Alþýðublaðið - 15.12.1990, Qupperneq 14
14
Laugardagur 15. desember 1990
eníettcCwt
GRÍSKIR HARMLEIKIR
í þessari miklu bók Máls og menn-
ingar eru allir forngrísku harmleik-
irnir, sem varðveist hafa. Þýðinguna
gerði Helgi Hálfdanarson, þjóð-
kunnur fyrir erfiðar þýðingar, m.a. á
verkum Shakespeares og ljóðum frá
ýmsum löndum.
HAFIÐ, HAFIÐ
Þessi skáldsaga er eitt þekktasta
verk hinnar heimsfrægu bresku
skáldkonu, Iris Murdoch. Fyrir Haf-
/ð, hafiö hlaut hún Booker-verð-
launin kunnu. Áður hefur komið út
á íslensku eftir höfundinn Nunnur
og hermenn. Sagan fjallar um fræg-
an leikstjóra, sem ákveður að yfir-
gefa glitheima Lundúnaborgar til að
finna frið á afskekktum stað. En
þetta fer á annan veg . . . Þýðinguna
gerði Elísa Björg Þorsteinsdóttir.
SVIKINN
Skáldsaga þessi er eftir Stan Telc-
hin. í bókinni er rakinn eins konar
trúarárekstur sem verður innan
bandarískrar gyðingafjölskyldu,
þegar önnur dóttirin á heimilinu
gerist kristin. Bókina þýddu Magnús
Guömundsson og Benedikt Jason-
arson.
EVA LUNA SEGIR FRÁ
Mál og menning gefur hér út bók
Isabel Allende, sem vel er þekkt hér
á landi. í bókinni eru 23 smásögur
um jafnmörg tilbrigði ástarinnar.
Hér segir frá háttprúðum hefðar-
meyjum sem og skuggalegum stiga-
mönnum sem elskast með ærslum,
mæðgur sem keppa um hylli farand-
sögvara — og er þá fátt tínt til. Tóm-
as Einarssonm þýddi bókina.
ÓDAUÐLEIKINN
Hér er Milan Kundera enn á ferð-
inni með góða skáldsögu. Bókin
byggist á ástarþríhyrningnum og
valsað er fram og aftur um evrópska
sögu, þótt aðalsögusviðið sé Frakk-
land nútímans. Kundera er sannar-
lega snjall að tengja fjörlega frásögn
við hugleiðingar um ástina, dauð-
ann og ódauðleikann. Athyglisverð
bók.
MARTA QUEST
Þessi bók Doris Lessing segir frá
uppreisnargjarnri sveitastúlku af
breskum ættum í Afríku. Hún elur
með sér rómantískar hugsjónir um
réttlátara samfélag í landi þar sem
kynþáttakúgun ríkir. Bók eftir Less-
ing lofar að sjálfsögðu góðum lestri.
BLÓÐBRÚÐKAUP
Þessi skáldsaga er verðlaunasaga
eftir Yann Queffélec. Þýðinguna
gerði Guörún Finnbogadóttir og rit-
ar hún eftirmála um höfundinn.
Sagan fjallar um dreginn Ludovic,
saga um óvelkomið líf sem kviknar
í kviði þrettán ára móður. Fyrstu ár
ævinnar er hann geymdur á háalofti
svo enginn frétti af tilvist hans. Síð-
an hefst hraksaga hans um heiminn.
Magnþrungin lýsing á fordómum
smáborgaranna.
ÉG VILDI GANGA í BUXUM
Höfundurinn er Lara Cardella,
kornungur ítalskur rithöfundur.
Bókin kom fyrst út í fyrra og olli
miklum deilum og varð metsölubók
í mörgum löndum. Varð Cardella
m.a. fyrir aðkasti og hótunum
vegna bersögli sinnar. Hér er um að
ræða bók um uppvöxt og þroska
stúlku í smáþorpi, sem afneitar
hefðbundnu hlutverki konunnar og
gengur í buxum. Slíkt er álitið upp-
reisn, engir ganga í buxum nema
dræsur og karlmenn. Afleiðinar
þessarar uppreisnar verða átakan-
legar.
ÞJÓFURINN
Skáldsaga eftir Göran Tungström,
þýdd af Þórarni Eldjárn. Bókin fjall-
ar um þjófnað á gömlu handriti, Silf-
urbiblíunni í Uppsölum. Aðalsögu-
hetjan er afstyrmið Jóhann, þrett-
ánda barn ídu og Friðriks í kumb-
aldanum í Torfunesi... Litrík, lífleg
og kátleg frásögn, en harmþrungin
einnig.
