Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTKR S HNOTSKURN ANDLAT: Lester Nicolas Ruwe, 56 ára að aldri, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi á árunum 1985 til 1989. Ruwe starfaði náið með þremur Bandaríkja- forsetum, Nixon, Ford og Reagan. Bálför Ruwe verð- ur gerð í dag í Grosse Points Farm i Michigan. Minning- arathöfn verður haldin í Landakotskirkju fimmtu- daginn 10. maí kl. lOárdeg- is. Bók til undirskrifta á samúðarkveðjur liggur frammi í bústað sendiherra Bandaríkjanna að Laufás- vegi 23 á mánudag frá kl. 3-5. ANDLAT: Látinn er í Reykjavík Sigursveinn D. Kristins- son, tónskáld og skólastjóri tónskóla sem bar nafn hans. Sigursveinn var Skagfirðingur, 79 ára að aldri. Hann stund- aði tónlistarkennslu í Olafsfirði og á Siglufirði en gerðist skólastjóri eigin skóla í Reykjavik 1964, sem varð reyndar einhver vinsælasti tónskóli landsins og starfar í dag af miklum krafti. Sigursveinn lamaðist 1924, en lét fötlun sína ekkert á sig fá og starfaði að hugðarefnum sínum af mikl- um krafti. GLAÐIR: Félagar í Samtökum hernámsandstæðinga eru glaðir og reifir, — þegar hætt hefur verið við að byggja varaflugvöll á íslandi. Segjast þeir vonast til að þetta séu fyrstu merki um að nú linni gífurlegri hervæðingu á N-Atlantshafi. ÖÐRUVÍSI KÓK: Kók- akólaverksmiðjan Vífilfell sendir á markað þessa dag- ana nýja gerð af þessum vinsæla svaladrykk, — koffeinlaust Diet Coke. Venjulegt kók og Diet kók munu samanlagt nálgast að vera um helmingur gos- drykkjamarkaðarins, en þar er enn sem fyrr hart barist. EVROPUDAGUR: í dag er Evrópudagurinn haldinn há- tíðlegur í 25. sinn í 23 aðildarríkjum Evrópuráðsins þar sem 400 milljónir manna búa. Ekki er mikið um hátíðar- höld hér á landi — Evrópufáninn blaktir þó við hún á strætisvögnum í Reykjavik og í Kópavogi — blár fáni með tólf gular stjörnur. PALESTINUMENN: Tveir fulltrúar verkalýðssamtaka palestínumanna sóttu ísland heim á vegum BSRB og ASÍ 29. apríl til 4. maí og kynntu forystumönnum ýmsum, ráð- herrum og fleirum það erfiða ástand sem almenningur á hernumdu svæðunum í Palestínu býr við. Fulltrúar laun- þegasamtakanna lýstu yfir eindregnum stuðningi við mannréttindabaráttu verkalýðssamtakanna á svæðinu. STOLIÐ ÚR SENDIRÁÐI: Innbrotsþjófar reyndu að opna peningaskáp íslenska sendiráðsins í Washington að- faranótt miðvikudags. Það tókst ekki, en til að hafa eitt- hvað upp úr krafsinu tóku þeir með sér tvær tölvur, tvo tölvuprentara STEINGRÍMUR OG ARAFAT: Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra hefur lýst yfir áhuga á að hitta Jasser Arafat, leiðtoga PLO. Fundurinn myndi fara fram í Túnis eftir opinbera heimsókn forsæt- isráðherra til Egyptalands. Þegar Steingrímur var ut- anríkisráðherra í stjórn Þorsteins Pálssonar lýsti hann einnig yfir samskonar áhuga og olli það töluverð- um deilum í þeirri stjórn. Skipulagningin slök í Júgóslavíu: STJÓRNIN ásamt Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Örvarssyni. — íslenska þjóðin væntir án efa mikils af framlagi þeirra. STEFNUM HATT I kvöld munu um 170 millónir manna um alla Evrópu setjast niður við skjáinn til að fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það var gott hljóð í íslensku kepp- endunum þegar Alþýðu- blaðið sló á þráðinn til þeirra í Palace Hotel í Za- greb í Júgóslavíu. ,,Þaö þýðir ekkert annað en að stefna hátt,“ sagði Hörður Olafsson höfundur fram- lags Islendinga að þessu sinni, laginu „Eitt lag enn“. „Ef allt gengur upp ættum við að geta náð 6—8 sætinu,“ sagði skagfirski sveiflumeistarinn. Það var einnig gott hljóð í Grétari Örvarssyni, en hann flytur lagið ásamt Sigríði Beinteinsdóttur og hljóm- sveitinni Stjórninni. „Þetta verður stíf keyrsla en það eru allir hressir og þetta leggst vel í okkur,“sagði Grétar. Það er tæplega tuttugu manna hópur Islendinga sem er staddur í Júgóslavíu vegna Söngvakeppninnar. Dagskrá- in hefur verið nokkuð stíf fyr- ir keppendurna því það eru óteljandi boð hjá fram- kvæmdastjórn keppninnar, borgarstjórn Zagreb, stjórn