁFANGIÁLMÁLSINS
STAÐFESTUR
Jón Sigurösson iðnaöarráöherra og samninganefnd
Atlantsálsfyrirtækjanna staðfestu í gær mikilvægan
áfanga í samningaviöræðunum um nýtt álver á íslandi.
Undirritunin staðfestir staðsetningu álversins á Keilis-
nesi, fjallar um helstu atriði aðalsamningsins, orku-
samning og hafnar- og lóðasamning. Einnig er staðfest
útgáfa starfsleyfis. Þar með hefur verið lagður grund-
völlur að frumvarpi til laga um nýtt álver og þinglegri
meðferð málsins nú í haust.
Þar með er mikilvægum áfanga náð í þeirri þjóðhags-
legu framkvæmd að nýtt álver rísi hér á landi. Bygging
nýs álvers mun ekki aðeins auka þjóðartekjur, heldur
ryðja braut að áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs á
víðari grundvelli og með vaxandi þátttöku erlendra að-
ila. Þess vegna er álverksmiðjan á Keilisnesi fordæmi
fyrir aðra atvinnuuppbyggingu og samstarfsverkefni
með erlendum þjóðum. Það er því einkar mikilvægt að
framganga álmálsins svonefnda takist sem best og að
menn sjái hinar þjóðhagslegu staðreyndir í heild.
essi atriði virðast hafa vafist illilega fyrireinum stjórn-
arflokkanna, Alþýðubandalaginu. Tveir ráðherrarflokks-
ins, Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra hafa á síðari stigum álmálsins haft alla fyrirvara á
að málið fái farsæla lendingu. Samþykkt þingflokks Al-
þýðubandalagsins í gær, þess efnis að fráleitt sé af iðn-
aðarráðherra að undirrita áfanganiðurstöðu í nafni ríkis-
stjórnarinnar meðan ekkert samkomulag liggi fyrir um
málið milli stjórnarflokkanna, talar sínu máli. Jón Sig-
urðsson undirritaði viljayfirlýsinguna við Atlantsálsfyrir-
tækin í gær sem iðnaðarráðherra en ekki fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar. Yfirlýsingu þingflokks Alþýðubandalags-
ins, að flokkurinn sé óbundinn af undirskrift iðnaðarráð-
herra, er ekki hægt að skilja á aðra vegu en Alþýðu-
bandalagið sé ósammála drögum aðalsamningsins sem
hafa verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og ráðherrar
flokksins hafa haft öll tækifæri til að ræða. Hér eru því á
ferðinni einkar óvönduð vinnubrögð og vanhugsuð af
hendi þingflokks og ráðherra Alþýðubandalagsins. Er
Alþýðubandalagið virkilega reiðubúið að standa í vegi
fyrir því, að íslensk alþýða fái aukin atvinnutækifæri og
betri kjör? Er Alþýðubandalagið reiðubúið að fara gegn
verkalýðshreyfingunni í þessu máli? Alþýðublaðið
bendir forystu Alþýðubandalagsins á ummæli for-
manns Verkamannasambandsins í þessu máli, er hann
sagðist óttast atvinnuleysi ef ákvörðun um álver dræg-
ist á langinn. Uppsagnir starfsmanna Hagvirkis tala sínu
máli um óöryggið á atvinnumarkaðnum. Forystu Al-
þýðubandalagsins virðist kærara að hugsa um þröngar
pólitískar hliðar þessa máls í stað þess að sjá álmálið í
heild; þá möguleika sem opnast fyrir landið í þessu
mikla þjóðþrifamáli og hve miklar kjarabætur slík at-
vinnutækifæri skapa.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig á lokastigi álmálsins
sýnt óvenjumikið ábyrgðarleysi í álmálinu. Þrátt fyrir að
flokkurinn virðist vera hlynntur stóriðju á íslandi og hafi
ekki talað gegn álverum eða annarri stóriðju í landinu,
hafa einstakir þingmenn og forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins beitt sér gegn því í lokasprettinum að málið
komist í höfn. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, hefur komið með háværar yfirlýsingar í fjöl-
miðlum þess efnis að ríkisstjórnin hafi beitt blekkingum
í málinu og að þingrof og kosningar séu eina ráðið til að
ná málinu fram. Ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins
eru einkar óvönduð er hann fullyrðir í fréttaviðtali við
Morgunblaðið í gær, að misvísandi yfirlýsingar ráðherra
í málinu sýni að annaðhvort sé verið að blekkja hina er-
lendu viðsemjendur eða íslendinga og Alþingi. Hvað á
formaðurinn við með slíkum ummælum? Veit ekki Þor-
steinn Pálsson að hið mikla þjóðþrifamál er á lokastigi, að
um málið hefur verið samstaða uns hið undarlega, pólit-
íska upphlaup tveggja ráðherra Alþýðubandalagsins
kom til sögunnar fyrir nokkrum dögum og á sínar aug-
Ijósu skýringar? Ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins að
freista þess að leggja stein í götu iðnaðarráðherra og rík-
isstjórnarinnar í pólitískum tilgangi einum? Er hann
reiðubúinn að mynda pólitíska samstöðu með alþýðu-
bandalagsráðherrunum tveimur og leggja þjóðarhags-
muni að veði? Svo virðist sem sjálfstæðismenn og al-
þýðubandalagsmenn í stjórn Landsvirkjunar hafi snúið
bökum saman til að gera stjórnarformanni sínum erfið-
ara fyrir við undirritun orkuverðs. Má það vera að kjörnir
fulltrúar almennings snúi gjörsamlega baki við hags-
munum þjóðarinnar íjafnmikilvægu máli einungis vegna
þess eins að flokkspólitískar fyrirskipanir krefjast þess?
