Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 1
STOFNAÐ
1919
Kópavogur/Reykjavík:
SORPDEILAN LEYST
Kópavogssorp áfram urðað í Gufunesi, umhverfissjónarmið látin ráða i Fossvogi
Aðspurðui' sagði Guð-
mundur Oddsson, bæjar-
lulltrúi i Kópavogi, að
deiluaðilar hetðu mæst á
miðri leið. Héðan i frá yrði
ræðst við í bróðerni, og
lausti fundin á Fossvogs-
deilunni sem báðir aðilar
gætu sætt sig við.
Deila sú sem staðið hef-
ur á milli Reykjavíkur og
Kópavogs að undanförnu,
eða frá því Kópavogur
sagði upp samningi um
lagningu Fossvogsbrautar
fyrr i vor, er nú leyst. Sorp
Kópavogsbúa verður
áfram urðað á Gufunesi,
en Reykjavík hafði hótað
því að endurnýja ekki
samninga þess efnis á milli
þessara nágrannasveitarfé-
laga.
Fulltrúar Reykjavíkur-
borgar og Kópavogskaup-
staðar hafa átt með sér
fund um þau deiluefni,
sem verið hafa uppi á milli
sveitarfélaganna, og er nið-
urstaða þeirra á þá leið að
aðilar muni skoða þær
hugmyndir, sem frarn hafa
komið um lausn á stofn-
brautavanda svæðisins,
sent hliðsjón hafa af um-
hverfisþáttum. Skoðun
þeirri skal lokið svo fljótt
sem kostur er, enda stend-
ur nú yfir endurskoðun á
aðalskipulagi Kópavogs.
Ágreiningur er um lög-
nræti einhliða yfirlýsingar
Kópavogs þess efnis að
hluti samnings ntilli sveit-
arfélaganna frá 1973 sé úr
gildi fallinn. Því er ljóst að
leita þarf annarra leiða til
að fá úrlausn þess ágrein-
ingsefnis. Kópavogskaup-
staður áskilur sér rétt til að
hlutast til um að dómstólar
skeri úr um gildi ofati-
greinds samnings unt Foss-
vogsbraut og fleira. Komi
það mál til kasta dómstóla
skuldbinda aðilar sig til að
hraða málsmeðferð eftir
því sem kostur er.
Einnig skuldbinda aöil-
ar sig til að ráðast ekki í
stórframkvæmdir á svæð-
inu á meðan fjallað er um
málið.
í gær samþykkti botgar-
stjórn Reykjavíkur ályktun
þess efnis að sorp Kópa-
vogsbúa yrði áfram urðað
á sorphaugunum á Gufu-
nesi.
A Iþýðuflokkurinn:
FLOKKSSKRIF-
STOFAN
ENDURNÝJUÐ
Flokksskrifstofa Alþýðu-
flokksins hefur tekiö stakka-
skiptum að undanförnu. Þar
hafa verið framkvæmdar
miklar breytingar og umbæt-
ur og iná með sanni segja að
vinnuaöstaöa hafi batnaö til
muna.
Það er helst að nefna að
tvö herbergi voru sameinuð
og úr þeim gert eitt stórt og
gott fundarherbergi, sem sést
á meðfylgjandi mynd. Einn-
ig var skipt um gólfdúk, ný
húsgögn keypt og málað hátt
og lágt. Að sögn Dóru Haf-
steinsdóttur kostuðu breyt-
ingarnar nokkurt fé, en að
sjálfsögðu var einnig mikið
unnið í sjálfboðavinnu.
Á myndinni má sjá frá
vinstri Halldóru Sigríði
Jónsdóttur, Dóru Hafsteins-
dóttur og ívar Ragnarsson.
Mannréttindabrot í Rúmeníu.
TTsB
i 'f "*
Jón Sigurðsson lormaður ráðherra-
nefndar orkumálaráðherra
ISLAND MOTMÆLIR
Jón Sigurðsson var kosinn
formaður ráðherranefndar
orkuráðherra Norðurlanda á
fttndi ráðherranna í Jyvea-
skylea i Finnlandi 12—13.
júní. Hann mun gegna þvi
embætfi fram að næsta fundi
Norðurlandaráðs í Reykja-
vík í febrúar á næsta ári.
Fundinn í Finnlandi sátu
orkuráðherrar allra Norður-
landa nema Færeyja. Megin-
viðfangsefni fundarins voru
orkumál og umhverfismál,
tengd þeim þ.á.m. afleiðing-
ar af nýtingu kjarnorku og
voru samþykktar áætlanir
um aukið samstarf landanna
á þessum sviðum. Samþykkt
var ný áætlun til fjögurra ára
um samstarf landanna á
sviði orkurannsókna og er
áformað að verja um 150
milljónum króna á ári til ým-
issa rannsóknarverkefna í
háskólum og til ráðstefnu og
fyrirlestrahalds.