Evrópusjónvarpsstöðvanna, blaðamönnum og klúbbum sem skyldumæting er á. Skipulagning Júgóslavana er þó ekki til fyrirmyndar og lýsti Grétar Örvarsson því yfir á blaðamannafundi, þegar hann var spurður hvort ís- Iendingar gætu haldið sltka keppni, að það myndi leika í höndum okkar, a.m.k. miðað við hvernig heimamenn í Za- greb hafa staðið að málum. Hörður Ólafsson lagahöf- undur sagði að stressið væri ekki svo mikið hjá sér. Hann væri þarna meira til að fylgja sínum hugmyndum eftir og að aðstoða eftir megni. Öll tækni og útsendingarmál væru í höndum íslensku starfsmannanna og þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur af þeirri hlið málanna. Ekki var Skagfirðingurinn fús til að lýsa yfir skoðun sinni á ein- stökum lögum. Til þessa hefði hann ekki heyrt lögin flutt á sviði, en Hörður sagði þó að júgóslavneska lagið stæði vel að vígi vegna heimavallarins. í gær fóru fram tvær æfing- ar á keppninni. Hin fyrri var án búninga og voru þá hljóð- málin í hinu mesta basli. Síð- ari æfingin fór fram í gær- kvöld og þá í búningum. 1 bæði skiptin var salurinn þéttsetinn af fólki. Þess má geta að einungis 1000 manns komast þar fyrir og er það hið minnsta í úrslitum Evr- ópusöngvakeppninnar til þessa. Hinn kunni sjónvarps- og útvarpsmaður, Arthur Björg- vin Bollason, er mættur til Júgóslavíu og mun hann lýsa keppninni til okkar Islend- inga, eins og honum einum er lagið. Utsendingin frá Júgóslavíu hefst klukkan 19.00 og stendur yfir til rúm- lega 10.00. Þess má einnig geta að útvarpað verður beint frá keppninni á Rás 2. Islenska stálfélagið tekid til starfa: Framleiöa úr brota- járni sem ekki er til? EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON M''*^^HB^lÍÍtfMMHSÍ!IHU-£HHBHHH KAMPAVÍN úr hendi umhverfisráöherra, — góðar heillaoskir geta dugað skammt í rekstri íslensks stálvers. — A-mynd E.ÓI. Verkefnalaus um- hverfisráðherrann henti kampavínsflöskunni of- an í tætara Islenska stál- félagsins í Kapellu- hrauni. Tætara sem get- ur afkastað 90.000 tonn- um á ári, en á ekki að af- kasta nema í hæsta lagi 20.000 tonnum. Heim- ildamenn Alþýðublaðs- ins segja að svo mikið brotajárn falli ekki til á landinu. Páll Halldórs- son framkvæmdastjóri íslenska stálfélagsins heldur öðru fram. Um- hverfisráðherrann fagn- aði stálfélaginu í ræðu á Alþingi um kvöldið. Var fögnuðurinn ótímabær? Islenska stálfélagið ætlar sér að reka tætarann á dag- vakt eingöngu. Forsvars- menn íyrirtækisins telja að þeir geti rekið fyrirtækið með hagnaði þrátt fyrir þessi litlu afköst, vegna þess að tækin eru gömul og kosti ekki mjög mikið. A.m.k. ekki miðað við ný. Þá miða þeir við 20.000 tonna framleiðslu á ári. Páll Halldórsson sagði við Al- þýðublaðið í gær að það mætti ekki miklu skeika svo tap yrði á fyrirtækinu, hann giskaði á að ef fyrir- tækið færi niður í 16—17.000 tonna fram- leiðslu á ári, þá snerist hagnaður í tap. Heimildamenn Alþýðu- blaðsins fullyrða að á Is- landi faili í mesta lagi til 15.000 tonn af brotajárni á ári. Sennilegast ekki nema 13.000 tonn segja aðrir. Þ.e.a.s. ekki nóg til að halda rekstri íslenska stálfélags- ins á sléttu. Að auki eru þegar fyrir fyrirtæki í end- urvinnslu brotajárns sem hafa stóran hluta markað- arins. Sennilegast nærri þriðjung. Páll Halldórsson var spurður hvort áætlanir fé- lagsins miðuðust við að fyr- irtækið hefði allan íslenska markaðinn. ,,Já,“ var svar hans. Að auki ætlar Stálfé- lagið að flytja inn hráefni til vinnslu. „Það verða þó að vera hagstæðir samning- ar,“ segir Páll. Heimildir Al- þýðublaðsins herma þó að það sé ekki hlaupið að því að fá brotajárn í heiminum í dag. Fjárfestingar Islenska Stálfélagsins nema í heild- ina um 12 milljónum doll- ara, eða tæpar 800 milljón- ir íslenskra króna. Páll Hall- dórsson fullyrðir að eigið fc' fyrirtækisins sé nærri því að vera þriðjungur af þeirri upphæð. Hann segir að hlutafé nálgist nú að vera 165 milljónir króna. Af- gangurinn er víkjandi lán hluthafa sem leyfilegt er að skilgreina sem eigið fé.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.