KARMAZOVBRÆÐURNIR
Þetta er fyrra bindi skáldsögu Fjo-
dor Dostojeuskiog hefur Ingibjörg
Haraldsdóttir þýtt bókina úr frum-
málinu. Þetta var síðasta og mesta
skáldsaga höfundarins, kom út í Pét-
ursborg 1879 og fjallar um saurlífis-
segginn Fjodor Karmazov og þrjá
skilgetna syni hans, dýrling, svall-
ara og hugsuð.
LEIÐBEININGAR FYRIR KONUR
UM FRAMHJÁHALD
Iðunn gefur út þessa skáldsögu
með svo óvenjulegt nafn. Höfundur-
inn er Carol Lewis en Sverrir Hólm-
arsson þýddi. Áhrifamikið verk og
umtalað sem fjallar um sterkar og
sjálfstæðar nútímakonur.
Á BLÁÞRÆÐI
Victoria Holt nýtur mikilla vin-
sælda sem rithöfundur, hér sem
annars staðar. Þessi bók er eins og
fyrri bækur, rómantísk spennusaga.
SPEGILLINN HEFUR EKKERT
ÍMYNDUNARAFL
Almenna bókafélagið gefur út
Ijóðabókina með ofangreindu nafni
eftir Kristján Kristjánsson, sem höf-
undur hefur ort á síðustu fimm ár-
um. Kristjáni er spegillinn hugstæð-
ur, ekki síst fyrir þá sök að ekki er
allt sem sýnist. Kristján hefur áður
sent frá sér tvær Ijóðabækur og eina
skáldsögu.
LJÓÐ OG LAUST MÁL
í þessari bók er úrval af kvæðum
og sögum Huldu, en hún var fædd
1881 og lést 1946. Þetta er níunda
bókin í flokknum íslensk rit, sem
Menningarsjóður gefur út. Hulda
var höfundarnafn Unnar Benedikts-
dóttur Bjarklind, en hún var at-
kvæðamest íslenskra skáldkvenna
á öndverðri þessari öld og naut mik-
illa vinsælda meðal alþýðu manna.
LEIRKARLAVÍSUR
Hér er á ferðinni kunnur borgari,
Kristján J. Gunnarsson, fyrrum
borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og
skólamaður. Kristján hefur orkt frá
16 ára aldri. Eftir Kristján liggur ein
skáldsaga, sem Menningarsjóður
gaf út, Refska. Kristján yrkir jöfnum
höndum rímuð og órímuð Ijóð.
KVÆÐI 90
Þetta er sjötta Ijóðabók Kristjáns
Kristjánssonar, kvæðaflokkur sem
hann kallar Erigey í þröngum
glugga og vísar þá til þess sviðs sem
á er horft. Uppistaða bókarinnar er
útsýni frá Reykjavík og nágrenni.
ÞEGAR PRENTLJÓSIN DANSA
Þessi Ijóðabók er eftir nýjan höf-
und, Oddnýju Björgvinsdóttur. Hún
er einnig með nýja skáldsögu á jóla-
bókamarkaði, Níu nornaljós.
RADDIR MORGUNSINS
Ný ljóðabók eftir Gunnar Dal,
skáld og heimspeking. Gunnar er
landsþekktur fyrir Ijóð sín, frum-
samin og þýdd, skáldsögur og heim-
spekirit. Hann þykir hafa snilldar-
tök á rími og í mörgum Ijóða hans er
fólgin mikil speki.
í LEIT AÐ FJARSKANUM
Njörður P. Njarðvík hefur sent frá
sér ljóðabókina íleit aö fjarskanum.
Efni bókarinnar skiptist í tvo hluta,
„Gegnum hugann liggur leiðin“ og
„Fjörðurinn heldur áfram að fylgja
mér“.
LJÓÐ NÁMU VÖLD
Hér er á ferðinni Ijóðabók frá
hendi Siguröar Pálssonar, sjötta
Ijóðabók hans og þriðja ljóðabókin í
flokki Ijóðnámubóka hans. Þarmeð
lokar hann Ijóðnámuhringnum. Sig-
urður er ótvírætt í flokki okkar
bestu Ijóðskálda og munu margir
unnendur Ijóða bíða eftir að opna
bók hans og lesa.
JASPÍS
Iðunn sendir frá sér ljóðabók eftir
Sigurlaug Elíasson, og heitir hún
Jaspís. Bókin er fjórða ljóðabók höf-
undarins. Sigurlaugur fjallar um
mann og náttúru við fjörð fyrir aust-
an eitt stutt sumar. Hlýleg og mann-
eskjuleg bók.
