Alþýðublaðið - 27.10.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Page 7
Laugardagur 27. október 1990 7 • •• • • ••• • • • • • • • • • • • • ••• • • • • • • • • • • ••• • • • ••••••••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • • • • • ENGIR VINIR: Erfiðleikar í samskiptum Bandaríkja- manna og ísraelsmanna fara vaxandi. Nú er jafnvel talað opinberlega um persónulega óvild milli Ytzhaks Shamirs forsætisráðherra ísraels og Georges Bush forseta Banda- ríkjanna. Jafnframt er talið að gagnkvæm tortryggni ríki rnilli utanríkisráðherra landanna, þeirra James Bakers og Davids Levy. LJOTIR ARABAR: Bandarískar kvikmyndir og sjón- varpsefni hafa áratugum saman verið notuð til að kynda undir hatri á aröbum. „Ljóti arabinn" er manngerð sem gjarna er notuð í skúrkana í bandarískum kvikmyndum. Það er bandaríski fjölmiðlafræðingurinn Jack Shaheen sem hefur komist að þessari niðurstöðu eftir langvinnar rannsóknir. NEYÐARÁSTAND: Stjórnvöld í Sovétlýðveldinu Moldovu, sem áður kallaðist Moldavía, lýstu í gær yfir neyðarástandi í þeim hluta lýðveldisins sem byggður er fólki af tyrkneskum uppruna. Tyrkneski minnihlutinn hef- ur sagt sig úr lögum við lýðveldið og hyggst kjósa sér eigin stjórn. Enn er talin hætta á að borgarastyrjöld brjótist út. BIRTA LEYNISKJÖL: Kúbumenn eru reiðubúnir að birta öll leyniskjöl sem varða Kúbudeiluna 1962. Háttsettur embættismaður lýsti þessu yfir í Havana í gær. Hann harðneitaðijafn- framt ásökunum sem hafð- ar hafa verið eftir Nikita Khrústjov, þess efnis að Kúbumenn hafi beðið Sov- étleiðtogann þáverandi að gera kjarnorkuvopnaárás á Bandaríkin. Embættismaðurinn sagði jafnframt að ef birt- ar yrðu bandarískar skýrslur frá þessum tíma myndu þær sýna að Bandaríkjamenn hafi áformað árás á Kúbu áður en sovésku eldflaugarnar voru settar upp. í TUKTHÚSIÐ: Marion Barry, fyrrum borgarstjóri í Washington, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir kókaínneyslu sína. Venjan er að menn fái skilorðsbundinn dóm fyrir fyrsta brot, en dómarinn kvað Barry ekki hafa sýnt nein merki um iðrun. MÁNAÐASLÖKKISTARF: Það gæti tekið marga mán- uði að slökkva eldana í olíulindum í Kúvæt, ef írakar sprengdu þær í hugsanlegri styrjöld. Olíulindirnar í land- inu skipta hundruðum og skemmdarverk á þeim myndu valda ægilegum umhverfisspjöllum, sögðu sérfræðingar í gær. ARASRÆDD : James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hyggst fara til Persaflóa og e.t.v. Evrópu í næstu viku. Óstaðfestar fregnir hermdu í gær að hann kynni að hafa í hyggju að ræða ákveðna tímasetningu fyrir árás á ír- ak. MEGA SKJOTA ARABA: ísraelsk hernaðaryfirvöld lýstu því yfir í gær að hermönnum og almennum borgur- um væri heimilt að skjóta Palestínumenn sem köstuðu grjóti, þó að því tilskildu að hnullungarnir væru nægilega stórir til að lífshætta stafaði af. ÞÝSKIR GÍSLAR: utan- ríkisráðherra Þýskalands, Hans Dietrich Genscher, sagði í gær frá því að írakar byðust til að sleppa þýskum gíslum gegn því að ýmis skilyrði væru uppfyllt. Italir hafa gagnrýnt ferðir ým- issa nafntogaðra manna af Vesturlöndum til íraks til að fá gísla látna lausa. UTGONGUBANN: í hinni helgu borg Ayodhya á Norð- ur-Indlandi hefur verið fyrirskipað útgöngubann allan sól- arhringinn. Á Indlandi er talið að um 70 manns hafi látið lífið í trúarbragðaóeirðum allra síðustu daga. Singh for- sætisráðherra skoraði á þjóð sína í ávarpi í gær að láta af manndráþum. FRIÐSAMLEG LAUSN: Eftir að hafa rætt við Hosni Mubarak forseta Egyptalands í gær, sagðist Jevgení Prímakov, sérlegur sendimaður Gorbatsjovs Sovétfor- seta, telja verulegar líkur á ’að friðsamlega lausn mætti finna á Persaflóadeilunni. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón Jón Daníelsson ERLENDAR FRÉTTIR James Baker utanríkisráðherra á fundi utanríkisnefndar öldungadeildarinnar: Ekkert loforð um að leita samþykkis þingsins áður en ráðist verður á íraka. Ráöamenn í Washington Leita að ástæðu til að ráðast á íraka Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin að ráðast á írak og innan stjórnarinn- ar leita menn að nothæfu tilefni, þegar eða ef, Bush forseti tekur þá ákvörðun að hefja styrjöld. Utanrík- isráðherrann, James Bak- er, neitaði nýverið að gefa utanríkisnefndum þings- ins loforð um að leitað yrði samþykkis þingsins áður en ráðist yrði á írak. í nýútkomnu hefti tímarits- ins Time fjalla tveir banda- rískir fréttaskýrendur um möguleikana á styrjöld á Persaflócisvæðinu og þann vanda sem Bandarísk stjórn- Saddam Hussein kveðst nú reiðubúinn til við- ræðna um Kúvæt. Hann lýsti þessu yfir í bréfi til Franqois Mitterrand Frakklandsforseta að því er frönsk sjónvarpsstöð skýrði frá í gær. Að sögn stöðvarinnar segist Sadd- am í bréfinu vilja leita allra ieiða til að finna frið- samlega lausn á Persaflóa- deilunni. Mitterrand og Mikhail Gor- batsjov munu ræðast við í París á sunnudag og mánu- dag og er bréf Saddams Hus- sein skrifað í tilefni af þeim fundi. íraksforseti segist í bréfinu vona að leiðtogarnir tveir láti einskis ófreistað til að finna lausn á öHum vanda- málum Persaflóasvæðisins, sérstaklega þó Palestínumál- inu. Hann bætir því við að hann sé opinn fyrir öllum hugmyndum og til viðræðu um hvaðeina sem Mitterrand og Gorbatsjov vilji leggja til málanna, líka um Kúvæt. Fyrir utan ýmsa leiðtoga arabaríkja, eru það einmitt Gorbatsjov og Mitterrand sem helst hafa reynt að leita friðsamlegrar lausnar í Persa- flóadeilunni. Saddam Hus- sein hefur fram til þess verið völd standa frammi fyrir varðandi haldbæra afsökun til að hefja styrjöld. Þeir halda því fram að forsetinn og samstarfsmenn hans hafi nánast tilbúinn lista yfir til- efni til styrjaldar. Helsta vandamálið sé hins vegar það að írakar gæti þess vand- lega að gera ekkert sem geti gefið Bandaríkjamönnum til- efni til árásar. Á fundi með utanríkismála- nefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, var Baker utanrík- isráðherra spurður hvort hann gæti fullvissað nefndar- menn um að Bandaríkin myndu ekki ráðast á hersveit- ófánalegur til lýsa því yfir op- inberlega að írakar geti hugs- að sér að fara á brott úr Kú- væt. Utanríkisráðherra ír- lands og írlandsráðherra bresku stjórnarinnar, lýstu því sameiginlega yfir í London í gær að þeir myndu leita allra ráða til að finna umræðugrund- völl um málefni Norður-ír- lands sem allir aðilar gætu sætt sig við. Ráðherrarnir lýstu jafnfram hryllingi sínum yfir þeirru nýju árásartækni írska lýðveld- ishersins að neyða óbrey tta borgara til að aka sprengiefni að skotmark- inu. Gerry Collins, utanríkisráð- herra írlands, og Peter ir Saddams Husseins án þess að ráðfæra sig fyrst við þing- ið. Svar Bakers var stutt og laggott: ,,Nei.