Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 21. júní 1989
mrciiwni
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Auglýsingastjóri: Steen Johansson
Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
OPINBER ÞJÓFNAÐUR
STÖDVADUR
Sýslumenn og löggur flengriðu um héruð í gær og kröfðust
þess að fyrirtæki gerðu skil á vangoldnum söluskatti. Þetta
eru peningar sem skattborgarar hafa þegar greitt í fyllsta
trúnaði og ætlað að væru stór hluti af alltof háu vöruverði á
íslandi. Herför fjármálaráðherra til að ná í söluskatt sem fyr-
irtæki hafaólöglegahaldiðeftirerviróingarvert framtak. Eig-
inlega er um landhreinsun að ræða. Það siðleysi sem hefur
ríkt um meðferð opinbers fjármagns er forstjórum til van-
sæmdar og svívirðileg aðferð til að komast hjá því að gjalda
samfélaginu það sem því ber. Almenningur sem hefur þegar
greitt vöruna með söluskatti líturá undanfærslursem hrein-
an þjófnaó og vitaskuld er ekki hægt að nefna þetta öðrum
nöfnum.
w
Olafur Ragnar fjármálaráðherra skammaði eigendur fyrir-
tækja í sjónvarpi sama kvöld og herförin hófst. Lýsti hann því
hvernig ábyrgðarmenn fyrirtækja hefðu nýtt sér biðlund rík-
isvaldsins, þegar reynt var að leita leiða til að fá þá til að
greiða skatta. Á örfáum mínútum hafði t.d. Gildi, sem sér um
veitingar á Hótel Sögu, tekist að færa reksturinn undan
sjálfu sér til Bændahallarinnar og komast þannig hjá því að
greiða tilskilin gjöld. Fjármálaráðherra kvað fjölmörg hlið-
stæð dæmi vera um aöferöir til að skjóta eignum og öðru
undan ríkisvaldinu. Með einu handbragði mætti stofna ný
fyrirtæki á grunni gjaldþrota fyrirtækja og losna þannig við
að borga það sem bæri. Er ekki ósköp eðlilegt að fjármála-
ráðherra opinberi hverjir iðka svo Ijótan leik og hvaða fyrir-
tæki það eru sem hafa látið almenning borga vöru eða þjón-
ustu en hafa sjálf ekki skilað fjármagninu í ríkiskassann?
Talið er að vanskil opinberra gjalda séu um þessar mundir
um 9 milljarðar króna. Það svarar til þess að hver meðalfjöl-
skylda eigi ógreiddar 125 þúsund krónur til ríkisins. Ef þessi
upphæð skilaði sér í ríkiskassann mætti með öðrum orðum
lækka skatta meðalfjölskyldu um 10 þúsund krónur á mán-
uði. Nú gera yfirvöld ekki ráð fyrir að meira innheimtist en
nemur tíunda hluta þessarar upphæðar, en það þýðir að kjör
meðalfjölskyldunnar rýrist unnfríflega hundrað þúsund krón-
uráári. Vanskil fyrirtækjaog einstaklinga koma í veg fyrir að
almenningur njóti þeirrar samneyslu sem hann vill. Ríkið
verður aó draga saman seglin vegna þess að tekjur þess
hrökkvaekki til velferðarmála. Sjúkrastofumer lokað, útgjöld
til vegamála dragast saman, færri pláss verða á dagvistar-
stofnunum o.s.frv. Þettahlýst allt af því að fjöldi fyrirtækjaog
einstaklinga greiðirekki það sem honum ber i opinber gjöld.
Skyldu hinir skuldugu hafa hugleitt það?
UNGLINGAR
OG ÁBYRGÐ
Eru unglingavandamálin meiri nú en fyrir 20 árum og bera
unglingar takmarkaða ábyrgð? Ragnhildur Bjarnadóttir
kennari veltir þessari spurningu fyrir sér í síðasta hefti Nýrra
menntamála. Ragnhildur hefur rannsakað hóp skólabarna í
Reykjavík og kannað hugi kennara til „erfiða nútímaungl-
ingsins". Flestireru áþví að hann beri hvorki ábyrgð ásjálfum
sér né öðrum einstaklingum og hiutum úr nánasta umhverfi.
