Alþýðublaðið - 15.12.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Síða 8
8 Laugardagur 15. desember 1990 Verslunin Japis: Úrval tónlistar á geisladiskum VÖLUNDARHÚSIÐ Sögusvið þessarar skáldsögu Gunnars Baldurssonar, er Reykja- vík árið 1964. Þó er vikið til baka í tíma og rúmi. Svipmyndir frá stríðs- árunum, lokum kreppunnar, tíma- bili nýsköpunar og þenslu — og sag- an berst líka út fyrir Reykjavík. Gunnar sendir hér frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hann er 37 ára, lauk magistersprófi í ensku frá Háskóla íslands og meistaragráðu í banda- rískum bókmenntum frá ríkishá- skólanum í New York. RAUÐIR DAGAR Einar Már Guömundsson segir í skáldsögu sinni frá ungri stúlku sem flyst að heima til að hefja sjálfstætt líf í Reykjavík. Höfuðborgin um 1970 er sögusviðið. Ókyrrir straum- ar leika um þjóðlíf þess tíma, at- vinnuleysi, landflótti, húsnæðis- skortur, róttækni, uppreisnargirni. En auðvitað ræður ástin ríkjum á þessum tímum sem öðrum. Sem sagt, skemmtileg ástarsaga þar sem þjóðfélagsástandið er hið besta ívaf. BÆNDABÝTI Skáldsaga eftir Böövar Guö- mundsson, hans fyrsta, en Böðvar er kunnur fyrir ljóð sín og smásögur. Aðalpersónan, Þórður Hlíðar finnur á stundum til þess að hann sé ekki alveg venjulegum maður, honum kunni að vera ætlað annað og stærra hlutverk fyrir land og fólk. Hann gerist spámaður hins nýja tíma í íslenskum landbúnaði og þá getur ýmislegt gerst, kannski ekki allt mjög kristilegt. HELLA Hallgrímur Helgason, rúmlega þrítugur myndlistarmaður haslar sér völl í hópi rithöfunda með þess- ari bók. Skáldsagan Hella gerist í þorpi úti á landsbyggðinni. Fjórtán ára stúlka afgreiðir í söluskálanum þar sem ægir saman þýskum túrist- um, íslenskum flutningabílstjórum, töffurum á fyileríi og fjölskyldum úr Reykjavík. Hestamannamótið náig- ast og þá dregur til tíðinda í lífi ungu stúlkunnar og lífi hins friðsæla þorps. Höfundurinn lýsir hér ungu fólki og ungri þjóð, dægurmenningu og umróti, aldagömlum hefðum og rótgrónum einkennum, og ekki síst síkvikri náttúru. FÓRNARPEÐ Leó E. Löve er höfundur þessarar spennusögu sem gerist á Islandi á herrans ári 1990. Ungur blaða- maður kemst á snoðir um stórfellt fjármálamisferli stjórnmálamanns. Réttlætiskennd blaðamannsins knýr hann til athafna, en óvæntir at- burðir flækja málið. Þetta er önnur skáldsaga Leós. Ágæt spennubók, og alltaf er gaman að sjá íslenskan „þriller". Svona hlutir geta raunar allt eins gerst hér á landi eins og ein- hvers staðar annars staðar. VEGURINN UPP Á FJALLIÐ Mál og menning hefur gefið úr smásagnasafnið Vegurinn upp á fjalliö eftir Jakobtnu Siguröardótt- ur. í bókinni eru átta nýjar smásög- ur, en nú er liðinn hartnær áratugur frá því að Jakobína sendi síðast frá sér bók. Tær stíll og ljós frásögn, sama hvort tekið er á eiiífðarvand- anum eða dægurmálum. Jakobína kann þá list að skemmta lesendum sínum og jafnframt að vekja þá til umhugsunar. Vönduö bók til allra sem áhuga hafa á byggdasögu og þjóölegum fróöleik. Áhugaverö jólagjöf til Akureyringa nœr og fjœr. Bokin er seld í öllttm békaverskmum á Akureyri, bókabúöum Máls og menmngar, Meykjavík, og bókaverskm Sogni, Dalvík. ParUomr teknar í síma 96-27245. „Langmestur hluti þeirrar tónlist- ar sem við höfum á boðstólum er á geisladiskum, enda leggjum við kapp á að hafa mjög fjölbreytt úrval. Við bjóðunfr-bæði nýtt og gamalt efni á geisladiskum og er þar um að ræða klassík, djass, blús og popp- músík," sagði Ásmundur Jónsson, verslunarstjóri í Japis, í samtali við blaðið. Að sögn Ásmundar leggur Japis ekki síst áherslu á að hafa jafnan gott úrval af sígildri tónlist í boði og hefði það fallið í góðan jarðveg hjá unnendum slíkrar tónlistar. Hins vegar væri úrval tónlistar á geisla- diskum mjög breitt og nefndi hann sem dæmi að dægurtónlist síðustu áratugi hefði verið endurútgefin í auknum mæli á geisladiskum sem seldir væru á mjög hagstæðu verði, eða 690 krónur. Þarna væri meðal annars að finna efni sem hefði verið ófáanlegt á plötum áratugum sam- an. Um kosti geisladiska umfram hin- ar hefðbundnu hljómplötur benti Ásmundur meðal annars á, að disk- arnir væru mun minni og einfaldari í notkun en plötur. Enda væri raunin sú í Bandaríkjunum, að nýrri popp- músík væri vart fáanleg lengur í vinýl í hljómplötuverslunum. Geisladiskurinn væri alfarið að taka við. Japis býður gött úrval geislaspil- ara. Verð á algengum gerðum er á bilinu 20—30 þúsund krónur og allt upp í 120 þúsund fyrir þá kröfuhörð- ustu. Sala á geislaspilurum færi mjög vaxandi og þá jafnframt á diskum í kjöffarið. Löngum hefur verið talað um keppni miili hijómplatna og bóka Um 90% af upptökum á tónlist sem við seljum nú er á geisladiskum, segir Asmundur Jónsson í Japis þegar jólagjafir eru annars vegar. Við spurðum Ásmund hvort svo væri enn. „Já, eflaust er það svo. Enda er það gjarnan svo að fólk sem hlustar á tónlist er líka gefið fyrir bóklestur. En geisladiskur er tvímælalaust ódýrari en bók þótt búið sé að fella niður virðisaukaskatt af bókum. Svo má ekki gleyma því, að geisla- diskur er kjörin tækifærisgjöf ekki síður en blómvöndur," sagði Ás- mundur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.