“ Skömmu áður hafði hann gefið utanríkis- málanefnd öldungadeildar- innar svipað svar. Þingmenn vísuðu til yfirlýsingar Ed- vards Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, þess efnis að Sovétmenn myndu ekki grípa til neinna hernaðaraðgerða á Persa- flóasvæðinu án þess að fá fyrst samþykki þingsins. í grein sinni í Time telja bandarísku fréttaskýrend- urnir upp fjölda mögulegra atburða sem þeir segja að ráðamenn í Washington telji nægilega átyllu til að hefja stríð. Þótt Saddam Hussein leggi ekki til beint tilefni, t.d. með því að ráðast á ísrael, myndu bandarískir ráða- menn geta látið sér nægja vísbendingar um að írakar væru að undirbúa árás. Slíkar vísbendingar gætu t.d. feng- ist með því að bandarískir gervihnettir næðu myndum af því að verið væri að fylla eldsneyti á írakskar eldflaug- ar. Þeir nefna líka að áfram- haldandi misþyrmingar íraka á borgurum í Kúvæt megi Brooke, sá ráðherra í ríkis- stjórn Thatchers, sem fer með málefni Norður-írlands, hittust í London í gær til að ræða ástandið á Norður-ír- landi eftir árásir frska lýð- veldishersins aðfaranótt mið- vikudagsins sem urðu alls sjö manns að bana. í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna viðurkenndu þeir að mistekist hefði að finna leið til að veita Norð- ur-írlandi einhvers konar heimastjórn að nýju. Árás IRA á þrjár varðstöðvar breskra hermanna eru taldar gerðar til hefnda eftir Dennis Crew, einn leiðtoga IRA sem hugsanlega nota sem afsök- un fyrir árás. Hryðjuverk ein- hvers staðar í heiminum sem með einhvrerjum hætti mætti gera sennilegt að frak- ar stæðu bak við, — eða mis- þyrmingar á gíslum og margt fleira er í greininni talið upp sem nothæfar átyllur til að hefja stríð við Persaflóa. RÍáðamenn í Washington eru líka farnir að tala um að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja áíyktun sem heimili að vopnavaldi verði beitt. Það er þó talið líklegt að slík ályktun félli fyrir neitunvaldi. Reynd- ar er talið ólíklegt að neitunin kæmi frá Sovétmönnum, hins vegar gætu Kínverjar beitt neitunarvaldi, eða jafnvel Frakkar. Bandarísku fréttaskýrend- urnir virðast þeirrar skoðun- ar að spurningin um stríð eða frið við Persaflóa, sé einfald- lega spurningin um ákvörð- un Bush Bandaríkjaforseta. Þeir fullyrða jafnframt að Saddam Hussein forðist það eins og heitan eldinn að gefa forsetanum minnsta tilefni til árásar. breskir hermenn skutu til bana fyrir fáeinum vikum. Þar með er írski lýðveldisher- inn aftur farinn að beina árás- um sínum að breskum her- mönnum á Norður-írlandi eftir að hafa beint kröftum sínum að Englandi síðustu tvö ár. Sex menn sem handteknir voru í fylkinu Donegal, sem er írlandsmegin landamær- anna, voru leiddir fyrir rétt í Dublin í gær og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. nóvemb- er. Þeir eru ákærðir fyrir að vera meðlimir í IRA og grun- aðir um aðild að árásunum. Saddam Hussein sendir Mitterrand bréf Vill semja um Kúvæt * * Bretar og Irar funda um Noröur-Irland Vilja finna nýjan umræðugrundvöll

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.