Ragnhildur telur að aðstæður í þjóðfélaginu kyndi undir
veikaábyrgðarkennd, reglufestasé lítil í þjóðfélaginu og fyrir
bragðið séu skilaboðin til barnanna um hvað sé leyfilegt og
hvað ekki oft mótsagnakennd og á reiki. Tími foreldra til að
ala börnin upp sé af skornum skammti og börnin njóti þess
vegna ekki þess tilfinningalega öryggis sem þeim sé nauð-
synlegt til að geta valið og hafnað í „frjálsræðinu". Þetta eru
orð í tíma töluð og verður að taka alvarlega.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
tíma. Birna Þórðardóttir, senr á
sæti í framkvæmdastjórn flokksins
og er úr róttækari armi, skrifar í
Þjóðvilja í gær vegna stofnunar fé-
lags „lýðræðslegra jafnaðar-
manna“ á sunnudag. Birna vitnar
til viðtals við Ólaf Ragnar þar sem
hann fullyrðir aðekki hafi staðið til
að gera Alþýðubandalagið að
trotskyistaflokki. Birna segir sig
ekki slíka kraf'taverkamanneskju
að það takist, en „ég hef ekki held-
urgetað lalið sjálfgefið að Alþýðu-
bandalagið yrði að einni allsherjar
Caldicott segir að konur séu eina
von mannkyns...
SOGUR úr skólastofunni geta
verið skondnar. Tímaritið Ný
menntamál, sem kennarasamtökin
gefa út, veltir sér upp úr ambögum
barna og kennara. í síðasta hefti
eru glefsur úr ritgerðum um Hall-
grím Pétursson:
Þeim sem rænt var hér af Tyrkj-
um árið 1627 þurfti að kenna krist-
in l'ræði á ný er þeir voru keyptir úr
ánauð þar eð óttast var að þeir
liefðu fcngið snert af múhameðs-
trú.
Stundum verður kennurum lika
á í messunni:
bað var einhverju sinni í miðjum
önnum jólaföndursins að óloftið
kennslukona kom blaðskellandi og
spurði einn af reyndari kennuruin
skólans: „Eg er búin að leita út um
allt. Getur þú nokkuð hjálpað
mér? Mig vantar svo jólasvein sem
stendur!"
HELEN Caldicott, barnalækn-
ir og friðarsinni, var gestur Kven-
réttindafélagsins á kvennadegi ís-
lendinga 19. júní. Hún er ómyrk í
máli. Sagði hún á blaðamanna-
fundi að hún skildi lítt hverju það
þjónaði að hafa herlið á íslandi,
þar sem Nató hefði verið byggt upp
í kringum her Vestur-Þjóðverja og
Þjóðverjar vildu vopn burt af
þýskri grund. Þjóðverjar litu held-
ur ekki á Sovét sem ógnun. Kalda
stríðinu væri lokið. I viðtali við 19.
júní lýsir Caldicott karlniönnum:
„Mér finnst að karlmenn sem
komast til valda séu drifnir áfram
af hugsjúkri valdafíkn.“
Caldicott er á þeirri skoðun að
eina von mannkyns sé að konur
taki við völdum, viljum við á annað
borð bægja frá hungri og bjarga
heiminum. Og við höfum aðeins
áratug til stefnu, segir Caldicott. Á
blaðamannafundi var hún innt eft-
ir því hvort það væru í raun konur
sem myndu bjarga heiminum, og
hvort það væru konur á borð við
jarnfrúna á Bretlandi. Svar hennar
var stutt: „Hún er ekki kona.“
Einn karlmaður með völd er ekki
sjúklega valdafíkinn í augum lækn-
isins: „Gorbatsjov er kraftaverk."
Sem sagt ekki eru allir karlmenn al-
vondir.
DEILUR innan Alþýðubanda-
lagsins halda áfram í birtingu nýs
Möðruvallahreyfingu við það að
Olafur Rugnur gengi þar inn“.
Það er heppilegt að þeir eru
rnargir stjórnmálafræðingarnir i
ýmsum kimum Alþýðubandalags-
ins. Ekki veitir af til að greina allar
fylkingarnar — og hverja frá ann-
arri.
EINN MEÐ
KAFFINU
Stoltur faðir lýsti sonum sín-
um á eftirfarandi hátt: „Þeir eru
svo ljúfir að ég hef aldrei þurft
að lumbra að þeim nema í sjálfs-
vörn!“
DAGATAL
Vegið meðaltal hagfrœðinga
Stundum ersagt aðhagfræðingar
hafi tekið völdin hér á landi. Ég á
bágt með að trúa því nú orðið. Ég
var auðvitað sammála lands-
mönnum um að þessi kenning
væri rétt, en snerist eftir að hafa
átt samtal við málsmetandi full-
trúa hagfræðingagengis stjórn-
valda í veislu í Rúgbrauðsgerðinni
gömlu um daginn.