HINUMEGIN VIÐ SÓLSKINIÐ
Elöas Mar er höfundur þessarar
ljóðabókar. Óhætt er að fullyrða að
margir bíða spenntir eftir að lesa
ljóð Elíasar, frá honum hefur lítið
heyrst síðari árin. Útgefandinn segir
að orðkerar muni finna margt við
sitt hæfi í ljóðum Elíasar Mar.
BLÁÞRÁÐUR
Höfundurinn er Linda Vilhjálms-
dóttir, 32 ára gömul. Hún beitir
óvenjulegum samlíkingum, sterk-
um litum og undirfurðulegum húm-
or. Ljóðin eru fjölbreytt að formi,
m.a. er fornum bragarháttum beitt á
nýstárlegan hátt.
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST
Þessi bók er spennusaga eftir Jef-
frey Archer, en hann nýtur miklla
vinsælda ,um þessar mundir. Bækur
hans eru oft kvikmyndaðar og sjón-
varpsmyndaflokkar gerðir eftir
þeim hafa notið gífurlegra vin-
sælda. Má þar nefna Kane og Abel
og First Among Equals. í þessari
bók eru 12 spennandi sögur — bók-
in sögð ein besta bók höfundarins.
RAUÐU ÁSTARSÖGURNAR
Skuggsjá gefur nú út þrjár nýjar
bækur í bókaflokknum Rauöu ást-
arsögurnar. Þœr heita Fórnfús móö-
ir, eftir Else-Marie Nohr, Hamingju-
hjartaö eftir Evu Steen og I dag
hefst lífiö eftir Erik Nerlöe.
THERESA CHARLES og
BARBARA CARTLAND
Skáldsögur þessara tveggja kjarn-
orkukvenna í rithöfundastétt koma
út fyrir jólin — Ævintýri í Marokkó
eftir Barböru Cartland og ískugga
fortíöar eftir Theresu Charles.
MARTRÖÐ Á MIÐNÆTTI
í þessari bók sinni tekur Sidney
Sheldon upp þráðinn frá bókinni
Fram yfir miðnætti og segir frá
Catherine Douglas. Grískur auðjöf-
ur hefur örlög hennar í hendi sér.
Hröð atburðarás einkennir Sheld-
on, sem sagður er mest lesinn rit-
höfunda í Bandaríkjunum.
ÁSTARORÐ
Setberg gefur út bækur Danielle
Steele, en hún nýtur gífurlegra vin-
sælda víða um heim. Bókin Ástar-
orð fjallar um Oliver Watson, sem
unnið hefur kappsamlega að því að
EINN DAG ENN
Hér er bók 72 ljóða eftir Kristján
Árnason. Bókin skiptist í þrjá hluta,
síðasti hlutinn eru þýðingar á ljóð-
um höfunda sem spanna 2700 ára
tímabil. Einn dagur enn er önnur
ljóðabók Kristjáns Árnasonar.
SANNSTÆÐUR
í þessari ljóðabók Geirlaugs
Magnússonar er að finna 45 ljóð
skáldsins. Geirlaugur er 46 ára gam-
all, nam í Póllandi og Frakklandi en
er nú búsettur á Sauðárkróki. Þetta
er níunda Ijóðabók hans.
BLINT í SJÓINN
Guölaugur Arason er einkum
kunnur fyrir skáldsögur sínar, en
hér kemur hans fyrsta ljóðabók.
Þetta eru hversdagsmyndir af sjó-
mannslífinu. Nærfærinn og mildur
tónn einkennir ljóð hans.
ÞRÆTUBÓK
Þessi ljóðabók berst frá skáldi sem
býr í New York, Hallbergi Hall-
mundssyni. í bók hans, Þrœtubók,
er að finna 30 ljóð. Þar þrætir höf-
undur við Stein, Shakespeare og
Donne, að ekki sé minnst á Aðal-
stein Ingólfsson, auk þess sem hann
skopast að ýmsum góðskáldum
okkar.
/ FORSÆLUDAL
í þessari ljóðabók eru Ijóð og
lausavísur Ólafs Sigfússonar í For-
sœludal. Ólafur var maður tilfinn-
inga eins og greina má af ljóðum
hans. Var hann fjórði maður frá
Bólu-Hjálmari. Trúlega hafa flestir
íslendingar einhverju sinni kyrjað
Ijóð hans, í réttum, rútubílum eða í
heimahúsum.
AF ERLENDUM TUNGUM
Þessi bók geymir ljóðaþýðingar
Braga Sigurjónssonar, 67 ljóð sem
þýdd eru úr mörgum tungumálum.
