Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 21. júní 1989 Greinargerð Seðlabankans vegna vaxtalcekkunar: Verulega getur dregið úr verðbólgu Jafnvœgi á lánsfjármarkaði eykst — Sam- ræmi í greiðslustöðu ríkissjóðs — Skipti- kjör verði lögð niður — Dregið hefur úr verðtryggðum lánum innlánsstofnana. Þann 10. júní síöastliðinn ritaði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra Seðlabankanum bréf, þar sem hann óskaði eftir tillögum varðandi ýmsa þætti vaxtamála. Verða hér á eftir reifaðar tillögur og hugmyndir Seðlabankans í þeim efnum, ásamt hugleiöingum um ýmsa þætti efnahags- og pen- ingamála, sem miklu máli skipta varðandi þróun vaxta. Ríkis- stjórnin ákvað á grundvelli þess- arar greinargerðar bankans að á næstu vikum yrði stefnt að 1-1,25% lækkun raunvaxta og var það tilkynnt sem liöur í aðgerðum til að tryggja forsendur nýgerðra kjarasamninga. Greinargerðin fcr hér á eftir: Ótvírætt er, að jafnvægi á láns- fjármarkaðnum hefur l'arið veru- raunvextir tækju að lækka á nýj- an leik, og hefursú þróun reyndar átt sér stað jafnt og þétt allt frá haustmánuðum 1988. Nemur raunvaxtalækkunin yfirleitt í kringum 2% á þessu timabili, en er þó mun meiri á ýmsum hlutum markaðsins, þar sem vextir voru áður hæstir t.d. hjá verðbréfa- sjóðum. Síðustu vaxtaupplýsing- ar benda eindregið til þess, að þessi hjöðnun vaxta muni enn halda áfram fyrir áhrif breyttra markaðsskilyrða. Sé hins vegar litið á þróun raun- vaxta af óverðtryggðum lánum verður annað upp á teningnum. Vegna mjög breytilegrar verð- bólgu undanfarna 12 mánuði hef- ur reynst mjög erfitt að tryggja samstíga þróun nafnvaxta og „Ótvírœtt er, að jafnvœgi á lánsfjár- markaðnum hefur farið verulega batn- andi á undanförnum tveimur ársfjórð- ungum. “ lega batnandi á undanförnum tveimur ársfjórðungunt. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum var út- lánaaukning bankakerfisins að meðaltali aðeins 6,1% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en á sama tíma hækkuðu heildarinn- lán um 6,7%. Hefur því bæði dregið úr útlánaaukningu og pen- ingaþenslu. Einnig bera lækkandi vextir á lánsfjármarkaðnum utan bankakerfisins vitni um minnk- andi þenslu. Tölur um greiðslustöðu ríkis- sjóðs benda einnig til þess, að rík- isfjármálin hafi fram til loka maí- mánaðar verið i góðu samræmi við markmið fjárlaga. Jafnframt hefur tekist að fjármagna veru- legan hluta af skammtímafjár- þörf ríkissjóðs með sölu ríkis- víxla, einkum til innlánsstofnana. Þrátt fyrir þessa hagstæðu þró- un eru ýmis hættumerki fram- undan. Horfur eru á verulegum halla á rekstri ríkissjóðs á síðara helmingi ársins og spariskírteina- sala hefur til þessa verið mun minni en að var stefnt. Einnig gæti of rúm lausafjárstaða inn- lánsstofnana leitt til aukinna út- lána, ef ekkert er að gert. Að öll- um þessum atriðum verður að hyggja. ef tryggja á áframhald- andi stöðugleika í peningamálum. Vextir og verðbólga___________ Hinir tiltölulega háu raunvext- ir, sem verið hafa á lánsfjármark- aðnum hér á landi undanfarið hálft annað ár hafa átt meginþátt í því að tryggja batnandi jafnvægi á lánsfjármarkaðnum. Jafnframt hafa skapast skilyrði til þess, að verðbólgu. Þannig urðu raunvext- ir óverðtryggðra lána mjög háir á síðasta ársfjórðungi í fyrra, þar sem vaxtalækkanir urðu yfirleitt á eftir minnkun verðbólguhraðans. Þetta snerist siðan við á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, þegar verð- bólguhraðinn jókst skyndilega, en haldið var aftur af