Alþýðublaðið - 05.10.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 05.10.1990, Síða 8
• ••• • ••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • ••••••••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • • • • • SOFIU Rauða stjarnan hvarf í gær af aðalstöðvum gamla kommúnistaflokksins. „Tími til kominn," sagði vegfarandi. Mikil óvissa hefur ríkt í búlgörskum stjórnmálum eftir fyrstu frjálsu kosningarnar í sumar. Stjórnarandstaðan hef- ur hafnað því að ganga inn í stjórn Sósílistaflokksins. Vínuppskeran 1990 eftir þurrkasumar verður annað hvort góð eða léleg — en ekkert þar á milli. Þetta er álit yfirmats- legra vínsmakkara. ÞYSKALANDI: Þingið kom saman í fyrsta skipti í gær eftir sameiningu. 519 þingmenn úr vesturhluta og 144 úr gamla austurhlutanum minntust í þögn fórnarlamba ógn- arstjórnar nasista, þeirra sem létu lífið undir ráðstjórn Sta- líns og þeirra sem féllu við Berlínarmúrinn. BERLÍN/MOSKVU: Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, mun að öllum líkindum fara í heimsókn til Þýskalands um miðjan nóvember. EVRÓPUBANDALAGINU: Sendinefnd frá EB heldur til austurhluta Þýskalands til að kanna kjarnorkubirgðir. Er þetta gert í samræmi við Rómarsáttmálann sem Evrópu- bandalagið fylgir, en við sameiningu Þýskalands er hið nýja ríki fullgildur aðili að EB og verður þar af leiðandi að hlíta reglum bandalagsins. JAPAN/BANDARÍKJ- UNUM: Fyrirtækjarisinn Sony og bandaríska flug- vélafyrirtækið Hughes hafa á prjónunum mikla tæknivæðingu í flugvélum. Farþegar eiga framvegis að geta horft á sjónvarp við sætin, fylgst með verð- bréfamörkuðum og frétt- um, hringt beint úr sætun- um o.s.frv. FLOAMAL: „Því miður virðist Saddam Hussein ekki I hlusta," er haft eftir Fahd, konungi af Saúdí-Arabíu. Kóngur samþykkir þó að þrýst sé á efnahagslega og stjórnmála- lega til þess að koma íraksher út úr Kúvæt. POLLANDI : Mazowiecki forsætisráðherra hefur ákveðið | að bjóða sig fram til forseta í Póllandi í komandi kosning- j um. Þar með fær Walesa samkeppni af fyrrverandi félaga og ráðgjafa sínum, en Walesa tilkynnti fyrir nokkru að * hann sæktist eftir embættinu og myndi gefa kost á sér í það. NYJU-DELI : Þrjár námsmeyjar sviptu sig lífi gær til að I mótmæla því að ríkisstjórnin hyggst veita hindúum af lægri stigum vinnu. Skólastúlkan Narinder Kaur hengdi sig í Punjab og ánafnaði Singh forsætisráðherra augu sín, ef vera kynni að það opnaði augu hans fyrir afleiðingum fyrirhugaðra aðgerða. BRETLANDI : Vísindamenn hafa komist að því að glúk- I ósi í súkkulaði getur fellt ökumenn í áfengisprófi. Sé nammisins neytt á tómann maga getur glúkósinn framkall- að alkóhól. Nýjar reglur og hertar, t.d. í Svíþjóð í huga eru augsýnilega ekki samdar með hagsmuni þeirra sem þykir súkkulaði gott og borða mikið af því. KAIRO: Hosni Mubarak forseti sakar íraka um að gera út flokka sem eigi að efna til óróleika í Eg- yptalandi m.a. með sprengjuhótunum. PARIS: ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Þorlákur Helgason Nú má teljast gott aö ná í símsvara í gamla Austur-Þýskalandi: „Það er enginn not- andi með þetta númer" Ný lög og nýir sidir í gildi. Ferill Honeckers og fylgisveina hans rannsakaöur ofan í kjölinn. Það er ekki lengur svar- að á opinberum skrifstof- um í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi. Þeir teljast heppnir sem ná í símsvar- ann, en svarið er eitt: „Það er enginn notandi með þetta númer.“ Nýir húsbændur hafa tekið við öllum málaflokkum sem áður féllu undir hin ýmsu ráðuneyti í Austur-Þýska- landi. Önnur lög gilda og fyrrverandi embættismenn eru sóttir til saka fyrir gjörðir sem voru drýgðar undir merkjum kommúnisma. I gær voru tveir fyrrverandi fulltrúar í forsætisnefnd Aust- ur-Þýskalands fluttir vestur yfir í fangelsi. Erich Mielke, 82 ára og fyrrverandi höfuðpaur í ör- yggisráðinu og Harry Tisch, 63 ára, leiðtogi í verka- mannasambandi, eru trúlega aðeins fyrstir í röðinni, því að búast má við að fleiri fylgi á eftir. Heimildir herma að Mi- elke kunni m.a. að verða ákærður fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir vestur-þýska borgarskæruliða. Dómsmála- yfirvöld í því sem áður hét Vestur-Berlín eru að hefja yf- irlestur á 500 skýrslum um at- hafnir Erichs Honeckers, fyrrum kommúnistaleiðtoga, og fylgifiska hans. Honecker dvelur á heimili í Beelitz, fyr- ir sunnan Berlín. Aust- ur-þýskir læknar segja hann ekki hafa heilsu til að koma fyrir rétt, en Honecker var hálft ár á sjúkrahúsi í Sovét- ríkjunum. Þeir sem áður störfuðu á ráðuneytiskrifstofum hafa flestir fengið reisupassann og 70% af launum í hálft ár. Aðr- ir eru í endurmenntun. Að- eins 150 af 4.000 manna starfsliði utanríkisráðuneytis- ins eru nú í þjónustu hins nýja ríkis. „Stjórnarerindrekarnir voru hugmyndafræðilega of háðir gamla kerfinu," segir einn af þeim sem eru að raða niður að nýju í ráðuneytun- um. Og hann bætir við að Marx-Engels torgið sem menn unnu áður við sé eins og gamla ríkisstjórnin og landið sjálft í austri: saga ein. Checkpoint Charlie tákn liðinnar tíðar. En reikningarnir eru óuppgerðir. Samkomulag um aö eyða heföbundum vopnum: Vesturlöndum i hag — segir Bush, forseti Bandaríkjanna Varsjárbandalagið verður að eyða 19.000 skriðdrekum samkvæmt samkomulagi um fækkun hefðbundinna vopna, sem væntanlega verður und- irritað í París. 22 aðilar í varn- arbandalðgunum tveimur munu skrifa undir. Atlants- hafsbandalagið þarf einungis að losa sig við 4.000 skrið- dreka. James Baker utanríkisráð- herra Bandaríkjanna taldi upp einstaka þætti i samkomulaginu, en Bush forseti hafði áður lýst því yfir að samningurinn yrði Vesturlöndum í hag. Samninga- maður þýsku stjórnarinnar sagði að aðeins ætti eftir að ganga frá fáeinum tæknilegum atriðum, en gert er ráð fyrir að ríkin 22 sem standa að samningnum muni undirrita hann i París 22. nóvember nk. HIÐ NÝJA ÞÝSKALAND EFNAHAGSHORFUR: SAMANBURÐUR VIÐ ONNUR LOND Gjaldeyrisstaða: í milljörðum dollara

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.