Alþýðublaðið - 28.11.1990, Síða 6
6
Miðvikudagur 28. nóvember 1990
Athugaseitid
frá f jármalaráðuneytinu
í athugasemd frá fjármála-
ráðuneytinu í gær er mótmælt
þeim staðhæfingum Alþýðu-
biaðsins að fjármálaráðherra
hafi „reiknað vitlaust" og feng-
ið mikiu hærri upphæð en Al-
þýðublaðið um heildarupphæð
hátekjuskatts sem mundi mið-
ast við 8% á tekjur sem að jafn-
aði eru hærri en 300 þúsund
árið 1991.
í athugasemdinni var bent ná-
kvæmlega á hvar misskilningur
Alþýðublaðsins lá — í því að það
notaði tölur frá 1989, án þess að
framreikna þær til ársins 1991.
í Alþýðublaðinu í gær kemur í
ljós að blaðið situr enn við sinn
keip. Rök blaðsins virðast nú eink-
um þrennskonar.
í fyrsta lagi hafi komið fram í
blaðafréttum að 5% framteljenda
muni á 1991 ná tekjum sem að
jafnaði fara yfir 300 þúsund krón-
ur á mánuði, en í athugasemdinni
sé rætt um 2'/2%.
Það er rétt að í fjölmiðlum hefur
komist á flakk þessi ranga hlut-
fallstala. Hún stendur hins vegar
ekki að baki útreikningum fjár-
málaráðuneytisins. Varla Alþýðu-
blaðsins heldur, því að þá sýndu
niðurstöður blaðsins væntanlega
helmingi hærri tölu en reikn-
ingar ráðuneytisins, en sem kunn-
ugt ér heldur Alþýðublaðið því
fram að skattur mundi skila helm-
ingi minni tekjum en talið er í
ráðuneytinu.
í öðru lagi segir Alþýðublaðið
að ráðuneytið hafi ekki reiknað
með að menn reyni að komast hjá
því að lenda í þessum skatti. Þótt
slík rök væru rétt eru þau of veik
til að standa undir staðhæfingum
um ranga útreikninga. Það er hins
vegar rétt hjá blaðinu að þegar
skattar eru settir á nýjan stofn má
reikna með að menn reyni að
flytja tekjur sínar til og ná sem
mestu skattahagræði, eins og það
heitir. Um hátekjuskatt af því tagi
sem hér um ræðir skiptir til dæmis
miklu hvernig hagað er sköttum á
fyrirtæki, vegna þess að eigend-
um smárra og meðalstórra fyrir-
tækja er mörgum í sjálfsvald sett
hvort þeir taka hagnað úr fyrir-
tækjum sínum sem laun eða halda
honum áfram inni. Meðal annars
með tilliti til þessa þáttar hefur
ráðuneytið valið varlegustu leið-
ina í áætlunum sínum um hugsan-
legar tekjur ríkissjóðs af hátekju-
skatti. í því dæmi sem Alþýðublað-
ið tekur hefur fjármálaráðuneytið
nefnt niðurstöðuna 400 milljónir
króna, þótt Alþýðublaðið fái 436
milljóna niðurstöðu. Með slíkri
varúð er einmitt tekið tillit til
óvissuþátta eins og þeirra sem
blaðið nefnir.
í þriðja lagi telur Alþýðublaðið
réttara að nota tölurnar frá 1989
en áætlaðar tölur um 1991. Þar
með virðist blaðið enn ekki hafa
skilið kjarna málsins. Tillögurn-
ar um hátekjuskatt, húsaleigu-
bætur og fleira miðast við árið
1991, miðast við tekjur manna
á því ári, þann skatt sem rynni
í ríkissjóð af tekjum ársins
1991 og þær bætur sem greidd-
ar yrðu úr sjóðnum á því ári.
Það er hins vegar ekki gert ráð
fyrir því í tillögum að skattleggja
tekjur manna árið 1989. Þær tekj-
ur hafa þegar verið skattlagðar,
nefnilega árið 1989 og að ein-
hverju leyti árið eftir.
Það væri þess vegna fullkom-
lega óeðlilegt að framreikna ekki
tölur til áætlaðs verðlags 1991 —
samkvæmt forsendum þjóðhags-
stofnunar og fjárlagafrumvarps,
og það hefur fjármálaráðuneytið
gert með viðurkenndum aðferð-
um. Rétt er að vekja athygli á að
tölurnar sem þar eru lagðar til
grundvallar eru fengnar frá Þjóð-
hagsstofnun, og eru þær sömu og
Alþýðublaðið notaði þegar það
„reiknaði vitlaust". Alþýðublaðinu
er velkomið að kynna sér alla til-
högun við þennan framreikning í
fjármálaráðuneytinu.
