Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 15. desember 1990 MMMBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði. í lausasölu 75 kr. eintakið KJÖLFESTAN SEM HRAKIÐ FLAK Enn einu sinni hefur þaö sýnt sig að Sjálfstæðis- flokkurinn er illa stjórnarhæfur. Forysta flokksins er veik og þingmenn flokksins ósamstiga og greinir á í ýmsum grundvallaratriðum. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi fram á nú við atkvæðagreiðslu um bráðabirgða- lögin á Alþingi að Jón Baldvin Hannibalsson og Stein- grímur Hermannsson höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórnar- hæfur eftir að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar. Það er ekki hægt að treysta forystu hans til að hafa umboð þingflokksins til að semja um eða ganga frá samkomulagsatriðum. Þingflokkar gera gjarnan sérstakar samþykktir um mál sem miklu þykir varða að menn séu samstiga í. í slíkum tilvikum þurfa einstaka þingmenn oft að beygja sig undir meirihlutavilja innan síns þingflokks. Það þarf venjulega ansi mikið til að menn neiti að hlýða flokkssamþykktum og gera menn það ógjarnan nema ef þeir telja það brjóta algerlega í bága við sam- visku sína. Að vísu hafa alltaf verið einstaka þing- menn sem hafa lent hálfpartinn upp á kant við flokk- inn sinn, verið brokkgengir í þessu sambandi. Slíka einstaklinga hefur verið að finna innan stjórnarflokk- anna og því varð mikil óvissa um úrslit í afgreiðslu um bráðabirgðalögin. Þegar á reyndi kom þó í Ijós að það var innan Sjálfstæðisflokksins sem ágreiningurinn var mestur og sátu fjórir þingmenn hans hjá við at- kvæðagreiðslu um málið í neðri deild Alþingis í vik- unni. Það er alvarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans. Segja má að í þessu máli hafi formaður og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins mátt þola opinbera fleng- ingu. Þeir sýndu af sér pólitísk afglöp með því að láta þingflokk sinn samþykkja að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum í Ijósi þess að samþykktin hélt ekki. Hér er ekki rætt um efnislega afstöðu flokksins þó svo að hún hafi einnig reynst vera pólitísk afglöp. Stjórnarþátttaka krefst mun meiri aga í stjórnmála- flokkum en þeirra sem eru í stjórnarandstöðu. í stjórnarandstöðu þykir almennt ekki ástæða til að beita menn jafnmiklum flokksaga og ef þeir sitja í stjórn. í stjórnarandstöðu eru mönnum frekar gefnar frjálsar hendur heldur en að gerðar séu samþykktir sem ekki halda. Út frá því sjónarmiði var hin fræga samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins pólitísk af- glöp. Atkvæðagreiðsla um bráðabirgðalögin var um ann- að og meira en bara að fella einhver lög. Hefðu þau verið felld hefði jafnframt verið felld ríkisstjórn. Hér var því um stórpólitískt mál að ræða og í því Ijósi var það afar eðlilegt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði flokkslega samþykkt um málið. Málið snerist um líf og dauða ríkisstjórnarinnar. Eftirað samþykktin hafði verið gerð lýsti formaður þingflokksins því yfir að þingflokkurinn stæði heill og óskiptur að sam- þykktinni og haft hefði verið samband við þá þing- menn flokksins sem ekki höfðu verið viðstaddir um- ræddan þingflokksfund. Það reyndist hins vegar ekki rétt og í Ijós kom að stór hluti þingflokksins var ekki samþykkur samþykktinni og auk þess ekki tilbúinn að lúta vilja meirihlutasamþykktar hans. Með þessu öllu afhjúpaði Sjálfstæðisflokkurinn veikleika sína og for- ystumanna flokksins. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert sig marklausa og þrátt fyrir digurbarkaleg- ar yfirlýsingar um að nú skyldi höggva stjórnina stóð ekkert eftir nema ósamstæður og sundurleitur flokk- ur sem ekkert var á að treysta. Flokkurinn sem fyrrum kallaði sig kjölfestuna í ís- lenskum stjórnmálum virðist því orðinn lítið annað en hrakið flak á rúmsjó. Áður fyrr þótti hann vænlegur samstarfsflokkur vegna stærðar sinnar en sundur- lyndi hefur gert hann nánast ósamstarfshæfan. Hann bilar þegar mest á reynir og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra við stjórnvöl þjóðarskútunnar því stundum þarf að sigla upp í vindinn og þola ágjöf. Ríkisstjórnir standa iðulega frammi fyrir því að þurfa að taka óvin- sælar ákvarðanir og reynir þá á innri styrk flokka og hvort þeir séu undir slíkt búnir. Eins og ástandið í Sjálfstæðisflokknum er nú er honum ekki treystandi fyrir stýri þjóðarskútunnar. Jarðhýsið í Öskjuhlíd: BYGGT ÁN LEYFIS EÐA SAMÞYKKTAR Eins og f ram hef ur komið haf a borgarf ulltrúar Nýs vettvangs, Ólína Þorvarðardóttir og Kristin Ólafs- dóttir, kœrt framkvæmd við jarðhýsi á Öskjuhlið sem er hugsað fyrir starfsmannaaðstöðu þeirra sem koma til með að vinna i veitingahúsinu á hitaveitu- tönkunum. Virðist sem mólið allt haffi verði klúður fró upp- hafi, bygging hússins hafin ón nokkurra samþykkta eða leyfa. Með þvi móti hafa byggingarlög verið þverbrotin og stjórnkerfi borgarinnar og fyrirtækja hennar freklega hundsað. Ólina Þorvarðardóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir hafa sent svohl jóðandi kæru til félagsmólaráðherra: „Við undirritaðir borgarfulltrúar Nýs Vettvangs snúum okkur hér með til yðar, háttvirtur ráðherra, sem yfirmanns skipulags- og bygg- ingarmála í landinu, vegna bygg- ingarframkvæmda sem nú standa yfir við jarðhýsi Hitaveitu Reykja- víkur í Oskjuhlíð. Óskum við eftir því að þér hlutist til um að fram- kvæmdir við þessa byggingu verði stöðvaðar þar til tilskilin leyfi fyrir framkvæmdunum liggja fyrir og uppfyllt hafa verið lagaákvæði þar að lútandi. Einnig óskum vér eftir því að þér úrskurðið hvort farið hefur verið að lögum varð- andi þessa framkvæmd. Með bréfi þessu fylgir greinar- gerð þar sem fram koma málsat- vik og sjónarmið okkar." Með fylgdi svohljóðandi grein- argerð: Á fundi byggingarnefndar þ. 29.11. 1990varfrestaðafgreiðsiuá umsókn sem tilgreind er í 75. lið fundargerðar byggingarnefndar. Sá liður hljóðar á þessa leið: „Öskjuhlíð Hitaveita Reykjavík- ur, Grensásvegi 1, sækir um leyfi til að byggja jarðhýsi úr stein- steypu á lóð við Öskjuhlíð. Stærð: Kjallari 333,7 ferm., 922 rúmm. Gjald kr. 16.135.00 + 1750.00. Hilmar Guðlaugsson og Sigurður Pálsson samþykktu aðrir sátu hjá. Frestað vegna ónógrar þátttöku í atkvæðagreiðslu." í Ijós kom engu að síður við at- hugun að byggingarframkvæmdir voru komnar á fulla ferð. Við skoð- un á byggingarstað þ. 3.12. sl. kom í ljós að búið var að grafa fyrir hús- inu öllu, steypa botnplötu í annan helming þess og farið að slá upp fyrir veggjum. Svo virtist að þarna væri ekki aðeins unnið að degi til heldur einnig fram eftir kvöldum. Á fundi borgarstjórnar 4. des. sl. fundu borgarfulltrúar Nýs vett- vangs að því að Reykjavíkurborg eða fyrirtæki í hennar eigu stæði í byggingarframkvæmdum, sem ekki hefðu hlotið lögboðna með- ferð skv. skipulags- byggingarlög- um. Borin var fram tillaga þess efnis að byggingarfulltrúa væri fal- ið að stöðva framkvæmdir við bygginguna þar til tilskilin leyfi lægju fyrir. Meirihluti borgarstjórnar vísaði tillögunni frá og var frávísunartil- lagan samþykkt með 10 atkvæð- um gegn 4 og einni hjásetu. Rök- stuðningur fyrir frávísunartillög- unni var á þá leið að hér væri borgin