vaxtahækk- unum. Al'Ieiðingarnar verða neikvæðir útlánsvextir og þrengri rekstrarstaða innlánsstofnana. Á öðrum ársfjórðungi hefur þetta verið að breytast með hækkun nafnvaxta, en þó er ólíklegt, að meðalraunvextir óverðtryggðra útlána bankanna verði jákvæðir á fyrra helmingi þessa árs. Meiri verðbólga og sú óvissa, sem ríkt hefur á tímabilum und- anfarna mánuöi vegna kjara- deilna, hefur að sjálfsögðu haft truflandi áhrif á vaxtaþróun og þrýst nafnvöxtum upp á við. Þannig er t.d. útlit fyrir, að árs- hraði hækkunar lánskjaravísitölu verði 26,9% mánuðina apríl-júní, sem er skýring á þeim háu nafn- vöxtum, sem enn ríkja. Nú er hins vegar útlit fyrir það, að verulega geti dregið úr verðbólguhraðan- um á næstu mánuðum, sem ætti að gefa tækifæri til samsvarandi breytinga á nafnvöxtum. Vaxtabreytingar á____________ næstunni_____________________ í samræmi við það, sem að framan hefur verið rakið um þró- un peningamarkaðsins er það skoðun Seðlabankans, að skilyrði séu nú til þess að lækka raunvesti af verðtryggðum útlánum bank- anna að jafnaði um 1-1,25%. „Tölur um greiðslustöðu ríkissjóðs benda einnig til þess, að ríkisfjármálin hafi fram til loka maímánaðar verið í góðu samrœmi við markmið fjárlaga. “ „Skyndilegar og stórvægilegar breyt- ingar geta skapað vantrú hjá innláns- stofnunum, sem hœglega getur breiðst út og valdið miklum usla á peninga- markaði. “ Stefnt verði að því, að þessum breytingum verði komið í fram- kvæmd á tveimur næstu vaxta- breytingadögum, þ.e.a.s. 21. júní og 1. júlí. Með þeim helst sam- ræmi við vexti á spariskírteinum ríkissjóðs, sem lækka i byrjun júlímánaðar. Jafnframt verði á næstu mánuðum tryggt, að nafn- vextir innlánsstofnana fylgi lækk- andi verðbólgustigi niður á við, þannig að raunvextir verðtryggðra og óverðtryggðra eigna og skulda innlánsstofnana haldist í sem bestu jafnvægi. Bankastjórrlin hefur þegar haf- ið viðræður við innlánsstofnanir um þessa vaxtaþróun, og telur hún æskilegast, að henni verði náð frant með samkomulagi, svo að ekki glatist með öllu sá sveigj- anleiki í vaxtaákvörðunum, sem náðst hefur á undanförnum ár- um. Er að því stefnt, að skýrar lín- ur fáist í þessum efnum fyrir lok næstu viku. SRiptikjör____________________ Á fundi Seðlabankans með inn- lánsstofnunum 5. júní sl. var fjall- að um vandamál, sem stafa af skiptikjörum. Var þá ákveðið að mynda vinnuhóp sem fjallar nú um málið. Stefnt er að því að nið- urstaða fáist í málinu í næstu viku, svo að ákvörðun liggi fyrir tímanlega fyrir næstu mánaða- mót. Seðlabankinn telur að leggja beri niður þessa tegund reikninga. Á hinn bóginn er ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi því mikið fé er nú á þessum reikningum. Skyndilegar og stórvægilegar breytingar geta skapað vantrú hjá innlánsstofnunum, sem hæglega getur breiðst út og valdið miklum usla á peningamarkaði. Brýnt er að reynt verði eftir megni að forð- ast áföll af þessum toga. Lágmarkslánstimi____________ verðtryggðra lána___________ Ekki er tímabært að gera til- lögur um lengingu á lágmarks- lánstíma verðtryggðra lána á með- an unnið er að tillögum um skipti- kjör. Núgildandi reglur hafa þeg- ar dregið úr verðtryggðum lánum innlánsstofnana. Benda má á, að lenging lánstímans er ekki líkleg til að vera lánþegum í hag. Vextir óverðtryggðra lána yrðu hærri en ella vegna óvissu um verðbólgu, en auk þess er greiðslubyrði lána á fyrstu gjalddögum þyngri á óverðtryggðum lánum en verð- tryggðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.