Alþýðublaðið - 04.12.1990, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.12.1990, Síða 6
6 Þriðjudagur 4. desember 1990 Jón Balduin Hannibalsson um fiskveidistefnu Evrópubandalagsins: Úrelt og stendur árangri fyrir þrifum ,,Fyrir land eins og ísland er valid augljóst. Stærstu viðskiptaaöilarnir eru ávallt í aðstöðu til að vernda hagsmuni sína. Smá og meðalstór ríki verða að reiða sig á alþjóða- Jón Baldvin Hannibalsson: Veröum aö reiða okkur á alþjóðasamninga. samninga," sagði í ræðu utanríkis- ráðherra á fundi GATT um tolla og viðskipti í Brussel í gær. Stefán Frið- finnsson, aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra, flutti ræðuna í fjarveru ráðherra. Utanríkisráðherra telur brýnt að meta langtímaárangur af viðræðum GATT. Hið alþjóðlega viðskiptakerfi hafi reynst áhrifaríkur aflvaki hag- vaxtar og velmegunar. En það sé grundvallaratriði að samkomulag náist um landbúnaðarmálin í þess- um viðræðum. Ágreiningur sé líka um þjónustuviðskipti, en nauðsyn- legt sé að komast að samkomulagi um leiðir til að auka frelsi í viðskipt- um á því sviði. Þá vék utanríkisráð- herra að verslun með fisk og fiskaf- urðir: „Verslun með fisk og fiskafurðir er grundvallaratriði fyrir ísland. Til- boð frá öðrum þátttakendum varð- andi þessa vöruflokka eru ófull- nægjandi. Sú stefna EB að tengja viðskipti við aðgang að auðlindum hefur staðið árangri fyrir þrifum á þessu sviði." Þá sagði ráðherra að einangrun bandalagsins í málinu hlyti að leiða til þess að menn heykt- ust á úreltri skoðun. „Hins vegar ber að meta að í tvíhliða viðræðum hef- ur ísland fengið fáein tilboð um tollalækkanir á fiskafurðum og aðr- ir hafa gefið til kynna möguleika á sveigjanleika í þeim efnum. Engu að síður hlýt ég að leggja áherslu á að heildarútkoman er ófullnægjandi enn sem komið er.“ Þá vék utanríkisráðherra að regl- um GATT, sem hann kvað grundvöll öryggis og stöðugleika í heimsvið- skiptum. „Veikar GATT-reglur grafa undan virkni fjölþjóðakerfisins og opna fyrir möguleika á einhliða að- gerðum og verndarhyggju." í lok ræðunnar í gær fjallaði ráðherra um þátt íslands á vettvangi GATT: Félagsmálaráðuneytið hefur sent Alþýðublaðinu eftirfar- andi texta varðandi umræður á Alþingi um sérprentun á lög- um um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Verulegar breytingar voru gerð- ar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins sem samþykktar voru af Alþingi sl. vor og vörðuðu félags- legar íbúðir. Úr eldri lögum voru felldar 66 greinar en 52 nýjum greinum bætt við. Til hagræðis fyrir þá sem þurfa á lögunum að halda, svo sem al- þingismenn, var ákveðið að gefa út sérprentun nú í haust, til að hægt væri að lesa gögnin í einu lagi ásamt þeim fjölmörgu breyt- ingum sem gerðar hafa verið á þeim. Það þarf naumast að taka það fram, að sérprentun hefur ekki lagagildi, heldur er hún eins konar handbók, þar sem er að finna lög, með öllum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á þeim, og hefur það verið fellt í einn lagatexta. „ísland hefur unnið af heilum hug að góðum árangri þessara við- ræðna. Að okkar áliti er sterkt al- þjóðlegt viðskiptakerfi óhjákvæmi- legt. íslendingar sjá slíkt kerfi sem tæki fyrir hagvöxt og bestu vörnina gegn verndarhyggju og geðþótta- ákvörðunum. Þessi fundur er okkur öllum afar mikilvægur. Við skulum