Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 11
lólablað ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966 11 Þegar skyrtur er uhengdar til þerris, er gott að láta fyrst tóm an plastpoka yfir herðatréð. Þá. límast þær ekki saman, þegar þær eru hengdar blautar upp. Láti maður lítið af ediki og bolla af mjólk, þegar soðin er þox-sklifur, hverfur af henni lýs isbragðið. FALLEGAR UMBUÐIR! BEINT Á BORÐIÐ 8 TEGUNDIR: HINDBERJA SULTA JARÐARBERJA SULTA APPTLSÍNU SULTA APRIKOSU SULTA SULTUÐJARÐARBER SULTUÐ SÓLBER SULTUÐ TÍTUBER SULTUÐ KIRSUBER DRONNINGHOLM Gestur Guðfinnsson: SORG I ■ ■ Hryggð leit ég gamals manns : í öldungs auga : ásýnd þess skugga er djúpin miklu fyllir tregann sem þögull einn sig lokar inni. Lítið tár sá ég titra á hvarmi : og drjúpa týnast í duftið hverfa í eilífðarmyrkrið. Aldrei hverfur mér síðan sorg þess úr minni. ■2 ■ ~t 4 Ef flytja þarf píanó eða þunga skápa, þá er gott ráð að sneiða niður kartöflu og láta* flögu af henni undir hvern fót. Þá geng ur flutningurinn eins og í sögu, og gólfið skemmist ekki. SÍMINN HRINGIR Framhald af 5. síðu. að dyrunum, snýr sér við og seg- ir blíðlega: — Ég þarf að skreppa út, pabbi, mamma báð mig að kaupa svolítið áður en lokað yrði. Faðirinn horfir á hana tvíi- ráður, krossleggur fæturna og strýkur stólarmana. —Já, en við vorum ekki búin að tala saman. Stúlkan fetar hæigt yfir að stólnum, lítil telpa og blíð á svip. Hún tekur hönd föður síns, held- ur henni í báðum sínum og sezt á stólarminn. — Við höfum alltaf verið svo góðir vinir, pabbi, segir hún hun angsrómi. Hvers vegna skemma það núna, þegar ég er að verða stór? Þú hefur alltaf sagt að for- eldrar ættu að treysta börnum sínum. Heldurðu þú getir ekki treyst mér? Faðirinn segir ekkert lengi vel, situr grafkyrr. Síðan losar hann höndina með hægð, strýkur yfir stutt hiár dóttur sinnar og segir eins og við sjálfan sig: — Skrepptu í búðina, góða, við getum talað betur saman seinna. Stúlkan slæmir smákossi á vanga hans um leið og hún þeyt- ist á fætur, sviflétt' eins og dans mær í lokaspretti. Eftir auga- bragð er hún rokin á dyr. En faðirinn situr eftir hreyf- ingarlaus í stólnum og horfir í gaupnir sér í þungum þönkum. 8. 5. ’65 FRÁ TÉKKÓSLÓVAKlU WELLIT-einangrunar- plötur þola raká og fúna ekki WELLIT plötur eru mjög léttar og auðveldar í meðferð WELLIT einangrunarplötur kosta 'aðeins: 5 cm. þykkt: kr. 56.00 ferm. asbestplötur fyrir utan- hússklæðningu 10 mm þykktir Asbestplötur, fyrir innanhússklæðningu, 6 mm. þykktir, asbest þrýstivatnspípur og tengistykki Birgðir fyrirliggjandi WELLIT-plata 1 cm á þykkt einangrar jafnt og: 1,2 cm asfalteraður kork- ur, 2,7 cm tréullarplata, 5,4 cm gjall-ull, 5,5 cm tré, 24 cm tígulsteinn, 30 cm steinsteypa. Mars Trading Company, Laugavegi 103 - Sími 173 731

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.