Alþýðublaðið - 28.11.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 28.11.1990, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990 JÓN SÆMUNDUR ÁFRAM í 1. SÆTI: uPP- stillingarnefnd kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra hefur ákveðið að Jón Sæmund- ur Sigurjónsson alþingis- maður skipi áfram 1. sæti lista flokksins við komandi aiþingiskosningar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um skipan annarra sæta. ,,Það er greinilega ekki áhugi fyr- ir prófkjöri núna og allir flokkar í kjördæminu hafa tekið þann kostinn að stilla upp,“ sagði Jón Sæmundur við Al- þýðublaðið. ,,Ég hafði lýst því yfir að ég gæfi kost á mér hvor aðferðin sem yrði farin," sagði Jón Sæmundur enn- fremur. TALDIR AF: Mennirnir tveir sem leitað hefur verið á Húnaflóa undanfarna daga eru nú taldir af. Þeir hétu Dag- bjartur Jónsson, 45 ára, Víðigerði í Víðidal og Jónas Sigfússon frá Gröf í Víðidal, 18 ára. ANNAR LEIÐANGUR A MANGAN-MIÐ: Ríkisút- varpið sagði frá því í kvöldfréttum að breskir vísindamenn hafi áhuga á frekari rannsóknum á svæði því á Reykjanes- hrygg þar sem málmurinn mangan fannst á dögunum. Greinilegt er að áhugi er víða vakinn á rannsókn þessa svæðis, innlendur og erlendur, enda hugsanlegt að þarna leynist talsverður auður innan efnahagslögsögunnar. Mangan er í sjálfu sér ekki verðmætt, en stundum eru í tengslum við mangan-útfellingar aðrir málmar, m.a. silfur og sink og kopar. POLVERJAR KAUPA SILD: Á sama tíma og Sov- étríkin virðast hætta að kaupa af okkur síld, — koma Pólverjar og gera innkaup á 26.000 tunnum af hausskorinni og léttverk- aðri síld. Þetta er 170 millj- ón króna samningur og sagði Ríkisútvarpið í gær að það samsvaraði 60% af Svíþjóðarmarkaðnum. Undanfarin ár hafa Pólverj- ar lítið keypt af síld héðan. VIÐUNANDI AHÆTTA: íbúar í Grafarvogi eru ekki búnir að gleyma þeirri hættu sem þeim, og raunar mun fleiri íbúum höfuðborgarsvæðisins, stafar af Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Blaðamannafundur vegna kynningar á niðurstöðum áhættumats sem ríkisstjórnin lét gera hjá Technica a.s., norsku fyrirtæki, var haldinn án þess að GV, blaði Grafarvogsbúa væri boðið. Þar kom fram að áhættan væri ásættanleg fyrir íbúðabyggðina. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, segir hinsvegar að mat þetta sé marklaust, hvergi í matinu sé minnst á mestu hættuna, flutning ammoníaks með skipum og losun farmsins. Ein- mitt þessi atriði hafa leitt af sér slys, síðast fyrir nokkrum vikum í Hollandi. LEIÐARINN í DAC Leiðari dagsins fjallar um hugmyndir fjármálaráð- herra um svonefndan hátekjuskatt. Alþýðublaðið telur ekki tímabært að innleiða annað skattþrep, ekki síst vegna þess að það myndi raska mjög stað- greiðslukerfinu og öðrum þáttum í skattkerfinu sem innleitt var 1987 og enn hefur ekki fengið fullan að- lögunartíma. SJA LEIÐARA A BLS. 4: EKKI TÍMABÆR HATEKJUSKATTUR ER Major í Downing- stræti John Major, sonur sirkus- Imanns, mætir í dag til vinnu sinnar sem forsætisráðherra Bretlands. Downingstræti 10 er hér eftir bústaður hans og fjölskyldu hans, skyndilega og óvænt. Margaret Thatcher flytur út. Bláa lónið og Persaflói Bláa lónið er í heimspress- unni þessa dagana eftir heim- J. sókn fréttamanns frá Reuter- fréttastofunni. Japanskir og franskir aðilar vilja gjarnan fjár-' festa þar. Löggjafinn brýtur lög á lögbrjótum Þrátt fyrir að til séu lög og Ireglugerðir um hvernig mannabústaðir eigi