að byggja á eigin lóð og því nánast óþarft að fjalla um þetta í skipulags- og byggingarnefnd. Hins vegar gæti borgarstjóri tekið undir það að rétt væri að leggja málið fyrir Stjórn veitustofnana og ætlaði hann að láta stöðva fram- kvæmdir við bygginguna þar til sú stjórn hefði fjallað um málið sem yrði á fundi stjórnarinnar föstu- dagsins 5.12. f.h. Fór svo sem borg- arstjóri mælti fyrir um og voru byggingarframkvæmdir stöðvað- ar frá fimmtudagskvöldi til hádeg- is á föstudag skv. fyrirmælum hans. Sú staðreynd að Stjórn veitu- stofnana hafði ekki vitneskju um bygginguna er að hluta annar þáttur en sá sem hér er til umfjöll- unar þótt engu að síður sé hann einkennilegur. Sá þáttur snertir fjárveitingar til framkvæmdarinn- ar, sem hvergi hafa verið sam- þykktar þótt hér sé um fram- kvæmd upp á nokkra tugi milljóna að ræða. Nægir þá ekki samþykki Stjórnar veitustofnana heldur þarf að sjálfsögðu einnig að koma til samþykki borgarráðs/borgar- stjórnar fyrir fjárveitingunni. Það er því álitamál hvort undirritun umsóknar um byggingarleyfi get- ur verið í „fullu umboði lóðar- hafa“ eins og ráð er fyrir gert á umsóknareyðublaði. En þá skal aftur vikið að bygg- ingarframkvæmdum sem slíkum. Beiðni Hitaveitu Reykjavíkur um byggingarleyfi er undirrituð þann 1.11. 1990 af Ingimundi Sveinssyni arkitekt, hönnuði hússins og varaformanni skipu- lagsnefndar. Brunamálastofnun gefur sam- þykki sitt 9.11. 1990ogiðnmeistari skrifar upp á teikninguna þann 16.11. 1990 skv. heimild bygging- arfulltrúaembættisins. Við athugun hjá embætti bygg- ingarfulltrúa þ. 10.12. 1990 kom í ljós að engin úttekt á byggingunni hefur verið skráð þar í bækur, en embættið á að taka út byggingar- hlutam í þessu tilfelli sökkla og grunn áður, en botnplata er steypt. Ekkert mæliblað er til sem sýnir staðsetningu byggingarinnar né heldur hæðarblað, sem segir til um hæðarafsetningu hússins í landinu. Mæliblað fyrir hitaveitu- tanka í Öskjuhlíð er útgefið 27.9. 1988 og þar kemur ekkert fram um þetta hús. Svæðið sem byggt er á er í Aðaiskipulagi Reykjavíkur 1984—2004 auðkennt sem útivist- arsvæði (grænt svæði). Skv. framanskráðu virðist með- ferð þessa máls brjóta í bága við allmörg ákvæði gildandi skipu- lags- og byggingarlaga. Skulu hér tilgreind eftirtalin ákvæði: 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr. og 6 gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Þá skulu tilgreind eftirtalin ákvæði byggingarlaga nr. 54/1978: 1. mgr. 1. gr„ 1. mgr. 9., 2. tölul. 4. mgr. 9. gr. 31. gr„ 32 gr„ 33. gr. og 34 gr. Auk þess er ákvæðum í gr. 3.1.3,, gr. 4.11, og í gr. 2.5.12., í byggingarreglugerð ekki fylgt. Á fundi borgarstjórnar þ. 4. þ.m. kom skýrt fram í máli borgarstjóra eins og áður er um getið, að ekki stæði til að borgin stöðvaði fram- kvæmdir þar til byggingarleyfi og önnur leyfi sem snerta skipulags- og byggingarlöggjöf væru fyrir hendi. Það bendir heldur ekkert til þess að byggingarfulltrúi hyggist grípa í taumana, enda á vissan hátt búið að hindra hann í starfi. Við teljum mjög alvarlegt að það stjórnvald, sem skv. lögum er fenginn réttur og skylda til þess að hafa eftirlit með því að ákvæðum skipulags- og byggingarlaga sé fylgt í Reykja- vík leyfi sér að þverbrjóta sjálft ótvíræðar lagareglur eins og greinargerð okkar ber með sér. Vandséð er hvernig eigi að standa að verki þegar um er að ræða byggingarframkvæmdir í Reykjavík framvegis ef sá aðili, sem umsjón á að hafa með að þessum lögum og reglum sé fylgt í borginni leyfir sér að standa að málum á þennan hátt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.