Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. okt. 1990 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN AFMÆLI ÍSLENSK- AMERÍSKA: Á laugar- daginn ætlar Íslensk-Amer- íska félagið að halda upp á 50 ára afmæli sitt. Athöfn verður við styttu Leifs Ei- ríkssonar þar sem borgar- stjóri, sendiherra Banda- ríkjanna og formaður fé- lagsins flytja ávörp. Afmæl- isfagnaður verður um kvöldið, saga félagsins kemur út og efnt verður til spurningakeppni grunnskóla- nema. Sigurvegarinn fær ferð í Hvíta húsið og má bjóða með sér öllum bekknum og kennaranum líka. Þá verður opnuð ljósmyndasýning á Kjarvalsstöðum og vatnslita- myndasýning í Menningarmiðstöðinni við Nesveg. For- maður Islensk-Ameríska félagsins er Ólafur Stephensen. MENGUN FRÁ BÍLUM: Umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um með hvaða hætti væri hægt að flýta því að gera ráðstafanir til að draga úr loftmengun frá bifreiðum. Formaður nefndarinnar er Jón Gunnar Ottósson, deildarsérfræðingur í umhverfisráðu- neyti en aðrir nefndarmenn eru Guðrún Ásta Sigurðar- dóttir, fjármálaráðuneyti, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, um- hverfisráðuneyti, Guðni Karlsson, dómsmálaráðuneyti, Karl Ragnars, Bifreiðaskoðun, Jónás Þór Steinarsson, Bíl- greinasambandinu, og Björn Pétursson, FIB. Ritari nefnd- arinnar er Sigurbjörg Gísladóttir, Hollustuvernd. Meðal þess er nefndin mun fjalla um eru aðgerðir til að auka notkun á blýlausu bensíni, til dæmis með verðstýringu. HLAUPIÐ í GRAFARVOGI: Blómabúðin Blómahaf og frjálsíþróttadeild Fjölnis í Grafarvogi gangast fyrir götu- hlaupi á laugardaginn og hefst það klukkan 11 um morg- uninn. Hlaupa á 1,5 km og er þetta ætlað börnum og ung- lingum 14 ára og yngri. Verðlaun verða veitt auk þess sem allir þátttakendur fá barmmerki í viðurkenningarskyni og birkiplöntu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. SANDUREÐASALT: Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu í gær fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að gerð verði tilraun til að draga úr hálku á götum borgarinn- ar með því að dreifa sandi á þær í stað salts. Segir í greinar- gerð að saltdreifing undanfarinna ára hafi verið mjög um- deild og henni fylgt mikill óþrifnaður. VERÐMUNURAFISKI: í könnun Verðlagsstofnunar á fiskverði kom í ljós mikili verðmunur er á fiski eftir versl- unum á höfuðborgarsvæðinu og einnig eftir landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu var verðmunur á einstökum fisk- tegundum allt að 149% en upp í 543% munur á verði úti um land. Mesti verðmunur er á heilli rauðsprettu sem kost- ar frá 160—399 krónum á höfuðborgarsvæðinu en frá 49—315 krónur utan þess svæðis. A höfuðborgarsvæðinu er meðalverð á fiski að jafnaði 5% hærra í matvöruversl- unum en fiskbúðum. Lægsta verð á einstökum fisktegund- um á höfuðborgarsvæðinu var í öllum tilvikum nema einu í fiskbúðum, þar af í átta tilvikum af fjórtán í Fiskbúðinni Sæbjörgu, Bragagötu 22. Ýsa hefur að meðaltali hækkað um 18% á einu ári og er það meiri hækkun en nemur al- mennum verðlagshækkunum og er hækkandi verði á út- flutningsmörkuðum kennt um. Meðalverð á smálúðuflök- um er 50% hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og ýsuflökin 15% dýrari. STÆRSTA SKÁKMÓTIÐ TIL ÞESSA: Það verður iif og fjör í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 á laugardaginn. Þá fer fram afmælismót TR á 90 ára af- mæli TR. Mótið er fyrir börn og unglinga á grunnskóla- aldri af öllu landinu og hafa yfir 1500 börn skráð sig til leiks. Bendir því allt til þess að þetta verði stærsta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis. Mótinu verður tvískipt og hefst fyrri hlutinn klukkan 10 og sá seinni kl. 15.30. Veg- leg verðlaun eru í boði. Útför fööur okkar Ragnars Emilssonar arkitekts fer fram frá Grindarvíkurkirkju laugardaginn 6. október kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir sem vilja heiðra minningu hins látna vinsamlega látið Grindarvíkurkirkju njóta þess. Sparisjóðsbók nr. 175511 í Landsbanka íslands. Sigurborg Ragnarsdóttir Emil Jón Ragnarsson INNLENDAR FRÉTTIR Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Robert G. Miller, varaforseti Alumax, takast i hendur að lokinni undirritun. Iðnadarrádherra um álverið á Keilisnesi: Mikilyægt skref í atvinnumálum „Við erum hér að stíga mikilvægt skref í atvinnu- málum og breikka at- vinnugrundvöllinn, ekki bara í því héraði þar sem álverið rís, heldur einnig á landinu öllu,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra, þegar hann skrifaði undir áfangasamkomulag í álmálinu í gær. Jón sagði ennfremur að þetta áfangasamkomulag sýndi að viðræðurnar hefðu gengið vel og að sam- komulagið leggði grund- völlinn að lokasamningi um álver. Álverið verður á Keilisnesi og verður rekið sem ál- bræðslusamlag. Þetta þýðir að hvorki hráefni né unnið ál verður í eigu álversins heldur þriggja eignarhaldsfélaga sem álfyrirtækin munu stofna hér á landi. Umsvif allra fyrirtækjanna verða skattlögð í einu lagi. Raforku- verð verður tengt álverði en í endanlegum samningi verð- ur ákvæði um endurskoðun- arrétt. Með framlengingar- ákvæðum má reikna með að gildistími verði 35 ár. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra og samninganefnd Atl- antsálsfyrirtækjanna undir- rituðu í gær nýtt áfangasam- komulag í álmálinu og virðist sem í þessu samkomulagi sé komið ákveðið sköpulag á flest atriði sem væntanlegur lokasamningur mun taka til. Fulltrúar álfyrirtækjanna þriggja voru spurðir að því á blaðamannafundi í gær hvort þeir hefðu ekki áhyggjur af því ósamkomulagi sem ríkir innan ríkisstjórnarinnar um málið. Þeir kváðust hins veg- ar ekki vilja hafa afskipti af pólitík. Þeir hygðust verða hér í a.m.k. 30—40 ár og væntu þess að sjá margar rík- isstjórnir koma og fara á þeim tíma. Um væntanlegan orku- samning var undirrituð sér- stök bókun þar sem fram kemur að álverið muni kaupa u.þ.b. 3.000 gígavattstundir á ári. 90% orkunnar verður forgangsorka og álverið verður skuldbundið til að kaupa 90% hennar eða ríf- lega 2.400 gígavattsstundir. Samkvæmt þessari bókun verður orkuverðið ákveðið hlutfall af álverði en í endan- legum samningi verður þó ákvæði um endurskoðunar- rétt. Orkussamningurinn verður gerður til 25 ára en ál- fyrirtækin eiga rétt á 5 ára framlenginu tvisvar sinnum. Ekki var á blaðamanna- fundi í gær gefið upp um hve hátt orkuverð verið væri að ræða í samningum. Jóhannes Nordal, sem bæði er formað- ur álviðræðunefndarinnar og formaður í stjórn Landsvirkj- unar, tók hins vegar skýrt fram að hann hefði undirrit- að bókunina sem formaður samninganefndarinnar en ekki sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. íslenska ríkið kemur til með að eiga fulltrúa í stjórn álbræðslunnar en hún verður sameign þriggja eignarhalds- fyrirtækja sem álfyrirtækin þrjú í Atlantsálshópnum munu stofna hér á landi. Ál- verið mun einungis taka að sér að vinna ál fyrir þessi eignarhaldsfélög en mun hvorki eignast hráefnið né unnið ál. Álið verður allan tímann í eigu eignarhaldsfé- laganna. Það er nýmæli í þessum samningsdrögum að í þeim er íslendingum tryggður rétt- ur til að fullvinna allt að 5% af framleiðslu verksmiðjunn- ar. íslensk lög munu verða ráðandi um túlkun og fram- kvæmd samninganna og ágreiningsmál munu heyra undir íslenska dómstóla. Umsvif fyrirtækjanna hér- lendis verða skattlögð sem um eina heild væri að ræða og grundvallarreglur ís- lenskra skattalaga gilda um skattlagninguna. Tekjuskatt- ur verður lagður á sam- kvæmt sérstökum reikniregl- um. Skattlagninguna má end- urskoða í samræmi við ákvarðanir Alþingis um að leggja á nýja skatta og gert er ráð fyrir að fyrirtækin geti valið þann kost að lúta alveg íslenskum skattalögum þann- ig að öll sérákvæði falli niður. Agreiningsefni um skattamál munu einnig heyra undir ís- lenska dómstóla. I áfangasamkomulaginu sem undirritað var í gær er gert ráð fyrir að álfyrirtækin njóti afsláttar á ýmsum svið- um fyrstu árin. Þetta gildir t.d. um orkuverð og fast- eignagjöld. Iðnaðarráðherra um álverið á Keilisnesi: Stjórnarslit ekki á dagskrá Stjórnarslit virðast ekki yfirvofandi næstu daga vegna undirritunar áfangasamkomulags I ál- málinu í gær. Ráðherrar Alþýðubandalagsins voru þó harðorðir í garð Jóns Sigurðssonar í gær og Steingrímur Sigfússon sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að ef einhver væri að sprengja ríkisstjórnina væri það hann. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins sendi í gær frá sér ályktun þar sem farið er hörðum orðum um viðræður tveggja Alþýðuflokksráð- herra við forystulið Sjálf- stæðiflokksins um álmálið á meðan það er til umfjöllunar í ríkisstjórninni. í ályktuninni segir einnig að flestir þættir „hugsanlegra samninga um álver“ þarfnist nánari skýr- inga. Steingrímur Sigfússon, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að því færi víðs fjarri að ráðherrar Alþýðubandalagsins væru einangraðir í afstöðu sinni til samningsdraganna. „Ég tel að það hafi komið skýrt fram hjá forsætisráðherra á ríkis- stjórnarfundi í morgun að Framsóknarflokkurinn telur sig óbundinn af undirskrift iðnaðarráðherra."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.