Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 21. júní 1989 Svavar á fund EUREKfl Ráðherrafundur Evrópu- ríkja sem aðild eiga að EUREKA-áætluninni um sam- starf á sviði tækniþróunar var haldinn í Vínarborg 18.—19. júní. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra sótti fundinn af íslands hálfu, og í för með honum var dr. Vilhjálmur Lúð- víksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Ljósmæður mótmæla nið- urskurði þjón- ustu Aðalfundur Ljósmæðrafé- lags íslands var haldinn í síð- asta mánuði og í ályktunum fundarins kom m.a. eftirfar- andi fram: Fundurinn lýsir undrun sinni yfirþeim ráð- stöfunum heiIbrigðisyfirvalda að skera niður þjónustu við fæðandi konur á sama tíma sem heilbrigöisyfirvöld vinna að markmiðum alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, Heil- brigði fyrir alla árið 2000. Niðurskurður þessi hefur m.a. komið fram með auknu álagi áöllum þeim stéttum sem veita konum í meó- göngu, fæðingu og sængur- legu og fjölskyldum þeirra þjónustu, þannig að á anna- sömustu tímum getur það orðið á kostnað öryggis móð- ur og barns, en fæðingar í landinu í heild hafa aukist verulega, og ennfremur með styttingu sængurlegutíma kvennanna. Fundurinn vill benda á að sængurlegan er sá tími sem oft ræður hvernig til tekst meö brjóstagjöf og áfram- hald hennar, en rannsóknir hafa sýnt að móöurmjólkin er besta næring sem ungbarnið fær og er því undirstaða fyrir heilbrigði þess. Lengi býr að fyrstu gerð. Því skorar fund- urinn á heilbrigðis- og stjórn- völd að markvist verði á mál- um þessum tekið á þann hátt að þjónustan til sængur- kvenna, ungbarna og fjöl- skyldna þeirra skerðist ekki. t Eiginmaður minn faðir okkar, tengdafaðir og afi Jakob Jónsson lést á Djúpavogi 17. júní. Þóra Einarsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Þór Edward Jakobsson Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Einar Jakobsson Guðrún Jakobsson Barnabörn og barnabarnabörn. Tímaritið Þroskahjálp 1. tölublað 1989 er komið úr. Útgefandi er Landssam- tökin Þroskahjálp. Sem dæmi um efni má nefna frásagnir þriggja stúlkna sem allar eiga það sameiginlegt að eiga fatlað systkini. Því er stundum haldið fram að þessi systkini gleymist viö áfallið sem fæö- ing fatlaðs barns hefur í för með sér og mikla umönnun sem slíku barni fylgir. Stúlk- urnar eru opinskáar og segja umhverfið oft hafa verið erfitt, þótt þær telji aö þessi lífsreynsla hafi orðið þeim ávinningur. Það var auðn og myrkur... er yfirskrift viðtals við Magnús Kristinsson for- mann Styrktarfélags vangef- inna í Reykjavík. Magnús hef- ur haft afskipti af málefninu um langt árabil og koma ákveðnar skoðanir hans ber- lega fram í viðtalinu. Grein sem ber heitið Þeir trúa því að til sé fleira... og er eftir Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur sálfræðing birtist í þessu hefti sem og þýdd grein um faðir Downs syndrómsins, John Down sem árið 1866 lýsti í fyrsta sinn þessu ástandi. Fastir liðir eru á sínum stað s.s. af starfi samtak- anna, bókakynning, frétta- molar og fleira. Tímaritið Þroskahjálp kem- ur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausasölu í bókabúðum, blað- sölustöðum og á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17, 105 Reykjavik. Áskriftarsím- inn er: 91-29901. • Krossgátan □ 1 2 3 4 ■ 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 V. 13 □ Lárétt: 1 vola, 5 slappleiki, 6 frostskemmd, 7 reim, 8 bjálf- ana, 10 samstæöir, 11 stjórna, 12 seðill, 13 bærðist. Lóðrétt: 1 gleði, 2 kvabb, 3 ut- an, 4 veiddi, 5 útlimu.r, 7 trufl- un, 9 kornið, 12 skóli. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 greip, 5 veik, 6 orf, 7 út, 8 litaði, 10 dð, 11 sin, 12 unnu, 13 gaman. Lóðrétt: 1 greið, 2 rift, 3 ek, 4 patinu, 5 voldug, 7 úðinn, 9 asna, 12 um. • Gengið Gengisskráning nr. 113 — 19. júni 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 58,440 58,600 Sterlingspund 89,647 89,892 Kanadadollar 48,787 48,921 Dönsk króna 7,5480 7,5686 Norsk króna 8,0919 8,1141 Sænsk króna 8,7029 8,7267 Finnskt mark 13,1429 13,1789 Franskur franki 8,6475 8,6712 Belgiskur franki 1,4020 1,4059 Svissn. franki 33,9274 34,0203 Holl. gyllini 26,0422 26,1135 Vesturþýskt mark 29,3351 29,4155 ítölsk líra 0,04043 0,04054 Austurr. soh. 4,1676 4,1790 Portúg. escudo 0,3522 0,3531 Spánskur peseti 0,4614 0,4627 Japanskt yen 0,40219 0,40329 irskt pund 78,237 78,451 SDR 72,1337 72,3312 Evrópumynt 60,7601 60,9264 RAÐAUGLYSINGAR Ritstjóri á skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætísnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritstjóra við upplýs- ingadeild skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin dagleg- um störfum þess og nýtur við það aðstoðar skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Á skrifstof- unni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnun- ar, starfa 30 manns, og sex þeirra við upplýs- ingadeildina. Starfið á skrifstofunni fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Starfsmaður sá, sem auglýst er eftir, á að hafa umsjón með annarri útgáfustarfsemi skrifstofunnar en útgáfu tímaritsins Nordisk Kontakt. Hann á meðal annars að sjá um samninga um útgáfu og prentun þingtíðinda Norðurlandaráðs, skýrslna og upplýs- ingabæklinga. Ritstjórinn tekur þátt í öðrum störfum upplýsingadeildarinnar eftir því sem tími gefst til. Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu af útgáfustarfsemi og tölvuvinnu, enda er þróun og aukin tölvuvæðing útgáfustarfsem- innar fyrirhuguð. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel munnlega og skriflega, hafa reynsiu af samningum, hafa góða tungumála- kunnáttu og eiga auðvelt með hópvinnu. Mánaðarlaun eru 21.200 sænskar krónur auk skattfrjálsrar uppbótar, sem greiðist öllu starfsfólki skrifstofunnar og staðaruppbótar, sem greiðist þeim, sem eru ekki sænskir ríkisborgarar og flytjast til Svíþjóðar til að taka við störfum við skrifstofuna. Um þessi og önnur kjör gilda sérstakar norrænar reglur. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og æskilegt er að nýr starfsmaður taki við starfinu í haust. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veita Bitte Bagerstam, upplýsingastjóri, og Ingegard Wahrgren, settur ritstjóri í síma 9046 8 143420 og Snjó- laug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeild- ar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 91-11560. Formaður starfsmannafélags skrifstofunnar er Marianne Andersson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og skulu þær sendar til skrifstofu for- sætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordisk rád- ets presidiesekretariat), Tyrgatan 7, (Box 19506), 10432 Stockholm og hafa borist þangað eigi síðar en 17. júlí nk. Ökumenn þreytastfyrr noti þeir léleg sólgleraugu. Vondum val HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða HJÚKRUNARFRÆÐINGA m.a. við skóla víðs vegar um bæinn, frá og með 1. september n.k. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Starfið er sjálfstætt og má skipuleggja og móta á ýmsa vegu og vinnutími getur verið sveigjan- legur. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, fyrirkl. 16.00 mánudaqinn 3. júlí 1989. Flokksstarfið Spánarferð Alþýðuflokksins Skrifstofa Alþýðuflokksins býður upp á ódýrar sumarleyfisferðir til sólarlandaperlunnar Mall- orka. Boðið er upp á 10 daga og þriggja vikna ferðir. Brottför 5. júlí n.k. Verð frá kr. 23.800 fyrir hjón með tvö börn. Lúxushútel. Nánari upplýs- ingar hjá skrifstofu Alþýðuflokksins milli kl. 12 og 16 alla daga, s. 29244 og hjá Ferðaskrifstof- unni Atlantik s. 28388. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.