Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. okt. 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Hver var hann? Hver var hann? Hvar er hann? Það eru mörg óuppgerð mál eftir seinni heimsstyrjöldina. Eitt af því er hvarf sænska stjórnarer- indrekans Raouls Wallenbergs. Talið er að Wallenberg hafi komið 65.000 gyðingum hjá því að lenda í gasklefanum. Sovétmenn fangels- uðu hann og segja að Wallenberg hafi látist í Lubíjanka fangelsinu 1947. Þeir hafa aldrei getað sannað það. Enn ganga sögusagnir um að hann sé á lífi. Kjell Grede kvikmyndagerðar- maður hefur nýlokið við kvikmynd um Wallenberg. Myndin var tekin að mestu í Búdapest. Lýst er síðustu vikunum í helvítinu í borginni. Hitl- er hafði ætlað sér að „hreinsa" Ung- verjaland, hérað af héraði átti að vera „laust" við gyðinga. Inn í þetta hreiður hélt Wallenberg. Stellan Skarsgárd, sem leikur að- alhlutverkið, segir að kvikmyndin skipti svo miklu máli vegna þess að með henni sé verið að sýna til hvers konar viðbjóðsverka heimurinn og maðurinn geti gripið. „Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að við viðurkennum hversu veiklunda við erum,“ segir Stellan. Raoul Wallenberg: Eitt af mörgum óuppgerðum málum seinni heims- styrjaldar. DAGFINNUR Þ|oovil|inii a f|arlogum Þar sem ég er blaðamaður og á alla mína afkomu undir því að blöð komi út, fylgist ég mjög náið með gangi mála hjá öllum hugsan- legum vinnuveitendum mínum. Þess vegna létti mér mjög þegar ég leit á forsíðu DV og sá að einn vinnuveitandi í faginu hafði komið ár sinni vel fyrir borð. Þjóðviljinn er nefnilega búinn að fá 50 milljóna lán hjá Lands- bankanum (Lúðvík alltaf seigur) til að fleyta pappírsfleyinu áfram og sneiða hjá gjaldþroti. Hins vegar verð ég að viður- kenna að ég hef ákveðnar áhyggj- ur af tryggingunum sem blaðið setur fyrir skuldinni. Þjóðviljinn ætlar nefnilega að setja ríkisstyrkinn sinn sem trygg- ingu. Það þýðir með öðrum orð- um að fjárlögin muni standa undir láninu. Þjóðviljamenn segja nefni- lega að þeir muni alveg geta verið án ríkisstyrksins, því nú standi til að breyta blaðinu þannig að það fari að skila hagnaði. Þetta finnast mér góðar fréttir, því hver veit nema Alþýðublaðið fari á h.ausinn einn daginn og ég þurfi að leita mér að vinnu hjá blaði sem skilar umtalsverðum hagnaði. Hins vegar fékk ég aftur áhyggj- ur þegar ég las hvernig búa átti til hagnaðinn. Þjóðviljinn ætlar nefnilega að búa til nýtt hlutafélag. Það gamla heldur sjálfkrafa áfram að greiða niður skuldir blaðsins á fjárlögum. (Ólafur Ragnar alltaf seigur). Ef ríkisstyrknum yrði nú kippt í burtu af einhverjum vondum sjálf- stæðisstrákum og fyrrverandi blaðamönnum Morgunblaðsins, og gamla félagið gæti ekki staðið í skilum, fer það bara á hausinn og allt í lagi með það. Nýja útgáfufélagið ætlar hins vegar að fara stórt af stað og búa til hlutafélag og Sigfúsarsjóður (Sigfús alltaf seigur), áskrifendur og lesendur blaðsins munu reiða fram pyngjuna og borga léttar 20 milljónir í hlutafé. Máigagn þjóðfrelsis, sósíalisma og verkalýðshreyf ingar heldur því áfram að koma út. Þökk sé hinni heilögu prent- þrenningu; Lúðvík, Ólafi Ragnari og Sigfúsi. Meöal kvenna á lífsleið Beattys: Madonna, Julie Chrístie, Isabelle Adjani. Dularfull stjarna Warren Betty er 53 ára og hef- ur verið kvikmyndastjarna í 30 ór. Dularfullur og erfitt að átta sig á honum. „Það er erfitt að verða stjarna um tvítugt,“ segir Betty, „ en listin og stjórnmól hafa haldið í mér lífinu.