Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júní 1989
5
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar:
Minnisblað um persónuafslátt og barnabætur
Þann 1. júlí hækkar persónuafsláttur hvers einstaklings
um tæp 9%, eða sem nemur hækkun lánskjaravísitölu á
tímabilinu desember 1988 til júní 1989. Persónuafsláttur-
inn verður þannig 19.419 krónur á mánuði í stað 17.842
króna nú. Skattleysismörk einstaklings hækka þannig úr
47.276 krónum á mánuði í 51.455 krónur. Sem dæmi má
Tafla 1
Júní Júli
Tekjuskattur ríkisins, brúttó 21.560 21.560
Persónuafsláttur -17.842 -19.419
Tekjuskattur ríkisins, nettó 3.718 2.141
Útsvar 4.858 4.858
Tekjuskattur og útsvar alls 8.576 6.999
Skattbyrði tekjuskatta 12,25% 10,0%
Kaupmáttaraukning 2,25%
taka einstakling, sem hefur 70 þús. kr. í mánadarlaun.
Tekjuskattar þessa einstaklings breytast sem hér segir í
töflu 1.
Þá hækka einnig allar bótagreiðslur, þ.e. barnabætur,
barnabótaauki og húsnæðisbætur. Þann 1. júlí nk. verða
Tafla 2
Júni Júli
Barnabætur: Með fyrsta barni Með börnum umfram eitt Með börnum einstæðra 21.658 32.353 64.705 23.475 35.213 70.425
Barnabótaauki: 55.752 krónur á ári i stað 51.224
barnabætur, sem hér segir og er þá um ársgreiðslur að
ræða (tal'la 2).
Tökurn dæmi af hjónum með tvö börn, annað yngra
en sjöára. Mánaðarlaun fjölskyldunnar eru 160 þús. kr.,
sem skiptast jafnt á milli aðila. Tekjuskattar þessarar fjöl-
skyldu breytast sem hér segir (tafla 3).
Tafla3
Júni Júlí
Tekjuskattur rikisins, brúttó 49.280 49.280
Persónuafsláttur -35.684 -38.838
Barnabætur -6.291 -6.847
Tekjuskattur ríkisins, nettó 7.305 3.595
Útsvar 11.104 11.104
Tekjuskattur og útsvar alls 18.409 14.699
Skattbyrði, % af tekjum 11,5% 9,2%
Kaupmáttaraukning 2,3%
rian Holt heiðraður
Á myndinni afhendirformaður FSÞ, Gauti Kristmannsson, Brian Holt heið-
ursskjal í tilefni kjörsins.
Félag sjónvarpsþýðenda
(hjá Ríkisútvarpinu) hélt á
dögunum aðalfund sinn. Á
fundinum var kjörinn fyrsti
heiðursfélagi félagsins, Brian
Holt, fyrrverandi ræðismaður
Breta á íslandi.
Sjónvarpsþýðendur kusu
hann heiðursfélaga vegna
þeirrar miklu og óeigingjörnu
aðstoðar sem hann hefur
veitt þýöendum alveg frá því
Sjónvarpið tók til starfa fyrir
rúmum tveimur áratugum.
Brian Holt hefuralltaf verið
boðinn og búinn að hjálpa
þeim sem til hans hafa leitað
og hefur ófár skjátextinn ver-
ið rétt þýddur fyrir hans til-
hlutan. Kjör hans var því örlit-
ill þakklætisvottur fyrir hans
mikla og merka framlag.
Vestnorræna
þingmanna-
ráðið
Vestnorræna þingmanna-
ráðið hélt sinn 5. fund i
Stykkishólmi dagana 13.-15.
júní sl. Umræðurnar á fundin
um snérust mjög um um-
hverfismál og þá hættu sem
steðjar að löndunum þremur,
Færeyjum, Grænlandi og ís-
landi vegna mengunar í höf-
unum og hernaðarumsvifa,
einkum vegna kjarnorkuflota
stórveldanna.
Á fundinum var samþykkt
yfirlýsing um að hrint yrði í
framkvæmd tillögu sem sam
þykkt var á síðasta fundi
ráðsins, í llulissat á Græn-
landi, þar sem skorað er á
stjórnvöld viðkomandi landa
að gera allt sem i þeirra valdi
stendur til að fá stórveldin að
samningaborðinu, með það
að markmiði að Norður Atl-
antshafið verði kjarnorku-
vopnalaust.
Þá var samþykkt tillaga á
fundinum í Stykkishólmi þar
sem skoraó er á stjórnvöld
þessara þriggja landa að gera
árið 1992 að sérstöku vest-
norrænu ári, með þaö fyrir
augum að auka kynni og
samskipti landanna. Á því ári
verði einkum fjallað um jafn-
réttismál karla og kvenna,
umhverfismál og æskulýðs-
mál. Óskar ráðið eftir því að
ráðstefna um jafnrétti verði
haldin á íslandi, um umhverf-
ismál i Grænlandi og um
æskulýðsmál i Færeyjum.
|gú HÖLDUM
Nú höldum við í suður
1. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 9.30.
2. Kratar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfiröi bætast
í hðpinn.
3. Helstu áfangastaðir: Kleifarvatn, Krísuvík, Herdís-
arvík, þarmunGunnar Eyjólfsson leikari segjaokk-
ur frá skáidinu Einari Benediktssyni og flytja Ijóð
(slóðir Einars Benediktssonar), Strandarkirkja,
nesti snætt í Selvoginum, Fiskeldisstöð í Þorláks-
höfn, Eyrarbakki (sjóminjasafn, álpönnuverk-
smiðja), rjúmabúið á Baugsstöðum, Stokkseyri
(fjöruferð), Hverageröi (Garðyrkjuskóli ríkisins,
sund ef gott veður verður).
VID Í SUÐUR
Farið verður 24. júní
4. Skíðaskálinn i Hveradölum tók frábærlega á móti
okkur í síðustu ferð og er tilbúinn að gera það aftur.
Þarverðurærleg grillveislameð öllu tilheyrandi og
haldið uppi stanslausu fjöri til kl. 22.30.
5. Komið í bæinn um það bil kl. 23.00.
Miðaverð er kr. 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn
(matur í skíðaskálanum innifalinn).
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Alþýóuflckksins í
síma 29244.