Menn og dagblöð hafa öðru
hvoru rangt fyrir sér. Þá er yfirleitt
besta ráðið að viðurkenna einfald-
lega að svo hafi verið. Að auki er
mannsbragð að því að biðjast af-
sökunar.
Mörður Arnason,
upplýsingafulltrúi
fjármálaráðherra.
RAÐAUGLÝSINGAR
Auglýsing frá
Hagstofu íslands
Eruö þið rétt skráð í þjóðskrá?
1. Áríðandi er að heimilisföng séu rétt skráð í þjóð-
skrá.
2. Skattkort, staðgreiðsluyfirlit, barnabætur, launa-
seðlar og margt fleira er sent út eftir þjóðskrá.
Skattframtöl eru send á lögheimili manna eins og
þau eru skrá 1. desember ár hvert.
Bent skal á að við alþingiskosningar eru menn
teknir á kjörskrá í því sveitarfélagi er þeir áttu lög-
heimili í 1. desember næstum fyrir kjördag.
3. Aðsetursskipti skal tilkynna til skrifstofu viðkom-
andi sveitarfélags, í Reykjavík til Hagstofunnar,
Skuggasundi 3, Manntalsskrifstofunnar, Skúla-
túni 2, eða lögregluvarðstofu.
Fálkaorðan
Tilboð óskast í smíði heiðursmerkja hinnar íslensku
fálkaorðu.
Þeir sem áhuga kynnu að hafa eru beðnir um að til-
kynna það skriflega fyrir 10. desember nk. til Orðu-
nefndar, Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, 150
Reykjavík.
Tilboð
Ræsti- og þvottavörur
Fyrirspurn nr. 2440/90
Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í
ræsti- og þvottavörur, ásamt tilheyrandi rekstrar-
vörum, til nota á ríkisstofnunum.
Fyrirspurnin er afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni
7, Reykjavík, milli kl. 08.00 og 16.00 næstu daga.
Tilboðum þarf að skila eigi síðar en 7. desember nk.
Innkaupastofnun ríkisins.
IMIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS
„O.'GAR T JNI 7 ' 1 0f> REVKJAVIK
Flokkætarfið
Alþýðuflokksfélag Garðabæjar
og Bessastaðahrepps
Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn að Goðatúni
2, kl. 20.30 miðvikudaginn 28. nóvember.
Allir flokksmenn velkomnir.
Stjórnin.
Jafnaðarmenn Akranesi
Skagarósin
Opið hús verður í Röst föstudaginn 30. nóvember
kl. 20.30.
Slegið verður á léttu strengina.
Alþýðuflokksfélag Akraness.
Alþýðuf lokkurinn - Austurland
Kjördæmisráð
Fundur í Kjördæmisráði Alþýðuflokksins á Austur-
landi verður haldinn sunnudaginn 2. desember í
Verkalýðshúsinu á Fáskrúðsfirði kl. 13.00.
Fundarefni:
1. Framboð 1991.
2. Stjórnmálaályktun.
3. Önnur mál.
Allir alþýðuflokksmenn og aðrir stuðningsmenn
velkomnir.
Gestir frá yfirstjórn Alþýðuflokksins koma til fund-
arins.
Stjórn Kjördæmisráðs.
Félagsmiðstöð jafnaðarmanna
Hverfisgötu 8—10
Sími15020
Fimmtudagskvöld með
ungum jafnaðarmönnum
Rósin verður opin næsta fimmtudagskvöld kl.
20.30—23.30.
Ungir jafnaðarmenn í léttu spjalli.
Öllum opið.
SUJ.
Lokað föstudaginn 30. nóvember vegna breytinga.
Höfum opið laugardaginn 1. desemberfrá kl. 12.00
til 17.00.
Heitt kaffi, kakó og vöfflur.
Lítið inn eftir búðarápið.
Nánar auglýst síðar.
Suðurlandskjördæmi
Auglýsing um f und og framboðsfrest
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi heldur fund með kjördæmisráðsmeðlimum
laugardaginn 1. desember nk. kl. 14.00 á Hótel Sel-
fossi.
Dagskrá:
1. Tekin ákvörðun um framkvæmd vals í efsta sæti
væntanlegs framboðslista flokksins vegna kom-
andi alþingiskosninga.
2. Framboðsmálefni — væntanlegar alþingiskosn-
ingar.
3. Önnur mál.
Frambjóðendur sem áhuga hafa á að koma til álita
sem frambjóðendur í efsta sæti listans, snúi sér til
Eriings Ævars Jónssonar, Klébergi 5, sími
98-33766, 815 Þorlákshöfn, fyrir 1. desember nk.
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins
í Suðurlandskjördæmi