að vera, — þá eru þau lög ekki í heiðri höfð að Litla-Hrauni. — ef ekkert verður úr samningum EFTA og EB. Spánverjar krefjast 70—80 þúsund tonna veiði á EFTA-miðum. Viðræður við Evrópu- bandalagið eru á við- kvæmu stigi. Ef ekki semst á næstu mánuðum mun pólitískur kraftur í EFTA ekki duga. Hann er á þrotum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra segir, að ef Is- Iendingar útilokist frá Evrópska efnahags- svæðinu, komi upp gamla spurningin um samninga við Bandarík- in. Evrópubandalagið krefst veiða í fiskveiðilögsögu EFTA-ríkja, en Island hleypir þeim ekki inn. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að Is- lendingar greiði ekki einir „fórnarkostnað" íslend- inga. Ef EFTA greiðir sameig- inlega reikninginn fyrir samning EFTA-ríkjanna og EB, kemur það í hlut Norð- manna og Svía að hleypa EB inn í fiskveiðilögsögu sinna landa. Evrópubanda- lagið fer líklega fram á 10—20 þúsund tonna afla en kröfu Spánverja um 70—80 þúsnd tonna afla á EFTA-miðum hefur verið vísað frá. Samningaviðræðurnar eru á viðkvæmu stigi. Svíar segjast ætla að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu á næsta ári og eru því á hliðarspori.Utanríkisráð- herra Austurríkis sagði í gær að leysa yrði innan hálfs mánaðar úr flækj- unni, sem samningarnir eru í nú. Dragist viðræður á langinn gefast samninga- menn væntanlega upp, því að pólitískur kraftur er á þrotum í EFTA. Þá gæti komið að því að íslending- ar hölluðu sér meira í vest- ur. Þar næðust væntanlega hagstæðir samningar. Sjá nánar fréttaskýringu á síðu 5. Alþýðubandalagsfélagar á Dalvík týna tölunni: Stjernarmenn segja af sér Alþýðubandalagsfélagið á Dalvík er nú stjórnar- laust. Stjórnin hefur öll sagt af sér utan ritarans sem ekki var mættur á síð- asta stjórnarfund. Tveir stjórnarmanna sögðu sig jafnframt úr félaginu. Að sögn Þóru Rósu Geirs- dóttir, sem var formaður fé- lagsins, sagði öll stjórnin af sér nema Jóhann Antonsson en hann hafði ekki verið mættur á fundinn. Hún sagði að það hefði verið að smá- fækka í félaginu en það ætti sínar eðlilegu skýringar, stór hluti af því. Fólk hefði m.a. flutt af staðnum. Nú eru 16 manns eftir í Al- þýðubandalagsfélaginu en voru þetta 40-50 manns fyrir nokkrum árum. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hún hefði sagt sig úr stjórninni vera þá að það hafi ekki verið neitt starf í félaginu, almenn deyfð og fólk hafi ekki sinnt því að mæta á fundi. ,,Þá voru í stjórninni aðilar sem vildu ganga úr félaginu. Við í stjórninni boðuðum því til fé- lagsfundar til að ræða þetta og ég m.a. vildi losa mig und- an þeirri ábyrgð og frá þessu sem var orðið ekki neitt, neitt,' sagði Þóra Rósa við Al- þýðublaðið. Nú síðast gengu sjö manns úr félaginu. Mikill uppgangur var i Alþýðubandalagsfélag- inu á Dalvík á þeim tíma sem Svanfríður Jónasdóttir tók þátt í forvali Alþýðubanda- lagsins fyrir síðustu kosning- ar. Nú er hún flutt suður enda aðstoðarmaður fjármálaráð- herra. Þingmaður þeirra Dal- víkinga, Steingrímur J. Sig- fússon ráðherra, felldi síðan Svanfríði í kosningum um varaformannsembætti Al- þýðubandalagsins. Olli það óánægju margra Alþýðu- bandalagsmanna á Dalvík. Nú er svo komið að sá eini sem ekki hefur sagt sig úr stjórn Alþýðubandalagsfé- lags Dalvíkur er einmitt eig- inmaður Svanfríðar, Jóhann Antonsson. RITSTJORN /* 681866 — 83320 - FAX 82019 • ASKRIFT OG AUGLYSINGAR ^ 681866

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.