Alþýðublaðið - 27.08.1985, Side 5

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Side 5
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 5w WVtitt, v i\ Juw'WWW lUiiiVi \ \ v, AUW'WWi illilViiú v. w uuw\U\WV\****Vu‘ \\ ilparlínur’ fnyndinni með nýrri tæk Texti: Maríanna Friðjónsdóttir Myndir: Jim Smart ___________. ;„n um glUSSann frá húsinu, mn — ... horflu,an f/lhorfandanum- lendingar eiga ekki að þurfa sífellt að eyða tíma og kröftum auk gífur- legra fjármuna í það að vera sífellt að finna upp hjólið vegna tregðu í kerfinu. Við eigum að einbeita okk- ur að því að byggja ofan á þá þekk- ingu sem stórþjóðirnar hafa efni á að leggja grunninn að og njóta góðs af. Gjörbreytt hugsun Tölvuvinnslan kallar á alveg nýja hugsun, nýja nálgun verkefnisins. „Tölvubyltingin í starfi hönnuðu á sviði arkitektúrs og verkfræði er al- veg ný af nálinni, hún á eftir að gjörbreyta starfi þessara stétta“, segir Ingimar Haukur Ingimarsson. í kjölfar tölvuvæðingar hjá Vinnu- stofunni Klöpp hf. höfum við þegar eitt áþreifanlegt dæmi. Árið 1983 störfuðu þar sjö tækniteiknarar, nú vinnur þar enginn tækniteiknari. Arkitektarnir og verkfræðingarnir á Klöpp hf. vinna beint á tölvuna án nokkurs milliliðar. Þróunin í þess- um efnum er samt enn skammt á veg komin. í Bandaríkjunum út- skrifast arkitektar ekki lengur úr skóla nema að hafa próf í þessari tækni. í Danmörku er hins vegar ekkert farið að huga að notkun hennar en þaðan koma flestir ís- lenskir arkitektar í dag. Vinnustof- an Klöpp hf. í miðju hafi menning- arstraumanna, er fyrsta teiknistóf- an á Norðurlöndunum sem notar svo fullkominn hugbúnað. Bretar eru aftur komnir Iengra á þessu sviði. Á Akureyri er svo teiknistofa tengd beint við móðurtölvuna á Hverfisgötu og hlaupa nú húsa- teikningarnar milli landshluta eftir símalínunum í hendingskasti inn á borð í Reykjavík eða til þeirra á Teiknistofunni sf. á Akureyri. Fjar- lægðin skiptir ekki lengur máli, fremur en veggurinn einn skildi á milli. Mikið af tíma og orku hönnuða í verkfræði og arkitektastétt fer i endurtekningar. Slíkt er nú fyrir bí. Tölvan vinnur á mun meiri hraða og með meira öryggi verk sem mað- urinn vann áður. Hönnuðir í starfi arkitekta og verkfræðinga sem vinna skapandi vinnu halda velli, hinir leggjast af. Það fækkar í þess- um stéttum báðum. Og í raun er kaldhæðnislegt að rafmagnsverk- fræðingar, sú stétt manna sem átti hvað mestan þátt í þróun tölvunnar verður ef til vill harðast úti. Raf- magnsverkfræðingum fækkar á næstu árum, einungis þeir sem hafa éitthvað nýtt til málanna að leggja eiga framtíð fyrir sér. Sérfræðingar á sínu sviði „Við hlökkum til að koma i vinn- una á hverjum morgni. Maður dríf- ur sig frammúr, gleypir í sig og flýtir sér af staðþ segir Ingimar Haukur Ingimarsson. Og starfsgleðin skín svo sannarlega úr andlitum sér- fræðinganna sem beygja höfuð sín yfir tölvuskjáinn. Sérfræðinganna, segjum við. Jú víst er að svo, þeir fé- lagar á Klöpp hf. eru einu sérfræð- ingarnir á sínu sviði hérlendis. Það sem ef til vill heillar hugann mest í þessu fagi er, að sérfræðingarnir hafa verið sérfræðingar mjög skamma stund. Sérfræðiþekkingin er að skapast núna, á þessum stað, hér uppi á okkar kalda, litla landi. En lærdómurinn hefur ekki gengið þrautalaust. „Fyrst sökuðum við forritið um vitleysurnar sem fram komu, en svo urðum við loks að viðurkenna, að tölvan gerir ekki skakkt, við höfð- um gefið henni rangar upplýsing- ar“, segir Ingimar. Þessu til sönnun- ar fylgir lítil saga frá árdögum tæknibyltingarinnar á Klöpp hf. „Ég var að teikna hús í rniðbæ Ak- ureyrar í vor. Þegar við litum inn í húsið á tölvuskjánum fannst hvergi fatahengi, sem ég var þó fullviss að ég hefði sett upp á sinn stað í for- stofunni. Svo ég fór að leita í inn- viðum tölvunnar. Fatahengið fannst að lokum. Ég hafði gefið tölvunni rangar upplýsingar, hún hafði farið að mínum fyrirmælum og sett fatahengið niður í 9 krn. fjarlægð frá forstofunni. Ég fann það við hlið Grundarkirkju í Eyja- firði“. Svo hlær dátt, lngimar Haukur lngimarsson, sérfræðingurinn í tölvuarkitektúr. Margur er knár þótt ekki fari mikið fyrir honum. Tölvan góða og teiknivélin

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.