Við undirbúning sérprentunar komu í ljós misfellur á lögunum. Eins og venja er til voru þær leið- réttar með neðanmálsathuga- semdum, þannig að útgáfan væri heilleg og kæmi að gagni. Vekja varð athygli á að leiðrétta þyrfti greinatilvísun í 100 gr. lag- anna þar sem fjallað er um nauð- ungarsölu félagslegra íbúða. Eins og sérstaklega er tekið fram í at- hugasemd við þá grein í frumvarp- inu þá væri þessi grein „sam- hljóða núgildandi lagaákvæði um það efni sbr. 70. gr. laga nr. 86/1988“. Af þessu er Ijóst að ekki stóð til að breyta neinu frá þágild- andi lögum um útreikning sölu- verðs íbúða á uppboði, enda þótt slæðst hafi inn í lagagreinina röng tilvísun sem ekki var veitt athygli í meðförum þingsins á málinu. Þetta byggðist á því að eldra grein- anúmeri var ekki breytt réttilega. Ljóst var því að breyta þyrfti lög- um um Húsnæðisstofnun ríkisins til að tilvísun yrði rétt, og var haf- inn undirbúningur að því. Ákveð- leggja alla áherslu á að tryggja ár- angur þessara viðræðna. Of mikið er í húfi til þess að viðræðurnar mis- takist,“ sagði að lokum í ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar. ið var að benda á að tilvísun í um- ræddri grein væri ekki rétt, er sér- prentunin kæmi út enda var hún ekki í samræmi við athugasemdir við greinina í frumvarpinu sem varð að lögum. Það var gert með því að setja rétta tilvísun [ horn- klofa og segja neðanmáls „í yy lið 3. gr. laga nr. 70/1900 er ranglega vísað í 2. mgr. 102. gr“, Með þessu móti er ráðuneytið að benda á að tilvísunin hafi verið röng miðað við tildrög laganna. Það er hins vegar fráleitt að telja að ráðuneyt- ið hafi sjálft breytt lögunum. Fé- lagsmálaráðuneytið mótmælir þeim aðdróttunum að það sé að breyta lögum frá Alþingi með út- gáfu sérprentunar á lögum. Útgáf- an er gert til hagræðis, með hlið- sjón af lagabreytingum sem gerð- ar hafa verið frá 1988. Útgáfa á sérprentunum af lögum er á for- ræði viðkomandi ráðuneytis. Félagsmálaráðuneytið, 27. nóvember 1990. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisróðherra segir i boðskap sinum til GATT-samningamanna að sú stefna Evrópubandalagsins að tengja viðskipti með fisk og fiskafurðir við aðgang að auðlindum standi árangri fyrir þrifum og að einagrun bandalagsins á þessu sviði hljóti að kalla á endurskoðun innan EB sem leiði til þess að bandalagið heykist á úreltri skoðun. Athugasemd frá Félagsmálaráðuneyti RAÐAUGLÝSINGAR Hafnarfjarðarbær — Lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum fyrir einbýlishús á Hvaleyrarholti. Umsóknarfrestur er til þriðjudags 11. desember nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnará skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur. k.GA$v ' w\ "'Cs* GETUR ENDURSKINSMERKI BJARGAÐ y^EROAR Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10 Sími 15020 Jólaglögg og piparkökur fimmtudagskvöld 6. desember kl. 20.30 verður haldinn opinn fram- kvæmdastjórnarfundur Sambands ungra jafnaðar- manna. Hvar standa ungir jafnaðarmenn gagnvart kosningum gagnvart þjóðarsátt gagnvart framtíðinni? Takið þátt í umræðunni. Allir ungir jafnaðarmenn velkomnir. SUJ. KRATAKAFFI miðvikudag 5. desemberkl. 20.30 í Rósinni í Reykja- vík. Karl Steinar Guðna- son ræðir þjóðarsátt og þjóðmál eftir spennufallið. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.