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur unnið þrekvirki
að hafa einn og óstuddur borið hið mikla álmál fram að
hinum mikilvæga áfanga gærdagsins. Þráttfyrir níðhögg
andstæðinga jaf nt sem svonefndra samherja og ótal við-
kvæma og erfiða áfanga málsins, hefur iðnaðarráðherra
tekist, með rökvísi, staðfestu og óbilandi trú á farsæla
lausn verkefnisins, að koma þessu risavaxna máli á loka-
stig. Aðrir en Jón Sigurðsson hefðu efalítið bognað og
brotnað undir hinu mikla pólitíska álagi þessa máls. Jón
Sigurðsson hefur oftsinnis lýst álmálinu sem stærsta
hagsmunamáli íslands á síðari árum. Alþýðublaðið tekur
undir þau orð ráðherrans. Það er íslendingum léttir að
eiga stjórnmálamann sem þorirað horfa framhjá pyttum
pólitískra sérhagsmuna og flokkadrátta en lítur í stað
þess til framtíðar fyrir land og þjóð. Mættum við eiga
fleiri stjórnmálamenn eins og Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra.
Þrælastríðið
í nýju Ijósi
Bref fra Washington:
Nú i vikunni var sýnd i s jónvarpi hór stórkostleg ný
þáttaröð um bandarisku borgarastyrjöldina, sem
islenskir sagnfrœðingar hafa kallað Þrælastríðið.
Þetta er míkið stórvirki i sagnaritun fyrir sjónvarp.
U ngur maður að nafni Ken Bums eyddi síðustu fimm
árum i að framleiða þœttina, sem rekja aðdraganda
striðsins, f ramgang þess og áhrif á bandarískt þjóð-
liff._______________________________________________
KARLTH. BIRGISSON SKRIFAR
Frásögnin er byggð að mestu á
ljósmyndum úr stríðinu og við
þær felldur lestur úr sendibréfum
og öðrum samtímaheimildum.
Þessi samsetning tekst einkar vel
og viðbrögð áhorfenda voru í sam-
ræmi við það. Dálkahöfundurinn
George Will, sem yfirleitt er ekki
gefinn fyrir stóryrði, sagði t.d. að
sjónvarpstæknin hefði aldrei í sög-
unni verið betur notuð.
Brseður berjast_______________
Þrælastríðið er að líkindum sá
atburður í bandarískri sögu sem
mest áhrif hafði á mótun bandar-
ísku þjóðarsálarinnar. Átökin
stóðu í fimm löng ár; stríðið var
grimmilegt og blóðugt, sex hundr-
uð þúsund manns féllu og milljón-
ir á milljónir ofan limlestust.
Þjóðin var klofin í herðar niður.
Bræður stýrðu herdeildum hver á
móti öðrum. Karlpeningur i heil-
um bæjum var brytjaður niður á
nokkrum mínútum og sú fjöl-
skyida fannst varla að mannfallið
snerti hana ekki beint.
Nafngiftin Þrælastríðið er vill-
andi; deilan snerist ekki um þræla-
hald fyrr en Lincoln forseti ákveð
á seinni stigum stríðsins að gera
afnám þess að markmiði. Mark-
mið Lincolns var fyrst og fremst að
halda saman ríkjasambandinu og
neita Suðurríkjunum um úrsögn
úr því.
Bæði deiluefnin voru spurning-
ar sem látið var ósvarað þegar
Bandaríkin voru stofnuð í kjölfar
Frelsisstríðsins. Með Þrælastríðinu
lauk þess vegna í raun líka sjálf-
stæðisbaráttunni, auk þess sem
það renndi stoðum undir forseta-
embættið eins og við þekkjum
það nú á dögum.
NúHmablódbad__________________
Þrælastríðið var líka fyrsta ,,nú-
timastyrjöldin" og fyrirboði þess
sem gerðist á vígvöllum Evrópu
hálfri öld síðar.
Eyðileggingarmáttur vopna var
orðinn meiri en svo að herfræð-
ingar vissu hvernig átti að bregð-
ast við honum. Fótgönguliðum
var stillt upp í raðir upp á gamla
móðinn, en á móti þeim tóku stór-
ar fallbyssur og kraftmeiri rifflar
en áður höfðu þekkst. Mannfallið
var ótrúlegt. Eftir verstu orrust-
urnar var hægt að ganga yfir víg-
völlinn þveran án þess að snerta
nokkru sinni jörð.
