Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 6
6
GÓÐA HELGi
Laugardagur 5. maí 1990
Veðurathuganir á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga,
hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera-
völlum á Kili.
Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem
væntanlega hefst í lok júlímánaðar 1990.
Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og
reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar
þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal
fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná-
kvæmni og samviskusemi.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar,
menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi
eru, skulu hafa borist Veðurstof unni fyrir 20. maí nk.
Allar upplýsingar eru gefnar í tækni- og veðurat-
huganadeild Veðurstofunnar Bústaðavegi 9, 150
Reykajvík, sími 600600.
Málverka- og aðrar
myndasýningar
Á Kjarvalsstöður eru tvær sýning-
ar í gangi og er þetta síðasta sýning-
arhelgi á þeim. í austursal er sýning
Sigurðs Orlygssonar á olíuverkum.
í vestursal og báðum forsölum er
sýning á verkum í eigu Búnaðar-
banka íslands. Kjarvalsstaðir eru
opnir daglega frá kl. 11.00—18.00 og
er veitingabúðin opin á sama tíma.
í Galleríi Sævars Karls, Banka-
stræti 9, stendur yfir málverkasýn-
ing Húberts Nóa Jóhannssonar.
Húbert Nói er fæddur í Hafnarfirði
1961 og stundaði nám við Mynd-
listaskóla Reykjavjkurog Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1983—87.
Sýningin stendur til 24. maí og er
opin á verslunartíma.
Nú um helgina lýkur vetrardag-
skrá Listasafns Sigurjóns Ólafsson-
ar. Á sýningunni er málmverk Sigur-
jóns, sem hann vann á Reykjalundi
1960—62. Einnig gefur að líta lista-
verk eftir hann sem safninu hafa
verið færð að gjöf undanfarin ár og
eru ómetanlegur fengur fyrir safnið.
///(7/ / háttar
om
TILB0Ð
stendur tíl 12. maí
á kílóastykkjum af brauðostinum góða
Verð áður:
Ki.777.90 kflóið
Tilboðsverð:
kr. 661-
kflóið
15% lækkun!
S/Ujö**
Safnið er opið í dag og á morgun frá
kl. 14.00—17.00. Listasafnið verður
lokað frá 7. maí til sunnudagsins 3.
júní, en þá verður opnuð sýning
með andlitsmyndum eftir Sigurjón
og er það fyrsta sinn sem slík sýning
er haldin. Sýningin er liður í Listahá-
t'íð í Reykjavík 1990.
Fimmtudaginn 3. maí opnaði
Tryggvi Ólafsson sýningu sína í
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Það
verður að teljast merkisviðburður í
íslenskg menningarlífi þegar
Tryggvi Ólafsson heimsækir okkur
með sýningu í farteskinu, en hann
hefur verið búsettur í Kaupmanna-
höfn í 29 ár eða frá því að hann hóf
nám við Konunglegu Listaakadem-
íuna, þar sem hann stundaði nám í 6
ár. Tryggvi sem heldur upp á 50 ára
afmæli sitt um þessar mundir er fyr-
ir löngu orðinn þekktur myndlista-
SUJ
Opinn framkvæmdarstjórnarfundur veröur haldinn
laugardaginn 5. maí, kl. 10.00 árdegis að Hverfis-.
götu 8—10.
Fundarefni:
Nr. 1, 2, og 3:
Framkvæmd blaðaútgáfu.
Formaður og gjaldkeri.
FUJ Reykjavík
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl.
20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu
8—10.
Fundarefni:
Sveitarstjórnarkosningarnar.
Önnur mál.
Sýnum samstöðu og mætum öll.
Stjórnin.
RAÐAUGLÝSINGAR
Skrifstofur
lögreglustjórans
í Reykjavík hafa fengið nýtt
símanúmer
699000
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Lögtök
Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara
fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en á
ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá
birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum
gjöldum:
Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr.
45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir 1.-3.
greiðslutímabil 1990meðeindögum 15. hversmán-
aðar frá febrúar 1990 til apríl 1990.
Reykjavík 2. maí 1990
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Frá 7. maí til 28. september verða skrifstofur Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur opnar frá kl. 08.30 til
16.00 alla virka daga.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.