Bragi hefur sent frá sér 9 ljóðabæk-
ur, og í þrem þeirra er að finna þýð-
ingar jafnframt. Þýðingarnar bera
Braga gott vitni, enda gott skáld og
orðsnjal! maður, og blómstra Ijóðin
hér í áhrifamiklum, íslenskum bún-
ingi.
byggja sér öruggan heim. Stoðun-
um er kippt undan tilverunni þegar
Sara, eiginkona hans, ákveður að
skilja við mann sinn. Eftir stendur
Oliver einn með þrjú börn og
vandamál til að takast á við.
RÉTTARHALD REIÐINNAR
Harðsoðinn reyfari um leynilögg-
una J.P. Gaumont, töffara með gull-
hjarta. Höfundur er húsfrúin J.A.
Jance.
MÍRAMAR
Sigurður A. Magnússon þýddi
þessa skáldsögu Nóbelsverðlauna-
hafans Nagíb Mahfúz og er sannar-
lega fengur í að fá þessa bók hins eg-
ypska rithöfundar í góðri þýðingu.
Sagan segir frá grískri konu sem
rekur gistihúsið Míramar í Alex-
andríu, fornt glæsihótel sem má
muna sinn fífil fegri. Konan á við sí-
gild vandamál hóteleigenda að
stríða, fáa gesti að vetri til. Um fimm
vetrargesti og þjónustustúlku
þeirra, bóndadótturina Zóhru, fjall-
ar bókin. Hún verður miðdepill mik-
illar flækju, sem snýst um ástir, völd
og auðæfi.
TIL AMERÍKU
Höfundur þessarar bókar er
Antti Tuuri, en hann hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
1985. Njörður P. Njarðvík þýddi
bókina. Sagan fjallar um Erkki Hak-
ala, sem flækst hefur í fjármála-
óreiðu og skattasvindl. Hann sér sér
þann kost vænstan að flýja, kemur
sér undan með fulla tösku af pening-
um og heldur til Flórída, einskonar
griðastaðar finnskra skattsvindlara.
Söguþráðurinn lofar góðu.
SEIÐUR SLÉTTUNNAR
Höfundur þessctfar bókar er vel
þekktur hér á landi, bækur Jean M.
Aurel hafa vakið mikla hrifningu
hér sem annars staðar, enda varð
hún metsöluhöfundur á einni nóttu
ef svo má segja. Hér á landi hafa
fyrstu þrjár bækur hennar í bóka-
flokknum Börn jarðar selst í sam-
tals 15 þúsund eintökum samkvæmt
upplýsingum frá Vöku-Helgafelli.
Sagan fjallar um Aylu og flakkarann
Jondalar, sem ferðast um ókunnar
sléttur Evrópu á ísöld. Hér er um að
ræða langa og efnismikla bók, sem
menn munu þó ekki sleppa við sig
fyrr en síðustu síðu er lokið.
DREYRAHIMINN
Þessi bók er eftir Herbjörgu
Wassmo og er sjálfstætt framhald
af bókunum Húsið með blindu
glersvölunum og Þögla herberg-
ið. Er þetta þriðja og síðasta bókin í
sagnabálkinum um Þóru. Mikil ör-
lagasaga eyjaskeggjanna er hér til
lykta Ieidd. Herbjörg Wassmo fékk
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir þessar sögur. Hannes Sig-
fússon íslenskaði.
RÁÐGÁTAN
Ævintýrabók fyrir ungt fólk.
Söguhetjur Susan Cooper rata á slóð
Artúrs konungs og riddara hring-
borðsins. Þetta er fyrsta bókin í
bókaflokki, sem hlotið hefur viður-
kenningar í Bandaríkjunum.
DULD
Spennusaga eftir Stephan King.
Breskt dagblað ráðlagði reyndar les-
endum sínum að vera ekki einir
heima ef þeir ætluðu að lesa bókina!
Sagan fjallar um hjón sem gerast
húsverðir í hóteli að vetrarlagi.
Bóndinn ætlar að nota tímann til rit-
smíða, en það fer á annan veg. Höf-
undurinn er heimsþekktur fyrir
bækur sínar og hefur margoft verið
í efstu sætum vinsældalistanna.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Rithöfundinn Arthur Hailey þarf
varla að kynna. Bækur hans hafa
notið ótrúlegra vinsælda um langt
skeið. í þessari bók segir frá spenn-
unni sem liggur í loftinu á fréttastofu
CBS-sjónvarpsstöðvarinnar. Ekki
síður spennandi en fyrri bækur Hai-
leys, og verður varla lesin nema í
einum löngum rykk.