Herir Norðurs og Suðurs grófu
sér einnig skotgrafir, á borð við
þær sem urðu einkenni fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Þar lágu
þeir vikum og mánuðum saman,
fallbyssurnar drundu og blóðið
flaut í stríðum straumum án þess
að víglínur breyttust hætishót.
Þúsundir og tugþúsundir féllu í
þessu tilgangslausa manndrápi,
sem minnti frekar á fjöldamorð en
stríðsrekstur.
Fyrir her Suðurríkjanna fór Ro-
bert Lee, sem var andstæðingur
bæði þrælahalds og úrsagnar úr
ríkjasambandinu, en fylgdi heima-
ríki sínu, Virginíu, í stríðinu. Ulyss-
es S. Grant, síðar forseti, leiddi her
Norðurríkjanna til sigurs. Styrkur
hans fólst ekki síst í því að her
hans var margfalt stærri en and-
stæðingsins og þoldi þess vegna
meira mannfall. Hermenn voru
leiddir í röðum eins og lömb til
slátrunar, oft án þess að neitt hefð-
ist upp úr því annað en mannfall
í liði andstæðinganna.
Skrautlegt fólk_______________
Þrælastríðið er vitanlega eins og
Nýir, bandarískir sjónvarpsþættir sýna þrælastríðið í Bandaríkjunum í nýju
Ijósi: í stað þjóðernis- og frelsisdýrkunar er dregin upp mynd af tilgangs-
lausum fjöldamorðum og óhugnanlegum blóðsúthellingum.
önnur stríð saga stórkostlegra
mannlegra hörmunga. En eins og
allar alvörusögur er það kryddað
kaldhæðni og gráglettni örlag-
anna.
Maður nokkur horfði á fyrstu
iorrustu stríðsins út um eldhús-
gluggann sinn og ákvað að flytja
sig sunnar í Virginíu til að losna frá
átökum. Það tókst ekki betur en
svo að fjórum árum og ótal orrust-
um síðar var friðarsamningurinn
undirritaður í setustofunni á hinu
nýja heimili hans.
Einn af herforingjum Suðurríkj-
anna var Stonewall Jackson. Hann
át sítrónur í sífellu og af mestum
ákafa í miðjum bardaga. Hann
pipraði aldrei matinn sinn — sagð-
ist fá af því verk í vinstri fótlegg.
Hann taldi sig heldur ekki geta
haldið jafnvægi nema halda ann-
arri hendi stöðugt yfir höfði sér.
Hann var næstum örugglega
geggjaður á okkar mælikvarða,
en fór fyrir harðri sveit manna og
var ein af hetjum stríðsins.
Annar herforingi, Butler að
nafni (reyndar uppnefndur
„Spoons" af því hann átti til að
hnupla silfurskeiðum úr matar-
boðum), varð fyrir því að kona
hellti úr koppi sínum yfir hann á
leið hans um New Orleans. Butler
brást hinn versti við og lýsti konur
í bænum löglega til gagns hverjum
þeim hermanni sem hafa vildi.
Þessu svöruðu koppaframleiðend-
ur í bænum með því að prenta
mynd af Butler í botninn á kopp-
um sínum. Kopparnir urðu svo
vinsælir, að Butler dró yfirlýsingu
sína til baka og samdi frið við
borgarbúa.
Ustaverk i sjónvarpi
Styrkur þessara sjónvarpsþátta
liggur fyrst og síðast í ljósmyndun-
um sem tengja saman lestur úr
samtímaheimildum. Þrælastríðið
var fyrsta styrjöldin sem fest var á
filmu, ef undan er skilin vinna
Bretans Pentons í Krímskagastríð-
inu.
Myndirnar eru flestar ljótar og
miskunnarlausar eins og raun-
veruleikinn sem þær lýsa. Eftir-
minnileg er mynd af æðrulausum
hermönnum sem búa sig undir
bardaga með því að sauma nafnið
sitt í einkennisbúninga sína, svo
að unnt sé að bera kennsl á líkin
og láta aðstandendur vita. Að orr-
ustu lokinni liggja særðir í löngum
röðum og bíða aflimunar hjá her-
lækninum. Grafreitir eru enda-
lausar raðir af hvítum krossum og
minna óhugnanlega á þá sem við
þekkjum svo vel úr fyrri heims-
styrjöldinni. Myndaröð af Lincoln
forseta, sem er beinlínis unglegur
í upphafi stríðsins, en eldist hratt
þegar líður á átökin.
Islenskum sjónvarpsáhorfend-
um væri greiði gerður með því að
taka þessa þætti til sýningar á ís-
landi. Sem sjónvarpsþættir eru
þeir listaverk sem á sér fáa líka.
Sem hluti þjóðarsögu eru þeir
minnisvarði um hugrekki og
æðruleysi einstaklinga og þjóða.
Sem stríðssaga eru þeir þörf
áminning, ekki síst í ljósi yfirvof-
andi átaka við Persaflóa, um fylgi-
fiska allra styrjaida; hörmunga,
sóunar, limlestinga og dauða.