Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 8
« 1966 JélablaS ALÞtÐUBLAÐSINS væri hægt að teygja sig til henn- ar, og í loftinu var gróðurilmur, sem barst frá öllum trjánum og blómunum 'í kring. í flugstöðvar- byggingunni var margt fólk, karl- menn, konur og börn. Það virtist vera að bíða eftir flugvélinni og margir voru þar líka af forvitni. Þetta voru fyrstu kynni okkar af hinum vingjarnlegu og glaðlyndu íbúum eyjarinnar, sem tala spönsku, enda var eyjan spánskt land í nær 400 ár, eða þar til Bandaríkin tóku eyjuna árið 1898, en eyjan hefur verið síðan 1952 í stjórnmálasambandi við Banda- ríkin, en hefur eigið þing og sjálf stjórn í innanríkismálum. Söngur og hljómlist virðast rík- ur þáttur í eyjarskeggjum. Er við stönzuðum við götuhorn á leið frá fiugvellinum upp að hótelinu, komu tveir iitlir strákar með hljóð færi sín heimagerð og byrjuðu að syngja og spila við bílgluggann. Og alls staðar virtist vera söngur og tónlist, meira að segja í stræt- isvagninum. Þar sat maður í — Hefur þú nokkurn tíma séð snjó? — Nei, aldrei, en mig langar til að sjá snjó einhvern tíma. Þessar samræður heyrði ég í flugvéiinni, er ég nú 3. desember ■var á leið frá New York til Puerto Rieo í boði Loftleiða ásamt fleiri blaðamönnum. Og eins ófróður og maðurinn í flugvélinni var um snjóinn eins ófróð var ég um, hvers ég átti að vænta á Puerto Rico, sem er ein af Antille-eyjun- um. En koman þangað kom þægi- lega á óvart. Strax og flugvélin hafði lent fylltist hún af heitu lofti og okkur hlýnaði all mikið í hlýju yfirhöfnunum, sem við höfð um farið í í New York í kulda- legu veðri um morguninn. Út um litlu gluggana sáum við grænan gróður í kring um flugvöllinn og þar skáru sig úr pálmatrén, sem einkenna þessar slóðir. Ólýsanleg tilfinning greip um sig, er stigið var á land fyrst. Sól- in virtist svo nærri, að næstum ^estir hótelsins rnitu sólarinnar við sundlaugina. Pálmaströnd á Puerto Rrco. fremsta sæti og söng og spilaði af mikilli innlifun spænsk lög. Söng urinn hressti mjög upp á strætis- vagnsferðina, því að það er nú yf- irleitt ekkert of skemmtilegt að sitja í strætisvögnum. En þarna var því öfugt farið, og þegar vagn- inn kom upp að hótelinu langaði mig ekkert út úr honum. Höfuðborg Puerto Rico er San Juan og í gamla borgarhlutanum eru þröngar götur og gömul hús. Það er gaman að labba þar um göturnar, sérstaklega að kvöldlagi. Þá er hitinn enn þægilegur og margt að sjá. íbúarnir virðast ekki búa við slæm lífskjör nú, þó að svo hafi verið fyrir nokkrum ár- um. Flestir eru hreinlegir og í snotrum fötum, enda mjög ódýrt að klæða sig þarna, þar sem eini fatnaðurinn, sem þörf er á, eru léreftsföt og þunnir kjólar. Á kvöldin vii’ðast fiestir Puerto Ric- anar fara út og má sjá heilu fjöl- skyldurnar aka fram og aftur í stórum, amerískum bílum. Þarna virðast vera mjög sterk fjölskyldu- bönd. Á götunum eru líka hópar af fólki, kannske sérstaklega ungu fólki, sem hópar sig saman í góða veði'inu. Einstaka betlikerling sit- ur í þröngu húsasundi og réttir fram höndina að þeim, sem fram hjá fai-a og börnin eru úti langt fram á kvöld oig eru óðfús í að bjóða ferðamönnum hjálp sína. Stundum fá þau skilding fyrir, stundum ekki, en þau eru samt alltaf jafn broshýr. Nýi borgarhlutinn í San Juan einkennist af glæsilegum margra hæða lúxushótelum, sem standa við ströndina. Þarna er hvít sand- strönd og þar geta hótelgestir sól- að sig og legið í skugga pálma-'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.