Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 3
JólablaS ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966
3
Séra Grímur Grímsson:
j
ó
A
H
U
G
L
E
I
Ð
I
N
G
Fullvel man ég fimmtíu ára sól,
fullvel meir en hálfrar aldar jól,
man það fyrst, er sviftur allri sút,
sat ég barn með rauðan vasaklút.
Með þessum ljóðlínum hefst kvæði séra Matthíasar
skálds Jochumssonar, þegar hann hálfsextugur að
aldri hverfur á vit minninganna um jólin heim til
bernskuheimilis síns, heim í lágreistan, lítinn bæ-
inn að Skógum í Þorskafirði.
Margir eru þeir, sem átt hafa og eiga sömu eða
svipaðar minningar frá barnæsku innst í hug'skoti
sínu, minningar um heilaga jólahátíð með ástvinum
sínum, ógleymanlega hátíð í litlu baðstofunni heima,
þegar kvikull bjarminn af jólaljósunum lék um skar-
súð og þil og hversdagsleg vistarveran varð að ævin-
týrahöll.
Margir eiga þessar minningar, en ekki er það á
færi nema snillinga á borð við séra Matthías að
leiða lesanda eða áheyranda inn til slíks helgihalds,
svo að hann ekki einasta verði áhorfandi, heldur
einnig þátttakandi, sem hlýtur a-ð hrífast með af
hug og hjarta og verða gagntekinn af þeim friði
Guðs, þeim andblæ innilegrar trúar, sem ríkir.
Hver myndin af annarri kemur fram í huga skálds-
ins. Hann minnist móður sinnar, þegar hún sezt nið-
ur hjá drengjunum sínum eftir að kveikt hefur ver-
ið á kertunum og hún talar við þá um helgi jólanna
og dásemdir himinsins:
„Þessa hátíð gefur okkur Guð,
Guð hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæzku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós.
Þessi Ijós, sem gleðja ykkar geð,
Guð hefur kveikt svo dýrð hans gætuð séð,
jólagleðin ljúfa lausnarans,
leiðir ykkur nú að jötu hans.
Þeir sitja hljóðir hjá móður sinni litlu drengim-
ir, því að þeir vita, að stundin er heilög, að Drottinn
Guð hefur vitjað mannanna bama, æðri sem lægri,
ríkra og fátækra, um alla heimsbyggðina. Ög hún
opnar hina heilögu bók og les þeim boðskap jól-
anna. Andblær kyrrðar, helgi og ósegjanlegs friðar
andar um bæinn.
„En það bar til um þessar mundir að boð kom
frá Ágústus keisara. . . . Verið óhræddir, því sjá
ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öll-
um lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem
er Kristur Drottinn í borg Davíðs. . . . Dýrð sé
Guði í upphæðum „og friður á jörðu“ >
Og þessi 'atburður er lifandi veruleiki, því að á
þessari stundu hefur Guð gefið þeim Jesú-barnið
að bróður, vin og leiðtoga um allt æviskeið. Yfir
slíka stund, slíka reynslu fyrnist aldrei þegar barn-
ið finnur guðdóminn renna saman við vitund sína,
þegar sjálfur Guð og frelsárinn Jesús gistir heimilið; Guð gefi yður öllum gleðileg jól og himneskan frið.
Gömul sögn segir frá kirkjuklukkum, sem sokkið
höfðu í sæ. Menn vissu, að þær höfðu horfið í diúp
hafsins, en ekki hvar þær vom. Þó gerðist það
undarlega, að á hverjum jólum tóku þær að hringja
eins og þær vildu minna á sig og heyrðu menn
gjörla hljóm þeirra úr djúpinu.
Mætti þessi litla ævintýralega saga ekki minna
oss á oss sjálf, þegar vér eftir önn daganna, eril
og amstur, gefum oss loks tóm til eintals við eigin
sál? Sjáum vér þá ekki betur og lengra, þegar
moldryk hversdagsins hverfur oss frá augum, heyr-
um vér þá ekki betur óminn frá horfnum dögum,
mildum, hlýjum gleði- og fagnaðarstundum, óm horf-
inna hálfgleymdra klukkna í djúpi sálar vorrar,
klukkna, sem einu sinni boðuðu oss komu frelsarans
í þennan heim, þegar innileg þrá mannsbarnanna
varð að veruleika, þegar Drottinn Guð opnaði him-
in sinn fyrir breyzkum börnum sínum.
Boðskapur jólanna er fyrst og fremst" sá, að frið-
ur megi verða með öllum mönnum, friður og sátt
við eigið líf og hlutskipti, friður við Guð og menn.
En það er stundum eins og vér týnum sjálfum oss,
að líf vort verður sem eigur villuráfandans, án tak-
marks og gleðisnautt. Vér erum svo oft vansæl.
En eru það ekki einmitt jólin, sem minna oss á
það, að vér erum ekki ein, að Guð er með oss, að
hann heldur almáttugri verndarhendi sinni yfir oss
og gefur oss enn af náð sinni og miskunn hlutdeild
í himninum, líf með Jesú Kristi þessa heims og
annars.
Kæri vinur, þú sem þráir frið í sál þína og harm-
ur það, sem þú hyggur að glatað sé og gleymt, grann-
skoða djúp sálar þinnar og gá að, hvort eigi blund-
ar enn í vitund þinni trúnaður barnsins við Guð og
traust á Jesú Kristi.
Skáldjöfurinn séra Matthías fann til smæðar sinn-
ar fyrir framan tign himrnsins og leyndardóm al-
mættisins og hjá reifabarninu í jötunni Betlehem
fann hann hið eina, sem í rauninni hafði ævarandi
gildi fyrir hann, því að eftir válynd veður og ver-
aldarvolk segir hann:
„Þóttú vinnir gjörvallt heimsins glys,
grípur þú þó aldrei nema fis“.
Þessvegna leiðir hjarta hans hann í jólahugleið-
ingunni til lítils barns, sem horfir á jólaljósið sitt, —
og hann segir:
„Ljá mér, fá mér litlafingur þinn,
ljúfa smábarn, hvar er frelsarinn?
Fyrir hálmstrá herrans jötu frá,
hendi ég öllu; lofti, jörðu, sjá!
Lát mig horfa á litlu kertin þín:
Ljósin gömlu sé ég þarna mín!
Ég er aftur jólaborðið við,
ég á enn minn gamla sálarfrið“.