Á fundinum var samþykkt
áætlun um sameiginlegar að-
gerðir Norðurlanda á sviði
umhverfis- og orkumála til
að orkuframleiðslu og orku-
nýtingu verði í framtíðinni
hagað þannig að umhverfi og
afkomu komandi kynslóða
verði ekki spillt. Áformað er
að verja um 50 milljónum
króna á ári af fjárveitingu
orkuráðherranna til sameig-
inlegra aðgerða og athugana
á þessu sviði. Aðgerðir þess-
ar beinast meðal annars að
bættri orkunýtingu, orku-
sparnaði, minnkun mengun-
ar af útblæstri orkuvera og
farartækja og aukinni notk-
un endurnýjanlegra orku-
gjafa.
Þá var einnig fjallað um
nauðsyn eftirlits með flutn-
ingi geislavirkra efna um
Norðurlönd og Norður-Atl-
antshaf.
Áformað er að halda
næsta fund orkuráðherra
Norðurlanda á íslandi i
októbermánuði í haust.
Uianrikisráðherra licfur
sent utanrikisráöuneyti
Rúmeníu mótmælaorðsend-
ingu vegna mannréltinda-
brota þar i landi, einkum
gagnvart fólki af ungversk-
um uppruna.
Rúmenía og ísland taka nú
bæði þátt í mannréttinda-
fundi í París á vegum ráð-
stefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE)
og verður íslensku orðsend-
ingunni dreilt þar.
í orðsendingunni er minnt
á, að ríkin tvö séu bæði þátt-
takendur í RÖSE og hafi þar
m.a. skuldbundið sig til að
verja mannréttindi, þ.m.t.
réttindi minnihlutahópa.
íslenska ríkisstjórnin tel-
ur, að Rúmenía skeri sig úr í
brotum á mannréttindasam-
þykktum RÖSE-skjalanna,
frá Helsinki (1975), Madrid
(1983) og Vín (1989).
Hneyksli,
- sem enn er óuppgert
- bls. 3 T k
um steypugallana j ,bi< {
Nýju Flug-
leiðaþoíurnar:_______
FLUGTÍMINN
EILÍTIÐ
LENGRI
— eldsneytis-
sparnaður mikill
Aldís, nýrri þolan af
Iveimur 737-400-þolum
Fluglciöa, var varl lenl hér
lieima eflir breylingar á
hreyflmn þcgar liiin var drif-
iu í svokallaða B-skoðun.
Slík skoðun lekur alla jafna
sólarhring, en vegna yíir-
vinnubanns flugvirkja tefsl
vélin í (vo sólarhringa vegna
skoöunarinnar. Að lokinni
þessari 300 líma skoðun mun
Fydis fá sömu skoðun. Virð-
asl starfsmenn lélagsins á
liinum ýmsu vígstöðvuin lilt
reiðubúnir að hjáipa félagi
sínu, þegar miklir erfiðleikar
liafa sleðjað að á hábjarg-
' ræðislímanum.
Mbnn hala viða bollalagt
um flugtíma hinna nýju
þotna Flugleiða. Staðrcynd
er að þær eru ekki jafnhrað-
fleygar og Boeing 727- og
DC-8- þoturnar sem félagið
er nú með í rekstri. Heyrsl
hafa ýmsar hinar ólíklegustu
tölur i þessu sambandi. En
hver er sannleikurinn?
Leilur Magnússon, frant-
kvæmdastjóri flugrekstrar-
sviðs félagsins, sagði að
breytingar á hreyflunt
737-400-vélanna breyttu
engu um flughraðann. Ef
miðað væri við 3 klukkutima
flug á DC-8 eða Boeing
727-100, t.d. til Kaupmanna-
hafnar, væri flugtími nýju
flugvélanna 3 tímar og 13
mínútur til sama áfangastað-
ar við sömu skilyrði.
Leifur sagði að aðalatriðið
í sambandi við hinar nýju
þotur væri hin rnikla spar-
neytni. Ef miðað er við
eyðslu flugvélaeldsneytis á
hvert farþegasæti vélanna er
eyðsla nýju vélanna aðeins
60% af eyðslu eldri vélanna
sem nú eru í rekstri. Elds-
neytiskostnaður er einn af
stærstu kostnaðarliðum
flugfélaganna, þannig að
40% sparnaður telst umtals-
vert fé.