Þetta var mörg hundruð manna
veisla og vel boðið, enda Seglbúð-
ar-Jón hvergi nálægt. Hagfræð-
ingurinn var eitthvað slompaður
og alvarlegur úti í horni, svo mér
datt í hug að hressa upp á hann.
Auðvitað gerði ég þá reginskyssu
að spyrja hvort vel gengi að reka
Þjóðina hf., að hverju væri stefnt
og hvort nokkru skipti hvaða
ríkisstjórn sæti þá og þá stundina.
Það stóð ekki á svarinu.
„Við erum að sjálfsögðu með
mjög þjóðhagsleg markmið í
huga. Vöruskiptajöfnuður við út-
lönd er blessunarlega jákvæður,
en var neikvæður í fyrra. Það
sama er að segja um þjónustu-
jöfnuð og viðskiptajöfnuð og
fjármagnsjöfnuður er drjúgur,
skekkjur og vantalið meðtalið.
Skuldastaða landsmanna fer
batnandi og sömuleiðis greiðslu-
byrðin. Það er náttúrlega verið
að reyna að auka útflutninginn,
þannig þó að útflutningsverð-
mætið verði sem mest, bæði í fob
og cif. Innflutningurinn er alltof
mikill, enda hlutfall einkaneyslu
af vergri þjóðarframleiðslu og
vergri landsframleiðslu orðið of
hátt, út yfir alla skynsemi saman-
ber kenningar um jaðarneyslu-
hneigðina, en þó ekki síður hlut-
fall samneyslu, enda hefur hlut-
fall fjármunamyndunar minnkað
til muna og verðmætaráðstöfun
því riðlast. Við verðum auðvitað
að gæta að því að dregið hefur úr
hagvexti vegna minnkandi þjóð-
arframleiðslu og þjóðartekjur á
mann hafa dregist saman. Samt
viljum við að sjálfsögðu vernda
kaupmátt ráðstöfunartekna
heimilanna. í innlánsstofnunun-
um hefur innlánsaukning orðið
meiri en útlánsaukning og lausa-
fjárstaðan batnað, en vaxtamun-
ur hefur minnkað með tilheyrandi
neikvæðum rekstrarafgangi.
Mestu máli skiptir auðvitað að
ríkissjóður sé rekinn án halla, þó
þannig að haldið aftur af bæði
beinurn og óbeinum tekjuöflun-
arstofnum og dregið úr aukningu
sjálfvirkra ríkisútgjalda með
sparnaði og niðurskurði og að
undirstöðuatvinnugreinarnar i
frumvinnslunni geti aukið hag-
kvæmni með minnkandi fjár-
magnskostnaði, víkjandi lánunt
og rétt skráðu gengi,“ sagði hag-
fræðingurinn.
Þegar komið var að fob ogcif var
búið úrglasinu minu.Með síðasta
sopanum hvarf sannfæring ntín
um valdatöku hagfræðinganna —
svona menn geta aldrei stjórnað,
það er ekki hægt að skilja þá,
hvað þá fara eftir kenningum
þeirra. Ég þakkaði fyrir mig og
rölti á barinn. Þar var fyrir félags-
fræðingur sem ég kannaðist við
og ég spurði hann hvernig stæði
eiginlega á þessari innilokun hag-
fræðinga í eigin heimi.
„Hagfræðingar eru firrtir, “
svaraði félagsfræðingurinn.
„Kannanir hafa sýnt að vegið
meðaltal þeirra hefur gildismat
sem stangast á við félags- og
mannfræðilegt ferli þýðisins. Það
er mikii fylgni á milli ákveðinna
breyta hjá þessum menningaraf-
kima, en greining á honum verður
óáreiðanleg vegna lítillar fylgni
þegar samanburður er gerður á fé-
lagslegum hreyfanleika þeirra og
fjölskyldugerð. Aftur á móti þeg-
ar litið er á samspil vinnutíma á
heimili og í atvinnulífi þá kemur í
Ijós að...“
Eg laumaðist burt frá barnum og
breytti engu þótt ég hefði enn ekki
fengið afgreiðslu. Næst valdi ég
mér góðan, gamlan og vinalegan
stjórnmálamann til að spjalla við.
Það er þó alltaf hægt að haga
segluni þeirra eftir vindi.