“ Hann segist hafa komist upp með að þegja í 12 ár gagnvart fjölmiðl- um. Rolling Stone Magazin náði þó taki á honum fyrir stuttu í sambandi við kvikmyndina um Dick Tracy. Það er langt á milli kvikmyndanna (síðasta myndin var gerð fyrir 9 ár- um), hann talar hægt og hléin verða á tíðum óralöng á milli svaranna. ,Blaðamaður Rolling Stone blaðsins jbætir inn í viðtalið svigum (24 sek- 'úndur), (39 sekúndur) o.s.frv. „Ro- salega varstu fljótur," segir þá blaða- 'maðurinn. Beatty segist geta hringt í síma snöggara en nokkur annar. Og blaðamaðurinn tekur tímann: 1 sekúnda. „Kvikmyndin á sjálf að segja frá. Þú lýsir ekki söng," segir Beatty. „Þú syngur." Sögurnar eru fjölbreyttar. Hann á að hafa samrekkt með öllum meðleikurum sínum (af gagnstæðu kyni). Listinn er langur. Satt eða ósatt. Hver veit? Hann er sjálfur löngu hættur að bera sögusagnir til baka. „Níu af tíu greinum sem hafa verið skrifaðar um mig eru upp- spuni." Hann komst fyrst á toppinn með „Bonnie og Clyde“ sem hann gerði sjálfur 1967. Aðeins honum og Or- son Welles hefur hlotnast sá heiður að vera tilnefndir til Óskarsverð- launa á fjórum sviðum: Fyrir leik- stjórn, leik, handrit og sem fram- leiðandi. KROSSGÁTAN .......... Lárétt: 1 eyddi, 5 gull, 6 skel, 7 bergmál, 8 brytjaði, 10 eins, 11 mjúk, 12 starfa, 13 skaða. Lóðrétt: 1 miða, 2 beltum, 3 sting, 4 lyktina, 5 grundum, 7 guðs, 9 lengdarmál, 12 tala. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sveit, 5 svöl, 6 ver, 7 er, 89 einnig, 10 nn, 11 æða, 12 óður, 13 dáðir. Lóðrétt: 1 svein, 2 vöm, 3 el, 4 torgar, 5 svengd, 7 eiður, 9 næði, 12 óð. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Hraðboðar 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Popp- korn 19.20 Umboðsmaðurinn 19.50 Dick Tracy 20.00 Fréttir og veður 20.30 Urður. Þáttur unninní sam- vinnu við framhaldsskólanema 21.00 Bergerac- 22.00 Tiundi maður- inn (The Tenth Man) 23.50 The Roll- ing Stones á tónleikum 01.10 Út- varpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Túni og Tella 17.35 Skófólkið 17.40 Henderson krakkarnir 18.05 ítalski boltinn 18.30 Bylmingur 19.19 19:19 20.10 Kæri Jón 20.35 Ferðast um tímann 21.25 Maður lifandi (Quantum Leap) 21.55 Guli kafbáturinn (Yellow Submarine) 23.20 í Ijósaskiptunum 23.45 Hættur í lögreglunni (Terror on Highway) 01.15 Hættuför (High Risk) 02.45 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 08.00 Fréttir 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgun- auki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veð- urfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Aug- lýsingar 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Út- varpssagan 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Meðal annarra orða 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 1^03 Hér og nú 1&18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal 21.30 Söngvaþing 22.00 Fréttir 22.10 Að utan 22.15 Veður- fregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Úr Hornsófanum í vikunni 23.00 í kvöld- skugga 24.00 Fréttir 00.10 Sveiflur 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 07.03 Morgunútvarp 08.00 Morgun- fréttir 09.03 Níu til fjögur 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Níu til fjögur 16.03 Dag- skrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöld- fréttir 19.32 Nýjasta nýtt 20.30 Gull- skífan frá 8. áratugnum 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Nætursól 01.10 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 1&30 Kvöld- stemmning í Reykjavík. Ágúst Héð- insson 22.00 Á naeturvaktinni. Har- aldur Gíslason 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 11.00 Bjarni Haukur Þórsson 14.00 Björn Sigurðs- son og slúðrið 18.00 Darri Ólason og linsubaunin 21.00 Arnar Albertsson á útopnu 03.00 Jóhannes B. Skúla- son. Aðalstöðin 07.00 í morgunkaffi 09.00 Morgun- verk Margrétar 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 16.30 Mál til meðferðar 18.30 Dalaprinsinn 19.00 Við kvöldverðarborðið 22.00 Draumaprinsinn 02.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.